Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú lætur reyna á sannfæring-
arkraft þinn. Leitaðu ekki langt yfir
skammt heldur slakaðu á og þegar ró er
komin yfir þig blasir lausnin við.
20. apríl - 20. maí
Naut Staldraðu við og hugleiddu hvort þú
vanrækir þína nánustu vegna vinnu. And-
stæðingar þínir eru ekki margir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það ekki aftra þér þótt
breytingatillögur þínar fái lítinn hljóm-
grunn. Lykilorðin eru samvinna og mála-
miðlun.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú samþykkir að fara í ferðalag. Gott er að
ræða saman því samskiptaskortur veldur
því oft að hvorugur veit til hvers er ætlast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki á þínu valdi að bera
ábyrgð á hamingju annarra. Talaðu hreint
út við vinnufélaga þína. Gott líf byggist
ekki bara á vinnu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Næsti mánuður verður skemmti-
legur. Samkenndin liggur í loftinu en þú
ættir þó að varast að lofa upp í ermina á
þér bara til að þóknast öðrum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú
grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta
einhver fjárútlát.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Áhyggjur þínar af komandi
verkefni eru ekki þær einu. Einhver dýrkar
allt sem þú gerir, þér finnst óþægilegt að
vera sett/ur á stall.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitt er að vita hvað maður vill
og annað að biðja um það. Gefðu þér tíma
til að hlusta á þinn innri mann og komast
að því hvað bjátar á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sannaðu trúna sem þú hefur á
sjálfan þig með því að fylgja eftir hug-
myndum þínum af fullum krafti. Treystið
því að allt fari vel.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú færð tækifæri til að hefja
samningaviðræður að nýju svo gerðu það
upp við þig hvort þú átt að hrökkva eða
stökkva.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er svolítið hastarlegt að upp-
götva það að hafa leitað lausnarinnar yfir
lækinn, þegar hún var allan tímann við
höndina.
verið að vinna saman lengi og haldið
árlega jólatónleika í Mosfellsdalnum.
„Þessi litla grúppa, hefur gert víð-
lensku óperunnar, Kammersveit
Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni
og Íslenska blásarakvintettinum.
Björn var skólastjóri Tónlistar-
skóla FÍH frá árinu 1987 til 2019 og
miðlaði þar sinni reynslu til komandi
kynslóða. Einnig var hann einn af
stofnendum og framkvæmdastjóri
Menntaskóla í tónlist til ársins 2019.
Nú myndi margur ætla að tónlistin
væri ærinn starfi og ástríða, en Björn
var einnig mjög áberandi í íþrótta-
heiminum og muna margir eftir hon-
um úr meistaraflokki KR á árunum
1968-76, en hann varð Íslandsmeist-
ari með KR 1968. Síðan hefur hann
þjálfað mikið frá 1975, bæði í KR og
hjá Þór á Akureyri og fleiri liðum og
eins þjálfaði hann landslið Færeyja
þau tvö ár sem hann bjó þar.
„Ég hafði auðvitað mikinn áhuga á
fótbolta og var bara þokkalegur í
þeirri íþrótt og eftir að ég fór að spila
með meistaraflokki KR 1968 var
bara ekki aftur snúið. Ég reyndi að
vinna eins vel og ég gat með hvoru
tveggja og aldrei fannst mér leið-
inlegt, sem segir kannski meira en
nokkuð annað.“
Björn hefur verið virkur í félags-
starfi tónlistarfólks og var varafor-
maður Félags íslenskra hljómlistar-
manna 1986-1987 og formaður frá
1987-2018 auk þess að vera í stjórn
Íslensku hljómsveitarinnar. Hann
var stjórnarmaður í Nordisk Musik-
er Union frá 1987 og forseti samtak-
anna frá 1998 til 2002. Björn var
einnig fyrsti forseti Tónlistarráðs Ís-
lands sem stofnað var 1990 og er þá
ótalin stjórnarseta í SUT og IHM
auk þess að sitja í Listráði Hörpu frá
stofnun til 2018. Árið 2018 var Björn
gerður að heiðursmeðlimi Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna.
Björn er meðlimur í sveitinni
Diddú og drengirnir, en þau hafa
B
jörn Theódór Árnason
fæddist 25.9. 1950 í
Reykjavík en fluttist til
Svíþjóðar þriggja ára
gamall í tvö ár þar sem
faðir hans nam skurðlækningar.
Fimm ára flutti hann í vesturbæ
Reykjavíkur og spilaði fótbolta á
Framnesvellinum, varð KR-ingur og
gekk í Melaskólann til ársins 1959
þegar fjölskyldan flutti í Hlíðarnar
og bjó þar næsta áratuginn. Hann
hélt þó alltaf tryggð við KR.
„Maður var brennimerktur um leið
og ekki alltaf einfalt þar sem flestir
voru í rauðum og bláum búningi í
þessu hverfi,“ segir Björn. Það átti
enda eftir að koma á daginn að KR
og tónlist áttu eftir að vera áberandi í
hans lífi.
„Þegar ég var 15 ára gaf Vilborg
systir mín mér plötu, en „long play“-
plötur þóttu miklir dýrgripir á þess-
um tíma. Fram að þessu hafði ég
ekki mikið hlustað á klassíska tónlist,
en ég varð að spila þessa plötu fyrst
ég var kominn með hana í hendurnar.
Það má því segja að ég geti þakkað
Vilborgu systur fyrir að hafa farið í
tónlistina.“
Björn lauk blásarakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
1975 og einleikaraprófi á fagott frá
sama skóla 1976. Síðan var ferðinni
heitið í Tónlistarháskólann í Vínar-
borg í Austurríki þar sem hann var á
árunum 1976-1980. Þegar heim var
komið kenndi Björn við Tónlistar-
skólann á Akranesi, í Færeyjum í tvö
ár, þar sem hann var einnig ráðgjafi
við uppbyggingu Tónlistarskóla
Færeyja, í Njarðvík og á Seltjarn-
arnesi. Hann var lausráðinn fagott-
leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands
1970-2000 og lék inn á upptökur sem
einleikari með hljómsveitinni auk
þess að leika með hljómsveit Ís-
reist og farið m.a. til Kanada, Frakk-
lands, Ítalíu og Hollands. Það er al-
veg yndislegt að vinna með Diddú og
Björn Theódór Árnason tónlistarmaður – 70 ára
Fjölskyldan Hér eru allir samankomnir, f.v.: Jens, Úlfhildur Lokbrá, Hroll-
ur, Árni, Sigurlín, Björn, Þóranna, Kolbeinn og Röskva fremst á myndinni.
Hljómplata
kveikti tón-
listareldinn
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Skólastjórinn Björn var skólastjóri FÍH yfir 30 ár. Frá vinstri: Björn ,
Svana Víkingsdóttir yfirkennari og Sigurður Flosason aðstoðarskólastjóri
Til hamingju með daginn
Reykjavík Hugrún Arna fæddist á
Landspítalanum í Reykjavík 23. nóv-
ember 2019. Hún vó 3.678 g og var 50
cm á lengd. Foreldrar hennar eru Mar-
grét Ósk Guðbergsdóttir og Númi
Finnur Aðalbjörnsson.
Nýr borgari
40 ára Pawel fæddist í
Póllandi en hefur búið í
Reykjavík frá 8 ára-
aldri. Hann er forseti
borgarstjórnar og
borgarfulltrúi Við-
reisnar. Pawel hefur
mikinn áhuga á skipu-
lagsmálum, útihlaupum og ræktun.
Maki: Anna Hera Björnsdóttir, stærð-
fræðingur, f. 1980, danskennari og sér-
fræðingur hjá Landsbankanum.
Synir: Ágúst, f. 2008 og Ólafur Jan, f.
2012.
Foreldrar: Stanislaw Jan Bartoszek, f.
1956, sérfræðingur hjá Valitor, og Emilia
Mlynska, f. 1957, náms- og starfsráðgjafi
hjá Mími og kennsluráðgjafi hjá grunn-
skólum Reykjavíkur.
Pawel
Bartoszek
40 ára Tinna ólst
upp í Reykjavík en
býr núna í Kópavogi.
Hún er sérfræðingur
á gæðasviði hjá lyfja-
fyrirtækinu Teva.
Tinna hefur mikinn
áhuga á hreyfingu,
allri útivist og að vera með fjölskyld-
unni.
Maki: Sigurður Sæberg Þorsteinsson, f.
1980, framkvæmdastjóri hjá Advania.
Dætur: Þórdís Katla, f. 2004, Signý
Hekla, f. 2007 og Hrafntinna, f. 2014.
Foreldrar: Þorbjörg Kolbrún Ásgríms-
dótir grunnskólakennari, f. 1945 og
Rögnvaldur Gunnarsson, tæknifræð-
ingur hjá Vegagerð ríkisins, f. 1948. Þau
búa í Kópavogi.
Tinna Margrét
Rögnvaldsdóttir
ÞJÓNUSTA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ