Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 32

Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsta sjón-varpsein-vígi Trumps forseta og Bidens fv. varaforseta vegna kosninganna eftir rétt rúmar fjórar vikur er yfir- staðið. Það er hluti af kosningabar- áttunni að gera upp hver „vann“ skylmingarnar á skerm- inum. Þar er þó enga eina al- gilda niðurstöðu að hafa. En þegar þær sjónvarpsstöðvar sem hafa gagnrýnislaust stutt baráttu demókrata við að ógilda niðurstöðu kjósenda og ýta honum úr embætti segja að „hvorugur hafi unnið, en bandaríska þjóðin hafi tapað“ og má Trump sennilega vel við una. Könnun gerð fyrir CNN að útsendingu lokinni var þó með þá eindregnu niðurstöðu að 60% áhorfenda segðu Biden hafa unnið en 40% Trump. Kannanir voru þó ekki allar á sömu lund og í samantekt úr fjölmörgum könnunum um miðjan dag í gær kom fram að um 1% fleiri væru á því að Trump hefði unnið Biden. Það mundi sennilega teljast vel inn- an skekkjumarka ef rétt reynd- ist. En það eru fleiri kostir til að meta „úrslit“ þessa sjónvarps- slags. Demókratar hafa falið Biden niðri í kjallara í marga mánuði með vísun til kórónu- veirunnar. En á sama tíma hef- ur Trump boðað til fjölda funda sem tugir þúsunda hafa sótt. Það væri ekki að undra þótt einhverjir andastæðingar for- setans hefðu grátið það þurrum tárum ef hin mikla óvarkárni sem forsetinn er sakaður um að hafa sýnt með fjöldafundunum hefði leitt til þess að vírusinn hefði í kjölfarið farið eins og logi yfir akur kjósenda forset- ans. En svo merkilegt sem það kann að þykja þá hefur ekki borið á neinu slíku. En á meðan Biden hefur kúrt í kjallaranum hafa stuðningsmenn og áróð- ursliðar Trumps komið því rækilega á framfæri hvers vegna þetta sé gert. Þeir halda því fram að Biden frambjóðandi hafi óþægilega lengi verið „fjarri því að ganga á öllum“. Og það eru vissulega til óþægi- lega margar sjónvarps- upptökur af honum sem benda rækilega í þá átt. Og andstæð- ingar Bidens draga ekki af sér við að benda á að sá annmarki sem sé farinn að há honum svo stórlega sé ótvírætt merki um ástand sem því miður getur ein- ungis hafa farið versnandi með hverjum mánuði sem líður. En þá hljóta menn að spyrja: Hvernig birtist þessi annmarki í þessu liðna einvígi? Og fyrsta svarið við því hlýt- ur að vera að hafi repúblikanar vænst hryðju sjálfsmarka Joes Bidens í þessum kappræðum, af fyrrgreindum ástæðum, þá hafi þeim ekki orðið að ósk sinni. Ekkert sér- stakt benti til þess að hann væri ekki viss um hvar hann væri staddur og af hvaða til- efni, sem stundum hefur virst vera vandamál. Engin alvarleg mismæli, sem hægt væri að hengja marga stóra hatta á og skella svo inn í sjónvarpsauglýsingar á bestu tímum, duttu út úr Biden. Að því leyti hefur einvígið örugg- lega verið nokkur vonbrigði fyrir þá sem væntu sanninda- merkja í þessum efnum. Og þótt enn sé ekki öll von úti um slíkt góðgæti, þar sem tvö ein- vígi eru enn eftir, hefði lengst mátt japla á óförum úr fyrsta einvíginu. Repúblikanar meta niðurstöðu kappræðunnar þannig að Trump hafi haft nauman sigur líkt og fram kom í fyrrgreindri samantekt. Og repúblikanar, sem hljóta að viðurkenna að þeir fengu ekki stóra vinning um elliglöp Bidens út úr þessari kappræðu, benda hver öðrum á annað. Joe Biden hefur um langa hríð haft verulegt forskot á Trump í skoðanakönnunum þegar spurt er um hvað menn ætli sér að kjósa, mælt á landsvísu. Þótt aðeins hafi dregið saman með keppendunum eftir því sem kjördagur nálgast hefur einnig hægt á þeirri þróun og mun- urinn virðist enn nokkuð fastur í 5-7%. Huggun repúblikana felst í þeirri staðreynd, svo merkilega sem það hljómar. Langflestir sem fylgjast með kappræðunum og eru spurðir um sigurvegara í þeim hafa þegar gert upp hug sinn til þessara tveggja manna. Niður- staðan í könnun um kappræð- una hefði því langlíklegast átt að lenda á bilinu 53-55 með Bid- en og 45-47 með Trump. Sé það rétt reiknað að vegin niður- staða allra kannana um það hvor hafði betur í kappræðunni sé 49,5 Biden og 50,5 Trump þá væru það af þessum ástæðum ekki afleitar fréttir fyrir forset- ann. En svo fara slíkir útreikn- ingar og niðurstöður vitaskuld eftir því hverjir eru spurðir, hvaða kannanir eru þar teknar með og hverjum er sleppt. En sú ályktun, að kappræð- urnar nú hafi ekki breytt miklu um stöðuna í baráttunni, hlýtur einnig að koma til álita. Og þar sem Trump hefur verið þetta mikið undir eru það heldur ekki nógu góð tíðindi fyrir hann. Það má horfa á nýliðnar kappræður úr mörgum áttum og velja sigurvegara að smekk} Nær kjördegi, en þó litlu nær Þ ingsetningardagurinn 1. október er gleðidagur. Hann markar upphaf samstarfs á þingi, þar sem öll mál eru sett fram af heilum hug þing- manna og fullvissu um að málið bæti samfélagið. Þingsályktun um menntastefnu til 2030 Undanfarið hefur menntakerfið staðist mikið álag. Við eigum áfram að sækja fram til að tryggja framúrskarandi menntun á öllum skólastigum og í haust mun ég kynna tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030, þar sem menntun landsmanna er í önd- vegi. Stefnan er afrakstur mikillar samvinnu allra helstu hagaðila og þar verður áhersla lögð á fjögur markmið: jöfn tækifæri til náms, kennslu í fremstu röð, gæði skólastarfsins og hæfni menntakerfisins til framtíðar. Ég hlakka til að tala fyrir henni á þingi, enda er menntakerfi lykilþáttur í sam- keppnishæfni þjóðarinnar. Aukin réttindi eftir iðnnám Í ljósi breytinga í framhaldsskólum á liðnum árum er nauðsynlegt að bæta stöðu þeirra sem hafa lokið öðru prófi en stúdentsprófi. Ég vil að gildi lokaprófa taki mið af hæfni og þekkingu nemenda, en ekki að eitt sé sjálfkrafa æðra öðru, og mun mæla fyrir lagabreytingu í þá veru. Með henni vil ég ýta undir að nemendur fái notið þeirrar hæfni, þekkingar og færni sem þeir hafa öðlast með ólík- um lokaprófum frá mismunandi framhaldsskólum. Mik- ilvægt er að vægi eininga verði gegnsætt og endurspegli tiltekinn mælikvarða, svo námslok frá fram- haldsskóla verði metin með sambærilegum hætti við innritun í háskóla. Ályktun um menningarstefnu til 2030 Undirbúningur að gerð menningarstefnu til ársins 2030 er í fullum gangi. Ég vona að hún verði hvatning og innblástur til þeirra fjöl- mörgu sem vinna á sviði íslenskrar menningar til að halda áfram sínu góða starfi. Menning skapar samfélag, gerir okkur mennsk, og er því ómetanleg. Okkur ber að rækta menn- inguna, setja markið hátt og ná árangri. Stefn- an á að nýtast stjórnvöldum í allri umræðu um menningarmál, stefnumótun á afmörkuðum sviðum og ákvarðanatöku. Sterkir fjölmiðlar Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru fyrirheit um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Því verki er ekki lokið og því mun ég leggja fram fjölmiðla- frumvarpið svokallaða í þriðja sinn. Ég vænti þess að sam- staða náist um frumvarpið, enda hefur málið lengi verið á döfinni og þörfin brýn. Reynslan af Covid-19-stuðningi við fjölmiðla á þessu ári sýnir líka að hægt er að útfæra stuðn- ing af þessu tagi á sanngjarnan hátt. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að efla samfélagslega umræðu. Stuðningur gerir fjölmiðlum kleift að efla ritstjórnir sínar, vera vettvangur skoðanaskipta og tjáningarfrelsis og rækja hlutverk sitt sem einn af hornsteinum lýðræðisins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Spennandi upphaf Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Óvíst þótti hvaða áhrif ef einhver fyrstu kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, myndu hafa á kapphlaupið um Hvíta húsið. Kappræðurnar einkenndust af frammígripum, reiði og biturð og þóttu ekki góð auglýsing fyrir kom- andi forsetakosningar. Í könnun CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar og YouGov, sem náði til 1.039 líklegra kjósenda, sögðu 48% aðspurðra að Biden hefði unnið kappræðurnar, en 41% þótti Trump hafa staðið sig betur. Um 10% svar- enda sögðu hins vegar að niður- staðan hefði verið jafntefli. Meginathyglin var þó á form og eðli kappræðnanna frekar en frammistöðu frambjóðendanna, og 69% aðspurðra í sömu könnun sögðu að þær hefðu verið „pirrandi“. Áhlaupið vakti litla lukku Út úr könnunum meðal óákveð- inna kjósenda mátti einnig sjá, að frammistaða Bidens þótti betri en menn höfðu átt von á, en Trump hef- ur reynt að gera aldur Bidens, sem er 77 ára, og andlegt ástand hans að kosningamáli. Þá var Trump sagður hafa hegðað sér eins og „eineltis- hrotti“ samkvæmt könnun sem Frank Luntz, skoðanakönnuður fyr- ir Repúblikanaflokkinn, lét gera hjá 15 manna rýnihópi. Sé sú könnun lýsandi fyrir heildina má mögulega skrifa það á kappræðutækni Trumps, sem greip oft og iðulega fram í fyrir Biden, sakaði hann um að vera handgeng- inn öfgaöflum í Demókrataflokknum og rifjaði upp vafasaman viðskipta- feril Hunters, yngri sonar Bidens. Biden lét það augljóslega fara í taug- arnar á sér og kallaði hann forsetann meðal annars trúð, fífl og lygara, og sagði honum í eitt skipti að „loka trantinum“ meðan hann væri að tala. Á sama tíma náði Biden að mati flestra skýrenda að forðast alvarleg mistök sem framboð Trumps hefði getað nýtt sér til þess að snúa stöð- unni sér í vil, en flestar skoðana- kannanir benda til þess að Biden hafi nokkurt forskot á Trump, þegar fimm vikur eru til kosninga. Nokkuð var rætt um kappræð- urnar og hið óvenjulega eðli þeirra í gær. Chris Wallace, fréttamaður Fox-fréttastöðvarinnar, sem stýrði kappræðunum, var til að mynda gagnrýndur nokkuð fyrir að hafa ekki haft hemil á frambjóðendunum tveimur þegar mest gekk á. Héldu áfram rifrildinu Frambjóðendurnir tveir héldu áfram að troða illsakir á samfélags- miðlum eftir kappræðurnar og köll- uðu hvor annan öllum illum nöfnum. Trump gagnrýndi Wallace sérstak- lega og sagði hann hafa dregið taum Bidens, og birti Biden þá myndband á twitterreikningi sínum sem gaf í skyn að forsetinn væri „vælukjói“. Þá sagði Biden á kosningafundi sínum í Ohioríki að frammistaða Trumps hefði verið „þjóðarskömm“, þar sem forsetinn hefði látið undir höfuð leggjast að hughreysta þjóð- ina í þeim erfiðleikum sem nú steðja að. Trump hefði að auki fengið tæki- færi til þess að sverja af sér hægri- öfgahópa og segja þeim að láta af ógnunum sínum, en í stað þess sagði hann þeim að „halda sig til hlés og bíða átekta“. Ummælin voru nokkuð gagnrýnd eftir kappræðurnar og sagði Biden þau ekki í takt við þjóð- aranda Bandaríkjamanna. Óviss áhrif óvenju- legra kappræðna Fyrstu kappræður forsetaefnanna: helstu yfirlýsingar Trumps og Bidens AF P Lj ós m yn d/ O liv ie r D ou lie ry /P oo l „Kannski geturðu sprautað klór í handlegginn og það myndi sjá um það“ UM MÖGULEGA LÆKNINGU TRUMPS Á COVID-19 *hægri-öfgahópur í Bandaríkjunum UM NIÐURSTÖÐU KOSNINGANNA „...Ef það er ég, fínt. Ef það er ekki ég mun ég styðja niðurstöðuna“ UM FRAMMÍGRIP TRUMPS „Viltu loka trantinum, maður!“ „Ef hann fengi að stjórna landinu og þeir stýrðu því eins og hann vill stýra því myndum við hafa úthverfi sem myndu hverfa...“ UM BIDENUM TRUMP „Þú ert versti forseti sem Bandaríkin hafa séð“ „Mögulega verður óvissa í marga mánuði.. Þetta mun ekki enda vel“ UM NIÐURSTÖÐU KOSNINGANNA UM TRUMP OG PÚTÍN „Hann er kjölturakki Pútíns“ „Þeir hafa vafið þér um fingur sér, Joe“ UM ÖFGA-VINSTRIÖFL UM KÓRÓNUVEIRUNA „Hversu mörg ykkar vöknuðu í morgun með auðan stól við eldhúsborðið því einhver lést af völdum Covid?“ BEÐINN UM AÐ HAFNA RASISTA- OG ÖFGAHÓPUM „Proud Boys* – haldið ykkur til hlés og bíðið átekta“ UM AÐ TAKAST Á VIÐ FARALDURINN Á „MUN GÁFULEGRI HÁTT“ „Aldrei nota orðið gáfaður við mig. Aldrei nota þetta orð við mig. Það er ekkert gáfulegt við þig, Joe“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.