Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 49

Morgunblaðið - 01.10.2020, Page 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi „ÉG ER HISSA AÐ ÞÚ HAFIR KOMIST FRAMHJÁ MÓTTÖKUNEFNDINNI.” „LOFAÐU AÐ KOMA MEÐ HANN HEIM FYRIR KLUKKAN FJÖGUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skrifuð í stjörnurnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EKKI BLANDA MÉR Í ÁSTARLÍF ÞITT! ÉG GET EKKI SOFIÐ Á NÆTURNAR, LÍSA AF ÞVÍ ÉG ER AÐ HUGSA UM ÞIG ÞAÐ OG KÖTTURINN HRÝTUR EINS OG KEÐJUSÖG HRÓLFUR, ERTU MEÐVITAÐUR UM KOSTI ÞESS AÐ TEYGJA? ERTU AÐ GRÍNAST, DOKSI? SPYRÐU KONUNA MÍNA! SPYRÐU FÉLAGA MÍNA! ÉG TEYGI LOPANN DAGLEGA! lands. Ég fæ reglulega þéttbýlishroll og flý malbikið en get líka vel ferðast innanhúss þegar mælst er til þess, stoppa þá reglulega, kíki í bók og fæ mér kaffi og súkkulaði.“ Fjölskylda Eiginmaður Bennýjar er Óskar Garðarsson, f. 9.12. 1968, fram- kvæmdastjóri Dögunar. Foreldrar hans eru hjónin Dagmar J. Ósk- arsdóttir útgerðarkona, f. 5.8. 1935, og Garðar Eðvaldsson, skipstjóri og síðar útgerðarmaður, f. 13.6. 1932, d. 17.2. 2010, fyrst búsett á Djúpavogi en á Eskifirði frá 1968. Börn Bennýjar og Óskars eru: 1) Sóldís Alda, f. 17.7. 1993, viðskipta- fræðingur frá HÍ og heimshorna- flakkari; 2) Særós Eva, f. 13.6. 1995, viðskiptafræðingur frá Boston Uni- versity og meistaranemi við St. Gal- len; 3) Salný Vala, f. 5.5. 1997, söng- nemi við Listaháskóla Íslands. Unnusti hennar er Birgir Stefánsson, f. 6.10. 1995, nemandi við Söngskól- ann í Reykjavík; 4) Selma Dagmar, f. 29.1. 1999, sálfræðinemi við HÍ. Unn- usti hennar er Karl Avram Stenberg, f. 24.5. 1996, lögfræðinemi við HR; 5) Baldvin Ísleifur, f. 7.12. 2006, grunn- skólanemi. Systkini Bennýjar eru Guðný Þor- björg, f. 1.12. 1955, bókasafnsfræð- ingur, umsjónarmaður á hjartadeild Landspítala, búsett í Kópavogi; Pétur Hafsteinn, f. 11.3. 1957, verkstjóri hjá ÚA, Laugum; Magnea Björk, f. 11.8. 1960, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópavogi; Sóley Rut, f. 5.12. 1965, þjónustufulltrúi hjá VÍS, búsett í Reykjavík. Hálfsystir, samfeðra: Ár- dís Björg Ísleifsdóttir, f. 24.8. 1951, búsett í Reykjavík. Foreldrar Bennýjar voru hjónin Guðný Magnea Magnúsdóttir, f. 28.8. 1928, d. 24.10. 2016, lengst af heima- vinnandi en vann einnig ýmis versl- unarstörf og hlutastörf og Guð- mundur Ísleifur Gíslason, f. 7.6. 1924, d. 31.10. 1993, skipstjóri. Þau bjuggu á Eskifirði. Benný Sif Ísleifsdóttir Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Kolmúla við Reyðarfjörð Guðjón Jónsson bóndi á Kolmúla við Reyðarfjörð Guðný Þorbj. Guðjónsdóttir húsmóðir og verkakona á Eskifirði Magnús Eiríksson sjómaður og verkamaður á Eskifirði Magnea Magnúsdóttir húsmóðir á Eskifirði Kristín Jóh. Magnúsdóttir húsfreyja á Búðareyri í Fáskrúðsf. Eiríkur Arason bóndi á Búðareyri í Fáskrúðsfirði Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir í Kirkjubæ í Skutulsfirði, síðar Ísafirði Jón Bjarnason trésmiður og skipasmiður í Kirkjubæ í Skutulsfirði, síðar Ísafirði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, síðar Flateyri Gísli Þorsteinsson sjómaður og bóndi á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, síðar Flateyri Jóhanna María Jóhannesdóttir húsfreyja,Borg í Skötufirði Þorsteinn Gíslason sjómaður og bóndi á Borg í Skötufirði Úr frændgarði Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur Ísleifur Gíslason skipstjóri á Eskifirði Á Boðnarmiði tekur GuðmundurArnfinnsson Halldór Benjamín upp í beinni: Í kjaradeilu menn kýta og þrátta, klókindum beita og leita sátta, og loks verða allir með samning sáttir, því „samtalið gengur í báðar áttir“. Guðmundur Stefánsson sagði á sunnudag, að hann hefði í gær heyrt vísu, sem er að verða 100 ára: „Strákarnir í Smjördalahverfinu í gamla Sandvíkurhreppi höfðu gam- an af því að setja saman vísur. Slátrað var kú á einum bænum og strákarnir eða einhver þeirra orti“: Hún er sofnuð síðsta blund, sú má vera fegin. Er nú dregin út á grund, afhausuð og flegin. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason hélt áfram: „Einhverju sinni þurfti ég að aðstoða föðurbróður minn við að aflífa kú og koma henni út úr fjósinu. Til þess var notaður kaðall um háls og hún svo dregin út eftir að ég skaut hana. Smá efasemdir voru af hálfu míns varkára frænda hvort skepn- an væri örugglega dauð og vísan ort til að sannfæra hann um að svo væri“: Kýrin var að kröftum þrotin kálfi bar en síðan dó því hún var bæði hengd og skotin. Það hálfa væri reyndar nóg. Guðmundur Þorsteinsson bætti við: „Eftir heimsókn Gunnars Gauta“: Oss þó gangi margt í mót mun ég lítið sorgum flíka. Gunnar mætti með sitt dót, – málið dautt, og kýrin líka. Dagbjartur Dagbjartsson hefur sögu að segja: „Flaut upp í kollinum á mér vísa sem aldraður frændi minn og nágranni um hríð orti um það leyti sem verið var að byrja nið- urskurð í landbúnaði“: Það væri gaman og gott að farga gjörvöllu bændastóðinu. Kostar lítið. Kætir marga. - Kratar hræra í blóðinu. Jón Atli Játvarðarson segir: „Bændur hafa endalausan tíma til að bíða eftir lausnum að ofan. Með- an beðið er má svo vel tína til smá- atriði, t.d. í heimaslátrun að hætti Sveins Margeirssonar“: Bóndans raunum best að gleyma, basl við strengdan hupp. Slöppum sauðum slátrað heima og slögum rúllað upp. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kúm, krötum og sauðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.