Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 Erum að afhenda glæsilega Ford F-350 Tremor þessa dagana Tremor kemur original á 35” dekk og með 2” upphækkun ásamt læstu fram- og afturdrifi, fjöðrun er extra mjúk og löng og bíllinn kemur með Drive Mode stillingum. Sem sagt, tilbúinn off-road bíll frá verksmiðju! 37” breyting er mjög lítið mál. Ford F-350 Tremor „Þorpið fylgir þér alla leið“ segir skáldið Jón úr Vör. Jón úr Vör er þó ekki einn um þessa tilfinningu. Upp- alinn á Egilsstöðum fylgist ég alltaf með því sem þar er að ger- ast þrátt fyrir áratuga fjarveru, gleðst þegar vel gengur en hugsi ef mér finnst lítið miða. Ferðamennirnir Ég veitti því ekki athygli fyrr en kona mín fór að benda mér á hve landslagið væri fagurt á Héraði. Náttúrufegurðin ein virðist þó ekki nægja til að laða að mikinn fjölda ferðamanna, það virðist þurfa einhvern sterkan segul. Ég hef því saknað þess á undanfönum árum hve fáir staðir austanlands hafa þennan töframátt sem þarf til að laða að mikinn fjölda gesta. Á þessu er orðin skyndileg breyting. Metnaðarfull baðaðstaða, Vök, við Urriðavatn og Stuðlagil á Jökuldal hafa skyndilega birst sem sjálfstætt aðdráttarafl á gesti sem nú þyrpast þangað þúsundum saman. Stuðlagil var að vísu alltaf til, en komst nú allt í einu á In- stagram og það gerði útslagið. Ég hygg að þessi nýlunda ásamt nýj- um Dettifosshring muni gjör- breyta aðstöðunni til að laða ferða- menn á norðausturhorn landsins og væri það vel. Nýtt sveitarfélag Það er að verða til nýtt og öfl- ugt sveitarfélag á Austurlandi, allt frá Borgarfirði eystra suður á Djúpavog. Yfir að líta er þetta svolítið sérkennilegt sveitar- félag, samgöngur erf- iðar og félagslega væntanlega nokkuð ósamstætt. Alla vega höfðum við Héraðs- menn takmarkaða þekkingu á þörfum fólks við sjávarsíðuna og væntanlega öfugt. Þetta gera að- standendur hins nýja sveitarfélags sér greinilega ljóst og ætla að stofna þriggja manna „heima- stjórn“ í hverju hinna gömlu sveit- arfélaga til að sinna nærþörfum þeirra hvers um sig. Þetta er ný- lunda og spennandi tilraun sem forvitnilegt verður að fylgjast með. Ef vel tekst til mun þetta stórefla miðbik Austurlands, ekki síst á menningar- og mennta- sviðinu. Menningin Menningin er rótgróin á Austur- landi; tónlist, leiklist og málaralist, en hefur löngum liðið fyrir að- stöðuleysi og búið við þröngan kost. Ég hef saknað þess að ekki skuli vera til sérstakt menningar- hús á Mið-Austurlandi, bæði sem aðstaða fyrir iðkun heimamanna og ekki síður sem aðstaða til að taka á móti aðkomnum list- viðburðum. Ég hef fylgst með því hvílík lyftistöng menningarhúsið Hof á Akureyri er fyrir bæjarlífið og menningarlíf á Norðurlandi og sé fyrir mér að slíkt gæti gerst á Austurlandi líka. Á Egilsstöðum er örlítill vísir að miðbæ, jafnvel með svolitlu heims- borgarsniði. Nokkur falleg hús, búðir, veitinga- og kaffihús. Þarna skammt frá er gamla sláturhúsið þar sem undirritaður hrærði í blóðinu haustið 1948, þá níu ára gamall. Til að bæta úr aðstöðu- leysinu hefur á undanförnum árum verið notast við þetta gamla hús til listiðkunar í vöntun á öðru betra. Ég sá fyrir nokkrum dögum í sjónvarpinu að nú stæði til að leggja verulegt fjármagn í þetta gamla hús fyrir árframhaldandi menningarstarfsemi. Þetta vakti hjá mér ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi orkar það jafnan tví- mælis, að leggja mikið fé í gamla hússkrokka. Í öðru lagi finnst mér þetta gamla hús hafa lítið aðdrátt- arafl og stinga í stúf við þann vísi að menningarlegu umhverfi sem er að fæðast í miðbæ Egilsstaða. Í þriðja lagi óttast ég að mikil fjár- festing í þessu gamla húsi kunni að tefja það að verðugt menning- arhús rísi um miðbik Austurlands. Það væri miður, að minnsta kosti að mati gamals Austfirðings. Sem þessar línur eru settar á blað að kvöldi 19. september er að ljúka kosningu í sveitarstjórn í hinu nýja sveitarfélagi á Austur- landi. Það er sunnanátt og hlýtt fyrir austan. Hinnar nýju sveit- arstjórnar bíður mikið verkefni: að flétta saman fjögur sveitarfélög og móta nýtt samfélag. Það er full ástæða til að óska henni velfarn- aðar í vandasömu starfi. Vonandi blása líka um hana hlýir vindar framvegis. Austurland – nýir tímar Eftir Pétur Stefánsson »Ég hef saknað þess að ekki skuli vera til sérstakt menningarhús á Mið-Austurlandi, bæði sem aðstaða fyrir iðkun heimamanna og ekki síður sem aðstaða til að taka á móti aðkomnum listviðburðum. Pétur Stefánsson Höfundur er verkfræðingur. pshs@internet.is Black Lives Matter segjast berjast gegn rasisma í Bandaríkj- unum af hendi hvítra. Samtökin vilja af- fjármagna lögregluna þar sem hún sé ras- ísk og fremji fjölda- morð á svörtum. Árið 2019 voru Bandaríkjamenn 328.239.523 sam- kvæmt Census Bureau og 13,4% af þeim voru voru svört, það gera 43.984.096. Árið 2019 voru 10 svartir óvopnaðir skotnir til dauða samkvæmt gagnagrunni Wash- ington Post. Það þýðir að einn af hverjum 4.398.409 er drepinn af hendi lögreglu. Þessar tölur sýna annan veruleika en „fjöldamorð svartra“ sem samtökin mála oft upp. Til samanburðar voru 48 lög- reglumenn myrtir. Hver sá sem lýsir yfir stuðningi við lögregluna á þessum morðum á hins vegar á hættu að vera rekinn úr vinnu eða skóla. Þetta gerist ítrekað en fær því miður litla umfjöllun í fréttum. Það er allt í einu komið samasem- merki á milli þess að styðja lög- regluna og að vera rasisti. Þrátt fyrir að vera bara 13,4% þjóðinnar þá eru svartir í lang- flestum tilfellum yfirgnæfandi meirihluti afbrotamanna. Sem dæmi voru samkvæmt ársskýrslu New York Police Department ár- ið 2019 afbrota- hlutföllin þessi: Morð: Svartir 56,6% Hvítir 4,6% Nauðganir: Svartir 40,7% Hvítir 6,7% Rán: Svartir 59,4% Hvítir 5,2% Hlutföllin haldast milli annarra ríkja. Það er erfitt að átta sig á því á hvaða rökum samtökin BLM byggja kröfur sínar um af- fjármögnun lögreglunnar. Þrátt fyrir að þessi krafa hafi verið illa rökstudd hefur yngri kynslóðum verið seld þörfin á að affjármagna lögregluna í ótrúlegum mæli. Er fólk í fátækrahverfum ekki jafn ábyrgt gjörða sinna og aðrir? Hvað með kynferðisbrotaþol- endur? Eru þeir síður fórnalömb ef árásarmaðurinn var svartur og af því kerfið heldur honum niðri? Gildir #Metoo ekki um svarta af- brotamenn? Það eru margir þættir sem hafa áhrif á fátækt. Það má velta því fyrir sér hvort það sé út af menn- ingu eða vegna þess að 70% af lit- uðum börnum í dag fæðast utan hjónabands. National Council on Family Re- lations gaf út ritrýnt fræðirit árið 2000, niðurstöður þeirra gefa til kynna að bæði skilnaðarbörn og börn utan hjónabands eru líklegri til að búa við fátækt, samanborið við gifta einstaklinga með börn. Ástæður fátæktar geta verið margar og flóknar. Rasismi er hins vegar langsótt skýring árið 2020. Ef hvíti maðurinn stjórnar efnahagnum milli kynþátta og heldur þannig efnahagsstöðu svartra niðri, ætti þá sá hvíti ekki að hafa sett sig í fyrsta launaflokk á undan Asíubúanum? Slíkt er ekki raunin en Asíubúar eru í flestum mælingum með betri af- komu en hvítir. Hvíti kynstofninn ber ekki ábyrgð á fjárhagsstöðu svarta mannsins og efnahagsleg staða fólks réttlætir hvorki rán, morð né nauðganir. Sama hvaða kynstofn fremur glæpinn. Annar tilgangur að baki? Heimasíðan hjá Black Lives Matter hefur tekið miklum breyt- ingum undanfarnar vikur og hafa þau nú fjarlægt mikið af stefnu- málum sínum af vefnum. Þrátt fyrir það hafa samtökin verið með skýr markmið. Svo að dæmi séu tekin þá vilja þau „disrupt the western nuclear family“ og segjast einnig vera „anti-capitalist“. Því hvetja þau alla til að sniðganga „white capi- talism“ og þar af leiðandi vörur sem framleiddar eru af fyrir- tækjum í eigu hvítra aðila. Af hverju hljóma þessi stefnumál eins og skrifað úr ritum Karls Marx? Það er góð spurning. Gæti það verið vegna þess að stofnendur hreyfingarinnar hafa margoft sagst vera þjálfaðir marx- istar? Stuðningsaðilar og fjármagn Stjórnmálamenn úr komm- únistahreyfingu Kína hafa lýst stuðningi sínum við BLM. Kína sem er þekkt fyrir að fara í sál- fræðilegar hernaðaraðgerðir gagn- vart sínu fólki og í öðrum löndum. Land sem heldur fleiri milljónum manna í þrælkunarbúðum. Land sem metur sitt eigið fólk eftir „social ranking credit“ er allt í einu farið að berjast fyrir mann- réttindum svartra. Hversu glær ætlum við að vera? Höfum við gleymt Tiannanmen Square 1989? Topp 1% eða „elítan“ hefur einnig lagt sitt af mörkum og sem dæmi má nefna George Soros, Jeff Bezos og Bill Gates. Setja má spurningarmerki við það af hverju hvítir milljarðamæringar vilji styðja hreyfingu sem hvetur fólk til að sniðganga þeirra eigin fyrir- tæki. Hverra hagsmuna ætli þetta fólk hafi að gæta? Meðhöndlun fjármagnsins sem þessir fjársterku aðilar leggja hreyfingunni til fer í gegnum Sus- an Rosenberg og situr hún í fjár- öflunarnefnd samtakanna BLM. Susan þessi er dæmdur hryðju- verkamaður og ævilangur aktí- visti, sem hefur leitt til dauða þó nokkurra manna. Hreyfingin snýst ekki um ras- isma heldur pólitísk völd. Ef þú brennir fyrirtæki, lemur, drepur eða nauðgar öðru fólki og gjör- samlega rústar heilu borgunum, ertu þá ekki hryðjaverkamaður? Fólkið sem gagnrýnir nasista Hitlers er á sama tíma búið að lýsa yfir stuðningi við samtökin á samfélagsmiðlum. Yuri Bezmenov, uppljóstrari í njósnadeild KGB, varaði Evrópu við sálfræðilegum hernaði sem myndi breyta okkur í „nytsama fá- vita“ (e. useful idiots) sem bjóði kommúnisma velkominn inn í landið okkar. Þegar þó nokkuð stór hópur yngri kynslóða styður samtökin óttast ég að viðvaranir Yuri Bezmenov hafi ekki dugað. Það liggur í augum uppi að þessi hreyfing er gerð til að eyði- leggja vestræn gildi og vestræn samfélög. Rasismi og affjármögnun lögreglu Eftir Önnu Karen Jónsdóttur Anna Karen Jónsdóttir » Það liggur augum uppi að þessi hreyf- ing er gerð til að eyði- leggja vestræn gildi og vestræn samfélög. Höfundur er BS í hagfræði. annakarenj98@gmail.com Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.