Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 2020næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 30.09.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 30.09.2020, Síða 22
DANMÖRK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varði tólf skot og var með 38% markvörslu þegar lið hans GOG varð danskur bikarmeistari eft- ir 30:28-sigur gegn Holstebro í úr- slitaleik í Holstebro í Danmörku á sunnudaginn síðasta. Þetta var í tíunda skiptið sem GOG verður bikarmeistari en upphaflega átti danska bikarhelgin fyrir tímabil- ið 2019-20 að fara fram í mars en henni var frestað fram í september vegna kórónuveirufaraldursins. Viktor Gísli, sem er tvítugur, gekk til liðs við danska félagið frá uppeld- isfélagi sínu Fram síðasta sumar og hefur verið lykilmaður í liði GOG á leiktíðinni. GOG er með 7 stig í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum minna en topplið Álaborgar, en GOG á leik til góða á Álaborg. „Þetta var fyrst og fremst geggjuð upplifun að fá að taka þátt í þessum úrslitaleik og bikarhelginni,“ sagði Viktor Gísli í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það voru smá þreytu- merki á liðinu í úrslitaleiknum enda erfitt að spila tvo leiki á tveimur dög- um en það var fljótt að gleymast eftir að við höfðum tryggt okkur sigur. Þetta var minn fyrsti titill í meist- araflokki og tilfinningin var ansi sér- stök. Að sama skapi hefur þetta ár verið ansi sérstakt vegna kórónuveiru- faraldursins. Við fögnuðum á sunnu- deginum en á mánudeginum hófst strax undirbúningur fyrir seinni leik- inn gegn Pfadi Winterthur í Sviss í 2. umferð Evrópudeildarinnar þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina. „Við náðum þess vegna ekki að fagna neitt að ráði og menn voru lítið að missa sig í gleðskapnum en það verður hins vegar gert seinna meir. Maður er ennþá að meðtaka þennan bikar og mér líður ekki beint eins og ég hafi verið að vinna eitthvað en það kemur vonandi seinna meir,“ bætti Viktor Gísli við en leiknum gegn Pfado Winterhur lauk með 35:31- sigri Svisslendinga og samanlögðum 64:59-sigri GOG sem er komið áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sáttur með eigin frammistöðu GOG leiddi með einu marki í úr- slitaleiknum, 26:25, þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka en Viktor Gísli átti nokkrar lykilvörslur á loka- mínútunum. „Þetta var mjög svipaður leikur þannig séð og undanúrslitaleikurinn gegn Bjerringbro-Silkeborg. Við vor- um með nokkuð þægilegt forskot þegar um tíu mínútur voru til leiks- loka en þá fer sóknarleikurinn aðeins að hiksta. Við förum illa með okkar sóknir á meðan þeir nýta sínar og þannig koma þeir sér inn í leikinn. Morten Olsen var hins vegar frábær undir restina og náði að dæla inn ein- hverjum mörkum fyrir okkur á loka- kaflanum, sem betur fer. Sjálfur er ég sáttur með mína frammistöðu og ég undirbjó mig í raun ekkert öðruvísi fyrir úrslitaleik- inn sjálfan. Það var skrítið að fá ekki nokkra daga í undirbúninginn sjálfan enda bara dagur á milli leikja. Ég skoðaði þeirra lið aðeins kvöldið áður en heilt yfir var undirbúningurinn ekki jafn góður og vanalega en það kom ekki að sök. Farandi inn í leik- inn þá fann ég svo að spennustigið var aðeins hærra en venjulega. Um leið og leikurinn byrjaði hins vegar þá gleymdi maður því öllu og þá var þetta bara eins og hver annar hand- bolti.“ Aukið sjálfstraust eftir EM Viktor Gísli viðurkennir að það hafi verið erfitt að hefja nýtt líf í Danmörku til að byrja með. „Svo við segjum það bara eins og það er þá er erfitt að flytja út ungur að árum. Þú þarft að læra nýtt tungumál, leigja þér húsnæði, kaupa húsgögn og allt vesenið sem fylgir því. Í staðinn þá fær maður að spila handbolta sem er auðvitað frábært en það tekur líka tíma að koma sér inn í nýtt kerfi í nýju landi. Eftir EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar 2019 þá fékk ég smá auka-sjálfstraust og þá var danska deildin ekki jafn stór og þegar ég kom fyrst til GOG frá Fram. Eftir EM hefur þetta ekki verið neitt mál þannig séð og það hefur verið mun meiri stöðugleiki í mínum leik sem skiptir öllu máli þegar þú ert mark- vörður.“ Munar um reynsluboltana GOG samdi við reynsluboltana Anders Zachariassen og Morten Ol- sen í sumar en liðið varð síðast danskur meistari fyrir þrettán árum. „Við fengum tvo mjög öfluga leik- menn til okkar í sumar. Þeir eru báð- ir mjög reynslumiklir og hafa í raun tekið að sér leiðtogahlutverkið inni á vellinum. Þeir eru hálfgerðir þjálf- arar á vellinum líka og það er alltaf hægt að leita til þeirra, sama hvað. Þeir hafa reynst okkur mjög vel á ög- urstundum í upphafi tímabilsins. Það munar miklu fyrir okkur að hafa fengið þá tvo því við vorum með mjög ungt lið á síðustu leiktíð. Þá þekkist hópurinn betur en í fyrra, ég er kominn betur inn í hlutina og þetta hefur verið að smella vel að undan- förnu. Markmiðið er svo að berjast á toppi deildarinnar og vonandi skáka Aalborg í baráttunni um danska meistaratitilinn, enda orðið ansi langt síðan GOG varð síðast meist- ari.“ Landsliðsmarkvörðurinn hefur komið sér vel fyrir í Svendborg ásamt kærustu sinni, Jenný Fjólu Ólafsdóttur. „Ég bjó með Óðni Ríkharðssyni fyrstu vikurnar mínar hjá klúbbnum og svo kom kærastan út til mín og við vorum fljót að finna okkur íbúð. Það er frábært að hafa hana hérna og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að hún er að fórna miklu til þess að vera með mér hérna úti. Að sama skapi er hún að fíla sig mjög vel og hún er byrjuð að spila handbolta og í námi þannig að okkur gengur virki- lega vel. Ég skráði mig í fjarnám í sálfræði í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Ég er ekki í fullu námi en ég er að taka einhverja kúrsa og þannig get ég aðeins tekið hugann frá handbolt- anum og fókuserað á eitthvað annað inn á milli, þó það sé ekki nema klukkutími á dag. Að sama skapi er algjörlega frábært að geta einbeitt sér eingöngu að handboltanum og það eru mikil forréttindi að fá borgað fyrir að spila handbolta,“ bætti Vikt- or Gísli við í samtali við Morgun- blaðið. Bikarmeistaratitlinum verður fagnað seinna  Viktor Gísli Hallgrímsson vann sinn fyrsta bikar í meistaraflokki í Danmörku Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Bikarmeistari Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað í Danmörku á keppnistímabilinu og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum fyrir GOG. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Lengjudeild karla Þór – Afturelding ..................................... 1:1 Vestri – Fram ........................................... 1:2 Keflavík – ÍBV.......................................... 3:1 Grindavík – Víkingur Ó............................ 3:0 Leiknir F.– Leiknir R. ............................. 0:7 Þróttur R. – Magni................................... 0:1 Staðan: Keflavík 18 12 4 2 55:26 40 Leiknir R. 19 12 3 4 47:21 39 Fram 19 11 6 2 40:24 39 Grindavík 18 8 8 2 38:28 32 ÍBV 19 7 9 3 32:24 30 Þór 19 8 4 7 33:32 28 Vestri 19 7 5 7 26:27 26 Afturelding 19 6 4 9 34:31 22 Víkingur Ó. 19 5 4 10 25:41 19 Þróttur R. 19 3 3 13 15:38 12 Magni 19 3 3 13 19:43 12 Leiknir F. 19 3 3 13 18:47 12 Meistaradeild Evrópu Umspil, seinni leikir: Omonia – Olympiacos ............................. 0:0  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos.  Olympiacos sigraði 2:0 samanlagt og fer áfram í riðlakeppnina. Dynamo Kiev – Gent ................................ 3:0  Dynamo Kiev sigraði 5:1 samanlagt og fer áfram í riðlakeppnina. Ferencvaros – Molde ............................... 0:0  Ferencvaros fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. England Deildabikarinn, 16-liða úrslit: Tottenham – Chelsea....................... 6:5 (1:1) Noregur B-deild: Ull/Kisa – Tromsö ................................... 0:7  Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsö vegna meiðsla. Danmörk B-deild: Fremad Amager Esbjerg ....................... 2:3  Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik- mannahópi Esbjerg. Ólafur H. Kristjáns- son þjálfar liðið. KNATTSPYRNA Evrópudeild karla Kristianstad – Azoty-Pulawy............. 24:22  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 1. Pfadi Winterthur – GOG .................... 35:31  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í marki GOG. Montpellier – Skjern ........................... 33:29  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern. RN Löwen – Tvis Holstebro............... 26:27  Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr- ir Löwen og Ýmir Örn Gíslason 1.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir Tvis Holstebro. HANDBOLTI KNATTSPYRNA Pepsi Max-deild kvenna: Jáverksvöllur: Selfoss – KR......................16 KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild kvenna: Smárinn: Breiðablik – Fjölnir..............19:15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar.......19:15 Í KVÖLD! Stöðuvötn sem verða að ís og viðlíka frosthörkur er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á Flórídaskagann í Bandaríkjunum. NHL-meistararnir í íshokkí eru engu að síður frá ríkinu enda virðist það vera löngu liðin tíð að atvinnu- mannalið í íshokkí séu eingöngu staðsett á svæðum þar sem vetrar- íþróttir eru í hávegum hafðar. And- stæðingurinn í úrslitarimmunni kom til að mynda frá Texas. Tampa Bay Lightning tryggði sér sigur í deildinni 2020 aðfaranótt mánudagsins en liðið vann þá Dallas Stars í fjórða sinn í rimunni og sam- tals 4:2. Líkt og í NBA-körfubolt- anum var úrslitakeppnin afgreidd í einni borg eftir að deildin fór aftur í gang í sumar. Leikið var í Edmonton í Kanada þar sem Wayne Gretzky sló í gegn á sínum tíma. Er þetta í annað sinn sem Tampa verður NHL-meistari en fyrra skiptið var árið 2004. Félagið er til- tölulega ungt miðað við mörg lið í deildinni og var ekki stofnað fyrr en árið 1992. NHL-deildin var hins veg- ar stofnuð árið 1917 og Stanley- bikarinn var hannaður árið 1992. Lið Tampa hefur þótt líklegt til af- reka síðustu tvö til þrjú tímabil og tókst nú ætlunarverkið eftir óvenju- lega úrslitakeppni. kris@mbl.is AFP Í Edmonton Jon Cooper, þjálfari Tampa Bay Lightning, með bikarinn. Annar sigurinn í sögu félagsins  Stanley-bikarinn verður geymdur á Flórída næstu mánuðina Tottenham er komið í átta liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir heimasigur á Chelsea í víta- spyrnukeppni í 16-liða úrslit- unum í gær- kvöld. Var stað- an eftir venju- legan leiktíma 1:1, en Tottenham var sterkara í vítakeppninni og vann 5:4. Timo Werner kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir liðið á 18. mínútu og var stað- an 1:0 allt fram á 83. mínútu þegar Érik Lamela jafnaði eftir undirbún- ing Sergios Reguilóns. Ekki er framlengt í deildabikarnum og réð- ust úrslitin því í vítakeppni. Totten- ham skoraði úr öllum fimm spyrn- um sínum í vítakeppninni, en Mason Mount brenndi af í fimmtu spyrnu Chelsea og Tottenham fagnaði því sigri. Tottenham fagnaði sigri Harry Kane

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 230. tölublað (30.09.2020)
https://timarit.is/issue/411569

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

230. tölublað (30.09.2020)

Gongd: