Morgunblaðið - 17.08.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
50 ára Lovísa er fædd
í Toronto en hefur búið
í Garðabæ frá 8 ára
aldri. Hún er eigandi og
framkvæmdastjóri
Happ ehf. sem selur
heilsumat.
Maki: Jón Björnsson, f.
1968, forstjóri Origo.
Börn: Daníel Ingi Ragnarsson, f. 1991,
Andri Björn Jónsson, f. 1996, og Erna
Ósk Jónsdóttir, f. 2001. Barnabarn er
Hrafntinna Daníelsdóttir, f. 2017.
Foreldrar: Emilía Björnsdóttir, f. 1945, d.
2004, rak sundlaugina á Hótel Loftleið-
um, og Stefán Ævar Guðmundsson, f.
1945, fv. prentari á Morgunblaðinu, bú-
settur í Brockville í Kanada.
Lovísa Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áhrifarík augnablik koma upp í
samskiptum við almenning. Auktu kraft-
inn til þess að hressa þá sem eru í kring-
um þig við. Yfir höfuð hefðirðu gott af
meira stuði og minni ígrundun.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er eðlilegt að flækjast í smáat-
riðunum. Talaðu aðeins við þann sem þú
treystir fullkomlega fyrir þínum málum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að laga ýmislegt í
starfsháttum þínum og umfram allt þarftu
að muna að æfingin skapar meistarann.
En láttu samt engan þvinga þig til að gera
eitthvað sem þú vilt ekki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhverjir vilja að þú vitir ekki allt
um þeirra gjörðir. En fyrirhyggja er væn-
legri en að láta vaða á súðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Dagurinn í dag er frábær fyrir skap-
andi verkefni og afþreyingu með smáfólk-
inu. Fáðu útrás fyrir listrænar tilhneigingar
þínar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér þætti betra að þurfa ekki að
hitta neinn, sérstaklega ekki þann sem
hefur valdið þér vonbrigðum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver sem stærir sig af mætti sín-
um, efast um hann innst inni. Gerðu ráð
fyrir því að sinna skapandi störfum á
næstunni. Liðsandinn sem þú miðlar á eft-
ir að smita frá sér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitt er að þekkja tilgang sinn í
lífinu, en það er hundrað sinnum magn-
aðra að geta lýst því með orðum á blaði.
Smáupplyfting gerir þig bara betur færan
um að taka upp þráðinn aftur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að treysta einhverjum sem
maður þekkir varla er hluti af ævintýri
dagsins í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú munt njóta þess að sinna
handavinnu og gæludýrum í dag. Svaraðu
viturlega og þú losnar við röð af erfiðum
spurningum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig langar til að kaupa eitthvað
stórkostlegt í dag. Vertu sá sem stingur
upp á óvæntum leik.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst þú loksins reiðubúinn til
að tjá þarfir þínar og pælingar fyrir maka
þínum. Reyndu að slaka á.
hugleikið á þessum árum er mikil-
vægi starfsþróunar í iðngreinum.
Löngu áður en farið var að tala um
fjórðu iðnbyltinguna var ég tals-
maður fyrir því að iðnaðarmenn
þyrftu stöðugt að vera að kynna sér
nýjungar í tækni og þróun starfa og
vera tilbúnir bæði þekkingarlega og
getulega fyrir þær breytingar sem
fram undan eru. Þessi skoðun mín
verður alltaf raunverulegri með
hverju árinu sem liður.“
Hilmar situr í miðstjórn ASÍ og er
í samninganefnd ASÍ. Jafnframt er
hann kjörinn stjórnarmaður í Birtu
og Landssambandi lífeyrissjóða.
„Félagsstörf hafa verið brennandi
stéttarfélag iðnaðarmanna á land-
inu. Hilmar er formaður FIT.
Hilmar var kosinn formaður Sam-
iðnar – sambands iðnfélaga, árið
2013. Tólf félög iðnaðarmanna eiga
aðild að Samiðn með rúmlega sjö
þúsund félagsmenn í bygginga-
greinum, málmgreinum, bílgreinum,
tækniteiknun, skipasmíðum, garð-
yrkju og snyrtigreinum. Samiðn
annast m.a. kjarasamningagerð fyr-
ir hönd aðildarfélaga sinna. Samiðn
er í samskiptum við stjórnvöld, túlk-
ar kjarasamninga og þess vegna
mikilvægur málsvari fyrir þessi
öflugu stéttarfélög.
„Eitt af því sem mér hefur verið
H
ilmar Harðarson er
fæddur 17. ágúst
1960 í Reykjavík. „Ég
er fæddur og uppal-
inn í Skipholtinu. Það
var líf og fjör að alast upp í Skipholt-
inu og þetta var skemmtilegt hverfi.
Ég æfði fótbolta með Fram á mínum
yngri árum og sótti æfingar á gamla
Framvöllinn og svo í Safamýrinni.
Ég hef allar götur síðan haldið með
Fram,“ segir Hilmar.
Hilmar hefur kynnst mörgum
áhugaverðum einstaklingum á
starfsævi sinni. Ekki síst eru margir
minnisstæðir frá því hann bar út
dagblöð sem strákur í hverfinu eða
þegar hann vann sem sendisveinn á
reiðhjóli fyrir vélaverkstæðið Kistu-
fell. Síðar kynntist hann mörgum
harðduglegum jöxlum sem unnu við
byggingu verkamannabústaða í
Breiðholti þar sem Hilmar komst
ungur til að vinna sem handlangari
múrara. Ekki eru síður eftirminni-
legir skipsfélagar sem hann sigldi
með á Eyrarfossi og Goðafossi.
Hilmar hóf skólagöngu sína í
Skóla Ísaks Jónssonar, síðan lá leið-
in í æfingadeild Kennaraháskólans
og Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Að grunnskólanámi loknu hóf Hilm-
ar nám við Iðnskólann í Reykjavík,
þaðan sem hann lauk sveinsprófi í
bifvélavirkjun en auk þess er hann
með meistararéttindi í greininni.
Jafnframt hefur Hilmar lokið
kennsluréttindanámi frá mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands og er
með leyfisbréf til kennslu í fram-
haldsskóla.
Hilmar starfaði hjá bifreiða-
umboðinu Velti hf. og vann þar þar
til hann stofnaði bílaverkstæðið Bíl-
son. Lengst af vann Hilmar þó hjá
Heklu hf. eða þar til hann var kjör-
inn formaður Bíliðnafélagsins/
Félags blikksmiða. „Strax upp úr
aldamótum var orðin hávær umræða
um að mikilvægt væri að sameina
stéttarfélög þannig að þau gætu bet-
ur tryggt starfsskilyrði og starfskjör
íslenskra iðnaðarmanna.“ Hilmar
fann þessa knýjandi þörf og sam-
ræðan hófst um sameiningu margra
gamalla gróinna félaga og úr varð
Félag iðn- og tæknigreiða – FIT
sem í dag er stærsta einstaka
áhugamál mitt ásamt því að veiða
fisk á flugu og að ferðast. Ég hef
ferðast mikið um hálendi Íslands og
gengið fjöldamörg fjöll. Ég hef verið
í félagsskapnum 52 fjöll sem er á
vegum Ferðafélags Íslands.
Við konan mín höfum einnig
ferðast víða erlendis. Eftirminnileg-
ustu ferðirnar eru til Ísraels og Pal-
estínu, Mexíkó, Kúbu og Taílands.
Þegar ég var yngri ferðaðist ég tals-
vert til Ítalíu. Ég hef gaman af að
kynna mér menningu annarra landa
og er duglegur að fara á söfn þegar
ég er á ferðalögum. En líklega má
segja að fjölskyldan og vinna séu
stærstu áhugamálin. Fjölskyldan er
Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina – 60 ára
Stórfjölskyldan Hilmar og Þorgerður ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum.
Brennandi áhugi á félagsstörfum
Með barnabörnin Hilmar Atli, Þorgerður, Una Margrét og Hilmar.
Starfsfélagar Hilmar og Elmar Hallgríms
Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.
40 ára Inga Björg er
Grindvíkingur og hef-
ur alltaf búið í
Grindavík. Hún er
stuðningsfulltrúi í
Grunnskólanum í
Grindavík.
Maki: Ekasit Thasa-
phong, f. 1980, sjómaður á línubátn-
um Sighvati hjá Vísi hf. í Grindavík
Börn: Símon Logi, f. 2001, Júlía Ruth,
f. 2003, og Björgvin Máni, f. 2012.
Foreldrar: Gunnhildur Björgvinsdóttir,
f. 1961, húsmóðir, og Símon Al-
freðsson, f. 1960, yfirmaður bræðslu
hjá fiskþurrkunarfyrirtækinu Haustaki
á Reykjanesi. Þau eru búsett í Grinda-
vík.
Inga Björg Símonardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is