Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 30
Morgunblaðið/Eggert Netverslun Póstsendingum að utan hefur fjölgað mjög á liðnum árum. BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Um 36 þúsund Íslendingar eru með- limir í facebookhópnum „Verslað á netinu“. Hópurinn er sá stærsti en alls ekki sá eini sinnar tegundar og er til marks um líflega netverslun þeirra sem panta vörur sínar að ut- an. Blaðamaður ræddi við Önnu Björk Kristinsdóttur, sem hefur verið annar af tveimur stjórnendum síðunnar síðastliðinn áratug og hef- ur því góða innsýn í þennan anga verslunar. Hún segir það ekkert nýmæli að fólk panti vörur frá erlendum net- síðum, en það hafi tekið mikinn kipp fyrir 4-5 árum þegar margar af stóru vefverslununum tóku að opna fyrir sendingar til Íslands. Samfara því hafi fjölgað mjög í facebook- hópnum, en margir reiða sig á að- stoð annarra við að stíga sín fyrstu skref. Lifandi samfélag netverja Anna segir að að mörgu sé að hyggja við slík kaup. Tollar og inn- flutningsgjöld geti verið mjög mis- munandi eftir því hvaða hlutir eru keyptir og hvaðan og alls ekki víst að öll kaup borgi sig. Einnig séu margir hræddir við að láta svindla á sér, sem Anna segir ólíklegt að ger- ist þegar verslað er við þekkt merki og vöruhús. Þó verði alltaf að hafa í huga að ekki sé allt gull sem glóir og því nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga er grunur vaknar. Við skoðun á facebooksíðunni virðist sem félagslegi þátturinn sé snar þáttur í upplifun kaupenda. Fólk deilir upplýsingum, gefur með- mæli og birtir jafnvel myndir af því sem það hefur keypt og kennir þar margra grasa, allt frá smæstu hlut- um upp í heilu innréttingar húsa. Margir hlutir virðast einnig fara í endursölu á ýmsum netsíðum. Fá sent heim og senda aftur út Spurð um áhættuna við að panta t.d. fatnað og skó sem ekki passi segir Anna að stærri netverslanir bjóði í auknum mæli ókeypis end- ursendingu og fulla endurgreiðslu ef varan hentar ekki. Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að panta t.d. sama skóparið í þremur stærðum og end- ursenda eftir mátun heima hjá sér. Blaðamaður skoðaði heimasíðu hjá þekktri netverslun í Bretlandi þar sem skýrt kemur fram að passi skórnir ekki sé auðveldlega hægt að skila þeim án endurgjalds og fá pen- ingana til baka. Ferlinu er lýst ná- kvæmlega og límmiðar fylgja með til að merkja vöruna. Eina sem virð- ist þurfa er að afhenda pakkann á næsta pósthúsi. Anna er fljót til svars þegar hún er spurð um aðalhvatann við þessa tegund verslunar og segir að þæg- indin ráði þar mestu. Að þurfa ekki að „arka um í verslunarmiðstöðv- um“ sé nóg til að velja þessa leið, en að auki komi úrval og verð einnig við sögu og geti vegið þungt. Lýsingar á þessari líflegu net- verslun vekja margar spurningar t.d. um vistspor vörunnar: um var- anlegar breytingar á kauphegðun landans og dulið hagkerfi endursölu á ýmsum netmiðlum. Einnig vakna spurningar um hugverkarétt hönn- unarvöru, sem mjög hefur átt undir högg að sækja og virðist auðvelt að komast hjá. Líflegt samfélag þeirra sem versla á netinu að utan  Fólk leitar í þægindi við að versla heima  Vörum sem ekki passa skilað aftur 30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 2012 2019 Gjarnan er sagt um auglýsinga- stofur að þær séu eins og kanarí- fuglinn í kola- námunni, að þeg- ar kreppir að í samfélaginu séu þær fyrstar til að finna fyrir sam- drættinum. Fyrr í vikunni óskaði hin gamalgróna auglýsingastofa Ís- lenska auglýsingastofan eftir gjald- þrotaskiptum, en stofan missti sinn stærsta viðskiptavin, Icelandair, til Hvíta hússins í byrjun ársins. Einn- ig spiluðu inn í áhrif kórónuveiru- faraldursins. Guðmundur Hrafn Pálsson, for- maður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, SÍA, segir í samtali við Morgunblaðið að auglýsingastofur innan SÍA hafi allar fundið fyrir samdrætti, og flestar hafi þurft að fækka fólki, enda sé launakostnaður stærsti kostnaðarliður í rekstri stof- anna. Hann segir að það sem sé erf- iðast núna sé óvissan framundan. „Það hafa ýmsir geirar farið illa út úr veirufaraldrinum, eins og ferða- bransinn. Verkefni tengd honum voru töluverð inni á stofunum.“ Guðmundur segir að það sé leið- inlegt að horfa á eftir Íslensku aug- lýsingastofunni. Þar hafi starfað fólk með mikla reynslu og þekkingu. Aðspurður telur Guðmundur að starfsfólk Íslensku auglýsingastof- unnar ætti að geta komist í vinnu annars staðar, enda muni viðskipta- vinir stofunnar einnig flytjast annað. Þeir þurfi þjónustu áfram. Ekki í fyrsta skiptið Eins og Guðmundur útskýrir er þetta ekki í fyrsta skipti sem auglýs- ingastofur þurfa að takast á við sam- drátt. Þeir sem séu reyndir í brans- anum viti að á þessu megi eiga von reglulega. „Okkar hlutverk núna er að finna tækifæri í ástandinu. Þar á ég við til dæmis að finna nýjar leiðir til að selja vörur. Við höfum séð það til dæmis í aukinni áherslu á net- verslun.“ Guðmundur ítrekar að fyrirtæki sinni markaðssetningu áfram, þrátt fyrir faraldurinn. „Þeir sem halda áfram að markaðssetja sig í kreppu, koma sterkari út úr henni.“ Óvissan er verst fyrir stofurnar  Mikilvægt að halda áfram að auglýsa Guðmundur Hrafn Pálsson Blaðamaður ræddi við karlmann á miðjum aldri sem keypti veggljós af Aliexpress og borgaði fyrir það 150 bandaríkjadali ásamt 50 fyrir hraða sendingu. Um er að ræða merkjavöru sem að hans sögn kostar 150 þúsund krónur úr búð hér heima. Til að tryggja að varan „rynni greiðlega gegnum tollinn“ bað hann um að varan yrði CE- merkt og fékk þau svör að „það væri ekkert mál“. Varan barst á til- settum tíma en þrátt fyrir að virkni og útlit væru í lagi voru mál lampans ekki eins og auglýst var. Maðurinn lagði því inn kvörtun til undirseljanda Aliexpress. Nokkurt tafs var í þeirra samskiptum þar sem m.a. voru boðnir 12 dollarar í skaðabætur, ellegar að varan yrði endursend til Kína, sem virtist nokkuð flókið ferli. Brá maðurinn á það ráð að opna formlega kvörtun (e. open dispute) hjá Aliexpress, sem þá tekur formlega við sem einskonar gerðardómstóll á milli aðila. Úrskurðurinn var þessi: 60 dollarar yrðu gefnir í afslátt eða að söluaðilinn tæki við vörunni aft- ur og endurgreiddi að fullu. Eftir nokkra umhugsun brá maðurinn á það ráð að setja fram móttilboð upp á 70 dollara í afslátt. Það til- boð var samþykkt og eftir stóð maðurinn með lampann í hönd- unum fyrir 130 dollara, eða 18 þús- und krónur. Þar sem varan hentaði ekki fullkomlega seldi maðurinn lampann síðar á innlendri vefsíðu fyrir 38 þúsund krónur. Gerðardómstóll netsala FRÁSÖGN MANNS SEM PANTAÐI VÖRU FRÁ KÍNA Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.