Morgunblaðið - 01.10.2020, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020
✝ Karen Vil-hjálmsdóttir
fæddist 4. janúar
1934 í Skerjafirði,
Reykjavík. Hún lést
11. september 2020
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ í
Reykjavík. Hún var
dóttir hjónanna
Mörtu Ólafsdóttur,
húsmóður úr Helga-
fellssveit, f. 3. júní
1901, d. 12. nóvember 1983, og
Vilhjálms Jónssonar, trésmiðs úr
Gnúpverjahreppi, f. 31. maí
1901, d. 10. júlí 1972.
Systkini Karenar eru Manfreð
arkitekt, f. 21. maí 1928, og
Steinunn einkaritari, f. 1. maí
1930, d. 31. október 1996. Upp-
eldisbróðir Karenar er Vilmar
Þór Kristinsson flugmaður, f. 5.
júní 1948, sonur Steinunnar.
Karen giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum Þorvaldi Ósk-
arssyni, fv. skólastjóra, þann 4.
janúar 1956. Þorvaldur er fædd-
ur 30. júní 1933 á Hjaltabakka í
Austur-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru Ingibjörg J.
Þórarinsdóttir, f. 17. október
1903, d. 7. nóvember 1994, og
Óskar Jakobsson, f. 24. sept-
ember 1892, d. 28. ágúst 1935.
Börn Karenar og Þorvaldar eru:
1) Ingibjörg Ósk grunnskóla-
kennari, f. 19. desember 1956,
gift Sigurði Ásgrímssyni
sprengjusérfræðingi, f. 3. desem-
ber 1951. Börn þeirra eru: a)
Karen Ósk, f. 19. ágúst 1979, gift
Pétri Thomsen, f. 17. júlí 1973.
Börn þeirra eru Sigurður Thom-
sen, f. 11. júní 2009 og dætur Pét-
urs af fyrra hjónabandi eru Ing-
13 ára flutti fjölskyldan í Drápu-
hlíð 2, en það hús byggði faðir
hennar einnig. Sextán ára gömul
kynntist hún Þorvaldi, eig-
inmanni sínum. Leið þeirra
beggja lá í Kennaraskólann það-
an sem þau útskrifuðust saman
árið 1955. Þau gengu í hjóna-
band á afmælisdegi Karenar árið
1956 og hófu búskap á Braga-
götu 16. Þar bjuggu þau til árs-
ins 1969 og höfðu þá eignast
fjögur börn. Á sumrin dvaldi fjöl-
skyldan gjarnan í sumarbústað
sínum við Elliðavatn. Þann 1.
október 1969 flutti fjölskyldan í
Helluland 20, en þar byggðu þau
sér hús sem bar vott um arkitekt-
úr Manfreðs bróður Karenar og
handbragð Vilhjálms föður
hennar. Þar bjuggu Karen og
Þorvaldur fjölskyldunni heimili
sem var samastaður fjölskyld-
unnar í 50 ár.
Karen vann sem grunnskóla-
kennari alla sína starfsævi.
Fyrstu tvö árin kenndi hún í Ár-
bæjarhverfi, en þar var skóla-
útibú frá Laugarnesskóla. Í Eski-
hlíðarskóla, sem nú er
Hlíðaskóli, kenndi hún einn vet-
ur. Við Miðbæjarskólann kenndi
hún í níu ár, þar til skólinn var
lagður niður 1969. Þá um haustið
hóf hún kennslu í Breiðholts-
skóla þar sem hún kenndi óslitið
til ársins 2000. Þorvaldur eig-
inmaður hennar starfaði einnig í
Miðbæjarskólanum og Breið-
holtsskóla.
Á síðustu árum Karenar
greindist hún með Alzheim-
ersjúkdóminn. Í eitt ár var hún í
dagþjálfun í Fríðuhúsi og síðar
fór hún á hjúkrunarheimilið
Skógarbæ. Þar dvaldi hún í eitt
og hálft ár eða þar til hún lést.
Útför Karenar fer fram frá
Bústaðakirkju 1. október 2020
kl. 13, og verður athöfninni einn-
ig streymt á vefslóðinni
youtu.be/VQ5czQuatVc og á
vefsíðu kirkjunnar kirkja.is.
er Erla Thomsen, f.
30. mars 1997 og
Kristbjörg Harpa
Thomsen, f. 3. mars
1999. b) Sveinn Pét-
ur, f. 20. september
1989, í sambúð með
Vikki Black, f. 26.
mars 1987. Dóttir
þeirra er Hansína
Rós, f. 9. júlí 2020. c)
Marta Eir, f. 11.
september 1991, í
sambúð með Arnari Sigurðssyni,
f. 3. október 1991.
2) Marta Steina hjúkr-
unarfræðingur, f. 1. október
1959, gift Gaut Þorsteinssyni
byggingarverkfræðingi, f. 24.
mars 1958. Börn þeirra eru: a)
Þorvaldur, f. 15. apríl 1987. b)
Gerður, f. 20. júlí 1989, í sambúð
með Ingvari Frey Ingvarssyni, f.
10. ágúst 1987. Sonur þeirra er
Gautur Ari, f. 14. júní 2020. c) Ív-
ar, f. 8. maí 1991.
3) Vilhjálmur Smári
rafmagnsverkfræðingur, f. 10.
maí 1961, kvæntur Rósu Hall-
dórsdóttur tölvunarfræðingi, f.
25. ágúst 1961. Börn þeirra eru:
a) Halldór, f. 1. mars 1990. b)
Ingimundur, f. 4. febrúar 1994.
c) Þorvaldur Kári, f. 11. mars
1997.
4) Óskar Torfi bygging-
arverkfræðingur f. 15. ágúst
1967, í sambúð með Susanne A.
Elgum stjórnmálafræðingi, f. 25.
júlí 1968. Börn þeirra eru: a)
Karen, f. 14. apríl 2006. b) Ester,
f. 30. nóvember 2009.
Karen fæddist á heimili fjöl-
skyldu sinnar í Skerjafirði, húsi
sem Vilhjálmur faðir hennar
byggði árið 1927. Þegar hún var
Nú ert þú farin í fjarlægan
heim. Allt er svo tómlegt án þín.
Við söknum þín svo hér og þinnar
góðu nærveru, glaðlyndi og hlý-
hugar. Í huga birtist þú stöðugt og
málrómur og hlátur þinn ómar
innra með. Þú varst svo klár og
fjölhæf og hæfileikarík. Allt lék í
höndunum á þér og nú yljum við
okkur við góðar minningar og það
áþreifanlega frá þér og finnum
umhyggju og hlýju. Þú varst svo
handlagin og með næmt auga og
það sem þú gerðir vakti hrifningu
og aðdáun. Takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur, kenndir okkur
og að vera góð fyrirmynd. Þú
verður alltaf á besta stað í huga og
hjarta elsku besta mamma og
amma okkar.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Óskar, Susanne, Karen
og Ester.
Karen, elskuleg tengdamóðir
mín, var yndisleg kona í alla staði
og minnist ég hennar með mikilli
hlýju. Ég kynntist Karen fyrir
rúmum þrjátíu árum þegar leiðir
okkar Vilhjálms sonar hennar
lágu saman. Hún var á þeim tíma
kennari í Breiðholtsskóla. Það var
greinilegt að hún hafði ánægju af
starfi sínu en hún var einstaklega
barngóð og átti hug og hjörtu
barnabarna sinna.
Ég dáðist að hve flink hún var
við alls kyns hannyrðir, en hún
heklaði, prjónaði og saumaði af
einstakri snilld, m.a. fatnað á
sjálfa sig og barnahópinn. Hún var
ávallt með eitthvað á prjónunum
og hannaði mikið sjálf, m.a. peysur
og húfur.
Hún átti sér ýmis fleiri áhuga-
mál svo sem að sinna garðinum
sínum þar sem hún ræktaði kart-
öflur, rifsber og jarðarber. Hún
var mikil náttúrumanneskja og
hafði gaman af því að spá í gróð-
urinn og dýralífið. Spörfuglunum
sem rötuðu í garðinn gaf hún fóður
og stuggaði í burtu köttum sem
gerðu sig líklega til að valda þeim
óskunda.
Í mörg ár stundaði hún sund-
leikfimi. Hún átti góðar minningar
af sundferðunum og eignaðist þar
marga nýja vini. Hún minntist oft
á það hvað henni þótti gaman að
rekast á Mörtu frænku sína í
sundlaugunum.
Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt
og hlýlegt heimili í Hellulandi. Þar
áttu börnin hennar og barnabörn
oft líflegar og skemmtilegar sam-
verustundir. Ávallt var mikið
spjallað og skipst á skoðunum um
allt milli himins og jarðar. Ekki
má gleyma jólaboðunum í Hellu-
landi þar sem öll fjölskyldan kom
saman ár hvert á jóladag og borð-
aði saman hangikjöt og frómas í
eftirrétt. Þegar leið á kvöldið var
spiluð félagsvist, sem beðið var
eftir með mikilli eftirvæntingu,
sérstaklega af yngri kynslóðinni.
Það var nú oft þannig að Karen
eða Þorvaldur unnu flest spilin
enda höfðu þau gegnum árin spil-
að bæði bridge og félagsvist með
sínu vinafólki. En spilamennska
var áhugamál þeirra beggja og
oftar en ekki settust þau tvö niður
á kvöldin og spiluðu saman.
Halldór sonur okkar Vilhjálms
bjó hjá ömmu sinni og afa í Hellu-
landi í um þrjú ár er hann stund-
aði nám í Háskóla Íslands. Þar var
hann umvafinn hlýju og um-
hyggju og minnist hann þess hve
Karen var ávallt glaðvær og hjálp-
söm, en þegar kom að spila-
mennsku gaf hún ekki slag eftir.
Þetta var ómetanlegur stuðningur
á þeim tíma þegar við Vilhjálmur
og yngri synir okkar tveir bjugg-
um erlendis.
Það sem einkenndi Karen var
hve hún var lífsglöð og nægjusöm.
Guð geymi þig, elsku Karen.
Hvíl í friði.
Rósa Halldórsdóttir.
Karen Vilhjálmsdóttir tengda-
móðir mín er mér minnisstæð
kona. Ég kynntist henni fyrst
þegar ég fór að venja komur mín-
ar á smekklegt heimili þeirra
hjóna í Hellulandi. Heimili þeirra
var sannkölluð fjölskyldumiðstöð,
þar sem fólk kom og fór, þáði veit-
ingar, undi langdvölum um helgar
við spil, spjall, bóklestur eða bara
sjónvarpsáhorf. Og miðja fjöl-
skyldunnar fannst mér vera hún
Karen. Það var ekki vegna þess að
hún væri framhleypin, því hún var
frekar hógvær og rólynd. En hún
var einhvernveginn alltaf til stað-
ar, reiðubúin til þess að hjálpa og
leggja gott til. Þetta kom enn bet-
ur í ljós þegar afkomendum henn-
ar fjölgaði og fjölskyldusamkom-
urnar urðu stærri. Þá sá ég hvað
hún hafði gott lag á börnum. Mis-
sætti milli þeirra hvarf eins og
dögg fyrir sólu þegar Karen kom
og lagði svo gott til málanna að all-
ir gleymdu því sem í milli hafði
borið. Ég fylgdist eitt sinn með
því úr fjarlægð þegar hún spilaði
við barnabörnin og gægðist við og
við á spilin þeirra til þess að gá að
því hvort þau spiluðu ekki rétt. Ef
henni fannst ekki rétt spilað út
eða ef hik var á barninu, þá gat
hún laumað að því athugasemd
um hvað væri rétt að gera. Þannig
stýrði hún spilamennsku þeirra
allra áreynslulaust á sama hátt og
hún stýrði og mótaði hegðun
þeirra í leikjum.
Karen var útsjónarsöm og
snjöll. Þegar gera átti við eitt-
hvert tæki þá var hún gjarnan
komin að, áfjáð í að skilja hvernig
tækið starfaði og hvernig mætti
gera við það. Hún naut sín vel við
spilaborðið, hvort sem var í alvöru
spilamennsku á spilakvöldum eða
á heimilinu með fjölskyldunni.
Hún fann hæfileikum sínum far-
veg við hannyrðir, en á síðari ár-
um lagði hún eitt herbergi hússins
undir sauma- og prjónaskap. Hún
hafði gott lag á garðrækt og undi
sér gjarnan í garðinum á sumrin.
Þau hjón ferðuðust allmikið í
leyfum sínum, mikið til útlanda á
sumrin, en einnig nokkuð innan-
lands. Stórfjölskyldan ferðaðist
oft saman innanlands og gisti þá í
sumarbústöðum og skálum. Í hug-
skoti mínu lifa minningar úr þess-
um ferðum um sveppa- og berjat-
ínslu, laufabrauðsgerð og
spilamennsku.
Karen var traust og jarðbund-
in, hún hafði gott skaplyndi og
mildilega kímnigáfu. Þó að nokk-
uð drægi af henni síðustu árin þá
hélt hún þessum skapgerðarein-
kennum til dauðadags. Eftir lifir
minningin um konu sem var hvers
manns hugljúfi. Hennar er sárt
saknað.
Gautur Þorsteinsson.
Á þessum tímamótum þegar ég
kveð tengdamóður mína Karenu
Vilhjálmsdóttur minni hinstu
kveðju eftir rúmlega 43 ára kynni
hrannast upp hlýjar minningar.
Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar ég var kynntur
fyrir foreldrum kærustu minnar.
Ég var með svolítinn beyg í hjarta
því ég vissi að móðir hennar væri
kennari og faðir skólastjóri.
Kennarar höfðu ekki verið í miklu
uppáhaldi hjá mér á mínum
barna- og gagnfræðaskólaárum
og því síður skólastjórar og senni-
lega hefur það verið gagnkvæmt.
Ég þurfti þó engu að kvíða því eft-
ir fyrstu kynni var mér strax tekið
eins og einum af fjölskyldunni og
fann ég fljótt fyrir þeirri hlýju og
virðingu sem borin var fyrir öll-
um. Voru þau hjónin mjög sam-
hent í öllu og alltaf tilbúin til að
hjálpa til við hvað sem var.
Hér á árum áður var alltaf farið
í mat á sunnudögum í Hellulandi
þar sem Karen og Þorvaldur
höfðu byggt sér fallegt heimili og
voru þetta eftirminnileg matar-
boð. Það var mikið hlegið og tekið
í spil á eftir. Hún hafði alla tíð
gaman af að spila hvort sem það
var bridge, vist, manni eða önnur
spil enda góð spilakona.
En þegar ég minnist Karenar
eru það helst hennar mannkostir
sem koma upp í hugann. Aldrei
man ég eftir því að hún hafi talað
illa um nokkurn mann. Þegar ein-
hver hneyksli eða annað þvíumlíkt
var í umræðunni sagði hún yfir-
leitt: „Ég skil bara ekkert í
þessu,“ og meira var það ekki.
Hún var einnig mjög handlagin og
útsjónarsöm þegar kom að
saumavinnu, prjónaskap og mat-
argerð og nutu þess allir í stórfjöl-
skyldunni.
Í sérstöku saumaherbergi á
heimilinu, saumaði hún föt á börn-
in og á sig. Hvað hún var lagin og
útsjónarsöm við að nýta efnið var
alveg einstakt og klóraði maður
sér oft í kollinum yfir því hvernig
hún fór að þessu. Eitt sem ég man
eftir varðandi útsjónarsemi henn-
ar var þegar hún varð áttræð. Þá
var haldin stór veisla í Helluland-
inu og sáum við tengdasonur minn
um matinn og var ákveðið að
skera steikina jafnóðum fyrir
gestina. Hún leit þá á okkur og
sagðist þurfa skreppa inn í sauma-
herbergi. Kom hún svo að vörmu
spori með tvær kokkahúfur og
setti á okkur. Siggi nafni minn
sem þá var fjögurra ára vildi þá
líka fá húfu og það var ekkert mál,
hún rétt brá sér frá og kom til
baka með kokkahúfu fyrir hann
líka.
Sumarbústaðarferðir, ferðalög
innanlands sem utan, þegar allar
þessar minningar koma upp í hug-
ann hlýnar mér um hjartaræturn-
ar. Karen lifði mjög heilbrigðu lífi,
hafði tröllatrú á lýsi. Smurbrauðið
var oft framandi, hlaðið græn-
meti, ávöxtum, síld og fleira góð-
gæti. Hún var dugleg að hreyfa
sig og var mikið í sundleikfimi á
meðan hún hafði heilsu til.
Ég held að það hafi ekkert vaf-
ist fyrir henni ef hún tók að sér
verkefni á annað borð. Árið 2017
greindist hún með þennan illvíga
sjúkdóm Alzheimers. Það var
sorglegt að þurfa að horfa upp á
hvernig hann tók smám saman
völdin af þessari greindu og góðu
konu fram á síðustu stundu.
En lífið heldur áfram og í sum-
ar eignaðist hún tvö bráðmyndar-
leg barnabarnabörn. Hún væri ef-
laust búin að prjóna eitthvað á þau
ef hún hefði haft heilsu til en auð-
vitað voru til prjónaflíkur í skápn-
um sem biðu ófæddra barna.
Að lokum minnist ég hennar
með hlýhug, virðingu og þakklæti
fyrir fyrir allt það sem hún hefur
gefið mér og þann tíma sem leiðir
okkar lágu saman. Hvíldu í friði.
Sigurður Ásgrímsson
Í dag kveð ég ömmu mína og
nöfnu Karen Vilhjálmsdóttur. Ég
er mjög þakklát að hafa verið svo
lánsöm að hafa átt jafn frábæra og
hlýja ömmu og hún var. Heimilið
hennar og afa var svo hlýtt og
notalegt, það var alltaf góður andi
hjá þeim. Ég veit ekki alveg
hvernig þau fóru að því að halda
svona fallegt heimili, það virtist
vera þeim alveg að áreynslulausu.
Amma og afi bjuggu í stóru fal-
legu húsi með stórum garði í
Fossvoginum. Þau unnu bæði úti
þegar ég var barn og man ég ekki
eftir því að það hafi nokkurn tíma
verið neitt drasl heima hjá þeim.
Karen amma bjó yfir miklu
jafnaðargeði og mér fannst hún
alltaf hafa tíma fyrir mig. Það var
mjög notalegt að sniglast með
henni í öllum húsverkum sitja á
eldhúsbekknum á meðan hún var
að elda, fylgjast með sultugerð,
kökubakstri, vangaveltum um
uppskriftir og taka til mat og
kaffi. Dytta að ýmsu úti í garði,
hengja út þvottinn, taka upp kart-
öflur, tína jarðarber, koma fyrir
sniglagildrum, vökva beðin og
bara vera. Já það var svo gott að
vera bara, í núinu með ömmu.
Hún hafði lag á því að fræða
mann um svo margt um leið og
hún vann verkin án þess að troða
þekkingunni upp á mann. Það var
gott að hlusta á hana og fá að vera
þátttakandi, hún var alltaf svo
björt og hláturmild. Karen amma
var mjög skapandi, handlagin og
nýtin. Hún virtist geta prjónað og
saumað allt mögulegt og á ég ótal
góðar minningar tengdar stund-
um þar sem hún er að bardúsa við
að taka snið, telja út lykkjur eða
föndra fyrir skólann. Karen amma
var grunnskólakennari og und-
irbjó kennsluna oft heima og bauð
mér þá gjarnan að prufukeyra
eitthvert föndur sem hún var að
undirbúa fyrir nemendurna sína.
Amma var mjög góð og flink við
að halda ýmsar góðar hefðir og
þykir mér svo vænt um minning-
arnar um jólin heima hjá ömmu.
Ég fékk oft að koma og hjálpa
ömmu að skreyta litla gervijóla-
tréð og fyrir mér var jólaskrautið
hennar ömmu það fallegasta og
dýrmætasta sem til var. Minningin
um fallega jólasálma og góða
strauma þegar við komum inn um
dyragættina til ömmu og afa rétt
fyrir sex áður en allir kyssast á að-
fangadag er sterk og góð í hjart-
anu.
Amma var yndisleg kona fær í
að veita skilyrðislausa ást og um-
hyggju.
Takk fyrir allt amma, þín
Karen Ósk.
Nú þegar við kveðjum elsku
Karen ömmu okkar þá minnumst
við bræðurnir margs. Við minn-
umst til að mynda vingjarnlegs
hláturs hennar og þess hvernig
hún gekk oft flautandi um stóra
húsið hennar og Þorvaldar afa í
Hellulandi. Í því húsi fundum við
alltaf fyrir hlýju og vorum ávallt
velkomnir í heimsókn.
Þar spiluðum við oft og tíðum
ýmiss konar spil við hana og áttum
margar góðar stundir. Þegar við
komum í heimsókn þá var amma
ætíð áhugasöm um öll okkar uppá-
tæki, og fyrir þá ástúð og um-
hyggju sem hún sýndi okkur mun-
um við ævinlega vera henni
þakklátir.
Amma var mikil listakona sem
fann listhneigð sinni farveg í hann-
yrðum og föndri. Hún safnaði ým-
iss konar efnum sem hún klippti til,
límdi, saumaði og setti svo saman á
undurfagran hátt. Hvort sem það
voru afmæliskort til okkar
barnanna, prjónaðar peysur handa
vinum og vandamönnum, hannyrð-
ir til að hengja upp á vegg, eða
verkefni fyrir nemendur hennar í
skólanum — allt var þetta gert af
vandvirkni og myndugleika.
Eitt það sem fastast situr í
minningu okkar er hið mikla jafn-
aðargeð ömmu. Við munum aldrei
eftir að hafa séð hana reiða, heldur
var hún jafnan kát og glaðlynd.
Síðustu ár hennar glímdi hún hins
vegar við sjúkdóm þar sem veröld-
in virtist minnka dag frá degi, uns
hún varð agnarsmá. Sjúkdóm þar
sem tíminn leið aftur á bak eða
stóð kyrr í stað þess að streyma
áfram. Þrátt fyrir það hélt amma
sínu mikla jafnaðargeði og reiddist
aldrei. Meira að segja á þessum
erfiðu tímum þá þurfti sjaldnast
mikið til þess að fá fram bros á
andlit hennar.
Amma var gift Þorvaldi afa í 64
ár en þau kynntust þegar hún var
einungis sextán ára. Þau voru
ávallt afar samrýnd og störfuðu
lengst af á sama vinnustað. Eftir
að amma lagðist inn á hjúkrunar-
heimili þá heimsótti afi hana þrisv-
ar hvern einasta dag og var stoð
hennar og stytta í veikindunum.
Það gerði ævikvöld hennar vafalít-
ið notalegra.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þorvaldur og Ívar
Gautssynir.
Elsku amma Karen er búin að
kveðja okkur. Það er sárt og ég
sakna hennar mjög en minningin
um yndislega ömmu mun fylgja
mér. Síðustu daga hefur hugurinn
leitað til baka og minningarnar
streyma fram.
Ég minnist sérstaklega allra
góðu stundanna í Hellulandinu en
þangað hef ég farið frá því ég man
eftir mér.
Amma og afi áttu þar fallegt
heimili og stóran garð. Í garðinum
var amma með fullt af blómum
ásamt því að rækta jarðarber, rifs-
ber, sólber og kartöflur. Á sumrin
hjóluðum við gjarnan til þeirra og
var amma oftar en ekki eitthvað að
stússast í garðinum. Hún og afi
tóku alltaf vel á móti okkur og
reiddi amma fram dýrindisveiting-
ar. Oftar en ekki var hollustubrauð
frá bakarínu Grímsbæ á borðum
en amma smurði það listavel. Síð-
an var hjónabandssæla með þeytt-
um rjóma. Ég kom varla í heim-
sókn til ömmu og afa án þess að
taka í spil, en þau kenndu mér að
spila. Það sem við spiluðum meðal
annars var Grensásmanni, sjóræn-
ingjabridds og félagsvist.
Ég mun ávallt minnast ömmu
sem algjörrar spilakonu og handa-
Karen
Vilhjálmsdóttir