Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 14

Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um árabil hefurverið beðið eftir Sundabraut. Hún er orðin eins og hinn ágæti Godot sem Vladimír og Estragon biðu eftir í leikriti Samuels Becketts. Þeir eiga von á að hagur sinn muni vænkast við komu Godots og líkt er um þá sem bíða eftir Sunda- braut. Hún bara kemur ekki, þótt það hafi ekki verið tilkynnt. Vladimír og Estragon fá þó að vita að ekki er von á Godot í lok leikritsins. En hverju hefði Sundabraut breytt hefði hún orðið að veru- leika? Í greiningu Þórarins Hjaltasonar umferðarverkfræð- ings, sem sagt var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær, kemur fram að bílum myndi fækka um 10 til 15 þúsund í Ártúnsbrekku eftir því hvort jarðgöng eða lágbrú yrðu valin við gerð Sundabrautar. Nú aka um 60 þúsund bílar um Ártúnsbrekku á dag. Í greining- unni er gert ráð fyrir að eftir fimm ár fari þar um 110 þúsund bílar á sólarhring. Er þá gert ráð fyrir að ný 5.000 manna byggð verði risin við Keldur auk 10.000 m2 atvinnuhúsnæðis. Þessari byggð muni fylgja umferð um 20 þúsund bíla á sólarhring og þriðjungur hennar færi um Ár- túnsbrekku þar til Sundabrautar nyti við. Samkvæmt greiningunni myndi hins vegar aðeins fækka um 400 bíla á dag í Ártúnsbrekku með tilkomu borgarlínu. Þetta er sláandi munur á þessum tveimur kostum í umferðarmann- virkjum. Hann verður enn meira sláandi þegar horft er til þess að meirihlutinn í borginni reynir að tefja fyrir Sundabraut sem mest hann má. Á sama tíma er róið að því öllum árum að hrinda af stað borgarlínu, þótt ljóst sé að spár um nýtingu hennar séu rösklega ofáætlaðar og áætlanir um kostnaðinn við hana rækilega vanáætlaðar. Ljóst er að eftir því sem íbú- um fjölgar í Reykjavík mun um- ferðin þyngjast. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að leitast við að greiða fyrir umferðinni og finna lausnir til að kjósendur þeirra komist leiðar sinnar, að reyna að bæta ástandið, en ekki gera illt verra. Sláandi dæmi eru um fram- kvæmdir, sem hægt hefði verið að ráðast í til að höggva á um- ferðarhnúta. Einbeitt andstaða við slíkar framkvæmdir ber keim af því að helst vaki fyrir meiri- hlutanum að láta borgarbúa læra sína lexíu af því að dirfast vilja komast um á einkabíl. Sunda- braut er eitt dæmi. Hún er lausn, en borgarlína ólausn, og ljóst að áhrif kosta í umferðinni ættu að ráða för, ekki hugsjónir. Fólk er orðið langeygt eftir Sundabraut og það mun fá að bíða enn. Áhrif kosta í umferðinni ættu að ráða för, ekki hugsjónir} Beðið eftir Sundabraut Alþýðu-samband Ís-lands (ASÍ) og Samtök atvinnu- lífsins (SA) deila nú um hvort forsendur kjarasamninganna sem gerðir voru í apríl í fyrra séu brostnar. ASÍ tiltekur þrjú atriði sem sýni að forsendur samninganna standist og þeirra á meðal er að kaupmáttur hafi aukist og að vextir hafi lækkað. ASÍ segir kaupmátt hafa aukist um 4,8% og að stýrivextir hafi lækkað úr 4,5% í 1%. Þriðja at- riðið er umdeilanlegra, snýr að því hvort ríkisstjórnin hafi stað- ið við gefin fyrirheit í tengslum við samningana. ASÍ telur svo vera en SA ekki. Það sem ASÍ nefnir um vaxta- þróunina er umhugsunarvert í meira lagi. ASÍ telur þá stað- reynd að vextir séu komnir niður í 1% styðja það að forsendur haldi, en 1% stýrivextir eru ein- mitt til marks um að efnahags- lífið á í verulegum vanda, ólíkt því sem útlit var fyrir við gerð kjarasamninganna. Stýrivextir upp á 1% eru þess vegna ekkert fagnaðarefni heldur staðfesta þeir að engar forsendur eru fyrir verulegum launahækkunum. SA bendir á að við gerð kjara- samninganna hafi verið gert ráð fyrir 10,2% sam- felldum hagvexti á árunum 2019-2022, en nú sé útlit fyrir að hann verði 0,8%. Á alla hefðbundna mælikvarða hlýtur þetta að teljast forsendubrestur þó að það hafi ef til vill ekki verið skrifað inn í samningana. En ástæða þess að sú alvarlega efnahagskreppa sem nú ríður yf- ir var ekki skrifuð beint inn í kjarasamninginn er vitaskuld sú að hana sá enginn fyrir. Það gat enginn gert ráð fyrir því að veirufaraldur yrði til þess að varpa allri heimsbyggðinni í djúpstæða efnahagskreppu sem mundi kosta tugi þúsunda starfa hér á landi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á fleiri en eina leið til að breyta kjarasamningunum og mæta þannig því áfalli sem at- vinnulífið hefur orðið fyrir með það að leiðarljósi að bjarga sem flestum fyrirtækjum og þar með störfum. Ábyrg verkalýðshreyf- ing væri reiðubúin til að ræða leiðir til að ná slíkum mark- miðum. Fyrir allan almenning, ekki síst launamenn, er verulegt áhyggjuefni að forystumenn í verkalýðshreyfingunni hér á landi kjósi þess í stað fleiri gjaldþrot og aukið atvinnuleysi. ASÍ horfir framhjá augljósum stað- reyndum, þvert á hagsmuni launþega} Deilt um forsendubrest Þ au ánægjulegu tíðindi bárust í vik- unni að lögreglumenn hefðu sam- þykkt nýgerðan kjarasamning milli Landssambands lögreglu- manna og samninganefndar rík- isins með miklum meirihluta atkvæða. Við- ræður höfðu staðið yfir með hléum allt frá því í apríl 2019 þegar samningar voru lausir. Dómsmálaráðherra hefur ekki beina að- komu að kjaramálum lögreglumanna en ég hef þó fylgst reglulega með viðræðum, fengið um þær upplýsingar og hvatt til þess að samningar næðust sem allra fyrst. Lögreglan er ein mikilvægasta stofnun þjóðfélagsins og er framlínusveit sem oft tekst á við flókin verkefni, t.d. í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, enda dæmi um að lögreglumenn hafi smitast af Covid-19 við skyldustörf. Það hefur því verið afar óþægileg tilfinning að vita af lögreglumönnum samningslausum í allan þennan tíma. Því ber að fagna að samningar hafa náðst. Samningurinn gildir til 2023 og felur m.a. í sér krónutöluhækkun og nýja launatöflu á samningstím- anum. Þá er hann afturvirkur til 1. apríl 2019 sem þýðir að lögreglumenn munu njóta almennra launa- hækkana á tímabilinu. Einnig munu þeir njóta stytt- ingar vinnuvikunnar eins og aðrir launþegar. Sam- hliða, en óháð samningnum, fékkst jafnframt botn í langvarandi deilu samningsaðila um þjálfun og trygg- ingar í tengslum við vopnaburð lögreglunnar. Eitt helsta aðalsmerki íslensku lögregl- unnar er sú staðreynd að hún er ekki vopn- uð við almenn löggæslustörf. Sérsveit lög- reglunnar er kölluð út ef grunur leikur á um að hættustigið sé þess eðlis að vopna sé krafist. Þetta undirstrikar að lögreglan er öðru fremur í þjónustuhlutverki og kemur fram sem hluti af samfélaginu á jafningja- grunni. Kröfur á hæfni lögreglunnar hafa aukist umtalsvert. Til þess er ætlast að hún takist á við sífellt flóknari og skipulagðari brota- starfsemi og búi yfir nægilegum styrk til að bregðast við nýjum og flóknum verkefnum. Hlutverk lögreglunnar er að framfylgja þeim lögum sett eru til að tryggja gott og friðsælt samfélag og öryggi borgaranna. Oft við aðstæður þar sem það fólk sem þarf að hafa afskipti af er í litlu jafnvægi eða annar- legu ástandi. Krefjandi ábyrgðarhlutverk lögreglunnar er af þeim sökum stundum vanþakkað í hita augnabliks- ins en er afar mikilvægt og þakkarvert. Þó svo að kjaramál lögreglunnar séu ekki á borði dómsmálaráðherra hef ég engu að síður það hlutverk að tryggja að lögreglan sé fær um að sinna starfi sínu vel, hafi þann aðbúnað sem til þarf, menntun, þekkingu og þannig mætti áfram telja. Fyrir því hef ég beitt mér og mun gera áfram. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Samið við lögreglumenn Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áform Lilju Alfreðsdótturmenntamálaráðherra umað fjölga kennslustundum ííslensku og náttúrufræði- greinum í grunnskólum og draga samhliða úr vali nemenda sem því nemur fá misjafnar undirtektir og sæta verulegri gagnrýni ef marka má á fjórða tug umsagna sem nú hafa birst um tillögur ráðherrans á Sam- ráðsgátt stjórnvalda. Skoðanir eru þó skiptar og fagna nokkrir því að leggja eigi aukna áherslu á íslensku og að náttúrufræði verði gefinn meiri gaumur. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er stefnt að þeirri breytingu á gildandi viðmiðunar- stundaskrá á næsta skólaári að meiri tíma verði varið til íslensku- og nátt- úrufræðikennslu. Á yngsta stigi grunnskóla (1.-4. bekk) verði meiri tíma varið til íslensku, að meðaltali um tæplega 80 mínútum á viku í hverjum árgangi, og á miðstigi grunnskóla (5.-7. bekk) tæplega klukkustund á viku. Á unglingastigi (8.-10. bekk) aukist kennsla nátt- úrufræðigreina verulega eða að með- altali um tvær klukkustundir á viku en á móti verði dregið úr vali nem- enda sem því nemur. Er tilefnið sagt vera viðvarandi slakur árangur nem- enda í lesskilningi og náttúrurfræði í PISA-prófunum. Fjöldi kennara, auk skólastjórn- enda, nemenda- og skólaráða, sveit- arfélaga, fagfélaga kennara, Um- boðsmanns barna, Þroskahjálpar o.fl. hafa sent inn umsagnir, sem margar eru í ítarlegu máli. Þar eru áformin eða útfærsla tillagnanna gagnrýnd í meirihluta umsagna og því einnig haldið fram að breytingarnar séu var- hugaverðar, einkum fyrir þá sök að fjölga eigi kennslustundum á kostnað valfrelsis og möguleika nemenda á einstaklingsmiðuðu námi eftir hæfi- leikum og áhuga. „Ég tel ekki að fleiri tímar í ís- lensku og náttúrufræði leysi okkar vanda þegar kemur að niðurstöðum PISA. Alls ekki á kostnað valgreina, né list- og verkgreina,“ segir í um- sögn kennara. „Mér líst persónulega afar vel á að auka móðurmálskennslu. Nú þegar íslensku stendur ógn af tæknivæðingu og af aukinni notkun ensku í samfélaginu er ég glöð að sjá að það er tekið föstum tökum að auka íslenskukennslu svo næsta kynslóð geti notið tungumálsins. Ég er hins vegar ekki hrifin af því að það eigi að minnka val nem- enda,“ segir í annarri. Skólastjórafélag Íslands leggst í nýrri umsögn gegn breytingunum. „Félagið telur þær alls ekki rétta leið til þess að bæta námsárangur nem- enda í íslensku og náttúrugreinum og í raun ekki í anda stefnu um aukna einstaklingsmiðun í námi nemenda grunnskóla,“ segir þar m.a. Bendir félagið á að fram komi í skýrslu Evr- ópumiðstöðvarinnar að sjálfstæði skóla sé einn af styrkleikum íslenska skólakerfisins. Það virðist því vera nokkur afturför ef skilgreina eigi sér- staklega tímasetta aukningu í ákveðnum námsgreinum viðmiðunar- stundaskrár. Aukin miðstýring í skólakerfinu sé ekki rétta leiðin til að auka námsárangur grunnskólabarna. Samlíf, samtök líffræðikennara, fagna fjölgun kennslustunda í nátt- úrufræði á unglingastigi úr þremur í sex kennslustundir á viku en vekja at- hygli á að fjölga þurfi náttúrufræði- kennurum. Umboðsmaður barna tel- ur tillögurnar takmarka valfrelsi nemenda og breytingarnar til þess fallnar að auka frekar á vanlíðan ung- menna. Mikilvægt sé að bera fyrir- hugaðar breytingar undir grunn- skólanemendur. Tillögur ráðherra mælast misvel fyrir Morgunblaðið/Eggert Skólabörn Sitt sýnist hverjum um fyrirhugaða fjölgun kennslustunda í ís- lensku og náttúrufræði. Stefnt er að gildistöku breytinganna 2021-2022. „Nemendur á unglingastigi í Reykhólaskóla vilja ekki missa valgreinar en finnst íslenska og náttúrugreinar mega bætast við aukalega í stað þess að fá þær á kostnað valgreina. Hægt væri að kenna í lotum til að missa ekki út jafn miklar valgreinar,“ segir í umsögn nemendaráðs Reykhólaskóla sem Umboðs- maður barna sendi fyrir hönd ráðsins. Í umsögn nemendaráðs Álfhólsskóla segir að það sé skrítið að ekki sé haft samráð við nemendur um breyting- arnar. „Við teljum að niður- stöður Pisa endurspegli ekkert endilega stöðu og árangur Ís- lendinga í lífinu almennt miðað við þær þjóðir sem ná góðum árangri á þessu prófi. Það að krakkar geti lært það sem þeir hafa áhuga á eykur skapandi hugsun sem er rauði þráðurinn í aðalnámskrá grunnskóla á Ís- landi. Við viljum fá að hafa áhrif á líf okkar í lýðræðisríki.“ Mega bætast við aukalega UMSAGNIR NEMENDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.