Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 1
HEIMILI OGHÖNNUN SæbjörgGuðjónsdóttir Katrín Atladóttir færðieldhúsið inn í borðstofuí stað þess að flytja Endurhannaði sitt eigiðheimili af mikilli snilld MAMMA F Ö S T U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  225. tölublað  108. árgangur  KATRÍN TÓK ÍBÚÐINA Í GEGN Í KÓFINU 48 SÍÐNA SÉRBLAÐ Þeir sem stunda sjódrekaflug (e. kitesurfing) kvarta ekki und- an þeim mikla vindi sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Kjöraðstæður hafa verið til sjódrekaflugs eins og sjá má á mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði nýverið af Einari Garðarssyni sjódrekaflugmanni. Á myndinni sést Einar svífa nokkra metra í loft upp við Gróttuvita. „Við erum svona 20 til 30 manna hópur sem gerir þetta hér á Íslandi. Þetta er umhverfisvænt og hressandi og það er virkilega gaman að geta notað rokið á Íslandi í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Sjódrekaflugmenn nota uppblásna flugdreka til þess að svífa um á milli þess sem þeir renna sér á brettum sínum á öldunum fyrir neðan þá. Sjódrekaflugmenn nýta haustlægðirnar til íþróttaiðkunar Morgunblaðið/Eggert  Bæjarstjórn Vestmannaeyja hef- ur fallist á ósk Vegagerðarinnar um endurskoðun á þjónustusamn- ingi um ferjusiglingar á milli lands og Eyja vegna breyttra forsendna. Málið snýst um viðbótarkostnað vegna meiri mönnunar skipsins en gert var ráð fyrir þegar samið var. Samgöngustofa krafðist þess að fleiri menn yrðu í áhöfn nýja Herj- ólfs, þegar mönnunin var endur- skoðuð, en gert var ráð fyrir í þjón- ustusamningi Vegagerðarinnar við Vestmannaeyjabæ um ferjusigl- ingar. Kostnaður Herjólfs ohf. er því mun meiri en gert var ráð flyrir og er ein helsta ástæðan fyrir mikl- um taprekstri félagsins í ár. Vest- mannaeyjabær telur að ríkið eigi að greiða þennan aukakostnað. Vega- gerðin viðurkennir breyttar for- sendur en vísar til annarra ákvæða og fyrirvara þar sem fram kemur að greiðslur þurfi að vera innan fjárveitinga. Þess vegna ákvað Vegagerðin að óska formlega eftir endurskoðun samnings. »11 Samningur um Herj- ólf endurskoðaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að boða deiluaðila á vinnumark- aði á sinn fund til að fara yfir stöðuna. Samtök atvinnulífsins sögðu í gær að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þyrfti að grípa til við- eigandi ráðstafana. Drífa Snædal, for- seti ASÍ, er á öndverðum meiði og segir það munu senda mjög alvarleg skilaboð út í samfélagið ef launa- hækkanir verði frystar. „Við munum boða þessa aðila til fundar, til að fara yfir stöðuna með þeim sameiginlega,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. „Því það er alveg ljóst að ef það stefnir í átök á vinnumarkaði, þá er það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu núna, vegna heims- faraldurs og afleiðinga hans,“ bætir hún við. Spurð hvort það sé afstaða stjórnvalda, að forsendur kjarasamn- inga séu ekki brostnar, segir Katrín: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjara- samninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýs- ingu um hefur annaðhvort gengið eft- ir á samningstím- anum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurn- ar sín á milli.“ Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA, segir að boðað verði til at- kvæðagreiðslu meðal aðildarfyrir- tækja samtakanna um hvort segja eigi lífskjarasamningnum upp. Að hans sögn mun þeirri atkvæða- greiðslu ljúka í síðasta lagi á þriðju- dag. ASÍ hafi hafnað beiðni SA um samstarf þar sem leita átti lausna. Órói á vinnumarkaði  Forsætisráðherra boðar deiluaðila á vinnumarkaði til fundar  ASÍ og SA á öndverðum meiði um samningsbresti MSA segja forsendur … »2 Drífa Snædal Katrín Jakobsdóttir Halldór Benjamín Þorbergsson  Samanburður á samningum um aflaheimildir í Namibíu leiðir í ljós að Samherji greiddi markaðs- verð fyrir kvóta sem félagið leigði í landinu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Sam- herja í tilefni af umfjöllun um rekstur félagsins í Namibíu. „Ávirðingar sem settar hafa verið fram um verð fyrir leigu á aflaheimildum tengjast ásökunum um að dótturfélög Samherja hafi greitt mútur til að tryggja sér afla- heimildir langt undir markaðs- verði,“ segir í tilkynningunni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir Jóhannes Stefáns- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Samherja í Namibíu, ekki hafa haft í heiðri gildi félagsins og starfsreglur. »12 Greiddu markaðs- verð fyrir kvótann Björgólfur Jóhannsson SMÁ MÓTEITUR VIÐ SKÖMM KÓPAVOGSKRÓNIKA 36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.