Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 20-50% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum LÝKUR MÁNUDAGinn 7. september 20-25% Sparadu- af öllum borðbúnaði TOKE BORÐSTOFUBORÐ 3 plankar, vaxolíuborin eik. Svartir fætur. 160x90 cm. 99.900 kr.NÚ 79.900 kr. HYPE BEKKUR Svart PU (gervileður), svartir fætur. 153x61x85 cm. 89.900 kr.NÚ 71.900 kr. Einnig til með brúnu PU (gervileðri). SILJA BORÐSTOFUSTÓLL Grábrúnt eða dökkgrátt flauesláklæði. Svartir fætur. 23.900 kr. NÚ 18.900 kr. ENIX BORÐSTOFUSTÓLL hvít plastskel með krómfótum. Einnig til með svartri setu og svörtum fótum. 9.900 kr. NÚ 6.900 kr. SPAraðu 5.000 Nú18.900 SPAraðu 18.000 Nú71.900 SPAraðu 20.000 Nú79.900 SPAraðu 3.0 Nú6.900 00 Loftleikur, Aerotics, er heiti sýningar á nýjum verkum eftir myndlistarkonuna Margréti H. Blöndal sem verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu í dag, fimmtudag, milli klukkan 17 og 19. Í kynningu á sýningunni segir Margrét að hún vinni alltaf með innsetningar, þvert á miðla og form; stundum snúi hún miðlum á hvolf, nálg- ist skúlptúra sem teikningar og teikningar sem skúlp- túra. Þá geti orð verið sem hnit sem loft leikur um og kveikt á verkum. Innsetningar Margrétar eru alltaf við- brögð við rýminu sem hún vinnur sýningar sínar í. Loftleikur Margrétar H. Blöndal opinn gestum í i8 galleríi í dag FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég heyrði fyrst af áhuga Le Havre þegar ég kom heim frá Ítalíu í byrjun sumars,“ segir knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Morgun- blaðið í dag. „Planið var svo bara að klára tímabilið heima á Íslandi og taka svo stöðuna eftir það þar sem samningur minn átti að renna út eftir tímabilið. Hlutirnir hafa hins vegar gerst mjög hratt undan- farna daga og að lokum ákveða þeir að kaupa mig frá Breiðabliki.“ Berglind er því á leið til Frakklands og skilur eftir sig skarð í liði Breiðabliks. »57 Hlutirnir gerðust hratt í viðræðum Le Havre og Breiðabliks ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veitingahúsið Askur, eitt elsta veit- ingahús landsins, hefur verið við Suð- urlandsbraut í Reykjavík hátt í 60 ár og eigendurnir, sem hafa verið nokkrir, hafa verið brautryðjendur á mörgum sviðum. María Jóhanns- dóttir og Haukur Ragnarsson keyptu staðinn 2006 og hefur María rekið hann ein síðan 2017. „Lengst af hefur gengið mjög vel, en vegna kórónu- veirunnar hefur reksturinn eðlilega verið þungur frá því í mars. Íslend- ingar hafa samt haldið tryggð við okkur, þess vegna hef ég ekki lokað og vona að ekki komi til þess.“ Magnús Björnsson rak Matstofuna Vík í Keflavík frá 1957 en þegar flot- inn fór austur vegna Austfjarðasíld- arinnar 1963 og starfsemi verktaka- fyrirtækja nær lognaðist út af á svæðinu um svipað leyti var sjálf- hætt. Magnús var hugmyndaríkur, fór til Bandaríkjanna þar sem hann aflaði sér upplýsinga um hvernig grilla ætti kjúklinga, einn stofnenda McDonalds smíðaði fyrir hann potta og pönnur og Askur varð að veru- leika um miðjan sjöunda áratuginn. Þar bauð hann meðal annars upp á grillaða kjúklinga með frönskum og kokteilsósu, sem landinn kunni vel að meta. Sígildir réttir „Við bjóðum enn upp á marga þessara gömlu, sígildu rétta og fasta- gestir vita að hverju þeir ganga,“ seg- ir María. „Til dæmis er Bérnaise- sósan alltaf jafn vinsæl og margir koma við bara til þess að kaupa hana og taka með sér heim,“ heldur hún áfram. Bætir við að hádegishlað- borðið á virkum dögum og steikar- hlaðborðið á sunnudagskvöldum hafi lengi verið eitt aðalsmerki Asks og sé það enn. Sérréttamatseðillinn sé fjöl- breyttur með mismunandi óskir við- skiptavina í huga, heimsendingar- þjónustan hafi komið sér sérstaklega vel undanfarna mánuði auk þess sem hún bjóði upp á veisluþjónustu. „Frá upphafi hefur stefnan verið að halda verði fyrir mat og drykk lágu. Við höfum lagt áherslu á að hafa faglært, íslenskumælandi fólk í vinnu, ég er með frábært starfsfólk og margir hafa unnið með mér frá því við keypt- um staðinn.“ Fyrir um 15 árum var mikill upp- gangur í veitingahúsarekstri og María segir að viðskiptavinum hafi fjölgað jafnt og þétt árlega, þar til kórónuveiran barði að dyrum. „Eins og allir á þessum vettvangi þurftum við skyndilega að takast á við erfitt verkefni. Það hefur verið mikill skóli, við höfum lært mikið og megum vera þakklát fyrir það.“ Askur varð strax vinsælt steikhús og María segir að viðskiptavinirnir hafi haldið tryggð við staðinn. „Sem betur fer erum við með mjög marga fastakúnna, sem koma ár eftir ár,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði hérna komu börn með foreldrum, öfum og ömmum og nú eru þessi börn vaxin úr grasi og farin að mæta með börnin sín. Þessi fastheldni skiptir okkur gríðarlega miklu máli, ekki síst í ástandi eins og nú ríkir, þegar er- lendu ferðamennirnir eru víðs fjarri.“ María leggur áherslu á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis í hví- vetna. Hún segir að tveggja metra reglan sé í hávegum höfð, fjöldatak- markanir séu virtar og spritt og ein- nota hanskar innan seilingar. „Við reynum að bjóða upp á eins öruggt umhverfi og hægt er og sem betur fer hafa íslenskir viðskiptavinir haldið tryggð við okkur. Þeir halda okkur gangandi,“ áréttar hún. Askur á góðri siglingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Askur María Jóhannsdóttir hefur staðið vaktina í um hálfan annan áratug.  Eigandi eins elsta veitingahúss landsins aðlagar sig að breyttu umhverfi  Tryggð Íslendinga hefur verið mikilvæg Kræsingar Hlaðborðin hafa lengi notið vinsælda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.