Morgunblaðið - 01.10.2020, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020
Verslun OPTICAL STUDIO á Hafnartorgi 1. árs
20% afsláttur
Fyrsti október 2020
markar þau tímamót
að 71 ár er liðið frá
stofnun Alþýðulýðveld-
isins Kína. Vegna CO-
VID-19 get ég ekki
boðið íslenskum vinum
mínum á Íslandi í mót-
töku til að fagna þess-
um tímamótum í eigin
persónu. Samt sem áð-
ur langar mig að minn-
ast þessara tímamóta
með þessari stuttu grein þar sem við
getum litið yfir farinn veg og gægst
inn í framtíðina.
Árið 2020 hefur verið langt frá því
að vera venjulegt ár, fyrir bæði Kína
og veröldina alla. Alheimsfaraldur
COVID-19 æðir nú um heimsbyggð-
ina og ógnar bæði lífi og heilsu fólks
og hefur haft alvarleg áhrif á efna-
hagslega og félagslega þróun allra.
Kínversk alþýða hefur staðið sam-
einuð í baráttunni við þá áskorun að
berjast gegn faraldrinum og hefur
lagt mikið á sig og fært miklar fórn-
ir, en mikill árangur hefur náðst á
tiltölulega skömmum tíma í barátt-
unni við COVID-19. Kína er með
fyrstu löndum heimsins til að koma
böndum á faraldurinn
og fyrsta stóra efna-
hagskerfi jarðar til að
jafna sig og er efna-
hagslífið aftur orðið
traust og líflegt. Þetta
mun án efa auka bjart-
sýni og skapa tækifæri
til samvinnu við Ísland
og umheiminn.
Síðan faraldurinn
hófst hefur Kína tekið
fullan þátt í hinu al-
þjóðlega viðbragði
gegn COVID-19 og
hefur gert sitt besta til að bregðast
tímanlega við á opinn, gagnsæjan og
ábyrgan hátt. Kína tilkynnti farald-
urinn til WHO eins fljótt og auðið
var, og veitti umsvifalaust upplýs-
ingar og deildi reynslu til um 180
landa á heimsvísu. Kína hefur veitt
fjárhagslegan stuðning sem nemur
um 50 milljónum bandaríkjadala til
WHO í tveimur greiðslum, sent 34
sérfræðingateymi heilbrigðisstarfs-
fólks til 32 landa, sent hjálpargögn í
283 pökkum til 150 landa og fernra
alþjóðlegra samtaka, og útvegað og
sent hjúkrunarvörur til 200 landa.
Kína heitir því að þau COVID-19-
bóluefni sem verða þróuð í Kína,
þegar þróun og öryggisprófun
þeirra verði lokið, muni standa
heimsbyggðinni allri til boða.
Kína hefur hingað til, og mun í
framtíðinni, deila þekkingu sinni og
reynslu í baráttunni gegn kórónu-
vírusnum með heimsbyggðinni.
Ársins 2020 mun ætíð vera minnst
sem ársins þar sem Kína og Ísland
veittu hvort öðru ómetanlegan
stuðning við að komast yfir erfiðleik-
ana á þessum myrku tímum. Síðan
faraldurinn braust út hafa ríkis-
stjórnir beggja landanna og almenn-
ingur boðið hvort öðru dýrmæta
hjálp með sameiginlegri sýn og
hvatningu og nýr kafli hefur hafist í
traustum samskiptum ríkjanna. Xi
Jinping, forseti Kína, og Li Keqiang
forsætisráðherra skiptust á bréfum
við Guðna Th. Jóhannesson forseta
Íslands og Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra, og skiptust á sam-
úðarkveðjum og tjáðu sínar bestu
óskir hvert til annars ásamt bar-
áttukveðjum til að berjast saman
gegn faraldrinum. Almenningur í
báðum löndunum hefur einnig tjáð
hvor öðrum umhyggju og stuðning á
fjölbreyttan hátt, eins og að skiptast
á kveðjum, tónlistarflutningi og með
hvetjandi myndböndum. Þessar
hjartnæmu kveðjur hafa snert
streng í hjarta íbúa beggja land-
anna.
Kínverska sendiráðið á Íslandi
brást skjótt og aðstoðaði Ísland við
kaup og flutning á hjúkrunarvörum
frá Kína. Við stóðum einnig fyrir því
að hafa samband við sex kínverskar
stofnanir og fyrirtæki sem útveguðu
andlitsgrímur, einnota hlífðarföt og
andlitsskildi að andvirði 35 milljóna
króna sem gjöf til Íslands. Samfélag
Kínverja á Íslandi hugsaði til heima-
landsins og þeim og kínverskum
fræðimönnum og námsmönnum á
Íslandi tókst að safna 1,57 milljónum
króna til stuðnings Wuhan í baráttu
sinni gegn vírusnum.
Mig langar að nota þetta tækifæri
og tjá hugheilar þakkir til lands-
manna og vina sem hafa stutt bar-
áttu Kína gegn vírusnum og staðið
þétt að baki tvíhliða samskiptum
þjóðanna.
Á árinu 2020 höfum við orðið vitni
að gríðarlegum breytingum á hinu
alþjóðlega landslagi. Heimurinn
berst við COVID-19-faraldurinn og
fer jafnframt í gegnum dýpstu
grundvallarbreytingar á heims-
myndinni sem hafa orðið í heila öld,
við verðum jafnframt vitni að vax-
andi óstöðugleika, óvissu, vaxandi
einangrunarhyggju, einhliða af-
stöðu, ásamt síauknum árásum á al-
þjóðlegar stofnanir. COVID-19
minnir okkur á að við búum í sam-
tvinnuðu alheimsþorpi með sameig-
inlega hagsmuni. Öll lönd eru tengd
sterkum böndum og eiga sameig-
inlega framtíð. Við ættum að fagna
þeirri heimssýn að veröldin verði
sameinuð í framtíðinni og hagur eins
sé hagur allra.
Kína mun halda áfram að styðja
heilshugar alþjóðakerfi sem byggir
á grunni Sameinuðu þjóðanna. Kína
sækist eftir opinni og sameiginlegri
þróun og mun staðfastlega halda sig
við að byggja upp opið alþjóðlegt
hagkerfi og mun standa með hinu
marghliða viðskiptasamstarfi sem
byggist á stefnu Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar. Kína leitar
eftir framsækinni, samþættri,
grænni og opinni framþróun og mun
halda áfram að grípa til öflugrar
stefnumótunar og aðgerða sem mið-
ast að því að útblástur CO2 nái há-
marki fyrir árið 2030 og nái kolefn-
isjöfnun fyrir árið 2060. Kína er
tilbúið til að styrkja alþjóðlegt sam-
starf með öðrum löndum hvar sem
er í veröldinni í þeirri viðleitni að
viðhalda alþjóðasamstarfi, frjálsum
viðskiptum, viðbrögðum gegn lofts-
lagsvánni og viðhalda sjálfbærri þró-
un með það að markmiði að skapa
samfélag jarðarbúa með sameig-
inlega framtíð, saman getum við
byggt betri veröld fyrir framtíð jarð-
ar!
Þróun í Kína hefur sýnt eftirtekt-
arverðan árangur og vakið athygli
umheimsins, framþróun í Kína á sér
bjarta framtíð og mun ekki verða
stöðvuð. Við munum halda áfram að
halda okkur við þá slóð að feta leið
friðsamlegra framfara og munum
aldrei sækjast yfir yfirráðum eða út-
þenslu.
Á næsta ári munum við minnast
þess að 50 ár eru liðin síðan Kína og
Ísland tóku upp stjórnmála-
samband. Ég hef trú á því að með
sameiginlegu átaki muni samskipti
landanna halda áfram að batna og
færast upp á nýtt stig. Ég vona að
við munum ná að sigrast á CO-
VID-19 í náinni framtíð, og að fólk
um víða veröld nái að vinna einarð-
lega saman að nýrri framtíð fyrir
mannkynið.
Vinnum saman að bjartri framtíð mannkyns
Eftir Jin Zhijian »Kína hefur hingað
til, og mun í fram-
tíðinni, deila þekkingu
sinni og reynslu í
baráttunni gegn
kórónuveirunni með
heimsbyggðinni.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra Kína
á Íslandi.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is