Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 14

Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Í tvö ár hafa lög- menn manns sem hér sótti um al- þjóðlega vernd tafið málsmeðferðina. Trixið hefur oftast áður virkað og yf- irvöld lyppast niður þegar félagslega vakandi fólk grípur til ólöglegra ráða eftir að lögmæt nið- urstaða er loks fengin. Hér er staðan óvenju slá- andi. Umsækjandinn er meðlimur í öfgasamtökunum Bræðralagi músl- ima. Hluti þeirra er hryðjuverka- menn. Aðild að samtökunum ætti að banna með lögum á Íslandi. Hvers vegna sækir hann hér um vernd? Stefnumál og framganga bræðra- lagsins er með þeim hætti að með sömu rökum ætti að veita nasista vernd, sækti hann hér um. Nú hefur brennuvargurinn fengið inni og nótar Bieder- manns í kærunefndinni geta andað léttar – þar til næst, og næst … svo talað sé í líkingum. Kærunefnd útlendingamála Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita meðlimi bræðralags- ins dvalarleyfi hér á landi byggist á því að of langur tími leið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd og þar til endanleg niðurstaða fékkst í málinu. Kærunefndin áttaði sig á þessu eftir að tvö hundruð manns af misjöfnu sauðahúsi komu saman og mótmæltu og umsækjandinn huns- aði hlæjandi lögleg yfirvöld á Ís- landi. Ætli úrskurðirnir séu kannski oftar en ekki illa unnir, sem segir þá sitt um nefndarmenn? Kemur það bara í ljós þegar lögmaður viðkom- andi sendir stormsveitir vinstrisins á vettvang? Ofbeldi og hótanir hinna félagslega vakandi hér á landi eru mestan part bara froða fáeinna vanmetakinda, en nefndin kiknaði undan þessu. Kynfæralimlesting stúlkna Hið félagslega vakandi mbl.is sagði: „Í máli egypsku Khedr- fjölskyldunnar sem senda átti úr landi í síðustu viku var ekki kannað hvort móðir (sic) og dóttir væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kyn- færalimlestingu.“ – Það var og. Var það nokkuð of seint séð, hver veit? Fremjandinn er bara aldrei maður sem rekst á fórnarlambið, heldur fjölskyldan þar sem faðirinn tekur í raun allar ákvarðanir með „sam- þykki“ annarra fullorðinna. Mál- staður mbl.is var núna sá að veita þyrfti bræðralagsmanninum hæli til að vernda konu og börn frá því að hann tæki slíka ákvörðun! Rök- hugsun er útlæg á mbl.is í nafni hinna vöknuðu (e. woke). Lýðræði eða skrílræði Í mínum huga og þeirra fjölmörgu annarra sem ég hef verið í sambandi við kemur bara tvennt til greina: Að lög, reglur og framkvæmd um um- sækjendur um alþjóðlega vernd verði sett í sama horf og í nágranna- ríkjum okkar, svo og landamærav- arsla, reglur um ferðaskjöl, skrán- ingu farþega fyrir komu o.s.frv. Og að þetta verði ákveðið innan mán- aðar. Margt af þessu getur ráðherra gert án tafar og þarf ekki lagabreyt- ingu til. En fegrunaraðgerð dugir okkur ekki. Að öðrum kosti verði efnt til kosninga. Það er engan veg- inn víst að skynsemin hafi yfirhönd- ina í slíkum kosningum. Þvert á móti. Fjölmiðlarnir, einkum mbl.is, hafa verið mjög hallir undir skríl- ræðið. En þá verður óstöðvandi straumur ólöglegra innflytjenda á þeirra ábyrgð. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Um það vitna Sví- þjóð og forsætisráðherrann þar ber- um orðum. Börnum okkar og barna- börnum er enginn greiði gerður með því að fresta hörmungum af manna- völdum fari svo að skrílræðið verði ofan á. Við forystu Sjálfstæðisflokksins vil ég segja: Gerist ekki annað tveggja sem ég hef nefnt hér að of- an, þá er víst að við munum sjá brottför á borð við þá sem þjóð- kirkjan hefur séð. Af miklum und- irtektum við það sem ég hef sagt leyfi ég mér að fullyrða að áfram- haldandi stjórnleysi mun ríða Sjálf- stæðisflokknum að fullu. Það yrði Ís- landi dýr lexía. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Áframhaldandi stjórnleysi mun ríða Sjálfstæðisflokkn- um að fullu. Það yrði Íslandi dýr lexía. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Lýðræði eða skrílræði – kosningar strax 740600 SsangYong Tivoli HLX ‘17, sjálfskiptur, ekinn 50 þús. km. Verð: 2.790.000 kr. 590391 SsangYong Tivoli XLV HLX ‘17, sjálfskiptur, ekinn 74 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. 590990 SsangYong Rexton DLX ‘19, sjálfskiptur, ekinn 62 þús. km. Verð: 5.090.000 kr. SsangYong Tivoli Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 61þús. km. Verð: 2.390.000 kr. 590915 SsangYongRextondlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 52 þús. km. Verð: 4.490.000 kr. 550141 446456 591027 446455 Nissan Qashqai acenta ‘20, sjálfskiptur, ekinn 14 þús.km. Verð: 4.890.000 kr. 446451 591025 Notaðir bílar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Bílasala suðurnesja Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 12-17Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Ísland vill sjá þig Opel Mokka X innovation ‘18, sjálfskiptur, ekinn 67 þ. km. Verð: 3.490.000 kr. SsangYong Korando DLX ‘18. sjálfskiptur, ekinn 12 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. SsangYong Rexton Hlx ‘16, sjálfskiptur, ekinn 77 þús. km. Verð: 4.290.000 kr. Suzuki Baleno ‘19, beinskiptur, ekinn 55 þús. km. Verð: 1.590.000 kr. Sólin var rétt að byrja að roða Esjuna, eftir því sem séð varð fyrir asparkvikindunum, og loftið var rakt og svalt eftir nótt- ina og lægðaganginn. En þennan daginn yrði bjart yfir borg og byggð. Fólkið skaust út úr húsunum eins og járnsmiðir undan steini, og skundaði til vinnu eða skóla með einbeitni þess sem veit hvað hann vill og ætlar, sama hvað. Borgin okkar er auðvitað bílaborg eftir amerískri for- skrift, víðfeðm og græn og falleg á góðum degi. En hún er ekki ódýr í rekstri, kostar mikinn heyskap, trjáhirðu og þökulagnir, sem geta farið fyrir lítið í haustbriminu, og þá má ekki gleyma götuviðhaldi, bensíneyðslu og ómældum ferðatíma íbúanna. En samt, svona er höfuðborgin og þannig viljum við hafa hana. Græna, hreina og opna. Þeir sem eyðileggja vilja þessa borg með óeðlilegri þéttingu, forgangi borgarstrætós og malarágangi á græn svæði mega ekki hafa erindi sem erf- iði. Það er fljótlegra að eyðileggja hlutina en byggja frá grunni, og enginn veit hvað átti fyrr en þá um seinan. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Út í daginn Morgunblaðið/Styrmir Kári Við skulum kalla hana Söru, hún er 8 ára og gerir það sem allir aðrir krakkar á hennar aldri gera. Þó á hún það til að bregð- ast harkalega við fyr- irmælum og mótþróinn er talsvert yfir því sem telst venjulegt. Eftir skóladaginn er hún eins og vofa, augnsamband er erfitt og einbeitingin far- in. Hún er líka farin að stama og á erfitt með að finna orðin sem hún þráir að segja. Þolinmæði foreldra Söru er á þrotum og klára þau setningar fyrir hana sem gerir skapofsann enn meiri með tilheyrandi öskrum og tárum. Foreldrarnir skilja ekki hvað er að en það gerir saklaust barnið ekkert frekar. Málið er að þegar Sara var 5 ára féll hún úr rennibraut í leiksskóla. Höfuðkúpan brotnaði ekki en hún fékk mar á heila. Hún tvíbraut einnig á sér handlegginn í fallinu en fékk mjög fallegt gips sem hún krotaði á í nokkrar vikur þar til það var fjarlægt. Marið á heilanum fór þó ekki neitt. Sara hlaut ákominn heilaskaða þó öll at- hyglin hafi verið á gipsinu hennar. Beinin gróa nefni- lega en skaði á heila getur verið varanlegur. Sér- staklega þegar sá skaði verð- ur á heila barns sem ekki er að fullu mótaður. Afleiðingar af heilamarinu hefur ekki að- eins áhrif á heilann þegar skaðinn verður, heldur einn- ig á hvernig hann þroskast og mótast. Því geta ýmis ný einkenni komið fram eftir því sem jafnaldrar þroskast og kröfur til barnsins breyt- ast. Sum einkenni koma því ekki að fullu fram fyrr en á fullorðins- árum. Skaðinn getur verið gríðarlegur þó engin sjái hann, því þrátt fyrir allt lítur barnið alveg eins út. En persónubreytingar, skapsveiflur og ofsareiði einkennir hana hana nú. Skiln- ingur er takmarkaður og frekari útskýr- ingar gagnast henni lítið og gera hana þreytta og pirraða Skólastjórnendur vita líka ekkert hvernig á að bregðast við og fær hún því enga sérstaka sérkennslu eða utanumhald. Hún fer þó í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, þar gerir hún æfingar fyrir olnboga sinn en þar er samt ekkert tæki til að þjálfa heila hennar: Hraða í hugsun, ein- beitingu, tímastjórnun, skipulag nú eða bara samskipti. Á öllum helstu endurhæfingar- stofnunum landsins fá svo ráðþrota for- eldrarnir þau svör að hjá þeim að það sé ekkert sérhæft úrræði til fyrir börn sem hljóta ákominn heilaskaða. Ekkert frekar en nokkurn tímann áður, þrátt fyrir að árlega hljóta yfir 500 börn heilaáverka á Íslandi. Talið er að um 40-50 þeirra þurfa sérhæfða endurhæfingu sem ekki er til staðar á Íslandi. Sara er ein af þeim börnum sem kerfið gleymdi. Hversu mörg börn þurfa að gleymast þar til eitthvað breytist? Hvað ef Sara væri dóttir þín? Barnið sem gleymdist Eftir Stefán John Stefánsson Stefán John Stefánsson »Á öllum helstu endurhæf- ingarstofnunum landsins fá svo ráðþrota foreldrarnir þau svör að hjá þeim að það sé ekkert sérhæft úrræði til fyrir börn sem hljóta ákominn heilaskaða. Höfundur er verkefnastjóri Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.