Morgunblaðið - 01.10.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.10.2020, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Sjálfsvíg er ósegj- anlegur harmleikur sem hefur langtíma- áhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem svipt- ir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum tak- ist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að ein- hver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðr- ir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Aðstoð strax Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjöl- skyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahags- stöðu en hjá öðrum hópum í sam- félaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarstjórn hefur Flokkur fólks- ins ítrekað rætt mikilvægi stytt- ingu biðlista skólabarna til sálfræð- inga og lagt í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niður- greiðslur komi til. Bið eftir þjón- ustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Mikið hefur áunnist í forvarna- málum undanfarin ár í þessum við- kvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vett- vangur til að fræða og ræða m.a. um áhættu- þætti og viðvörunar- bjöllur. Fræðsla í ein- hverri mynd er líklega þekktasta form for- varna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígs- tilrauna er krufinn kemur í mörg- um tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðunar. Engu að síður kemur sjálfsvíg aðstand- endum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfs- vígið, sýnst líða ögn betur. Hin já- kvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vak- andi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegð- unarbreytingunni djúpstæða dep- urð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Nú hafa stjórnvöld ákveðið að niðurgreiða skuli sálfræðiþjónustu. Niðurgreiðslan er ekki hafin og óvíst hvenær það verður. Sál- fræðiþjónusta er hluti af grunnheil- brigðisþjónustu. Líklegt er að með tilkomu niðurgreiðslna á sálfræði- þjónustu dragi úr geðlyfjakostnaði. Þegar niðurgreiðslukerfið er komið á verður hægt að skoða sálfræði- þjónustu sem raunhæfa forvörn gegn sjálfsvígum og sjálfsvígs- tilraunum. Eftir sem áður er að- gengi nú að geðdeildum Landspít- ala þyrnum stráð. Í tengslum við tvær nýlegar skýrslur: Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og Inn- leiðing geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólum á Íslandi, lagði Flokkur fólksins í Reykjavík fram fyrir- spurnir um stöðu nokkurra aðgerða sem nefndar eru í skýrslunum. Spurt var um innleiðingu þrepa- skipts stuðnings í skólastarfi sem hluta af menntastefnu um skóla án aðgreiningar. Spurt var einnig um stöðu nýrrar Þekkingar- og þróun- armiðstöðvar áfalla-, ofbeldis- og sjálfsvígsforvarna sem nefnd er í skýrslunum og hvar úttekt á fram- kvæmd stefnu um menntun án að- greiningar stæði. Einnig hvort haf- in sé innleiðing á þróun aðgerða til að draga úr brotthvarfi úr námi. Fyrirspurnunum var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Ekki er ósennilegt að ráðið telji sig ekki geta svarað þessum spurn- ingum og segi ábyrgðina vera rík- isins. Í skýrslunum eru sveitar- félögin þó nefnd sem samábyrgðar- aðilar. Skóla- og frístundaráð getur því bæði þrýst á og beitt sér fyrir að tillögurnar verði settar í fram- kvæmd. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra hlýtur oftast að vera átakanlega erfið. Aðstand- endur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Við megum aldrei sofna á verðinum. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Umræða um sjálfsvíg Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Börn í hópi aðstand- enda þeirra sem fall- ið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líð- an þeirra hlýtur oftast að vera átakanleg. Kolbrún Baldursdóttur Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Mér hefur oft fundist lítið ganga í mörgu sem við erum að fást við í borgar- stjórn, eða fagráðum innan hennar. Að það sé meiri áhersla lögð á að tala, eiga sam- tal, skipa vinnuhópa og stýrihópa, en minni áhersla á að láta hlutina gerast. Mér finnst oft lítill árangur nást með störfum okkar í borgar- stjórn. Það finnst mér sérstaklega furðulegt af því að meirihlutinn hefur völd til að láta hlutina ger- ast. Það þekki ég eftir að hafa sjálfur starfað í meirihluta í sveit- arfélagi. En hér í borginni finnst mér meira snúast um að tala um vandamálin, heldur en að leysa þau. Lítill árangur, mikið mas Síðast þegar ég gagnrýndi þetta verkleysi í fagráði fékk ég þau svör að það þyrfti alltaf að byrja á því að ræða hlutina. Já, en það er ekki búið að gera neitt annað en að tala þessi sex ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnun borgarinnar. Man til dæmis ein- hver eftir þeim árangri sem hin svokölluðu „pírataráð“ hafa náð í borginni? Hverju vinnan í þeim ráðum hefur skilað? En ég ætlaði ekki að ræða það núna, heldur annað mál þessu tengt. Þegar ég gagnrýndi að þetta endalausa samtal skilaði litlu, þá fékk ég svarið: „Komdu þá með tillögu.“ Ég var augnablik orð- laus, en svo rifjaðist það upp fyrir mér að daginn áður hafði tillaga frá okkur í minnihlutanum fengið meðhöndlun í öðru fagráði. Til- laga sem allir gátu tekið undir. Engu að síður var tillagan felld. Meirihlutinn lagði fram aðra til- lögu hálfu ári síðar. Hún var sam- þykkt. Tillögurnar tvær: Tillaga okkar í minnihlutanum, lögð fram í skóla- og frístundaráði 25. febrúar síðastliðinn: „Víða er aðstaða í frístundamið- stöðvum og frístundaheimilum slæm sem kemur niður á faglegu starfi þannig að erfitt getur reynst að starfa í samræmi við stefnu í frístundamálum sem ger- ir auknar kröfur um aukið hlut- verk þessara starfsstaða. Að auki er viðhaldi víða ábótavant. Lagt er til að gerð verði sérstök úttekt á aðstöðu frístunda- miðstöðva og frí- stundaheimila og við- haldsþörf þessara starfsstaða. Í fram- haldinu er lagt til að gerð verði áætlun um úrbætur.“ Breytingartillaga skóla- og frístunda- ráðsfulltrúa Samfylk- ingarinnar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna lögð fram 22. september síðastliðinn: „Lagt er til að gerð verði heild- arúttekt á húsnæði og aðstöðu frí- stundamiðstöðva, félagsmiðstöðva og frístundaheimila þar sem mat verði lagt á viðhaldsþörf um- ræddra starfsstaða. Niðurstöður úttektarinnar verði nýttar til að vinna áætlun með forgangsröðun um úrbætur.“ Það hefði verið gott að sam- þykkja tillögu okkar í minnihlut- anum strax í febrúar í stað þess að fresta afgreiðslu hennar um hálft ár, þá hefði verið hægt að fara strax í verkið og ráðast í úr- bætur í kjölfarið. Flestar tillögur sem við í minni- hlutanum flytjum í ráðum og nefndum snúast ekkert um póli- tík, heldur eru yfirleitt ábend- ingar um hvað við teljum að betur megi fara. Örlög okkar tillagna eru yfirleitt á þessa sömu leið og hér að ofan. Afgreiðslu þeirra frestað og að nokkrum tíma liðn- um kemur meirihlutinn með sína útgáfu og okkar tillögu. Þetta er ekkert annað en skrípaleikur. Það geta allir séð sem skoða tillög- urnar tvær. Við í minnihlutanum höfum oft gagnrýnt meirihlutann fyrir að í verkum þeirra fari ekki saman hljóð og mynd. Það að kalla eftir fleiri tillögum frá okkur í minni- hlutanum á sama tíma og þær eru meðhöndlaðar með þessum hætti sem hér sést er skrípaleikur. Þar fer ekki saman hljóð og mynd. Þessi vinnubrögð eru engum til sóma. Skrípaleikur með tillögur Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson » Það að kalla eftir fleiri tillögum frá okkur í minnihlutanum á sama tíma og þær eru meðhöndlaðar með þessum hætti er skrípaleikur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin aðAKRÝLSTEINN Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is • Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun • Sérsmíðum eftir máli • Margir litir í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.