Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðni ÓlafurGuðnason fæddist í Vík í Mýr- dal 26. febrúar 1936. Hann and- aðist á Landspít- alanum 10. sept- ember 2020. Guðni var sonur hjónanna Þórhildar Margrétar Þórð- ardóttur húsmóður, f. 6. maí 1899, d. 11. nóvember 1989, og Guðna Hjör- leifssonar héraðslæknis í Skafta- fellssýslu, f. 24. júlí 1894, d. 23. júní 1936. Guðni var yngstur sex systk- ina, þau eru: Stella, f. 1. júní 1923, d. 25. janúar 2010; Hjör- leifur, f. 31. ágúst 1924, d. 9. apr- íl 2010; Þórir, f. 10. desember 1926, d. 4. júlí 1996; Daníel, f. 4. apríl 1929; Sigurður, f. 23. júní 1931, d. 3. júlí 2013. Margrét, f. 23. febrúar 1997. Barnabarnabörnin eru orðin þrjú. Guðni fæddist í Vík í Mýrdal en fluttist með móður sinni og systkinum á fyrsta ári til Reykja- víkur þegar faðir hans féll frá. Guðni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1958 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1962. All- an sinn kennaraferil kenndi hann við Vogaskóla eða frá 1962-2003. Guðni var afreksmaður í körfuknattleik, varð Íslands- meistari með Íþróttafélagi stúd- enta og lék einn landsleik fyrir Íslands hönd, þann fyrsta í sög- unni. Hann átti sæti í stjórn Körfu- knattleikssambands Íslands auk þess sem hann sinnti ýmsum nefndar- og ábyrgðarstörfum fyrir sambandið um árabil. Hann sat í aganefnd til fjölda ára auk þess sem hann var í landsliðs- nefnd sambandsins og ýmsum starfshópum. Útför Guðna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. sept- ember 2020, klukkan 13. Guðni kvæntist hinn 28. apríl 1961 Magneu Steineyju Jónsdóttur, f. 20.4. 1941. Foreldrar Magneu voru Jón Sveinsson og Guð- rún Kristmunds- dóttir. Börn Guðna og Magneu eru: 1) Guðrún Elín, f. 2. apríl 1962, maki Magnús Bergsson. Sonur þeirra er Völundur Arn- þór, f. 2. september 2003. 2) Guðni Ólafur, f. 14. desember 1965, maki Sólveig Pálsdóttir. Börn þeirra eru Guðni Páll, f. 18. september 1992, Kjartan Elí, f. 25. nóvember 1996, og Benedikt Hrafn, f. 22. ágúst 2000. 3) Mar- grét Steiney, f. 7. júlí 1968, maki Gunnar Hafsteinsson. Dætur hennar eru Magnea Steiney, f. 31. mars 1993, og Þórhildur Guðni, yngsti bróðir minn, hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi. Hann fæddist 26. febrúar 1936 í Vík í Mýrdal. Faðir okkar, Guðni Hjörleifs- son, var þá héraðslæknir í Vík. Hann veiktist alvarlega þegar Guðni var nýfæddur. Hann var síðan fluttur fársjúkur á Land- spítalann þar sem hann lést eft- ir mánaðar legu, aðeins tæp- lega 42 ára að aldri. Um bráðaberkla var að ræða, en þeir voru landlægir i Skafta- fellssýslum á þeim tíma og þá fundust engin lyf við þessum vágesti. Guðni var skírður við kistu föður okkar. Þetta var mikið áfall fyrir móður okkar, Mar- gréti, sem stóð nú ein uppi með börnin sem voru sex talsins, það elsta, Sigurbjörg (Stella), 12 ára og Guðni yngstur, þriggja mánaða. Eftir hefðbundið grunnskóla- nám hóf Guðni nám við Menntaskólann á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi. Á Laugarvatni var mikil körfu- boltahefð og þar vaknaði áhugi Guðna á körfubolta, sem hefur haldist óslitinn alla tíð síðan. Hann spilaði bæði með KR og landsliðinu. Sinn fyrsta lands- leik spilaði hann 16. maí 1959 á móti Danmörku í Kaupmanna- höfn. Þessum leik lauk með knöpp- um sigri Dana, 41:38. Þau hjón voru fastagestir á öllum leikj- um KR í körfunni, sérstaklega eftir að sonur þeirra, Guðni Ólafur, fór að leika með KR, en þar átti hann glæstan feril sem og með landsliðinu eins og faðir hans. Guðni stundaði nám við Kennaraskólann og kennsla varð hans ævistarf. Hann kenndi lengst af við Vogaskóla. Hann fann sig vel í því starfi, var mjög vel liðinn bæði af nemendum og samstarfsfólki. Guðni var dagfarsprúður og skipti sjaldan skapi. Guðni var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann og kona hans Magnea bjuggu sér falleg heimili, nú síðast í Mörkinni. Þau hjón voru meðlimir í golf- klúbbnum Oddi og léku golf reglulega. Einnig spiluðu þau mikið bridge og þau ferðuðust mikið jafnt innanlands sem ut- an. Guðni skilur eftir sig mikið tómarúm og verður hans sárt saknað. Við Gerður vottum Magneu, börnum þeirra og barnabörnum innilega samúð. Far þú í friði kæri bróðir. Daníel Guðnason. Fátt er dýrmætara á lífsins leið en góðir og traustir vinir. Við Guðni Guðnason kynntumst í Menntaskólanum á Laugar- vatni fyrir margt löngu og hef- ur sú vinátta haldist einlæg og náin alla tíð. Með eiginkonum okkar höf- um við átt saman marga ánægjustund, sem nú rifjast upp: Veiðiferðir, ferðalög, bridge- spil, auk fjölda annarra sam- verustunda. Þekkti því mann- inn býsna vel: Prúður, orðvar, sanngjarn, skemmtilegur, vin- margur, en umfram allt traust- ur og sannur. Afreksmaður í körfubolta, vinsæll kennari, sem ósjaldan var stöðvaður á förnum vegi af „gömlum nem- anda“, til að spjalla. Jafnvel á spennandi augnablikum á KR- leikjum í körfunni eða Arsenal- leikjum í sjónvarpinu var hann tiltölulega rólegur, a.m.k. mið- að við suma aðra! Umhyggjan fyrir fjölskyld- unni leyndi sér ekki og sam- band þeirra hjóna var einstak- lega fallegt. Það var sárt að mega ekki faðma Guðna í kveðjuskyni á spítalanum nokkrum dögum fyrir andlátið, en brosið frá honum geymist í minningunni. Magneu, börnum og öðrum ættingjum sendum við hjónin okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Farðu í friði, kæri vinur. Viðar Hjartarson. Mig langar að kveðja einn mesta áhrifavald sem ég hef nokkru sinni kynnst, Guðna Guðnason. Guðni var nefnilega kennarinn minn og sem slíkur hafði hann gríðarleg áhrif á mig. Og ekki nóg með það, heldur var hann þjálfari körfuboltaliðs Vogaskóla sem hann valdi mig og Ása bróður minn í, en við vorum á þessum tíma lágvöxn- ustu nemendur allra grunn- skóla Reykjavíkur. Við töpuð- um líka fyrsta leik, og duttum úr keppni, Guðna til mikillar armæðu. En mig langar að tala um Guðna kennara en ekki Guðna þjálfara. Ég hitti Guðna í fyrra og sagði honum sögu sem ég segi grunnskólabörnum yfirleitt þegar ég les upp fyrir þau úr bókum mínum. Sérstaklega ef ég er spurður af hverju ég sé að skrifa bæk- ur. Hann var sammála mér um að sagan væri nokkuð sönn og að þar sem var fært í stílinn væri bara til að gera hana betri. Sagan er svona: Þegar ég var í 8. bekk var ég með íslenskukennara sem var algjör töffari. Hann var nefni- lega fyrrverandi landsliðsmað- ur í körfubolta OG hann átti Pylsuvagninn eina og sanna. Hann gekk um ganga skólans eilítið lotinn í herðum, oft með tyggjó í munninum og ef það voru læti í nemendum á göng- unum sagði hann bara: „Hey… slakið á!“ Og það var eins og við manninn mælt. Við slök- uðum á. Okkur datt ekki í hug annað en að hlýða þessum kennara. Hann hét Guðni Guðnason. Einu sinni áttum við að skrifa ritgerð eða smásögu sem átti að vera að minnsta kosti ein blaðsíða að lengd en ekki fleiri en tvær. (Hann hafði sennilega ekki tíma til að fara yfir lengri sög- ur því það var að koma helgi með vinnu í pylsuvagninum og áhorfi á körfuboltaleiki og alls konar foreldravafstri). Ég fór heim og byrjaði að skrifa. Og skrifaði aðeins meira en tvær síður. Ég fyllti heila stílabók. Glænýja stílabók. Þegar við skiluðum inn sög- unum okkar á föstudegi dæsti Guðni og leit á mig eins og ég væri að eyðileggja fyrir honum helgina. Á mánudeginum var hann búinn að fara yfir allar sög- urnar og kallaði okkur upp í stafrófsröð til að sækja þær. Nema hvað hann kallaði mig upp síðastan allra, þótt ég væri um miðja röð í nafnalista bekkjarins. Strákarnir flissuðu og voru vissir um að nú væri ég í vandræðum. „Hvað er þetta?“ spurði Guðni pirraður og veifaði stíla- bókinni framan í mig. „Ég sagði tvær síður… ekki fimmtíu og tvær!“ Ég var miður mín. Ég afsak- aði mig tafsandi og ætlaði að taka við stílabókinni minni. En Guðni kippti henni að sér og brosti. „Þetta er bara nokkuð skemmtileg saga hjá þér, Gunni.“ Hann var reyndar svo ánægður með söguna að hann ákvað að lesa hana upp fyrir allan bekkinn. Það tók heila viku. Og þegar hann að lokum lét mig fá bókina sagði hann það sem breytti eiginlega lífi mínu. Hann sagði: „Þú ert bara ágæt- ur í þessu. Þú ættir kannski að leggja þetta fyrir þig.“ Ég mun aldrei gleyma þessum orðum eða Guðna svo lengi sem ég lifi. Ég var reyndar svo heppinn að hitta hann um daginn á Land- spítalanum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt eina stutta stund í viðbót með einum mesta áhrifavaldi lífs míns. Takk Guðni Guðnason, takk fyrir mig. Gunnar Helgason. Guðni Ó. Guðnason var til tuga ára félagi okkar í fé- lagsskap sem við okkar á milli köllum „Körfukarla“. Eins og nafnið ber með sér var mark- miðið að skemmta sér við að leika körfubolta. Guðni var af fyrstu kynslóð íslenskra körfuknattleiksmanna og kom það til af því að hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni, en þar var karfan í hávegum höfð. Eftir stúdentspróf nam Guðni við Háskóla Íslands og spilaði körfubolta með Íþróttafélagi stúdenta og stóð sig vel. ÍS varð Íslandsmeistari 1959 og sama ár var Guðni valinn í fyrsta körfuknattleikslandslið Íslands. Hann lék svo með ÍS í nokk- ur ár eftir það. Guðni var ís- lenskukennari að ævistarfi og við vitum að hann þótti af- bragðs kennari og var mjög virtur af nemendum sínum. Guðni var mjög góður félagi, ljúfur í skapi og skotum og minnumst við margra góðra stunda með honum bæði innan og utan vallar. Hann varð eins og margir að hætta í boltanum vegna hné- meiðsla en stundaði þá golfið því betur eftir það þar til heils- an sagði einnig stopp við því. Við minnumst Guðna með söknuði og færum Magneu og fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. F.h. Körfukarla, Þorsteinn, Einar H. og Einar M. Guðni Ólafur Guðnason ✝ Bjarni Sverr-isson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1950. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 15. sept- ember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Sverr- ir Ragnar Bjarna- son, f. 20. janúar 1927, d. 28 maí 2011, og Steinunn Árnadóttir, f. 2. september 1927. Bjarni var elstur í fjögurra systkina hópi, hin eru: Árni, f. 15. maí 1953, Ingibjörg Stein- unn, f. 13. febrúar 1955, og Gunnar, f. 21. maí 1964. Bjarni kvæntist Hönnu Maríu Oddsteinsdóttur 21. ágúst 1976. Foreldrar hennar voru Odd- steinn Gíslason, f. 21. maí 1906, d. 9. mars 1980, og Alma Jenný Sigurðardóttir, f. 9. ágúst 1907, d. 25. september 1955. Dætur Hönnu Maríu og Bjarna eru: 1) Linda Björk, f. 22. júní 1976, sonur hennar Óli Kristinn Sigurjónsson, f. 16. Bjargarstíg 6 í Þingholtunum þar til fjölskyldan flutti í Efsta- sund 52 árið 1959. Á sínum yngri árum nam hann við Mið- bæjarskóla og seinna við Lang- holtsskóla og tók svo landspróf frá Vogaskóla. Að loknu lands- prófi lagði Bjarni stund á nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1971. Hann fór í Háskóla Íslands með áhuga á heimspeki en ákvað svo að fara í Tollskóla ríkisins þar sem hann útskrifaðist árið 1975. Sama ár flutti hann í Efstasund 13 og bjó þar með Hönnu Maríu og dætrum henn- ar, Láru og Lilju. Bjarni og Hanna byggðu hús í Hnjúkaseli 4 í Reykjavík árið 1979-80 og bjó hann þar það sem eftir var ævi. Árið 1988 varð Bjarni leyf- ishafi í félaginu Íslenskir radíó- amatörar og gegndi þar ýmsum störfum og sat meðal annars í stjórn félagsins um tíma. Útför Bjarna fer fram frá Seljakirkju í dag, 25. september 2020, klukkan 15. Útförinni verður streymt á www.facebo- ok.com/minningarsida- bjarnasverrissonar/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. september 1994, sambýlismaður hennar er Bragi Hilmarsson, f. 7. júní 1963. 2) Guðný Sigríður, f. 2. októ- ber 1981, sambýlis- maður hennar er Kristinn Snær Agn- arsson, f. 20. febr- úar 1977. Dætur Hönnu Maríu úr fyrra sam- bandi: 1) Lára Jóhannesdóttir, f. 11. mars 1968, gift Sverri Geirdal, f. 19. ágúst 1965. Börn þeirra eru Hanna María, f. 21. febrúar 1995, Guðfinnur, f. 1. október 1996, og Jóhannes Dag- ur, f. 8. júní 2004. Sverrir átti eina dóttur fyrir, Aldísi, f. 7. október 1987. 2) Lilja Jóhann- esdóttir, f. 13. júlí 1972, gift Reyni Björnssyni, f. 28. mars 1972. Eiga þau soninn Jónatan, f. 8. apríl 2003. Lilja átti fyrir eina dóttur, Hafdísi Guðfinns- dóttur, f. 21. ágúst 1995. Reynir átti fyrir eina dóttur, Önnu Karen, f. 13. nóvember 1995. Bjarni bjó fyrstu árin sín á Elsku pabbi minn. Sit hérna og hugsa til þín. Það er skrítið að skrifa minningargrein um þig, ég trúi ekki enn að þú sért farinn. En það er kaldur raunveruleik- inn. Ég mun sakna þess að sjá þig sitja í stólnum þínum í stofunni, horfa út um gluggann og hlusta á okkur systur og mömmu vera að spjalla um allt og ekkert. Sjá þig sýsla í garðinum sem þú hafðir unun af. Sama hvernig þér leið, alltaf fórstu út að slá eða hreinsa til. Þú varst rólyndismaður og kvartaðir ekki. Það sýndi sig í baráttu þinni við veikindin. Fórst áfram á hörkunni en líkamstjáningin sagði stundum annað. Alltaf reyndir þú að bera þig vel. Allar góðu minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur öllum. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín dóttir, Linda Björk Bjarnadóttir. Bjarni tengdapabbi var róleg- ur dundari, fann sig ákaflega vel einn uppi á háalofti við að pípa. Þar sat hann og morsaði út um allar koppagrundir, með það að markmiði að ná sambandi við aðra dundara eins langt í burtu og hægt var með eins litlum bún- aði og frekast var kostur. Bjarni hafði gaman af flóknum hlutum sem hann gat grúskað í og fundið út hvernig virkuðu. Hann var lunkinn í öllu er við- kom raftækni og tölvum. Hann var ekki mikið fyrir að spyrja og leita leiðsagnar, vildi frekar grúska sjálfur og gefa síðan öðr- um ráð. Hann fór hægt um, vann hlutina á sínum hraða og með sínu lagi. Bjarni var líka hirðusamur, á því sviði náðum við nokkurri tengingu. Í garðinum hjá okkur Láru er hrúga af fallegu til- höggnu grjóti, upphaflega úr Skólavörðuholtinu. Bjarna áskotnaðist grjótið í verktaka- vinnu með föður sínum fyrir nokkrum áratugum. Allan þann tíma hímdi grjótið undir húsvegg í Seljahverfinu án þess að fá not- ið sín sem skyldi. Einhverju sinni tók hirðusemi mín eftir grjótinu og ég dásamaði það í viðurvist Bjarna. Nokkru síðar bauð hann mér grjótið, ef ég fyndi not fyrir það. Ég er enn að vinna í að finna því stað á mínum bletti. Ég á allt eins von á því að fallegur kant- steinninn hljóti sömu örlög hjá mér eins og Bjarna. Annað dæmi um hirðusemi og nýtni tengdapabba má finna í kjallara bílskúrsins. Þar eru reið- innar býsn af steinull sem á sín- um tíma einangraði stærðarinnar hitaveiturör. Ullin er því nokkuð bogin og illa nýtanleg til hefð- bundinnar einangrunar. Það stöðvaði ekki Bjarna í að nýta hana við uppsetningu milliveggj- ar í kjallaranum. Þar sem enginn er kjallarinn undir mínum bíl- skúr á ég von á að standast ágang hirðuseminnar og láta hana gossa. Bjarni var laginn, byggði sitt hús sjálfur og sá um viðhaldið, var frekar feiminn við að biðja um hjálp þó að hann hafi undir það síðasta tekið af okkur tengdasonunum loforð um að hjálpa við þakið. Það þarf að bletta aðeins. Við sjáum um það Bjarni minn og höldum þétt og vel utan um Hönnu þína. Nú ertu búinn að ná sambandi við þann sem er allra lengst í burtu, ja eða þann sem var alltaf rétt innan seilingar. „Over and out.“ Sverrir Geirdal. Elsku hjartans afi okkar, mik- ið er sárt að þurfa að kveðja þig. Eftir langa og erfiða baráttu við veikindi ertu farinn frá okkur og eftir sitjum við, þakklát fyrir kærleikann og góða tíma með þér í gegnum tíðina. Við höfum setið saman, öll fjölskyldan, og hlegið og grátið yfir fallegum stundum sem við höfum átt með þér. Þú gladdist alltaf svo innilega þegar við krakkarnir náðum ein- hvers konar áföngum. Þú gladd- ist svo þegar Jói stóð sig vel í fót- boltanum og þegar Hanna var að spá í að skrá sig í tölvunarfræði gátum við ekki komið í heimsókn til ykkar í Hnjúkaselið án þess að vera leyst út með bunka af bækl- ingum sem þú sóttir upp í HR, líklega var það í leiðinni fyrir þig þar sem þú sast oft í bílnum þín- um og fylgdist með flugvélunum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar Finni útskrifaðist síðustu jól varstu orðinn ansi slappur en brostir út að eyrum og varst svo stoltur af afastráknum þínum. Áramótin koma alltaf fljótlega upp í hugann þegar við hugsum til þín, afi. Þú varst almennt frek- ar rólegur maður, en það kom alltaf einhver strákslegur púki í þig þetta kvöld, það var enginn jafnspenntur og þú að sprengja flugelda. Núna síðustu áramót stóðum við systkinin saman og fylgdumst með þér hlaupa fram og til baka með sprengjur sem þú kveiktir í með vindlingi. Allt í einu komstu hlaupandi til okkar með stjörnuljós í hvorri hendi og sagðir, skælbrosandi: „Á gaml- árskvöld verða gamlir menn ung- ir menn á ný,“ og hvarfst jafn- snöggt aftur í sprengjulætin. Það verður tómlegt án þín næstu ára- mót, hjartans afi okkar. Þú varst svo stór og mikilvægur hluti af þessu kvöldi og verður það alltaf. Við lofum að skála fyrir þér næst og að senda þér eina flotta þegar nýtt ár gengur í garð. Við elskum þig, elsku afi. Við pössum ömmu fyrir þig. Hanna María, Guðfinnur og Jóhannes Dagur. Bjarni Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.