Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
Í ritstjórnargreininni Tý í Við-skiptablaðinu er vikið að fjár-
hagsvanda sveitarfélaganna og er
tilefnið „þjóðstjórn“ Akureyrar-
bæjar. Týr bendir á að Akureyri sé
„ekki eina sveitar-
félagið í fjárhags-
vandræðum. Í árs-
hlutauppgjöri
stærstu sveitar-
félaga landsins
fyrir fyrri hluta
ársins kemur
fram að fjárhags-
staða þeirra hefur versnað til
muna“.
Þá er bent á að eftir góðæri síð-ustu ára hafi ríkissjóður verið
vel undir samdrátt búinn en hið
sama eigi ekki við um sveitar-
félögin, „þrátt fyrir að þau inn-
heimti flest hámarksútsvar og há
fasteignagjöld. Þau eru það illa
rekin að það mátti í raun ekkert út
af bregða til að setja rekstur
þeirra í algjört uppnám“.
Um Reykjavíkurborg segir aðhún sé litlu skárri en Akur-
eyri með eiginfjárhlutfall upp á 3%
og hratt vaxandi skuldir. „Rekstur
borgarinnar er ósjálfbær en
stærstu áhyggjur borgarfulltrúa
snúa þó iðulega að einhverju allt
öðru en fjárhag hennar. Allt er
þetta óþægileg áminning um það
að einkageirinn á einn að bera
þungann af samdrættinum í hag-
kerfinu. Á meðan þúsundir starfs-
manna missa vinnuna í einkageir-
anum hefur ekki einn opinber
starfsmaður misst vinnuna. Týr
óskar engum þess að missa starf
sitt, en það kemur að lokum að því
að einkageirinn getur ekki haldið
uppi hinu opinbera.“
Er ekki hugsanlegt að hið opin-bera geti sparað líkt og
einkageirinn verður að gera? Eða
á að bíða þar til einkageirinn getur
ekki meir?
Er hið opinbera
undanskilið?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa
skrifað undir viljayfirlýsingu um
innleiðingu heimsmarkmiðs Samein-
uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
inn í sína starfsemi. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Fyrirtækin sem hafa skrifað undir
eru Íslandsbanki, Reginn, Sky Lag-
oon, Prófító bókhaldshús, BYKO,
Festi, Valka, Mannvit, Trygginga-
stofnun, Hótel Kríunes og Bruna-
bótafélag Íslands, eignarhaldsfélag.
Í tilkynningu segir að verkefninu
hafi formlega verið hleypt af stokk-
unum á fundi Kópavogsbæjar sem
haldinn var í tilefni útgáfu skýrslu
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar, OECD, um þátttöku Kópavogs-
bæjar í alþjóðlegu verkefni OECD
um innleiðingu heimsmarkmiðanna
hjá sveitarfélögum og þróun mæli-
kvarða því tengdra.
„Markaðsstofa Kópavogs hvetur
fyrirtæki og stofnanir í bænum til að
innleiða heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna í stefnu sína og daglegan
rekstur og sýna þannig samfélags-
lega ábyrgð í verki. Allir vinni saman
að því að bæta umhverfið og sam-
félagið og gera Kópavog, Ísland og
heiminn allan að betri stað til að búa
og starfa í,“ segir Björn Jónsson,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Kópavogs, í tilkynningu.
Ellefu skrifa undir heimsmarkmið
Stefna að sjálfbærri þróun í starfsem-
inni Alþjóðlegt verkefni OECD
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Ellefu fyrirtæki stefna
á að uppfylla heimsmarkmið SÞ.
„Við höldum baráttunni áfram. Með
niðurstöðu gerðardóms fengum við
verkefnið til baka. Nú reynum við að
ljúka ferlinu með því að klára stofn-
anasamninga við heilbrigðisstofnan-
ir til að hjúkrunarfræðingar sjái
endanlega hver laun þeirra eru,“
segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga.
Félagið hefur sent frá sér ályktun
þar sem þess er krafist að hjúkrun-
arfræðingar fái laun í samræmi við
menntun, ábyrgð í starfi og framlag
til heilbrigðisþjónustu.
Vanmetin kvennastétt
Guðbjörg segir að úrskurður
gerðardómsins bæti ekki úr því. Vís-
ar hún í greinargerð með úrskurði
gerðardómsins þar sem meðal ann-
ars kemur fram að dómurinn telur
að vísbendingar séu um að hjúkr-
unarfræðingar séu vanmetin
kvennastétt hvað varðar laun með
tilliti til ábyrgðar. Sérstaklega eigi
það við þegar horft er til þess að al-
mennir hjúkrunarfræðingar eru
gjarnan í hlutverki teymisstjóra og
samhæfingaraðila milli annarra fag-
stétta. Þá séu þeir ráðgefandi í fram-
línu og fyrsta snerting skjólstæðings
í bráðatilfellum. Einnig komi fram
vísbendingar um það í launagrein-
ingu Landspítala að starfshópar í
stéttarfélögum þar sem karlar eru
fjölmennari séu að jafnaði með
hærri laun en hjúkrunarfræðingar,
án þess að störf þeirra séu endilega
metin meira virði í starfsmati.
Spurð um framhald málsins segir
Guðbjörg að niðurstaða gerðardóms
sé gild og endanleg. Hún gildi til árs-
ins 2023. Hjúkrunarfræðingar muni
halda baráttunni áfram. helgi@mbl.is
Reynt að ljúka
stofnanasamningum
Hjúkrunarfræð-
ingar halda kjara-
baráttu sinni áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hraðar Hjúkrungarfræðingar á
þönum á bráðadeild Landspítala.