Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
✝ Birgir Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 9. apríl
1939. Hann lést 9.
september 2020 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Grund. For-
eldrar hans voru
Ólafur Björnsson
Benónýsson og
Sigríður Sigurð-
ardóttir. Systkini
hans eru Björn
(látinn), Sigríður Guðrún, Jökull
(látinn), Sigurður Ólafsbörn og
Jórunn Hulda Sigurðardóttir.
Birgir giftist Elínu Péturs-
dóttur, f. 1940, þann 11. janúar
1958. Börn þeirra eru: 1) Erla
Kristín, f. 1960, gift Erling
Magnússyni, f. 1959. Þau eiga
fjórar dætur og þrettán barna-
börn. 2) Ólafur Birgir, f. 1961,
kvæntur Anette Trier Birg-
isson, f. 1962. Þau eiga fjögur
inni grunnskólagöngu fluttist
hann úr foreldrahúsum og fór
út á vinnumarkaðinn. Hann
vann ýmis verkamannastörf uns
hann tók meiraprófið og gerðist
atvinnubílstjóri. Fyrst um sinn
ók hann sorphirðubílum fyrir
Reykjavíkurborg og eins ók
hann strætisvögnum sum-
arlangt. Árið 1959 hóf hann
störf sem leigubifreiðarstjóri
hjá Hreyfli og helgaði stöðinni
krafta sína út starfsævina.
Hann var stjórnarformaður
Hreyfils um árabil og á þeim
tíma var hann m.a. í forsvari
fyrir það að tölvuvæða allar bif-
reiðar stöðvarinnar.
Birgir var mikill áhugamaður
um félagsstörf og var formaður
Bridgefélags Hreyfils um árabil
og gerði það að stærsta bridge-
félagi landsins á þeim tíma.
Hann vann til margskonar verð-
launa fyrir bridge-iðkun sína.
Birgir verður jarðsunginn frá
Lindakirkju í dag, 25. septem-
ber 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
börn og þrjú barna-
börn. 3) Sigríður
Esther, f. 1962, var
gift Sigtryggi Ást-
valdssyni, f. 1945,
hann lést af slysför-
um árið 1996. Þau
eiga fjögur börn.
Seinni maður Sig-
ríðar er Guðjón
Guðjónsson, f. 1965.
Þau eiga tvo syni
og sjö barnabörn.
4) Kristinn Pétur, f. 1966,
kvæntur Ásdísi Sigrúnu Inga-
dóttur, f. 1961. Þau eiga tvo
syni. 5) Theodór Francis, f.
1967, kvæntur Katrínu Þor-
steinsdóttur, f. 1966. Þau eiga
fjögur börn og sex barnabörn.
6) Elín Birgitta, f. 1976 gift
Katli Má Júlíussyni, f. 1973. Þau
eiga þrjú börn.
Birgir ólst að mestu upp í
Sunnuhlíð við Geitháls. Að lok-
Hann pabbi minn var ósköp
venjulegur maður, sem stund-
aði sína vinnu til að sjá fyrir
fjölskyldu sinni. Samt sem áður
var hann enginn venjulegur
maður. Hann var maður sem
gafst aldrei upp, í það minnsta
ekki baráttulaust. Hann bar
ómælda umhyggju fyrir fólkinu
sínu, vildi vita af ferðum okkar,
hvort sem var utan lands eða
innan.
Ef eitthvað var að veðri þá
hringdi hann til að vera viss um
að allt hans fólk væri í öruggu
skjóli. Hann hafði líka samband
fyrir hverjar kosningar til að
minna okkur á að „kjósa nú
rétt“.
Að ferðast um landið með
pabba var lærdómsríkt, því
hann vissi hvað hver fjörður, á
eða lækjarspræna hét og hafði
nöfn á næstum hvaða fjalli, hól
og hæð sem við ókum framhjá.
Hann þreyttist ekki á að spyrja
okkur um nöfn þeirra, og skildi
ekki að þessi nauðsynlega
þekking á landinu skyldi ekki
festast betur í minninu.
En þannig kenndi hann mér
að elska landið mitt Ísland, og
ég stend mig enn að því að fara
yfir í huganum nöfn fjalla og
lækja, þegar ég ferðast um
landið. Pabbi var lengst af
leigubifreiðastjóri í Reykjavík
og þar var sömu sögu að segja;
hann þekkti borgina sína inn og
út, eins og hann væri með götu-
kortið í höfðinu og hann villtist
aldrei.
Pabbi hans pabba, hann Óli
afi, var mikill veiðimaður og
grenjaskytta. Hann tók pabba
gjarnan með sér til fjalla og lík-
lega hafa þessar veiðiferðir og
leiðbeiningar afa kennt piltin-
um unga að setja á sig stað-
hætti og þekkja kennileiti.
Ég er þakklát fyrir hann
pabba minn, enda væri ég ekki
til ef hans hefði ekki notið við.
Það var oft gaman að sitja
spjalla við hann um ýmis mál-
efni sem vöktu áhuga hans.
Seinustu samtölin okkar voru
um gömlu dagana, um leiki og
störf, áhugamál og vinnu.
Ég er þakklát fyrir, að þegar
áföllin hafa dunið yfir í lífi
mínu, þá var hann þar eins og
klettur og stundum hélt hann
svo fast um stelpuskottið sitt
að ég hélt ég myndi kafna en
ég vildi samt ekki að hann
sleppti mér. Þar kom umhyggja
hans berlega í ljós. Það var svo
óendanlega ljúft að upplifa
slíka umhyggju. Ég er þakklát
fyrir öll góðu ráðin sem hann
gaf mér varðandi svo ótal
margt sem ekki verður talið
hér.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
að vera þú, takk fyrir allt sem
þú varst mér. Það verður gott
að sjá þig aftur, þegar ég sigli
minni lífsskútu að eilífðar-
ströndunum. Ég elska þig bless
á meðan.
Sigríður (Sirrý Birgis).
„Ertu komin telpan mín,“
sagði pabbi alltaf þegar ég kíkti
við heima hjá honum og
mömmu og það er skrýtið til
þess að hugsa að fá þessa
kveðju ekki oftar. Vinátta okk-
ar náði rúmum 60 árum og fyr-
ir það er ég þakklát og líka
þess vegna er söknuðurinn
svona sár.
Hann sýndi alltaf áhuga á
því sem ég var að gera og tók
unga manninum sem ég dró
heim bara 17 ára gömul mjög
vel enda kom svo í ljós að þeir
deildu veiðiáhugamálinu.
Pabbi var þolinmóður í
fyrsta bíltúrnum þegar ég var
komin með bílpróf, líka þegar
ég gleymdi að skipta um gír í
brekkunum og bíllinn var nán-
ast stopp. Þegar ég, 17 ára
gömul, hringdi í hann hágrát-
andi og sagði honum að ég
hefði lent í árekstri á atvinnu-
tækinu hans var hann snöggur
á staðinn. Hann var ákveðinn í
að ég myndi keyra heim því
annars yrði ég of hrædd að
halda áfram að keyra, ekki eitt
skammarorð þótt ég væri í
órétti.
Pabbi var stoltur þegar hann
leiddi telpuna sína upp að alt-
arinu, hann var stoltur þegar
hann fór með telpunni sinni að
kaupa bíl og það truflaði hann
ekki neitt að ungi tengdason-
urinn var ekkert sérstaklega
ánægður með bílakaup okkar
feðginanna, við gerðum okkar
besta og telpan hans var
ánægð.
Við pabbi deildum nú ekki
alltaf sömu skoðunum en ferða-
gleðina áttum við algerlega
sameiginlega og fórum við
nokkrar ferðir saman. Hann
fylgdist vel með krökkunum
sínum og var alltaf mjög um-
hugað um að við kæmumst
örugg á milli staða og helst átt-
um við alltaf að láta hann vita
þegar við vorum komin á leið-
arenda, hvort sem um var að
ræða að við vorum komin á
áfangastað innanlands eða lent
heilu á höldnu á erlendri
grundu. Pabba fannst alveg
ferlegt nú í vor að heimsfar-
aldur kom í veg fyrir að við
færum ásamt mömmu saman til
Óla bróður í Danmörku og
hann ætlaði svo sannarlega að
fara þangað um leið og þessi
ósköp væru yfirstaðin.
Hann fylgdist alltaf vel með
krökkunum okkar Erlings og
barnabörnunum sýndi hann
mikinn áhuga og í sumar bað
hann mig að passa litlu döm-
una, Auði Heklu, yngsta barna-
barnið okkar Erlings, hún
mætti ekki fá veiruna, hún væri
svo lítil.
Nú er ættarhöfðinginn búinn
að leysa landfestar og farinn í
siglinguna löngu. Rétt áður en
hann varð meðvitundarlaus og
ég búin að hvísla að honum að
hafa ekki áhyggjur af mömmu
þá hvíslaði hann að mér:
„Elsku litla telpan mín, góða
nótt.“
Takk fyrir allt elsku hjartans
pabbi minn, ég sakna þín svo
óendanlega mikið og hver á nú
að kalla mig telpuna sína? Þú
manst að við ákváðum að hitt-
ast á ný á himnum svo þangað
til, bless á meðan.
Elsku mamma, Guð blessi
þig og gefi þér sinn styrk.
Erla Birgisdóttir.
Pabbi fæddist að vori þegar
náttúran var að lifna við og sól-
in að hækka á lofti. Nú hefur
hann kvatt að hausti, einmitt
um það leiti sem fyrstu lauf-
blöðin eru að breyta um lit.
Sumarið hefur kvatt og degi
hefur hallað.
Pabbi var enginn venjulegur
maður og þær eru óteljandi
sögurnar sem hægt væri að
segja af honum. Hann var t.d.
ótrúlega ratvís og ég man eftir
óveðursdögum þegar ég var lít-
il skólastelpa þar sem við mátt-
um ekki fara heim úr skólanum
fyrr en foreldrar okkar sæktu
okkur og pabbi kom og náði í
mig. Ég man hvað ég var full-
komlega örugg því ég vissi að
pabbi kæmi okkur heim í
Sunnuhlíð, því það var eins og
hann rataði bara af gömlum
vana þó svo að snjóbylurinn
væri slíkur að ekki sæist fram
á húddið á bílnum.
Pabbi var líka áhugamaður
um tæki og tól og þó að hann
eignaðist aldrei GPS tæki þá
var hann sjálfur fyrsta GPS
tækið sem til var á Íslandi. Ég
man þegar mig vantaði leiðsögn
um hvar einhver staður væri þá
hringdi ég alltaf í pabba og
hann gat sagt mér ekki bara
hvar staðurinn væri, heldur
hversu langt frá horninu húsið
væri og hvernig það var á lit-
inn.
Umfram allt var pabbi þó
umhyggjusamur um fólkið sitt.
Hann fylgdist vel með okkur og
hafði einlægan áhuga á því sem
við vorum að gera. Hann vildi
alltaf heyra frá okkur þegar við
vorum á ferðalögum og var
venjulega ekki rólegur fyrr en
hann vissi að við værum komin
heim í húsið okkar. Ég á líka
ekki tölu yfir öll þau skipti sem
hann hringdi í mig ef vindur fór
yfir 5 m/s til að athuga hvort
krakkarnir mínir væru ekki
örugglega komin heim úr skól-
anum.
Elsku pabbi, nú þegar komið
er að kveðjustund er svo ótal
margt sem mig langar að þakka
þér. Takk fyrir að segja mér að
ég hafi verið svo mikil prins-
essa að þú sóttir mig á Merce-
des Bens á fæðingardeildina.
Takk fyrir að hafa fundist ég
vera prinsessan þín og að ekk-
ert annað kom til greina en að
sækja mig á flottustu drossí-
unni.
Takk fyrir það þegar þú
fórst með mér upp í lóð í
Sunnuhlíðinni og stúkaðir af
garð handa mér – örugglega
vitandi að ég myndi aldrei nota
hann, en mig langaði svo í
skólagarðana, svo þú fórst til
að búa til garð handa mér.
Takk fyrir öll skiptin sem þú
keyrðir mig hingað og þangað,
eða sóttir mig hingað og þang-
að.
Takk fyrir að lýsa upp salinn
á öllum útskriftunum mínum
með því að vera stoltur af mér.
Elsku pabbi, takk fyrir að vera
stoltur af mér! Takk fyrir að
bera umhyggju fyrir mér og
hafa áhuga á lífi mínu!
Takk fyrir allt sem þú varst
börnunum mínum, takk fyrir öll
skiptin sem þú keyrðir þau og
sóttir og takk fyrir að elska
þau eins vel og þú elskaðir þau!
Takk fyrir að þau áttu afa sem
var þeim skjól og sem hafði
áhuga á þeim og öllu sem þau
taka sér fyrir hendur. Takk
fyrir að þú varst alltaf stoltur
af afrekum þeirra og vildir
þeim alltaf bara það besta.
Takk fyrir umhyggjuna þína
og elskuna þína sem þú sýndir
svo vel með þessu öllu. Takk
fyrir að þú varst vinur minn!
Ég sakna þín meira en ég
get tjáð.
Takk fyrir allt og bless á
meðan elsku pabbi minn.
Litlan þín,
Elín Birgitta (Ella Gitta).
Í dag kveðjum við með sökn-
uði tengdaföður minn Birgi
Sigurðsson, oft kenndur við
Sunnuhlíð. Hann dvaldi undir
lokin á hjúkrunarheimilinu
Minni-Grund í Reykjavík en
hann átti við alvarleg veikindi
að stríða sem leiddu að lokum
til dauða hans eftir erfiða bar-
áttu. Starfsfólki þar færum við
hugheilar þakkir fyrir frábæra
umönnun og hlýleika í hans
garð og fjölskyldunnar.
Ég kynntist Birgi og fjöl-
skyldunni hans fyrir hartnær
44 árum eftir kynni mín við
Erlu dóttur hans sem varð eig-
inkona mín og lífsförunautur.
Kynnin voru einstaklega góð og
tókst með okkur góð vinátta
sem aldrei féll skuggi á, fyrir
það þakka ég af alhug.
Birgir hafði áhuga á veiði-
skap og fór ég allnokkrar ferðir
með honum og félögum hans í
lax- og silungsveiði ásamt
rjúpnaveiði en hann var einnig
áhugamaður um skotveiði.
Hann gat verið háðskur og
húmor var aldrei langt fjarri.
Eru það góðar minningar sem
ylja þegar litið er um öxl á
þessum tímamótum.
Birgir vann ýmis verka-
mannastörf til að byrja með og
gerðist síðan bifreiðastjóri og
vann við ýmiss konar akstur
þangað til hann gerðist leigu-
bifreiðastjóri sem hann stund-
aði síðan alla sína starfsævi,
hann léði Hreyfli leigubifreiða-
stöð starfskrafta sína og var
formaður félagsins um árabil
við góðan orðstír. Hann var
framsýnn og sá meðal annars
um að tölvuvæða félagið, sem
þá var nær óþekkt, og var það
Hreyfli mjög til framdráttar.
Birgir var góður bridgespilari
og hafði mikla ánægju af þeirri
iðju, hann spilaði fyrir Bridge-
félag Hreyfils öll árin þangað
til undir það síðasta. Hann var
formaður Bridgefélags Hreyfils
um nokkurra ára skeið og fór
meðal annars með félagsmenn
á erlenda grundu til að spila við
kollega þar. Birgir var síðan
gerður að heiðursfélaga Hreyf-
ils við verklok og bar hann
þann titil til æviloka.
Birgir hafði alla tíð sterkar
skoðanir og var ekki feiminn að
láta þær í ljós. Hann gat verið
mjög hlýlegur og góðviljaður
við þá sem honum líkaði við en
þeir sem ekki féllu í þann hóp
gátu mætt harðara yfirborði.
Hreinskilni hans gat verið
meiri en fólk á að venjast og
þótti sumum nóg um þegar
hann tjáði sig um hin ýmsu
málefni. Hann fylgdist vel með
fjölskyldunni og vildi frekar
vita að allt væri í lagi, sér-
staklega ef hann vissi af ein-
hverjum á ferð að vetrarlagi.
Birgir er nú kvaddur með
söknuði af stórfjölskyldunni
ásamt öllum vinum og vanda-
mönnum með virðingu og full-
vissu um að við hittum hann
aftur, heilan heilsu og lausan
við þjáningu þessa heims.
Ég heiðra minningu Birgis
og kveð hann með þakklæti fyr-
ir allt það góða sem hann var
mér og fjölskyldu minni.
Guð gefi styrk og blessi af-
komendur og alla aðra sem
syrgja góðan dreng.
Erling Magnússon.
Elsku afi minn. Það er skrýt-
ið að setjast niður og skrifa um
þig minningarorð. Þú ert kom-
inn til himna að dansa eins og
krakki eins og Unnur Marý
mín tjáði mér svo fallega eftir
að hún heyrði af því að þú vær-
ir farinn. Minningarnar
streyma er ég hugsa til þín. Ég
man alltaf eftir þér á jólaböll-
unum hjá Hreyfli í gamla daga.
Þá varstu alltaf búinn að kaupa
handa okkur nammipoka sem
voru svona sérstakir nammi-
pokar sem við barnabörnin
fengum bara á jólaballinu og
þótti alltaf mikið sport að fá þá
í hendur enda mátti maður
borða allt nammið en það mátti
aldrei nema þarna. Þú varst
stoltur Hreyfilsmaður enda
lykilmaður þar í mörg ár. Þeg-
ar ég bjó á Akureyri og þú
vissir að ég var að keyra á milli
þá hringdirðu reglulega í
mömmu til að athuga með mig
og varst ekki rólegur fyrr en
þú vissir að ég væri komin á
leiðarenda. Þú varst ekkert
endilega að hrópa ást þína upp-
hátt en svona sýndir þú um-
hyggju fyrir mér alla tíð. Þegar
þú varðst langafi vildirðu að
langafabörnin myndu kalla þig
„langi“ og gerðu þau það alla
tíð. Þau sakna þín mikið og tala
mikið um þig og Andri Ísak
ætlar alltaf að halda hátíð þeg-
ar þú átt afmæli. Unnur Marý
skildi þetta ekki alveg til fulln-
ustu og spurði daginn eftir: „Er
langafi ennþá dáinn?“ Þeim
fannst líka alltaf mjög fyndið
að þú vildir alltaf taka saman
dótið í Krummahólum enda
vissir þú nákvæmlega hvert allt
átti að fara. Ég ætla að enda
þessi minningarorð á ljóði sem
Andri Ísak, níu ára, samdi
stuttu eftir fráfall þitt. „Langa-
afi dáinn er, ég vildi að hann
væri ennþá hér, á himnum ert
þú, að bíða eftir mér, komdu til
mín.“
Ég elska þig alltaf og sakna.
Þín
Eygló.
Kallið er komið og afi er far-
inn. Hann vissi að það væri
ekki langt eftir því undanfarið
var hann farinn að segja að sá
dagur kæmi að hann myndi
vakna steindauður. Afi minn
var húmoristi sem hafði gaman
af fólkinu í kringum sig og
hann elskaði okkur öll með sínu
lagi. Afi var ekki maður margra
orða en umhyggjuna mátti allt-
af finna þegar maður fór í
ferðalag. Afi fylgdist með veðr-
inu og lét vita ef vont veður
væri á leiðinni. Ég tók sér-
staklega eftir þessu þegar ég
bjó á Akureyri en þá var afi
með puttann á veðurpúlsinum
og lét mig vita ef vont veður
væri í aðsigi og eins vildi hann
alltaf vita þegar ég væri komin
á áfangastað.
Það verður tómlegt að heim-
sækja ömmu núna og enginn
afi að segja okkur sögur úr
æskunni eða frá lífi þeirra
ömmu en hann hafði gaman af
að segja sögur. Hann var góður
afi og langafi og við munum
minnast hans um alla tíð með
hlýju í hjarta og brosi á vör.
Ég elska þig afi, þar til næst,
þín
Arna.
Elsku afi, það er skrýtið að
vera að kveðja þig því þú hefur
alltaf verið svo stór hluti af lífi
okkar. Þú varst alltaf til í að
gera allt sem þú gast fyrir okk-
ur þegar við báðum þig um það.
Við munum ennþá þegar Ró-
bert hringdi í þig einn sólríkan
sumardag þegar við vorum lítil
og bað þig um að gefa okkur
Ópal og innan fárra mínútna
varstu mættur heim til okkar
með sitthvorn Ópalpakkann
handa okkur. Það var alltaf
gaman að hitta þig þegar við
komum í heimsókn til ykkar
ömmu og það var gaman að
spjalla við þig um alls konar
hluti. Þú hafðir, eins og Róbert,
mikinn áhuga á flugvélum og
öðrum farartækjum og gast tal-
að um þau út í hið óendanlega.
Þú varst líka mesti snillingur
í reikningi sem við höfum hitt
og Karen man vel að þú kennd-
ir henni margföldunartöfluna
miklu hraðar en kennarinn
hennar gat kennt henni. Þú
varst líka alltaf svo ótrúlega
stoltur af okkur þegar okkur
gekk vel í skólanum, sérstak-
lega í stærðfræði.
Við munum líka vel öll jólin
og áramótin sem við áttum
saman og Karen man sérstak-
lega vel eftir því að þú fórst
með hana inn í herbergið þitt á
gamlárskvöld og passaðir hana
þar þegar hún var hrædd við
lætin í flugeldunum. Og á að-
fangadagskvöld settirðu svo oft
tunguna út í kinn til að þykjast
vera með möndluna þegar við
borðuðum möndlu frómasinn.
Svo skellihlóstu þegar einhver
annar fann möndluna í sinni
skál.
Þú varst líka alltaf með dag-
setningar á hreinu og sagðir
okkur alltaf þegar það voru sól-
stöður eða jafndægur og áttir
það til að spyrja okkur hvað
væri merkilegt við daginn þeg-
ar sólstöður og jafndægur voru.
Kata Sara hefur alltaf verið
með það á hreinu að hún er afa-
stelpa og þegar einhver spyr
hana hvort hún sé svona stelpa
eða hinsegin stelpa segir hún
með ákafa: Nei, ég er afastelpa!
Hún segir að afi sé bestur og
biður að heilsa þér til himins.
Takk elsku afi fyrir hvað þú
varst alltaf góður við okkur,
takk fyrir sögurnar sem þú
sagðir okkur og takk fyrir að
vilja alltaf passa svo vel upp á
okkur. Við elskum þig og sökn-
um þín.
Róbert Örn, Karen Erla
og Katrín Sara afastelpa.
Elsku hjartans afi minn. Það
er svo margt sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um
Bigga afa, þennan góða mann
sem átti svo stórt pláss í hjarta
mínu, í raun miklu stærra en
ég gerði mér grein fyrir.
Ég man þegar ég var lítil og
langaði svo að eiga bikar, en
þar sem ég var í flautunámi og
lúðrasveit var lítið um verð-
launapeninga svo hann gaf mér
sína bikara sem hann hafði
unnið í brids. Hann keyrði eitt
sinn með okkur afastelpurnar
sínar í sjoppu og bað um húbba
gúbba, en það var langbesta
tyggjóið þá. Hann lék með mér
og kallaði mig gjarnan gimbr-
ina sína, ég skildi það ekki þá,
en það var gott að vera lambið
hans afa. Hann var alltaf fyrst-
ur til að bjóða keyrslu á flug-
völlinn og passaði ávallt vel upp
á það að heyra hvort við værum
ekki örugglega komin á áfanga-
stað og allt gengi vel. Hann
vildi fólkinu sínu svo vel. Þegar
átti svo að sækja á völlinn
mætti hann líklega áður en
flugvélin tókst á loft á brottfar-
arstað til þess að vera örugg-
Birgir Sigurðsson