Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 16

Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 ✝ Árni HaukurBrynjúlfsson fæddist í Reykjavík 23. október 1949. Hann lést á heimili sínu 13. september 2020. Hann var sonur hjónanna Brynjúlfs Árnason- ar lögmanns, f. 30.7. 1895 á Ísa- firði, d. 31.12. 1974, og Ingunnar Einarsdóttur húsfreyju, f. 2.8. 1911 á Stokkseyri d. 26.4. 1991. Frá fæðingu og allt sitt líf glímdi Árni við vanheilsu sem gerði það verkum að lífið varð ekki eins og samferðafólks hans og skólaganga hans var stutt og óhefðbundin. Þó leyndust innra með hon- um hæfileikar sem foreldrar hans ræktuðu með honum, studdu hann og hvöttu til dáða. Hann lærði á hljóð- færi, samdi eigin lög og mun eitt- hvað af þeim hafa verið flutt í barna- tímum Ríkisút- varpsins á sínum tíma. Eftir andlát föð- ur síns 1974 hélt hann heimili með móður sinni en eft- ir andlát hennar 1991 bjó hann einn á æsku- heimili sínu uns hann lést skyndilega 13. september sl. Hann var vel liðinn af ná- grönnum sínum, sem margir hverjir reyndust honum vel, jafnt á raunastundum sem öðr- um. Útför hans fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 30. september 2020, og hefst at- höfnin klukkan 15. Árni Haukur, frændi minn, var kynlegur kvistur, sérvitur og stálminnugur einstæðingur. Hann var stórgerður maður í alla staði; hávaxinn, breiður, skapstór og almennt fyrirferð- armikill. Hann var líka lengi vel með stærsta titil allra í síma- skránni, „fjölrafeindatækni- listafræðingahönnunarverk- taki“, og að sjálfsögðu var skráning hans þar bæði feitletr- uð og rauðlituð. Þessi skraut- legi karakter fór ekki fram hjá nokkrum manni þar sem honum brá fyrir, hvort heldur sem var á blaðsíðum hinnar fornu síma- skrár eða þar sem hinn stór- gerði maður stormaði leið sína, svo gustaði af honum. Árni Haukur var, í takt við annað, með stórt hjarta. Hann hringdi lengi vel daglega á Landspítalann til að fara með blessun fyrir öll veiku börnin og starfsfólkið sem þeim sinnti. Það var einlæg ósk hans að ver- aldlegar eignir hans féllu barnaspítalanum í skaut að honum gengnum. Hann reyndi eitt sinn að heimsækja barna- spítalann, klyfjaður af sælgæti ætluðu veiku börnunum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Starfsfólk spítalans gat eðli máls samkvæmt ekki hleypt stóra manninum, með stóra hjartað og stóra sælgætispok- ann, til barnanna. Árni Haukur hringdi reglu- lega á heimili mitt og annarra ættingja í æsku og spjallaði ég oft við hann þegar ég tók sím- ann. Síðar starfaði ég á skipti- borði Landspítalans og tók við áðurnefndri blessun. Hann spurði mig eitt sinn nafns að blessun lokinni og veðraðist all- ur upp þegar ég sagðist heita Andrea. „Ert þú Andrea, frænka mín? Dóttir Sigurðar og Katrínar? Katrínar, dóttur Sig- urðar og Þóru? Þóru, dóttur Steingríms Jónssonar raf- magnsstjóra, og Láru Mar- grétar? Láru, dóttur…“. Sú var einmitt konan, en ég velti því fyrir mér hve margar nöfnur mínar hafa hlýtt, furðulostnar, á sömu eldræðu. Árni Haukur hafði ríkan áhuga á ættfræði og þekkti nöfn skyldmenna sinna og ætt- artré þeirra yfir fjölmarga ætt- liði. Við Árni Haukur vorum enda ekki náskyld í reynd, hann tengdist mér í fjórða ætt- lið. En enga átti hann nákomna að og það færði okkur nær, sem honum stóðum fjær. Frá því að Árni Haukur rakti ættir okkar saman í símtalinu á skiptiborði Landspítalans, hafði hann samband við mig reglu- lega og ræddi við mig um fjöl- mörg, og oft og tíðum stór- furðuleg, hugðarefni sín, stundum oft á dag. Stundum hringdi hann til að syngja fyrir mig á þýsku. Hann litaði svo sannarlega tilveru mína og vakti oft hjá mér mikla lukku. Það lá jafnan vel á honum þeg- ar við ræddum saman, en sumt samferðafólk hans varð gjarnan fyrir barðinu á taumlausum skapofsa hans og gat hann þá verið meiri háttar kjaftfor og hávær. Á tækniöld eru stöðugt færri sem hafa samband símleiðis. Það er ljóst að fjölmörg sím- tæki eru hljóðari eftir hinstu kveðju Árna Hauks og regn- bogi mannlífsins er um leið einni röndinni fátækari. Blessuð sé minning þessa óvenjulega og stórbrotna frænda míns. Andrea Sigurðardóttir. Mér þótti alltaf vænt um hvernig þú byrjaðir símtöl okk- ar á: „Er þetta Dúa litla mín?“ Einnig hversu oft þú spurðir um Völu og varðst glaður þegar við komum til þín með ferming- armynd af henni í ramma. Ég trúi því að þú sért kom- inn á betri stað og hittir for- eldra þína sem þú hefur saknað mjög. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Hvíl í frið elsku frændi. Dúa. Árni æskuvinur minn og skólabróðir er fallinn frá. Við bjuggum í sömu blokk í Löngu- hlíðinni, ég á ellefu og hann á níu, þar bjó einnig Halldór Briem, vinur og bekkjarbróðir okkar. Einnig hann er fallinn frá á síðasta ári. Árni var einkabarn hjónanna Ingunnar Einarsdóttur og Brynjúlfs Árnasonar, lögfræðings og deildarstjóra í félagsmálaráðu- neytinu. Þau áttu fallegt heimili og góðar eru minningarnar þegar Brynjúlfur þýddi og las fyrir okkur Andrés Önd-blöðin. Árni Haukur var hress og uppátækjasamur strákur. Ég er á því að hann hafi verið okk- ur fremri á ýmsum sviðum, var góður í reikningi, vissi helling um rafmagn og hitakerfi húsa þeirra tíma. Hann var oft fremstur í flokki þegar við strákarnir vorum að skoða ný- byggingar og framkvæmdir, spurði krefjandi spurninga og heimtaði svör. Þá kom fyrir að við þyrftum að forða okkur á hlaupum. Hann var tónelskur og æfði sig á píanó. Skólagangan hófst í Eskihlíð- arskóla sem var aðeins þrjár skólastofur og fljótlega breytt í barnaheimili. Árni gat verið kennurum erfiður, þeir sögðu að hann væri ofviti en höfðu líka lúmskt gaman af honum flestir. Kennari okkar þar var Ármann Kr. Einarsson. Síðan lá leiðinn í Austurbæjarskól- ann, þar höfðum við einnig frá- bæran kennara, Skúla Guð- mundsson. Í tíu eða ellefu ára bekk var Árna fengin sér- kennsla og sáum við hann lítið eftir það. Það sem sennilega réð úrslitum var atvik sem átti sér stað. Ingi Þór Vigfússon, síðar flugvirki, var sá sem hafði einna mest samband við Árna gegnum árin af gömlu skóla- félögunum. Hann man atvikið þannig: Við vorum staddir í sýningarsal skólans þar sem Árni var heimagangur og hafði komið sér í samband við þá sem sýndu myndir þar. Þeir höfðu gaman af þessum áhugasama strák. Árni kveikti á blásara sem var á sviðinu en láðist að slökkva á honum þegar við yf- irgáfu salinn skömmu síðar. Það brann eitthvað yfir og allt fylltist af reyk og hringt var í slökkviliðið. Eftir þetta sáum við Árna sjaldnar, hann hætti að vera úti með okkur hinum. Hann varð aldrei fyllilega sáttur við hlut- skipti sitt og fór að leggja meiri rækt við allsérstaka söfnunar- áráttu á ótrúlegustu hlutum en lagði því miður á hilluna þau áhugamál sem gagntóku hann í æsku eins og rafmagn og stærðfræði. Hann hafði ótrú- legt minni frá fyrstu tíu árum ævi okkar, mundi atvik og gat haft orðrétt eftir samtöl sem höfðu átt sér stað. Þó svo að við höfum aðeins haldið sambandi gegnum árin var ekkert eins og áður. Lífið í Lönguhlíðinni hefði verið tómlegra án þín. Hvíldu í friði, gamli vinur. Guðbjartur Sigurðsson (Baddi). Það er hægt að horfa á heim- inn og skipta fólki í tvo hópa: þá sem eru óhræddir við að vera þeir sjálfir og þá sem hugsa alltaf um það hvaða skoðanir aðrir hafa á þeim. Árni Haukur átti án efa heima í fyrri hópnum og það var alltaf fróðlegt ævintýri að tala við hann og fá innsýn í heim hans þar sem gamlar æskusögur og minningar blönd- uðust saman við ótrúlegt hug- myndaflug og þekkingu á alls- konar hlutum sem skiptu hann miklu máli. Ég tel mig heppinn að hafa alist upp, að hluta til, kringum Árna Hauk í Löngu- hlíðinni. Það var í ágúst á þessu ári sem við spjölluðum síðast saman og þá eins og alltaf hófst samtal okkar Árna Hauks á því að hann heilsaði mér með þess- um syngjandi orðum: „Rafael – rakar sig vel – með Remington- rafmagnsvél.“ Þau voru ótal skiptin sem tungumálakunnátta Árna Hauks kom öllum á óvart, eins og þegar hann tók sig til og þýddi barnavísur yfir á þýsku, dönsku og ensku eða þegar hann gat farið með ljóð á spænsku og ítölsku. Og einnig ótal skiptin þar sem hann var með miklar vangaveltur um tækni og erlend heiti allskonar rafmagnstækja sem hann hafði áhuga á eða gat ímyndað sér – ég man enn mjög vel hversu langan tíma það tók mig til að hjálpa honum að þýða „segul- bandshljómflutningstæki“ á ítölsku. Árni Haukur var einstökum hæfileikum gæddur í tónlist og kunni m.a. að spila á píanó, flautu og gítar; ekki nóg með það, Árni Haukur samdi einnig mörg tónverk og án efa var eitt það eftirminnilegasta „Barna- sinfónían“ sem hann spilaði gjarnan fyrir okkur þegar við krakkarnir í húsinu heimsóttum hann. Sannur fjöllistafræðing- ur, eins og hann sjálfur kallaði sig. Heimilið hans Árna var hvort tveggja hálfgert leikfangasafn og tímavél, þar sem ekkert hafði breyst í 60 ár (nema jú plássið sem minnkaði stöðugt eftir því sem leikfangasafnið mikla stækkaði). Hann stærði sig oft af því að eiga allar Disneybækurnar í fyrstu íslensku útgáfunni, sem okkur þótti mjög merkilegt. Innst inni var Árni Haukur með hjarta úr gulli, sem oft skein í gegn í aðstæðum hans og heilsu og var það hjarta sem óskaði sér að einhvern daginn myndi Barnaspítali Hringsins eignast allt það sem hann hafði eignast og safnað. Það er margt sem ég hef lært af Árna Hauki í gegnum árin, sem ég ber með mér enn í dag – að vera alltaf sannur sjálfum sér og vera óhræddur við að sýna sitt innra eðli; að tapa aldrei forvitninni og áhug- anum fyrir nýjungum; að leita alltaf að öðru sjónarhorni til að horfa á lífið; og að taka sjálfan sig ekki alltof alvarlega. Hvíldu í friði, elsku Árni Haukur, takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar – minning þín mun lengi lifa. Þinn vinur, Raffaele. Ein af fyrstu minningum mínum um meistara Árna Hauk er þegar ég er að leika mér inni í herbergi sem krakki og þá er barið að dyrum. Ekkert svar barst og heyrist þá: „Hallóóó, hallóóó, er einhver heima? Héddi minn, áttu nokkuð Andr- ésblöð handa mér?“ Mamma mín svarar kallinu innan úr stofu: „Nei, Árni minn, við er- um hætt að fá Andrésblöð til okkar.“ „En eigið þið nokkuð Syrpur?“ spyr Árni til baka. „Nei, Árni minn,“ svarar mamma til baka. Þetta var í þriðja skiptið sama kvöldið sem Árni „came a knockin“ að biðja um Andrésblöð, matarafganga eða bara með einhverja góða pælingu sem hann vildi ræða betur. Ég man eftir mörgum svona kvöldum og eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir úr barnæsku var þegar mamma bjó til of mikinn mat og við systir mín vorum send yfir með afgangana til Árna. Ef við vorum heppin þá bauð hann okkur í heimsókn og sýndi okk- ur Disneybókasafnið, VHS- safnið sitt, bollasafnið sitt, safn sitt af tímaritinu Æskunni sem hann átti frá fyrstu útgáfu. En langoftast var Árni byrjaður að háma í sig af disknum í dyra- gættinni áður en hann sagði „bless bless!“ og skellti hurð- inni á okkur með troðfullan munninn. Stundum kom ég þreyttur heim eftir erfiða skólaviku á táningsárunum, þá stendur Árni eins og jóalsveinn úti á tröppum í rauðu flíspeysunni sinni. Hann gaf sig ávallt á tal við mann og spurði mann spjör- unum úr hvað ég hefði verið að læra og bauð upp á allskyns uppástungur og ráð ef ég átti við einhver vandamál að stríða. Eftir gott spjall horfði ég eftir honum spígsporandi í áttina að Klambratúninu á leiðinni í eitt- hvert ævintýri. Hann hafði mik- inn áhuga á nýjustu tækni og vísindum, ljóðlist, tungumálum og heilum haug til viðbótar. Það var ekki lítið sem ég og fleiri pikkuðum upp frá honum í gegnum árin. Ég man eftir að hafa oft ver- ið sendur yfir til Árna að hjálpa honum þegar hann átti í erf- iðleikum með sjónvarpið eða af- ruglarann. Í eitt skiptið var VHS-tækið hans bilað og ég þurfti að skoða það betur og við enduðum með að horfa saman á teiknimynd um Tomma og Jenna. Þar var Jenni galdra- karl sem töfraði grænt gums Árni Haukur Brynjúlfsson Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm Sveinbjörn Benediktsson ✝ SveinbjörnBenediktsson fæddist 2. nóv- ember 1944. Hann lést 15. september 2020. Sveinbjörn var jarðsunginn 26. september 2020. sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Takk fyrir allt elsku afi. Rakel Ösp Gylfadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HAFLIÐI EINARSSON, Lyngholti, Hofsósi, lést föstudaginn 19. september á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá Hofsóskirkju föstudaginn 2. október klukkan 14. Elsa Hlíðar Jónsdóttir Guðbjörg Særún Björnsd. Jón Gísli Jóhannesson Bára Björnsdóttir Hendrik Berndsen Einar Guðmundur Björnsson Sævar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku frændi okkar og mágur, HERMANN SIGURJÓNSSON bóndi, Raftholti, er lést á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudaginn 17. september verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 3. október klukkan 14. Vegna aðstæðna verður að takmarka fjölda gesta í kirkju við nánustu ættingja en athöfninni verður útvarpað í bíla við kirkjuna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð Marteinstungukirkju, kt. 450269-0189, reikningur 0308-13-9256. Jóna Heiðbjört Valdimarsdóttir systkinabörn hins látna og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNUR ÞORVALDSSON, Aðalgötu 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 26. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt. Guðmundur Finnsson Sigríður Aradóttir Þorvaldur Finnsson Ævar Már Finnsson Guðrún Einarsdóttir Guðbjörg S. Finnsdóttir Kjartan Haukur Kjartansson barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS PÉTURSDÓTTIR leikkona, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13 að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: sonik.is/bryndis Eiríkur Örn Arnarson Þórdís Kristmundsdóttir Pétur Arnarson Magnea Lilja Haraldsdóttir Sigurður Arnarson Inga Rut Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.