Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
25. september 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.05
Sterlingspund 175.64
Kanadadalur 103.5
Dönsk króna 21.685
Norsk króna 14.679
Sænsk króna 15.462
Svissn. franki 149.83
Japanskt jen 1.3132
SDR 194.23
Evra 161.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 198.0954
Hrávöruverð
Gull 1888.1 ($/únsa)
Ál 1744.0 ($/tonn) LME
Hráolía 41.67 ($/fatið) Brent
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samherji leigði aflaheimildir í Nam-
ibíu á markaðsverði. Fullyrðingar um
hið gagnstæða eru því alrangar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Samherja en félagið fól lögmannsstof-
unni Wikborg Rein
að yfirfara samn-
inga Samherja við
Fishcor og Nam-
gomar um leiguna í
Namibíu. Voru
þeir samningar svo
bornir saman við
samninga við önn-
ur félög sem leigð-
ur var kvóti af en
alls voru 39 tilvik
borin saman. Naut
Wikborg Rein aðstoðar ráðgjafa sem
stofan leitaði til.
Spurður hverjir hafi sett fram
þessar fullyrðingar vísar Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Samherja, til
umfjöllunar í fjölmiðlum.
„Við erum að vísa þarna í fjölmiðla-
umfjöllun bæði hér á landi og erlendis
frá nóvember á síðasta ári til dagsins í
dag. Þar má nefna Stundina, Kveik,
Al Jazeera o.fl.“
Hafna ásökunum um mútur
– Hvað var fullyrt?
„Það hefur verið fullyrt í fjölmiðl-
um, meðal annars Kveik og í Stund-
inni, að félög tengd Samherja hafi
greitt mútur til að tryggja sér aðgang
að aflaheimildum. Við höfum ávallt
neitað þeirri ásökun. Við þessa ásök-
un um mútugreiðslur hafa svo verið
samofnar fullyrðingar um að félög
tengd Samherja hafi ekki greitt
markaðsverð fyrir þær aflaheimildir
sem þau leigðu. Við létum fram-
kvæma samanburð á verði til að
kanna sannleiksgildi þessara fullyrð-
inga og sá samanburður leiðir í ljós að
það verð, sem félög tengd Samherja
greiddu, var ekki undir markaðsverði
í Namibíu,“ segir Björgólfur um
meginniðurstöðuna.
Ásakanir í fjölmiðlum
– Hafnar Samherji því að hafa
greitt mútur?
„Samherji hafnar því staðfastlega
að hafa greitt mútur. Hvorki Sam-
herji, né nokkur félög tengd Sam-
herja, hafa nokkru sinni greitt mútur.
Varðandi kvótaviðskipti Samherja í
Namibíu þá hef ég ekki séð annað en
að félög tengd Samherja hafi greitt
markaðsverð fyrir kvótann og þá fæ
ég ekki séð að mútur hafi nokkurn
tímann verið greiddar.“
– Hvað með greiðslur til meintra
„hákarla“ [þ.e. þriggja aðila sem áttu
að hafa fengið ríflega umbun fyrir að
greiða götu Samherja í landinu, í því
skyni að fá kvóta]?
„Við lítum svo á að um hafi verið að
ræða lögmætar greiðslur og höfnum
því alfarið að greiðslur til þessara að-
ila hafi verið mútur.“
Leigðu kvóta af einkaaðilum
og ríkisfyrirtæki
Stærstur hluti þeirra aflaheimilda
var leigður af einkaaðilum, þar á með-
al Namgomar sem fékk úthlutaðar
aflaheimildir á grundvelli samnings
um veiðar milli Angóla og Namibíu.
Þá leigðu félög tengd Samherja afla-
heimildir af Fishcor, sjávarútvegs-
fyrirtæki í eigu namibíska ríkisins.
Fyrir utan fyrrnefndar ávirðingar
segir í tilkynningu Samherja að „því
[hafi] verið haldið fram að félög í sam-
stæðu Samherja hafi gert allt til að
greiða eins lágan skatt í Namibíu og
þau mögulega gátu og að þessir sam-
verkandi þættir, ásamt ríkulegum
hagnaði af starfseminni í Namibíu,
þýði að Samherji hafi í reynd arðrænt
þróunarríki“.
– Hverjir héldu því fram að Sam-
herji hefði reynt að lágmarka skatt-
greiðslur eins og kostur er?
„Þessar ásakanir komu m.a. fram í
Stundinni og í bók sem fréttamenn
Kveiks gáfu út á síðasta ári og fjallar
um starfsemi Samherja í Namibíu.“
Greiddu alla sína skatta
– Hafnar Samherji þessari fullyrð-
ingu? Hvernig þá?
„Við teljum að félög tengd Sam-
herja hafi greitt alla þá skatta í Nam-
ibíu sem þeim bar að greiða sam-
kvæmt lögum. Við höfum áður tjáð
okkur um skattgreiðslur í Namibíu í
fréttatilkynningu sem við sendum frá
okkur hinn 7. ágúst sl. Þar kom fram
að félög tengd Samherja hefðu greitt
samtals að jafnvirði um 6,5 milljarða
kr. til ríkissjóðs Namibíu á meðan þau
voru í rekstri. Þar er annars vegar um
að ræða heildarskattgreiðslur og hins
vegar sértæka skatta fyrir nýtingu
aflaheimilda. Þess utan greiddu félög
tengd Samherja alls 12 milljarða kr.
fyrir aflaheimildirnar sjálfar og stór
hluti þeirrar fjárhæðar rann til stofn-
ana og fyrirtækja í eigu ríkisins.“
– Það segir jafnframt í tilkynning-
unni að „til að komast að því hvað hafi
verið rétt markaðsverð í viðskiptum
með aflaheimildir, þau ár sem félög
tengd Samherja voru með starfsemi í
Namibíu, var farið yfir samninga
Samherja við sex namibísk félög sem
voru handhafar aflaheimilda og höfðu
engin innbyrðis tengsl“. Hvert og eitt
þessara félaga hafi starfað á frjálsum
markaði og aðeins haft arðsemissjón-
armið að leiðarljósi við leigu aflaheim-
ilda. Hver vann þessa rannsókn?
„Þá vísa ég til fyrra svars. Wikborg
Rein og ráðgjafar á hennar vegum
unnu þessa athugun.“
Geta ekki birt samninga
– Væri hægt að sjá niðurstöðurnar?
Þ.e. talnagögnin sem um ræðir?
„Við höfum ekki birt samningana
sjálfa en þar koma tölurnar fram.
Ástæðan er meðal annars sú að þarna
er um að ræða gagnkvæma samninga
sem félög tengd Samherja gerðu við
önnur fyrirtæki í Namibíu. Við þurf-
um að afla samþykkis umræddra fé-
laga áður en við getum birt upplýs-
ingar úr þessum samningum, enda
ríkir trúnaður um verð og annað efni
samninganna. Þá er okkur ekki heim-
ilt að miðla upplýsingum úr samning-
um hjá ótengdum félögum sem við
höfðum aðgang að í þessari vinnu,“
segir Björgólfur.
Alls 39 tilvik borin saman
Í tilkynningunni segir einnig að við
samanburð á því verði sem Samherji
greiddi í samningum við Fishcor og
Namgomar hafi alls verið ráðist í
samanburð í 39 tilvikum. Í öllum til-
vikum nema einu hafi verðið sem
Samherji greiddi fyrir aflaheimildir,
skv. samningum við Fishcor og Nam-
gomar, verið jafnhátt eða hærra en
það verð sem greitt var skv. samn-
ingum við önnur fyrirtæki.
Spurður hver hafi unnið þessa
rannsókn fyrir Samherja vísar Björg-
ólfur til fyrra svars. Þá þyrfti að leita
samþykkis annarra aðila, líkt og áður,
fyrir birtingu gagna.
Verðið var jafnhátt eða hærra
Athugunin sem unnin var fyrir
Samherja fól einnig í sér samanburð á
verði í sambærilegum samningum
sem önnur útgerðarfyrirtæki, innlend
sem erlend, gerðu við handhafa afla-
heimilda í Namibíu.
„Þetta var gert til að ganga úr
skugga um að það verð sem Samherji
greiddi samkvæmt samningum við
Fishcor og Namgomar hefði ekki ver-
ið óeðlilega lágt og einnig til að eyða
grunsemdum um að þeir samningar
sem stuðst var við hefðu sérstaklega
verið valdir til að tryggja hagfelldan
samanburð. Í miklum meirihluta
þeirra samninga, sem skoðaðir voru í
þessari síðari athugun, var það verð
sem greitt var samkvæmt samning-
um við Fishcor og Namgomar jafn-
hátt eða hærra en það verð sem um-
rædd útvegsfyrirtæki greiddu fyrir
sínar aflaheimildir,“ sagði í tilkynn-
ingunni.
Björgólfur vísaði til fyrri svara
þegar hann var spurður hver hefði
unnið þessa rannsókn fyrir Samherja
og hvort Morgunblaðið gæti fengið að
sjá umrædd talnagögn.
Skortur var á eftirliti
Í niðurlagi tilkynningarinnar segir
að „þrátt fyrir að einstaka starfsmenn
hafi ekki gætt þeirra vinnubragða og
starfsaðferða sem Samherji kapp-
kostar í allri starfsemi sinni er ljóst að
félagið ber ábyrgð á eftirfylgni, aga
og eftirliti og ber að grípa inn í með
afgerandi hætti þegar ekki er gætt
þeirrar árvekni sem krafa er gerð um.
Ljóst virðist að við leigu á aflaheim-
ildum í Namibíu hefur í einhverjum
tilvikum skort á slíkt eftirlit og inn-
grip. Það breytir þó ekki megin-
niðurstöðu þessarar athugunar sem
er að Samherji hafi greitt markaðs-
verð fyrir þann kvóta sem félagið
leigði“, sagði þar m.a.
Spurður hvaða starfsmenn gengu
ekki fram í samræmi við starfsreglur
félagsins segir Björgólfur vísað til Jó-
hannesar Stefánssonar, fv. fram-
kvæmdastjóra Samherja í Namibíu,
sem hafi stýrt og borið ábyrgð á starf-
seminni í Namibíu.
„Reksturinn í Namibíu undir hans
stjórn einkenndist af fjármálaóreiðu
sem er algjörlega á skjön við stefnu
Samherja og þau gildi sem við vinnum
eftir. Þá kom í ljós vorið 2016 að
reksturinn var hreinlega í molum og
það var ein af ástæðunum sem réðu
því að Jóhannesi var sagt upp störf-
um,“ segir Björgólfur.
Uppteknir af Seðlabankamáli
– Hvers vegna skorti á eftirlit og
inngrip við leigu á aflaheimildum?
„Það eru tvær ástæður fyrir því.
Þau ár sem hér um ræðir voru stjórn-
endur Samherja mjög uppteknir af
svokölluðu Seðlabankamáli, sem hefði
í reynd getað riðið félaginu að fullu,
og þess vegna var ekki nákvæmt eft-
irlit með því að starfsemin í Namibíu
væri í lagi. Síðan er mikilvægt að
halda til haga, sem við höfum alltaf
lagt áherslu á, að við höfum treyst
starfsfólki okkar. Eftirlitskerfi Sam-
herja hefur í gegnum árin byggst upp
á trausti. Rekstur félaga okkar víða
um heim gekk vel, þrátt fyrir að at-
hygli æðstu stjórnenda hafi verið á
Seðlabankamálinu, vegna þess að
þeir sem stýrðu umræddum félögum í
samstæðunni stóðu undir því trausti
sem þeim var sýnt. Það gekk hins
vegar ekki eftir í Namibíu, því mið-
ur,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Samherja.
Greiddu markaðsverð í Namibíu
Samherji segir rannsókn sýna að félagið hafi greitt markaðsverð fyrir kvóta sem félagið leigði
Fullyrðingum um mútur og arðrán hafnað Stjórnandi í Namibíu hafi ekki fylgt starfsreglum
Björgólfur
Jóhannsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samherji Félagið hefur svarað gagnrýni á starfsemina í Namibíu.
● Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís-
lands lækkaði í gær um 1,08%. Mest varð
lækkunin á bréfum í Icelandair Group, eða
um 3,39% í fjögurra milljóna króna við-
skiptum. Næstmesta lækkunin varð á bréf-
um fasteignafélagsins Regins, eða 2,22% í
349 milljóna króna viðskiptum. Gengi fé-
lagsins var 15,45 krónur á hvern hlut í lok
dags. Þriðja mesta lækkun gærdagsins
varð á bréfum Arion banka, eða um 1,85% í
134 milljóna króna viðskiptum. Gengi fé-
lagsins í lok dags í gær var 74,1.
Eitt félag hækkaði í verði í gær, sjáv-
arútvegsfyrirtækið Brim, en bréf félagsins
hækkuðu um 1,19%. Er gengi bréfanna nú
42,4 krónur hver hlutur.
Úrvalsvísitalan lækkaði
um 1,08% í gær
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Sachi frá
elomi
komin aftur
BH 11.900,-
Buxur 4.650,-