Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020
frænka mín. Aldrei var neinn bar-
lómur á þeim bæ! Og ávallt yljaði
það mér þegar hún sló á þráðinn –
af eintómri umhyggju fyrir vellíðan
frænda síns. Sú velvild kom frá
hjartanu eins og annað sem Bryn-
dísi Pétursdóttur viðkom. Og henni
var sú list lagin að yngja viðmæl-
andann um tíu ár!
Ég tel mér skyldleika okkar til
stórra tekna enda var frænka mín
sannkallaður frumkvöðull í ís-
lensku menningar- og listalífi. Hún
lék í fyrstu leiknu íslensku mynd-
inni,
Milli fjalls og fjöru, árið 1949,
stóð á sviði Þjóðleikhússins við
opnun þess 1950 og áratugi síðan,
lék legíó hlutverka í útvarpsleikrit-
um og þekkti alla fremstu lista-
menn þjóðarinnar um áratuga
skeið; dansaði meira að segja vals
við Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi! Er mér sérlega minnisstæð
vinátta hennar og Gunnars Eyj-
ólfssonar enda lifðu bæði til hárrar
elli og héldu sér einstaklega vel. Og
segja má að kvæði Davíðs, „Þú sem
eldinn átt í hjarta“, eigi vel við um
þessa frænku mína. „Alltaf leggur
bjarmann bjarta af brautryðjand-
ans helgu glóð.“
Fáa hef ég vitað halda fjöri og
þreki svo lengi sem Bryndísi. Hún
var upptekin hvern dag, sinnti dag-
legu sundi og hvers kyns áhuga-
málum, ræktaði ættgarðinn með
stakri prýði – ekki síst vestanhafs –
og fylgdist með hverri hreyfingu í
íslensku leikhúslífi. Ekki eru mörg
ár síðan við Bryndís stóðum á tali
þegar að bar unga kunningjakonu
mína sem blandaði sér í samræð-
urnar. Voru þær stöllur orðnar
perluvinkonur eftir fimm mínútna
spjall – slík manneskja var þessi
frænka mín. Bárust æviár í tal og
bað Bryndís stúlkuna að giska á
aldur sinn. Stúlkan hugsaði sig um
og sagði síðan:
Ja, þú ert svona rúmlega sextug!
Bryndís var þá 86 ára!
Það er skarð fyrir skildi í Gunn-
hildargerðisætt þegar Bryndís
Pétursdóttir kveður. En víst er að
von er til að fjörgist á lista- og
mannlífssviði þeirrar Valhallar
sem hún er nú horfin til. Þar verður
hvorki doði né dá þegar slíkan gest
ber að garði.
Frændum mínum þremur hrósa
ég fyrir sérlega smekkvísi í móð-
urvali og votta þeim og fjölskyldum
þeirra alla samúð mína við fráfall
hennar.
Jón B. Guðlaugsson.
Þegar frú Bryndís Pétursdóttir
er gengin út af sviðinu og tjaldið
fallið þá leita myndir minninganna
á hugann af vináttu og samskiptum
rúmlega tveggja áratuga. Þær
myndir og minningar geymum við
hjónin í hjörtum okkar og þökkum
þær dýpstum sefa. Við höfðum oft
séð Bryndísi á sviði og hrifist af
þessari glæsilegu leikkonu en svo
tengdumst við vináttuböndum þeg-
ar börn okkar, sr. Sigurður Arn-
arson og Inga Rut, felldu hugi sam-
an og afréðu að ganga saman
æviveginn. Þá hafði Bryndís ný-
lega misst mann sinn, Örn Eiríks-
son, og harmaði hann sárt. Því mið-
ur kynntumst við honum aldrei, en
finnst við hafa þekkt hann, þann
glaðsinna og góðviljaða öðling.
Mörg voru þau fjölskylduboðin og
hátíðirnar sem við áttum með
henni er við glöddumst með börn-
unum okkar og glöddumst yfir
þeim, þakklát fyrir gæfu þeirra,
glöð og stolt yfir sameiginlegum
barnabörnum okkar. Bryndís
kunni vel að fagna gleði góðra
stunda, höfðingi í sjón og raun,
hugumstór og hjartahlý, einarðleg
og ákveðin. Það var alltaf gaman að
ræða við hana, hún var víðlesin og
fróð, skoðanaföst, húmorinn var
aldrei langt undan og hláturinn
auðvakinn. Ættrækin var hún,
trygglynd og vinföst með afbrigð-
um, stolt af fólkinu sínu, drengj-
unum sínum, þeim Eiríki Erni,
Pétri og Sigurði, og þeirra fólki
öllu, og ættliði sínu. Gaman var að
heyra hana segja frá lífinu og fólk-
inu í leikhúsinu og ekki duldist
manni væntumþykjan og virðingin
sem hún bar fyrir því. Hún var
fyrsta konan sem lék í talsettri
kvikmynd og fyrsta konan sem
steig á svið Þjóðleikhússins við
opnun þess, þegar Nýársnóttin
var frumsýnd. Þessir viðburðir
voru henni jafnan hugstæðir og
leikhúsið henni afar hjartfólgið
sem og þeir fjölmörgu leikarar og
leikhúsfólk sem hún hafði verið
samtíða þar. Um árabil kvöddum
við ár og fögnuðum nýju ári með
henni og fundum saman tímans
þunga nið þegar nýársnóttin lagð-
ist yfir. Við erum þakklát fyrir
þær stundir og blessum þær
minningar og allt það góða sem
minningu hennar tengist. Nú er
Bryndís Pétursdóttir gengin af
sviðinu hinsta sinni. Minning
hennar lifir og birtu stafar af
henni í huga okkar. Guð blessi
minningu Bryndísar Pétursdóttur
og hópinn hennar og þau öll sem
hún unni. Far þú í friði, friður
Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Kristín og Karl
Sigurbjörnsson.
Bryndís Pétursdóttir er mér
um margt minnisstæð, bæði sem
leikkona og fjölskylduvinur for-
eldra minna. Á æskuárunum urðu
við Eiríkur sonur hennar vinir, og
fórum marga ævintýraferðina
með dr. Gunnlaugi föður mínum á
jeppanum í Sundhöllina, upp í
sumó eða á aðra óvænta staði.
Alltaf allt í botni og ekkert gefið
eftir. Ég var tíður gestur á heimili
Bryndísar, hún var ákveðin og hlý
móðir sem ég bar virðingu fyrir.
En það var ekki fyrr en mörgum
árum seinna sem ég kynntist
henni náið, það var þegar ég leik-
stýrði kvikmyndinni Vandarhögg
eftir handriti Jökuls Jakobssonar
heitins. Við Jökull höfðum rætt
um að fara nokkuð óvenjulega leið
í leiktúlkun þessa verks. Að fara
þá leið var ekki heiglum hent, og
það var ekki augljóst hvaða leik-
arar gætu og væru tilbúnir til að
fara þessa leið. Ég bauð Bryndísi
hlutverk Emmu, systurinnar
skrýtnu með skeggið. Henni leist
ekki á blikuna, en þegar hún fékk
að vita að aðalmótleikari hennar
væri Benedikt Árnason, sá virti
leikstjóri og leikhúsmaður, sagðist
hún tilbúin að reyna. Og það skipti
engum togum, Bryndís hellti sér
út í að vinna hlutverkið og það var
unun að upplifa hversu næm hún
var á fínlegustu blæbrigði og náði
að skapa Emmu á þann hátt sem
gerir þennan karakter ógleyman-
legan. Það reyndi oft á í upptökum
og stundum fann ég að Bryndís
þurfti að taka mikið á, en með
hverjum degi varð hún sterkari og
hugrakkari. Við áttum saman ein-
staklega einlægt samstarf.
Ég minnist þessarar einstöku
leikkonu með virðingu og söknuði.
Hrafn Gunnlaugsson, rithöf-
undur og kvikmyndaleikstjóri.
Á kveðjustund er margs að
minnast. Góð vinátta mín og Sig-
urðar Arnarsonar, Sigga prests,
þess yngsta og „stríðnasta“ af
þeim bræðrum, enda kallaður af
okkur strákunum Siggi leikari,
sem er réttnefni, hefur staðið frá
fjögurra ára aldri og hófst í Tjarn-
arborg. Vissulega með ýmsum
hléum lífsins, góður vinskapur er
oft þannig, en alltaf erum við vinir
og ræktum það þegar og ef við
getum. Sem er oftar enda orðnir
háaldraðir „unglingar“.
Bryndís Pétursdóttir var ein-
stök kona, glæsileg alls staðar þar
sem hún kom, hlý og kom fram af
hreinskilni og góðmennsku við
umhverfi sitt og samgöngufólk.
Fjölskyldu sína elskaði hún skil-
yrðislaust og ástin og kærleikur-
inn sem maður upplifði og sá svo
sterkt alltaf með henni, Bassa og
strákunum er nokkuð sem kveikir
ljós, hlýju og ást í hjarta manns og
gleður þegar hugsað er til baka.
Og það er auðvitað fallegt.
Enda var allt fallegt hjá Bryndísi.
Hún fylgdist vel með öllu og öll-
um. Dóttur minni Ragnheiði
Björk sýndi hún mikinn ræktar-
skap og hlýju og við vorum alltaf á
leið í heimsókn áður en Bryndís
varð veik. Sirrý Hjaltested, kon-
una mína, var Bryndís vinkona
mín sérstaklega ánægð með, ég
reyndar grunaði Bryndísi um að
hafa haft áhyggjur af að ég myndi
ekki ganga út – svo ánægð var hún
þegar hún hitti Sirrý mína í fyrsta
sinn. Hvað þeim fór nákvæmlega
á milli veit ég ekki en þær hlógu
mikið!
Þegar ég kom úr námi frá BNA
hérna um árið, ca. 1992, var ég á
milli vita í nokkurn tíma. Bryndís
fékk veður af þessu og kallaði mig
á sinn fund og bauð mér að búa í
kjallaranum á Sæbraut 21, því
stóra húsi, eins lengi og ég vildi, en
þar höfðu Bassi og Dísa byggt sér
einstakt og fallegt einbýlishús á
einum besta stað á Nesinu. „Ari
minn, það er enginn í kjallaran-
um … jú Siggi er þarna í litla her-
berginu, þú verður bara í hinu,“ og
ég gleymi ekki hvað Bassi hló,
þetta fannst honum gaman og nú
yrði sko gaman – við vorum orðin
sambýlingar, í stuttan tíma að vísu
því ég kom mér svo fyrir í íbúð í
miðbænum nokkrum vikum síðar.
En vistin hjá þeim sæmdarhjón-
um var frábær.
Heimskona var hún og frábær
listamaður. Og átti marga há-
punkta í íslensku leikhúslífi á öll-
um sviðum. Í leikhúsinu starfaði
hún lengst af, fastráðin ævilangt í
Þjóðleikhúsinu, en einnig lék hún í
bíómyndum, sjónvarpsmyndum
og útvarpsleikritum.
Við félagarnir fórum til London
mörg sumur í röð, á rúmlega ung-
lingsaldri, 15-20 ára gamlir. Vissu-
lega voru flestir okkar að fara til
að skemmta sér, sinna dansæfing-
um o.fl. og stundum fullmikið skal
viðurkennast, nema Siggi, sem
hefur alltaf ráðið fullvel við Bakk-
us, sem er góður kostur. En alltaf
leituðum við til Bryndísar áður en
farið var til London um hvaða leik-
rit við ættum að sjá þann tíma sem
við dveldum þar og alltaf valdi hún
frábærar sýningar í bestu leikhús-
unum fyrir okkur. Hún þekkti
meira að segja vel leikhúslífið í
New York því þegar við Siggi,
Nóni o.fl. vorum þar á ferð lét hún
okkur sjá tvö verk á Manhattan,
annað mjög eftirminnilegt með
Pacino í aðalhlutverki.
Það er margs að minnast á
kveðjustund. Ég vil þakka Bryn-
dísi og Bassa og fjölskyldunni allri
vinskap í minn garð alla tíð.
Elsku Siggi minn og Inga mín
elskuleg og börnin, Pétur vinur
minn og Eiríkur og öll ykkar börn
og barnabörn. Blessuð sé minning
Bryndísar Pétursdóttur. Drottn-
ingar lifa að eilífu.
Meira: mbl.is/andlat
Ari Gísli Bragason.
Það var Lárus Pálsson sem
fann hana. Kornunga og glæsilega
stúlku í miðasölu Tjarnarbíós og
fékk hana til að leika í Jónsmessu-
draumi á fátækraheimilinu í Iðnó
1946. Þar með bættist íslensku
leikhúsi leikkona sem veitti okkur
ómældar ánægjustundir næstu
fimm áratugina. Hjá Leikfélagi
Reykjavíkur lék hún m.a. Dísu í
Galdra-Lofti og „sýndi ótvíræða
hæfileika“ aðeins tvítug að aldri.
Svo var Þjóðleikhúsið opnað 1950,
þar lék hún Guðrúnu heimasætu í
Nýársnóttinni og þar varð hennar
aðalstarfsvettvangur. Hún lék
ungu stúlkurnar hverja af annarri
en langstærsta hlutverkið og það
sem henni þótti sjálfri skemmti-
legast á öllum ferlinum var Rósa-
lind í verki Shakespeare Sem yður
þóknast, sem hún greinilega
blómstraði í. Bryndís hafði sterka
sviðsnærveru og átti auðvelt með
að hrífa áhorfendur með sér. Um-
sagnir um leik hennar hníga allar í
eina átt: hún átti heima á sviðinu.
Hún lék í svo til öllum barna-
leikritum Þjóðleikhússins í ára-
tugi og ógerlegt að telja það allt
upp. Nokkrar kynslóðir hafa því
alist upp með persónum þeim sem
Bryndís gæddi lífi. Hún lék ótal
góðlátlegar og ástríkar mæður en
líka skringilegar og skemmtilegar
kerlingar, oft mjög eftirminnilega.
Ég hef sennilega séð þær flestar
en mér er hún líka minnisstæð sem
vinkonan Helena í Horfðu reiður
um öxl, sýningu sem vakti mikla
athygli og hún gerði sér sömuleiðis
mikinn mat úr hlutverki húsmóð-
urinnar Mundu í Stalín er ekki hér,
sem hún nefndi gjarnan sjálf sem
eitt sitt skemmtilegasta hlutverk
frá seinni árum. Þá skilaði hún
glæsilega kveðjuhlutverki sínu í
Þjóðleikhúsinu í Kaffi eftir Bjarna
Jónsson en sú sýning var líka leik-
in á leiklistarhátíð í Bonn í Þýska-
landi og hlaut afbragðsgóðar við-
tökur. Hún lék sem ung stúlka í
fyrstu íslensku kvikmyndunum:
Milli fjalls og fjöru og Niðursetn-
ingnum og að sjálfsögðu oft í út-
varpi og sjónvarpi, minnisstæður
er t.d. leikur hennar í sjónvarps-
leikritinu Vandarhöggi.
Það geislaði af Bryndísi glæsi-
leiki, hlýja og sjarmi en það gat
líka gustað af henni ef á þurfti að
halda, hún átti líka til þunga og eft-
irfylgju í leik. Hún hætti að leika
reglubundið fyrir tæpum tveim
áratugum og hafði þá glatt ís-
lenska áhorfendur í hartnær hálfa
öld. Það var alltaf gaman að hitta
Bryndísi á frumsýningum eftir að
hún hætti sjálf að leika. Bros, hlát-
ur, faðmlag, alltaf kát og hress. Og
svo hrein og bein. En hún var líka
hvatvís, hafði mjög ákveðnar skoð-
anir og lá yfirleitt ekki á þeim
þannig að umræður um viðkom-
andi sýningar urðu oft mjög fjör-
ugar. Ég stríddi henni stundum á
að það mætti ganga að því vísu að
hún væri alltaf ósammála síðasta
ræðumanni. Því mótmælti hún að
sjálfsögðu og sannaði þar með full-
yrðinguna.
Við Tóta, sem vann oft með
henni, og fjölskyldan öll sendum
Sigurði, Eiríki Erni og Pétri, son-
um Bryndísar, og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning henn-
ar.
Stefán Baldursson.
Þetta er haustið 1948. Í framsýn
er ævintýrið mikla, opnun Þjóð-
leikhússins. Að vísu hefur íslenskt
leikhús orðið fyrir áfalli þetta
haust og misst tvær af sínum hæf-
ustu leikkonum. En ungt fólk hef-
ur verið að búa sig undir að fylla í
skörðin og taka við blysum ís-
lenskra leikbókmennta. Í kvöld er
það Galdra-Loftur. Í fyrsta þætti
hafði Gunnar Eyjólfsson marg-
verðlaunaður úr erlendum lista-
skólum birst eins og stormsveipur
á sviðinu – framtíðin var mætt – og
áður en þættinum lýkur er Bryn-
dís Pétursdóttir í hlutverki nöfnu
sinnar biskupsdótturinnar komin í
dyrnar í ómótstæðilegum æsku-
þokka með þessum orðum: Ég er
komin! Og áður en þættinum lýkur
eru þau farin að svífa á vit ævintýr-
isins á klæðinu góða.
Já, Bryndís Pétursdóttir var
komin, og á íslensku leiksviði stóð
hún í rúma hálfa öld. Hún kom úr
leiklistarskóla Lárusar Pálssonar
eins og flest þessi glæstu ung-
menni sem brátt urðu máttarstólp-
ar í leikhúsum höfuðstaðarins.
Hún þreytti frumraun sína korn-
ung í sýningu Lárusar á Jóns-
messudraumi á fátækraheimilinu
eftir Lagerkvist 10. nóvember
1946 og óhætt að segja að gagn-
rýnendur urðu óvenjulega lýrískir
af því tilefni. Svo lék hún meðal
annars annað aðalhlutverkið á
móti Rúrik Haraldssyni í Bænum
okkar eftir Thornton Wilder og var
því vel að því komin að leika sjálfa
Guðrúnu í Nýársnóttinni á opnun-
arkvöldi Þjóðleikhússins 20. apríl
1950. Með örfáum undantekning-
um, t.d. gestaleikjum á Akureyri,
var síðan ferill hennar bundinn
þjóðarleikhúsinu og þar urðu hlut-
verkin mörg. En reyndar ekki að-
eins þar og þess má vel minnast;
Bryndís var nefnilega fyrsta kvik-
myndastjarna okkar, lék t.d. aðal-
kvenhlutverkið í tímamótamynd
Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls
og fjöru.
Þetta voru vitaskuld ungu stúlk-
urnar öll fyrstu árin, margvíslegar
að gerð og upplagi, sumar kankvís-
ar og skemmtilegar, aðrar kannski
leiðinlegar og fordekraðar. En
löngum þótti Rósalind í Sem yður
þóknast eftir Shakespeare með
sínum barnslega aðlaðandi æsku-
þokka og ljóðrænu hrifningu vera
hátindurinn á þessum ferli Bryn-
dísar.
Hin fræga franska leikkona
Gisele Casadesus sem lék ungu
stúlkurnar hjá Comédie Franç-
aise um langt skeið sagði það
vandann, að þegar maður væri
orðinn nógu þroskaður til að skilja
flókið sálarlíf ungra stúlkna væri
maður sjálfur hættur að vera ung
stúlka, og undan því væri kvartað.
Þetta var hvorki vandi né hlut-
skipti Bryndísar því að hún hélt
þokka sínum og reisn alla ævi.
Seinna breyttust hlutverkin
vitaskuld, röddin dýpkaði, fangið
stækkaði og skapið þrútnaði og
sársaukinn skein í gegn. Hlut-
verkin urðu mörg og ótrúlega
margvísleg. Án þess að setja hér á
þulu vil ég nefna Mundu í Stalín er
ekki hér, frú Bumble í Oliver
Twist, frú Klöru í Stálblómum hjá
Leikfélagi Akureyrar til að sýna
breiddina, að ógleymdu síðasta
hlutverkinu, Helgu í Kaffi Bjarna
Jónssonar i Þjóðleikhúsinu 1998.
Fljúgðu nú klæði með Bryndísi
Pétursdóttur á alla þá staði sem
unaðslegastir eru. Taki hún með
sér allar góðu minningarnar og
virðingu og þakklæti frá okkur
Þóru fyrir trygga áratuga vináttu.
Sveinn Einarsson.
Bryndís Pétursdóttir var leik-
kona í Þjóðleikhúsinu í nærri hálfa
öld og lék mörg af helstu kven-
hlutverkum leikhúsbók-
menntanna á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins.
Bryndís steig fyrst á svið undir
leikstjórn Lárusar Pálssonar sem
Cecilía í Jónsmessudraumi á fá-
tækraheimilinu árið 1946 og upp
frá því hafði hún leiklistina að lífs-
starfi. Hún steig fyrst leikara á
svið Þjóðleikhússins, í fyrstu
vígslusýningu hússins, 1950, sem
Guðrún í Nýársnóttinni og lék síð-
an í Þjóðleikhúsinu þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Bryndís lék einnig í kvikmyndum,
sjónvarpi og útvarpi, og fór meðal
annars með aðalhlutverk í fyrstu
íslensku kvikmyndunum, Milli
fjalls og fjöru og Niðursetningun-
um.
Meðal minnisstæðra hlutverka
Bryndísar má nefna Rósalind í
Sem yður þóknast; Helgu í Gullna
hliðinu 1952 og 1955; Sigríði í Pilti
og stúlku; Ismenu í Antígónu;
Maríu mey í Gullna hliðinu, Júlíu í
Romanoff og Júlíu; Helenu Char-
les í Horfðu reiður um öxl; Völu í
Lausnargjaldinu, Eunice í Spor-
vagninum Girnd og Mundu í Stal-
ín er ekki hér. Bryndís lék síðast á
sviði í Kaffi eftir Bjarna Jónsson á
litla sviði Þjóðleikhússins árið
1998. En síðasta hlutverk Bryn-
dísar var í útvarpsverkinu Einför-
um (sex einþáttungar fyrir eldri
leikara) eftir Hrafnhildi Hagalín
árið 2010 og var það hlutverk
skrifað sérstaklega fyrir hana.
Bryndís hlaut viðurkenningu
fyrir störf sín á 50 ára afmæli
Þjóðleikhússins og var fastagest-
ur á frumsýningum leikhússins
eftir að hún hætti störfum.
Sjálfur man ég fyrst eftir Bryn-
dísi þegar ég lék í Þjóðleikhúsinu
barn að aldri. Þá tók Bryndís vel á
móti mér, var hvetjandi og hlý.
Það sama átti við alla tíð. Eftir
Bryndísi var tekið, hvert sem hún
fór, fyrir glæsileika og geislandi
viðmót. Hún var elskuð og dáð
sem leikkona og samstarfskona.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
minnist Bryndísar með hlýhug og
þakklæti og sendir sonum hennar,
Eiríki, Sigurði og Pétri og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Magnús Geir Þórðarson
þjóðleikhússtjóri.
Fleiri minningargreinar
um Bryndísi Pétursdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR KJARTANSSON,
viðskiptafræðingur
og framkvæmdastjóri,
Sóltúni 11,
varð bráðkvaddur föstudaginn 25. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Ágústa Árnadóttir
Margrét Gunnarsdóttir Jakob F. Ásgeirsson
Kristín Gunnarsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN HELGA KARLSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
mánudaginn 28. september.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði mánudaginn 5. október klukkan 13.
Jón Karl Kristjánsson Hafdís Finnbogadóttir
Hrafnhildur Kristjánsdóttir Stefán Gunnarsson
Reynir Kristjánsson Helga Hauksdóttir
Þór Kristjánsson Magný Ósk Arnórsdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Eiginmaður minn, faðir og bróðir okkar,
HARALDUR SIGURÐSSON
frá Núpskötlu,
Davíðshaga 4, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
18. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hulda Berglind Valtýsdóttir
Sigurður Valtýr Haraldsson
Vigdís Valgerður Sigurðardóttir
Kristbjörg Sigurðardóttir