Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 ✝ Ragna Gam-alíelsdóttir fæddist í Réttarholti í Blönduhlíð í Skaga- firði 28. júní 1918. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 7. september 2020, 102 ára. Foreldrar hennar voru hjónin María Rögnvaldsdóttir, f. 14. maí 1885, d. 27. október 1968, og Gamalíel Sig- urjónsson, f. 8. apríl 1894, d. 9. janúar 1988, vegagerðarmaður og síðar verkamaður á Sauð- árkróki. Ragna var elst þriggja systkina. Hin voru Katrín, f. 23. ágúst 1919, d. 11. apríl 1980, og Jón, f. 23. mars 1923, d. 1. desem- ber 2000. Ragna giftist Ragnari Hann- essyni, f. 22. september 1916, d. hjálmsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Þóra Rannveig, Sigríður María og Vilhjálmur Örn. Börn Sigurðar úr fyrra hjónabandi eru Magnús Helgi, hann á börnin Sig- urð Helga og Málfríði Heklu, og Katrín, hún á soninn Birgi. 2) Sigrún Heiða, f. 1. október 1944. Barnsfaðir hennar var Bergþór Hávarðsson, f. 1946 d. 10. nóv. 2009. Sonur þeirra er Rögnvald- ur, f. 1967. 3) Hannes, f. 27. ágúst 1948, fyrrverandi starfsmaður ÍTR. Kona hans var Ólöf Kristín Ingólfsdóttir f. 4. maí 1955, d. 25. ágúst 2010, snyrti- og förð- unarfræðingur. Sonur þeirra er Ragnar Már, f. 1995, hagfræð- ingur. Sambýliskona hans er Yrsa Kolka Júlíusdóttir, f. 1995. Ragna ólst upp í Skagafirði en fluttist sem ung kona til Reykja- víkur. Hún vann ýmis störf, var nokkrar síldarvertíðir á Siglu- firði, stofustúlka á heimilum í Reykjavík, vann við ræstingar í herrafataverslun, eldamennsku á hóteli en lengst af við fiskvinnslu. Útför Rögnu fór fram í kyrr- þey hinn 17. september 2020 að ósk hinnar látnu. 19. apríl 1953. For- eldrar hans voru hjónin Hannes Sig- urðsson, f. 26. mars 1873, sjómaður í Ánanaustum, og Ingunn Ívarsdóttir f. 13. september 1876, húsfreyja. Ragna og Ragnar eignuðust þrjú börn: 1) María Katrín, f. 31. ágúst 1943, d. 25. mars 1966. Eig- inmaður hennar var Magnús Sig- urðsson, f. 23. júlí 1942, bóndi í Birtingarholti. Þeirra synir eru tveir. Eldri er Ragnar, f. 1964, vélvirkjameistari. Kona hans er Marta Jónsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Hjalti Freyr, Hafþór Ingi og Eva María. Yngri er Sig- urður Helgi, f. 1966, búfræð- ingur. Kona hans er Emma Vil- Nú hefur elsku amma farið til guðs. Þegar ég hugsa til baka til allra minninganna sem við áttum eru þær ekkert nema gleði, þakk- læti og hamingja. Þegar ég var yngri eyddi ég miklum tíma hjá ömmu á Kapló en hjá ömmu var alltaf gott að vera. Henni fannst alls ekki leiðinlegt að dekra við mann í mat og drykk ásamt öðru. Þá fórum við oft sam- an í göngutúra um Vesturbæinn en amma var sniðug að draga mig með sér með því að lofa mér smá gulrót í enda göngunnar, sem yf- irleitt var í formi í sælgætis úr hverfissjoppunni. Amma var mikil keppnismann- eskja en eftir að hún flutti í Lönguhlíð tók hún yfirleitt þátt í öllu félagsstarfi sem í boði var og fékk ég stundum að fljóta með í bingó. Það var ótrúlegt hversu vel gekk alltaf í bingói hjá ömmu og var það nánast undantekning að hún fengi ekki vinning. Í minning- unni er það mjög sterkt að labba á eftir ömmu með bingóspjald og sjá þá aðra íbúa tauta í gríni: „Ohh er Ragna komin, nú fáum við ekki neitt.“ Þetta var ansi skemmtilegt þar sem ég fékk alltaf að kalla bingó fyrir ömmu og fara upp og sækja vinninginn. Amma stundaði líka félagsvist mikið ásamt öðrum spilum. Þegar ég hugsa til baka vann ég kannski furðulega oft og hefur sú gamla líklegast leyft mér að vinna mörg- um sinnum. Þessu áttaði ég mig ekki á fyrr en ég varð eldri og pabbi sagði mér hversu rosalega góð hún var í félagsvist en honum tókst nánast aldrei að vinna hana. Amma var alltaf að, hvort sem það var bakstur, hreyfing, önnur afþreying eða handavinna. Allt til 102 ára aldurs bakaði hún vöfflur, pönnukökur og stundaði kjöt- bollugerð með pabba. Síðasti skammturinn af kjötbollum var framleiddur sumarið 2020 en þá hafði sú gamla ekki alveg kraftinn í að bæði stýra og framkvæma framleiðsluna sjálf. Þá var bara fundin lausn, sú gamla fékk sér stól og sat á honum meðan hún stýrði pabba nákvæmlega eins og hún vildi að framleiðslan færi fram. Það var alltaf hægt að tala við ömmu um hina ýmsu hluti en hún var alltaf gífurlega skýr. Hún lagðist t.d. inn á spítala í kringum 100 ára aldurinn en á sama tíma var heimsmeistaramótið í hand- bolta í gangi og Ísland var að spila. Þá gat hún þulið upp alla leikmenn Íslands en amma lét sko ekki landsleikina fara framhjá sér. Þetta gerði hjúkrunarfræð- ingana á deildinni agndofa, að kona á hennar aldri skyldi þekkja alla leikmennina og hafa svona mikla þekkingu á leiknum, en svona var hún. Árið 2010 gerðist það svo að tengdadóttir ömmu – mamma mín, Ólöf Kristín, lést eftir bar- áttu við krabbamein en það hafði mikil áhrif á okkar fjölskyldu. Amma og mamma voru miklar vinkonur en þeirra samband var einstaklega fallegt. Amma var nokkuð tíður gestur í mat hjá okk- ur þar sem sömu aðstæðurnar mynduðust yfirleitt, ég og pabbi borðuðum og létum okkur hverfa á meðan mamma og amma sátu tímunum saman og spjölluðu um allt og ekkert. Því gleður það mig að hugsa til þess að þær séu sam- einaðar á ný á betri stað. Þinn Ragnar Már. Það var mikill hlýhugur sem mætti manni þegar maður kom í heimsókn til ömmu í Reykjavík. Þar fór einstök kona með mikið jafnaðargeð sem þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Hún fór snemma að heiman til að standa á eigin fótum, alltaf jafn dugleg og meiri seigla í henni en almennt gengur og gerist. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá henni um tíma þegar ég var ungur, það var mjög gefandi. Hún hafði sínar húsreglur eins og við mátti búast en kom þeim á framfæri með þannig hógværð að auðvelt og sjálfsagt var að hlýða. Amma, með sitt jafnaðargeð, hafði skoðanir á hlutunum. Það var alltaf gott að koma til ömmu, hvort sem var á Kapla- skjólsveginum eða í Lönguhlíð og ná góðu spjalli, sérstaklega um gömlu dagana. Já, það eru ekki margir sem geta sagt frá lífinu á fyrri hluta síðustu aldar. Amma kvaddi okkur södd líf- daga þann 7. septemer síðastlið- inn. Nú geturðu knúsað hana mömmu, elsku amma mín. Ragnar Magnússon. Elsku amma mín, Ragna Gam- alíelsdóttir, lést 7. september sl. 102 ára að aldri. Hún átti þrjú börn, fjögur barnabörn, 8 lang- ömmubörn og 3 langalangömmu- börn. Hún missti manninn sinn, Ragnar Hannesson, afa minn, frá þremur ungum börnum. Hún missti dóttur sínu, Maríu Katrínu, mömmu mína, 22 ára gamla, en þá var ég tveggja mánaða og Ragnar bróðir 15 mánaða. Hún fæddist í Réttarholti í Skagafirði, en bjó mestan part ævinnar á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík. Síðustu árin bjó hún í Lönguhlíð. Hún var alltaf mjög sjálfstæð og sjálfbjarga með alla hluti. Alltaf notalegt að heim- sækja hana og gott að vera hjá henni. Hún var mjög blátt áfram og laus við alla tilgerð, mjög skemmtileg og einstaklega forvit- in. Alltaf þegar við komum með jólapakka, sleppti hún ekki pakk- anum fyrr en hún vissi hvað var í honum. Stundum vissi hún það strax, stundum þurfti hún að opna pakkann. Þegar yngsta barnið mitt fædd- ist í nóvember 2016 þá spurði amma mig þegar hún fékk frétt- irnar: „Og lifa bæði?“ En Emma mín var mjög veik á þessum tíma og amma hafði miklar áhyggjur af henni. Henni þótti afar vænt um sitt fólk og var dugleg að sýna það. Þegar amma lá á milli heims og helju eftir hjartaáfall 2017, þá sögðum við henni nafnið á strákn- um okkar, en það átti að gefa hon- um nafn eftir nokkrar vikur. Dag- inn eftir var sú gamla risin upp og spurði hvort það væri rétt munað að drengurinn ætti að heita Vil- hjálmur. Amma var alltaf með allt á hreinu og fylgdist alltaf vel með öllu. Þegar það voru dansþættir í sjónvarpinu sat hún fyrir framan sjónvarpið og beið hvort það kæmi eitthvað með stelpunum okkar því þær eru alltaf svo mikið í dansi. Hún talaði mikið um afkomendur sína og var mjög stolt af sínu fólki. Það hafa örugglega verið fagn- aðarfundir hinum megin þegar hún hitti mömmu mína og annað samferðafólk. Það er skrýtið að hafa hana ekki lengur hjá okkur og hennar er sárt saknað. Sigurður Helgi Maríuson. Kveðja frá okkur systkinunum. Langamma var fyrir okkur sem fasti í tilverunni. Frá því við mun- um eftir okkur hefur verið bent á hvað amma sé gömul en samt svo sjálfstæð. Og reyndar var engu um það logið. Við minnumst allra heimsókna í vesturbæinn eins: langamma á fullu í eldhúsinu að finna til hvaðeina sem hún gat mögulega boðið upp á, hafði varla tíma til að setjast niður og spjalla. Jafnvel þótt heimsóknin væri óvænt og ekkert nýbakað til að framreiða, þá opnaði hún dós með kokteilávöxtum eða dró fram úr skápnum pipp-molana sem hún fékk í jólagjöf í fyrra. Í seinni tíð var heimsókn til langömmu at- hvarf þar sem maður fékk að deila lífsatburðum sínum og tilfinning- um undir áhugasamri og fordóma- lausri hlustun. Fram á síðasta dag var langamma gestrisin og ynd- isleg heim að sækja. Fyrir það er- um við svo þakklát. Við höldum að langamma hafi skilið mannlega tilveru betur en flestir, þó hún sjálf hafi ekki gert mikið úr því eða komið því í orð. Það var ávallt áberandi ró yfir henni og sátt við heiminn eins og hann er, nema þá kannski rétt á meðan hún hljóp til að finna hár- kolluna áður en hún hleypti gest- um inn. Eftir að hafa lifað bróð- urhluta 20. aldarinnar með öllum þeim hörmungum og framförum sem henni fylgdu, í hnattrænum skilningi og hinum persónulega, þá hefur hún langamma náð sátt við tilveruna. Líklega var hún á æðra stigi meðvitundar en við flest, líkt og búddísk nunna. Æðruleysisbænin á vel við í þessu samhengi: „Guð – gef mér æðru- leysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli.“ Viskan sem langamma hefur öðl- ast yfir sín rúmlega 100 ár er sennilega ólýsanleg með orðum. Við kveðjum langömmu fyrst og fremst með ást og þakklæti í huga. Að hafa fengið að kynnast langömmu eru okkar mestu for- réttindi. Kveðja, Eva María Ragnarsdóttir Hafþór Ingi Ragnarsson Hjalti Freyr Ragnarsson. Langamma barnanna minna og amma Sigga míns, Ragna Gamal- íelsdóttir, lést 7. sept. sl. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari ein- stöku hvunndagshetju, því hún var eðaleintak með einstaklega góða nærveru. Sérlega skemmti- legur karakter og sú allra forvitn- asta. Svo athugul að það fór aldrei neitt framhjá henni. Mjög sjálf- stæð kona sem fór í sína göngu- túra alla tíð og bjó sjálf í sinni þjónustuíbúð þar til yfir lauk. Hún var enn að bjástra við að elda og það er ekki langt síðan við mætt- um til hennar í vöfflukaffi þar sem hún sá sjálf um baksturinn. Þegar við vildum fá að hjálpa henni við eitthvað, þá var hún fljót að segj- ast geta það sjálf og hún gat sko allt sem hún ætlaði sér. Hún var einstök fyrirmynd. Mér þótti mjög vænt um hana og við náðum vel saman enda áttum við margt sameiginlegt. Lífið reyndi illa á hana í gegn- um tíðina. Hún m.a. missti 22 ára dóttur sína, mömmu Sigga míns, frá tveimur mjög ungum drengj- um, ásamt því að missa manninn sinn þegar börnin hennar voru mjög ung. Lífsverkefni hennar voru mörg og stór en hún tókst á við þau á einstakan hátt. Það er henni að þakka að Siggi minn fékk loksins að vita orðinn rígfullorðinn sjálfur, hvers vegna móðir hans lést langt fyrir aldur fram, en það var búið að kvelja hann öll árin að fá ekki að heyra sannleikann. Það á hann elsku ömmu sinni að þakka. Hún bar áföllin ekki utan á sér. Húðin hennar var slétt og fal- leg og hún svo létt og lipur öll að það var erfitt að sjá á henni að hún væri orðin 102 ára! Börnin okkar Sigga voru lán- söm að eiga hana í sínu lífi. Við gátum hins vegar sorglega lítið komið að henni sérstaklega núna á þessu ári sökum heimsfaraldurs og heilsubrests. Það er sárt því viljann skorti ekki. Síðast þegar við hittum hana umvafði hún Siggu Mæju og Þóru Rannveigu, yngstu langömmustelpurnar sín- ar, og sagðist sitja oft fyrir framan sjónvarpið til að sjá hvort þær væru á skjánum dansandi! Hún tók Villa, yngsta langömmubarnið sitt, í fangið sitt eins og alltaf og sagði að það væri „alveg sérstakur strengur á milli sín og hans“ og þau ljómuðu bæði. Það var sko al- veg rétt hjá henni, samband þeirra var einstakt. Þegar hún tók síðasta andar- dráttinn vorum við Siggi minn að labba inn í herbergið til hennar. Hún var svo falleg og ég fann hvað henni var létt. Við sátum lengi hjá henni og kvöddum hana í hinsta sinn, keyrðum svo út á Gróttu, gengum í flæðarmálinu og teikn- uðum hjarta í sandinn. Á þessum þunga rigningardegi náði sólin að brjóta sig í gegnum þykka skýja- bakkann og sólargeislarnir lýstu upp verkið. Einstök kveðjustund sem við Siggi minn geymum innra með okkur. Fagrar minningar um einstaka konu lýsa veginn okkar og ég bið góðan Guð að umvefja alla þá sem elskuðu hana og styrkja sérstaklega þá sem stóðu henni allra næstir því skarðið er mikið og verður ekki fyllt. Ef allir væru einsog hún, þá væri lífið svo miklu betra. Í gærkvöldi sagði Villi: „Mig langar svo að knúsa langömmu og kyssa hana aftur.“ Hennar er sárt saknað en minning hennar mun björt lifa. Emma Vilhjálmsdóttir. Ragna Gamalíelsdóttir ✝ Sigríður Sig-geirsdóttir, saumakona og húsmóðir, fæddist 5. apríl 1927 í Reykjavík. Hún lést 19. september 2020 á hjúkr- unarheimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Pálína Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 4. september 1897, d. 2. mars 1982, og Magnús Siggeir Bjarnason, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 25. júní 1893, d. 30. maí 1974. Sigríður var sú þriðja í fjög- urra systkina hópi, en elstur var Einar Ingi, f. 26. ágúst 1921, d. 7. mars 2007, þá Er- lendur, f. 16. maí 1924, d. 18. nóvember 2013, og sú yngsta af hópnum var Guðborg, f. 15. apríl 1929, d. 20. október 2010. Hinn 8. nóvember 1952 gift- ist Sigríður Steinberg Þór- arinssyni, yfirverkstjóra hjá Miðfelli hf., f. 29. maí 1929 í Þingeyrarhreppi og lést hann af slysförum 25. september 1976. Faðir hans var Þórarinn Kristján Ólafsson, f. 25. júlí 1885, d. 11. apríl 1959, og móðir Magnea Símonardóttir, f. 16. nóvember 1905, d. 8. mars 1990. Börn Sigríðar og Steinbergs eru: 1) Kolbeinn, f. 26. nóvember 1953, eiginkona Erla K. Ólafsdóttir f. 24. nóv- ember 1954. Börn þeirra eru: a) Siggeir, f. 30. desember 1972, eiginkona María Harð- ardóttir f. 25. mars 1972. Þau eiga þrjú börn, Rebekku Rún, Anítu Ýri og Atla Kolbein, og tvö barnabörn. b) Berglind, f. 25. maí 1978, eiginmaður Ei- ríkur Bjarki Jóhannesson, f. 7. ágúst 1984. Þau eiga einn son, Kristófer Leó (faðir Benedikt Smári Þórólfsson). c) Helena, f. 24. júní 1980, d. 4. janúar 2018. 2) Sigrún, f. 30. sept- ember 1955, eiginmaður Sig- mundur Felixson, f. 15. mars 1950. Synir þeirra eru: a) Steinberg (faðir Örn Fel- ixson), f. 20. des- ember 1978, eig- inkona Hildur G. Jóhannsdóttir, f. 2. janúar 1980. Þau eiga þrjú börn; Ými Hrafn, Hrafn- kel Frosta og Sölku Eik. Fyrir átti Hildur soninn Pétur Orra Ingvarsson. b) Birkir Örn (faðir Örn Fel- ixson), f. 17. febrúar 1986, sambýliskona Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, f. 7. maí 1987. Þau eiga einn son, Benjamín Örn. Fyrir átti Sigmundur synina Guðmund Kristján og Leif Guðjón, og fóstursynina Krist- ján Gísla og Grétar. 3) Ólafur Þórarinn, f. 16. janúar 1960, sambýliskona Jóhanna S. Ragnarsdóttir, f. 10. nóvember 1958. Börn þeirra eru: a) Steinberg (móðir Anna Bryn- dís Kristinsdóttir), f. 18. júlí 1981, og á hann eina dóttur, Tönju Dögg. b) Kolbrún Ósk, f. 11. febrúar 1990, og á hún einn son, Benedikt Anton Andrason. Fyrir átti Jóhanna börnin Davíð Frey og Guðrúnu Lilju. Sigríður ólst upp i Reykja- vík. Eftir skólagöngu í Miðbæj- arskólanum fór hún í læri á saumastofunni Gullfossi og lærði kjólasaum. Síðar fór hún í Hússtjórnarskóla Reykjavík- ur. Sigríður og Steinberg hófu búskap í Stangarholti en flutt- ust síðar í Teigagerði þar sem þau ólu upp sín börn. Sigríður tók virkan þátt í kvenfélagi Bústaðasóknar og starfi eldri borgara þar. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 25. sept- ember 2020, klukkan 13. Virkan hlekk á útför má nálgast á: https://www.so- nik.is/sigridur/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat/. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Það er komið að því að kveðja þig. Virðing og þakklæti eru þau orð sem koma fyrst upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Fyrir syni mína hafðir þú alltaf tíma og skjól. Um leið og ég kveð þig þakka ég þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og vona að þið pabbi sitjið nú saman. Þín dóttir, Sigrún Steinbergsdóttir. Sigríður Siggeirsdóttir Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 20, Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar þriðjudaginn 15. september. Útför fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 26. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður að takmarka fjölda gesta í kirkju við nánustu ættingja en útför verður streymt á eftirfarandi slóð: https://shorturl.at/dipZ7 Þökkum auðsýnda hlýju og samúð. Bjarni Halldórsson Kristín Halldórsdóttir Jón Ólafur Halldórsson Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, JACEK PIOTR SZPIN, lést 11. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. september klukkan 13. Tatjana Jevsejeva Szpin og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.