Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
28. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.18
Sterlingspund 173.33
Kanadadalur 101.35
Dönsk króna 21.199
Norsk króna 14.75
Sænsk króna 15.362
Svissn. franki 147.22
Japanskt jen 1.2803
SDR 190.23
Evra 157.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.5101
Hrávöruverð
Gull 1893.85 ($/únsa)
Ál 1654.5 ($/tonn) LME
Hráolía 43.27 ($/fatið) Brent
● Nasdaq á Íslandi
efnir nú annað árið
í röð til samstarfs
við Hinsegin daga.
Í samstarfsverk-
efninu verður aug-
unum aftur beint
að stöðu, rétt-
indum og líðan hin-
segin fólks í at-
vinnulífinu, sem
og annarra minni-
hlutahópa, að því
er fram kemur í tilkynningu frá Nasdaq.
„Fjallað verður um hvernig hægt er
að skapa fjölbreytnimenningu innan
fyrirtækja sem verndar og styður allt
starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kyn-
hneigð, kynþætti, þjóðerni eða að-
stöðumun af einhverjum toga,“ segir í
tilkynningunni.
Þá kemur fram að Nasdaq Iceland og
Hinsegin dagar muni standa saman að
tveimur viðburðum. Í upphafi Hinsegin
daga, þann 4. ágúst, verður viðskipta-
vinum og öðrum hagsmunaaðilum
beggja aðila boðið að taka þátt í opn-
unarbjöllu markaðarins. Þá mun Rich-
ard Taylor, aðstoðarforstjóri Employee
Experience hjá Nasdaq, halda opið
námskeið á vefnum 5. ágúst sem er
ætlað stjórnendum fyrirtækja og öðrum
áhugasömum.
Nasdaq og Hinsegin
dagar aftur í samstarf
Dagar Samstarf
verður um tvo
viðburði.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Sparisjóður Strandamanna hyggst
ræða það á næsta stjórnarfundi
sem haldinn verður í lok ágúst-
mánaðar hvort sjóðurinn muni
segja upp við-
skiptum við
fyrirtækið Al-
menna inn-
heimtu ehf. sem
hefur að sögn
Neytendasam-
takanna, „þann
eina starfa að
innheimta ólög-
leg smálán í
gegnum reikning
Sparisjóðs Strandamanna.“ Ný
stjórn sjóðsins var kjörin 6. júní sl.
og af því tilefni spurðu Neytenda-
samtökin „hvort stjórnin muni
sýna samfélagslega ábyrgð í verki
og segja upp viðskiptum við Al-
menna innheimtu ehf. eða hvort
Sparisjóður Strandamanna muni
áfram leggja sitt að mörkum til að
tryggja að skipulögð brotastarf-
semi smálánafyrirtækja fái við-
gengist hér á landi“. Í samtali við
Morgunblaðið vildi Víðir Álfgeir
Sigurðarson, nýkjörinn stjórnar-
formaður sjóðsins, ekki tjá sig að
öðru leyti en að málið yrði rætt á
næsta stjórnarfundi.
Gengur gegn markmiðum
Í nýlegri frétt á vef Neytenda-
samtakanna segjast samtökin
ítrekað hafa bent sparisjóðsstjóra
Sparisjóðs Strandamanna á að
ólögleg smálánafyrirtæki þrífist í
skjóli sjóðsins, en þar kemur fram
að sparisjóðurinn veiti innheimtu-
fyrirtækinu Almennri innheimtu
ehf. aðgang að greiðslumiðlunar-
kerfi bankanna. „Þrátt fyrir það
berast skjólstæðingum samtak-
anna ennþá innheimtukröfur
vegna ólöglegra lána í gegnum
sparisjóðinn,“ segir á vef samtak-
anna.
Eru þá komnir á slæman stað
Að sögn Breka Karlssonar, for-
manns Neytendasamtakanna,
gengur stuðningur við smálána-
starfsemi gegn markmiðum spari-
sjóðanna um að stuðla að sam-
félagslegri uppbyggingu á þeim
svæðum sem þeir starfa.
„Stuðningurinn setur líka svart-
an blett á aðra sparisjóði sem eiga
undir högg að sækja um þessar
mundir. Sparisjóðirnir eru þétt-
riðnir og vinna saman að ýmsum
málum. Ef Sparisjóður Stranda-
manna sér ekki að sér og hættir
ekki að styðja við smálánastarf-
semina munum við athuga hvort
hinir sparisjóðirnir vilji sæta því
að vinna með slíkum sparisjóðum.
Þetta er mjög alvarlegt. Stóru
bankarnir hafa lokað á þessa starf-
semi og á þeim tveimur árum frá
því að við byrjuðum þessa baráttu
á fullu hafa öll þau fyrirtæki sem
við höfum bent á að störfuðu með
smálánafyrirtækjum hætt við-
skiptum við þau nema tvö: Credit-
info og Sparisjóður Stranda-
manna,“ segir Breki og bætir því
við að sjóðirnir séu komnir á
slæman stað ef þeir þurfi á þessari
starfsemi að halda.
Að sögn Breka hafa smálána-
fyrirtækin í gegnum tíðina inn-
heimt ólöglega háa vexti en svo
virðist sem tekist hafi að girða fyr-
ir þá starfshætti, þótt enn séu í
innheimtu lán sem bera ólöglega
háa vexti. Þess í stað virðist sem
síbreytilegt viðskiptamódel fyrir-
tækjanna hafi enn og aftur breyst,
nú síðast á þann hátt að „nú virð-
ast þau vera að ná inn því sem þau
náðu áður með vöxtum og gjöld-
um, með innheimtukostnaði,“ segir
Breki og bætir því við að
úrskurðarnefnd Lögmannafélags
Íslands hafi nýlega ávítt eiganda
Almennrar innheimtu fyrir að
starfa utan laganna.
Smálánin svartur blettur
á starfsemi sparisjóða
Morgunblaðið/Arnaldur
Smálán Stóru bankarnir hafa lokað á starfsemi smálánafyrirtækja.
Sparisjóður Strandamanna enn í viðskiptum við smálánainnheimtufyrirtæki
Varahlutaverslunin AB varahlutir
var rekin með 65 milljóna króna
hagnaði í fyrra. Það er 45% minni
hagnaður en árið á undan, en þá
hagnaðist fyrirtækið um 117 millj-
ónir króna. Tekjur félagsins jukust
um 31% á milli ára. Þær voru 1,1
milljarður á síðasta ári, en 836 millj-
ónir árið á undan.
Eignir AB varahluta í lok tíma-
bilsins námu 430 milljónum króna og
drógust saman um 17% milli ára, en
þær voru 515 milljónir króna í lok
árs 2018.
Eigið fé félagsins dróst einnig
saman. Það var 205 milljónir króna í
lok árs 2019, en var 388 milljónir
króna í lok árs 2018, en félagið
greiddi út 245 milljónir króna í arð á
árinu.
Eiginfjárhlutfall er 48%.
Nýttu hlutabótaleiðina
Í skýrslu stjórnar, sem birt er í
ársreikningnum, kemur fram að það
hafi að meðaltali 35 starfsmenn
starfað hjá AB varahlutum árið 2019.
Í skýrslunni segir einnig að kórónu-
veirufaraldurinn hafi haft lítil áhrif á
rekstur félagsins á fyrstu mánuðum
ársins 2020. Þá kemur fram að félag-
ið hafi nýtt sér eitt úrræði stjórn-
valda vegna faraldursins, hlutabóta-
leið vegna launa, fram til 31. maí
2020.
AB varahlutir eru að fullu í eigu
Kostgæfni ehf., sem er í sameigin-
legri eigu þeirra Lofts Guðna Matt-
híassonar, Björgvins Atlasonar,
Gunnlaugs Steinars Guðmundssonar
og Kára Jónassonar.
Fyrirtækið er með starfsemi á
fimm stöðum á landinu.
Morgunblaðið/Hari
Í umferðinni Tekjur AB varahluta
jukust mikið milli ára 2018 og 2019.
AB varahlutir hagn-
ast um 65 milljónir
Covid-19 haft
lítil áhrif Tekjur
1,1 milljarður kr.
Breki segir smálánafyrirtæki
nýta sér neyð fólks. „Þú tekur
aldrei svona lán að nauðsynja-
lausu. Það er alls konar fólk
að taka svona lán, fólk sem er
veikt á geði, fólk með fíkni-
sjúkdóma, fátækt fólk og
aðrir sem lenda í vítahring og
sæta því að borga himinháa
vexti og ólöglegan innheimtu-
kostnað. Við þurfum að
sporna við þessu og koma
samborgurum okkar til
aðstoðar.“
SMÁLÁN
Fólk í neyð
Breki Karlsson