Morgunblaðið - 17.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Borgarbúar nutu sín í hátt í 20 stiga blíðu í
Reykjavík í gær. Á útisvæðinu við Dillonshús á
búsettar á sama stað, því annað hefði verið brot
á tveggja metra reglunni svokölluðu.
Árbæjarsafni er eins gott að gera ráð fyrir að
hóparnir á hverju borði hafi verið fjölskyldur
Hressing í sögulegu umhverfi
Morgunblaðið/Ómar
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að sér hafi ekki þótt það
sjálfgefin ákvörðun að ferðamenn
sem hingað koma
þurfi frá og með
miðvikudeginum
að fara í tvöfalda
sóttkví, fyrst við
landamærin og
svo eftir 4-6
daga, til þess að
gengið sé úr
skugga um að
þeir séu ekki
smitaðir af kór-
ónuveirunni.
Ákvörðunin hefur verið umdeild, en
Katrín segir ríkisstjórnina þó alla
standa við hana.
„Ég segi það samt sjálf, eftir að
hafa legið yfir þessu, að mér fannst
þetta ekki sjálfgefin niðurstaða. Við
ræddum ýmsa valkosti en við stönd-
um öll á bak við þessa niðurstöðu,“
segir Katrín við Morgunblaðið. Sig-
ríður Á. Andersen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og fyrrverandi
dómsmálaráðherra, er á meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörð-
unina. Hún sagði við mbl.is um
helgina að lítið færi fyrir
grundvallarmannréttindum í um-
ræðu um sóttvarnaaðgerðir hér á
landi og telur að færa hefði þurft
ríkari rök fyrir því að herða aðgerð-
ir með þessum hætti á nýjan leik.
Katrín segist fagna umræðu um
aðgerðirnar. „Það er gott að takast
á um þetta en ég held að gögnin séu
þannig að það sé mikilvægt að grípa
til harðari aðgerða. Við skoðuðum
valkosti sóttvarnalæknis út frá hag-
rænum og samfélagslegum rökum.
Hagrænu rökin virðast hníga að því
að það sé réttara að herða á aðgerð-
um en slaka og samfélagslegu rökin,
eins og skóla-, íþrótta- og menning-
arstarf, höfum við ítrekað farið yf-
ir,“ segir Katrín.
Fari niður í einfalda sýnatöku
Aðgerðirnar sem taka gildi á mið-
vikudaginn fela í sér verulega herð-
ingu á skimunarfyrirkomulagi á
landamærunum. Síðustu mánuði
hefur það gilt að ferðamenn frá
öruggum löndum fá að koma inn í
landið án sýnatöku en þeir sem
koma frá hættusvæðum hafa þurft
að fara í eina skimun við komuna.
Þá hafa þeir sem búsettir eru hér á
landi þurft að viðhafa 4-6 daga
heimkomusmitgát við heimkomu
uns síðari sýnataka hefur staðfest
að viðkomandi sé veirulaus.
Nýtt fyrirkomulag mun fela það í
sér að allir sem koma til landsins,
hvort sem það eru erlendir ferða-
menn eða Íslendingar, þurfa að fara
í 4-6 daga sóttkví þar til sýnataka
tvö er afstaðin. Katrín segir yfirvöld
mjög meðvituð um að þegar reynsla
verði komin á þetta fyrirkomulag
verði hægt að endurskoða það. „Ef
faraldurinn fer síðan aftur að þróast
með réttum hætti í einhverjum
löndum verður þá unnt að breyta
sýnatökunni í einfalda sýnatöku fyr-
ir þau lönd,“ segir hún.
Fyrirhugaðar breytingar á landa-
mærunum hafa skiljanlega ekki
skilað sér til gervallrar heims-
byggðarinnar, eins og sást á um-
fjöllun breska blaðsins Sunday Tim-
es í gær, þar sem ferðaþyrstir voru
hvattir til þess að skella sér til Ís-
lands, þar sem aðeins þyrfti að fara
í eina sýnatöku við landamærin. Það
eru gamlar upplýsingar en Katrín
segir að unnið sé að því að upplýsa
önnur ríki um þessa ákvörðun og að
þar skipti einmitt máli að þetta hafi
ekki verið ákveðið með sólarhring-
sfyrirvara heldur nokkurra daga.
Gott að takast á um ákvarðanirnar
Morgunblaðið/Eggert
Hertar aðgerðir Breytingin var kynnt á blaðamannafundi á föstudaginn.
„Ekki sjálfgefin niðurstaða“ að herða skimun á landamærum Fyrsti áfangi afléttingar verður ein-
föld sýnataka fyrir ferðamenn frá öruggum löndum Veruleg herðing tekur gildi á miðvikudaginn
Katrín
Jakobsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu
hafi ekki haft vitneskju um að til
stæði að herða aðgerðir á landamær-
um, eins og kynnt var á föstudaginn.
Þegar það var gert „fékk atvinnu-
greinin áfall eins og hún lagði sig,“
segir Bjarnheiður.
„Okkar skoðun er að þetta jafn-
gildi lokun á landinu, að skrúfa fyrir
komur erlendra ferðamanna hingað.
Venjulegir ferðamenn geta ekki un-
að við að sitja í sóttkví í 4-6 daga,
þegar þeir dvelja flestir að meðaltali
í sjö til átta nætur. Þessar fréttir
setja í raun og veru það í uppnám
sem var hægt og rólega byrjað að
byggjast upp aft-
ur hér á landi,“
segir Bjarnheið-
ur.
Mikill hluti at-
vinnugreinarinn-
ar er að vinna á
uppsagnarfresti
að sögn Bjarn-
heiðar og vonir
voru bundnar við
að hægt væri að
ráða hluta þessa starfsfólks aftur nú
þar sem horfur voru að skána. „Nú
minnka líkurnar á því verulega,“
segir hún. „Við sjáum líka strax að
þetta eykur líkur á fjöldagjaldþrot-
um þegar líður á haustið og leiðir til
miklu hærra atvinnuleysis en hefði
orðið ef þetta hefði verið gert öðru-
vísi. Það er bara grafalvarlegt mál.“
Ríkisstjórnin fjallaði um það á
föstudaginn að ákvörðunin byggði á
hagrænu mati. Talið væri að það
hefði meiri jákvæð efnahagsleg áhrif
að minnka líkur á smiti í samfélaginu
með hertri skimun en það hefði að
hafa landið áfram opið fyrir ferða-
mönnum. Bjarnheiður segir að það
séu þættir í kostnaðarábatagreining-
unni sem Samtök ferðaþjónustunnar
séu ekki sátt við, svo sem þar sem til-
tekið er að meðaleyðsla ferðamanns
skili 120.000 krónum inn í íslenska
hagkerfið. Sú tala er of lág, segir
Bjarnheiður. snorrim@mbl.is
Eykur strax líkur á
fjöldagjaldþrotum í haust
Ósátt við herta skimun Áætlun í hagrænu mati of lág
Bjarnheiður
Hallsdóttir
Karlmaður á fimmtugsaldri, öku-
maður bifhjóls, lést eftir að hann
missti stjórn á hjóli sínu á Þjóðvegi
1 skammt vestan Stigár í Austur-
Skaftafellssýslu í gær.
Tildrög slyssins eru til rann-
sóknar en maðurinn virðist hafa
fallið og runnið eftir götunni í veg
fyrir bifreið sem kom úr gagn-
stæðri átt, að því er kemur fram í
tilkynningu lögreglunnar á Suður-
landi.
Endurlífgunartilraunir á vett-
vangi báru ekki árangur og var
hann úrskurðaður látinn þar.
Slysið var tilkynnt neyðarlínu
klukkan 13.36 á laugardag og var
umferð stýrt fram hjá vettvangi.
Tæknideild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu kom á vettvang
ásamt fulltrúa rannsóknarnefndar
samgönguslysa. Vinnu á vettvangi
lauk um klukkan 19 á laugardags-
kvöld.
Banaslys í
A-Skafta-
fellssýslu
Tildrög slyssins
til rannsóknar