Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 51

Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 51
NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Loksins, eftir þriggja mánaða stöðv- un vegna kórónuveirunnar og sex vikna úrslitakeppni í kúlunni svo- kölluðu í Flórída, erum við komin í lokaúrslitin. Los Angeles Lakers var annað af tveimur sigurstrang- legustu liðunum þegar keppnin hófst, en fáir áttu von á að Miami Heat myndi vinna úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einvígið hófst í nótt og búast má við fjörugri við- ureign liðanna. Við fyrstu sýn virðist Lakers-liðið sigurstranglegra, rétt eins og gegn Denver Nuggets í úrslitarimmu Vesturdeildar. Reyndar eru Denver og Miami svipuð lið að mörgu leyti, þannig að það er ekki eins og að La- kers sé að vaða út í óvissuna. LeBron James á nú gott tækifæri til að vinna fjórða meistaratitilinn og bæta enn við orðstír sinn sem einn af bestu leikmönnum sögunnar. Varnarleikur lykill Miami Miami er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2014 eftir að hafa slegið út þrjú lið með betri deildarárangur í þessari úrslitakeppni. Heat er lið sem byggir á liðsmenningunni sem Pat Riley, fyrrverandi þjálfari La- kers og forseti Miami nú, leggur áherslu á, þar sem sterk liðsheild er í fyrirrúmi frekar en að byggja á stjörnuleikmönnum. Það er fyrst og fremst góður varn- arleikur Heat sem hefur komið lið- inu í úrslitin. Liðið skiptir um varn- araðferð mörgum sinnum í leik og þjálfarar eru ekki hræddir að nota svæðisvörn til að rústa sókn and- stæðingsins. „Maður verður að bera virðingu fyrir því hvað þeir hafa gert í þessari úrslitakeppni. Þeir eru rosalega seigir og líkamlegir í varnarleiknum og með gott körfu- boltavit. Þeir eiga einfaldlega skilið að vinna Austurdeildina, eins vel og þeir hafa leikið,“ sagði Brad Ste- vens, þjálfari Boston, á sunnudags- kvöld eftir að lið hans var slegið út af Heat í úrslitarimmu Austurdeildar. Þjálfari Lakers, Frank Vogel, virtist hinsvegar ekki hræddur við varnarleik Miami fyrr í vikunni. „Við erum tilbúnir að skora gegn hvaða vörn sem þeir setja upp. Við þekkj- um vel það sem þeir setja upp og er- um tilbúnir að eiga við mismunandi varnarskipulag. Á þessum tíma- punkti gengur þetta bara út á að treysta strákunum í að vera á rétt- um stöðum og gera atlögu að körf- unni eins og sókn okkar leggur til.“ Þrátt fyrir orð Stevens að ofan, verður Miami enn á ný talið ólíklegt til að vinna þessa úrslitarimmu ef marka má veðbanka hér vestanhafs. Höfum séð þessa stöðu áður Lakers hefur áður verið í þessari stöðu í lokaúrslitunum. Árið 2004 var Lakers – með Shaq, Kobe, Karl Malone og Gary Payton innanborðs – að reyna að vinna fjórða meist- aratitil sinn í röð, í þetta sinn gegn Detriot Pistons. Skemmst er frá því að segja að sú rimma varð aldrei skemmtileg og Pistons vann auð- veldlega 4:1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Ég var viðstaddur fyrstu tvo leikina og augljóst var að þrátt fyrir betri einstaklinga var Pi- stons-liðið betra körfuknattleikslið í þeirri rimmu. Munurinn í þetta sinn fyrir La- kers er að liðsheildin hjá þessu liði er mun sterkari en hún var 2004, en allt það keppnistímabil var ein sápu- ópera hjá Lakers þar sem fjórir stjörnuleikmenn gátu á endanum ekki unnið upp liðsheild Detroit. Le- Bron James hefur algera stjórn á leikmannahópnum í dag og það heyrist ekki minnsta gagnrýni á þeim bænum þessa dagana. Það er enginn að kvarta yfir hversu mikið hann spilar í þetta sinn – allt gengur út á liðsheildina. Meiriháttar afrek hjá LeBron Körfuknattleikseðjótar hér vestra deila oft um hverjir séu bestu leik- menn NBA-deildarinnar frá upp- hafi. Fáir neita því að á toppnum sé Michael Jordan og fyrir neðan hann séu örfáir aðrir sem ekki sé hægt að líta framhjá, svo sem Bill Russell, Wilt Chamberlain, Kareem Abdul- Jabbar og Magic Johnson (meira að segja Kobe Bryant, Hakeem Olaju- won og Larry Bird komast ekki í þennan hóp). Öruggt er þó að Le- Bron James er nú kominn í hann. Hann er nú með liði í lokaúrslit- unum í níunda sinn á síðustu tíu ár- um, en hann var meiddur í fyrra. Honum hefur tekist þetta með þremur mismunandi liðum og fimm þjálfurum. Enginn af þeim leik- mönnum sem nefndir voru að ofan hefur leikið þetta afrek James eftir. Í þessu samhengi er vert að geta þess að á keppnisferli Bill Russell hjá Boston Celtics (hann vann tíu titla á ellefu árum) voru þetta 8-14 lið í deildinni og það var ekkert launaþak sem liðin þurftu að eiga við, auk þess sem mjög erfitt var fyrir leikmenn að skipta um lið. Það voru einfaldlega aðrir tímar í deild- inni þá og auðveldara fyrir lið að komast í úrslitin ár eftir ár með sterkan leikmannahóp. Það gerir afrek James merkilegt. Hann hefur einfaldlega verið besti leikmaðurinn í deildinni undanfarinn áratug, hvað svo sem kosningar um leikmann ársins segja. Lengi að komast yfir reiðina Þótt hér séu tvö lið á ferðinni verður erfitt að líta framhjá því að James var lykillinn að velgengni Miami 2010 til 2014 þegar liðið komst í lokaúrslitin öll þau árin. Hann yfirgaf liðið með lausan samn- ing 2014 eftir tap gegn San Antonio Spurs í úrslitunum. Það tók Pat Riley langan tíma að komast yfir reiðina yfir brottför James. „Ég var mjög reiður þegar LeBron yfirgaf okkur til að fara til Cleveland og tók það persónulega. Mig langaði að opinbera reiði mína í fjölmiðlum, en góðum vini mínum tókst að koma í veg fyrir það á síð- ustu stundu og eftir á var ég glaður að ég gerði það ekki,“ sagði Riley í viðtali 2017. „Ég varð þó að við- urkenna á endanum að hann var að taka ákvörðunina sem var best fyrir hann sjálfan og gera lokatilraun til að vinna titilinn fyrir heimaborgina sína í Cleveland.“ Það verður því eitthvert efni fyrir fréttafólk að narta í í þessari rimmu. Teigurinn og 3ja stiga línan Þetta eru tvö ólík lið. Lakers reiðir sig á tvo stjörnu- leikmenn á meðan Heat er með 5-6 leikmenn sem geta gert gæfumun- inn í hverjum leik. Varamannabekk- ur Heat er sterkari, þannig að búast má við að Lakers svari með því að keyra á færri leikmönnum en ella í þessum leikjum, enda engin ástæða til að hvíla leikmenn á þessu stigi. Miami reiðir sig mikið á þriggja stiga skotin, enda liðið með næst- bestu hittnina í þeim á keppnis- tímabilinu. Þar fara þeir Duncan Robinson, Tyler Herro, Goran Dra- gic og Jae Crowder fremstir í flokki. Þessir leikmenn hafa skorað að með- altali nær ellefu þriggja stiga körfur í úrslitakeppninni nú, þannig að varnaraðferð Lakers verður að taka það með í reikninginn. Robinson og Herro fóru illa með Boston í síðustu umferð og átti gott varnarlið Boston í miklum erfið- leikum með að hemja þessa leik- menn í sóknarleik Heat, sem byggist mikið á hreyfingu leikmanna. Það verður því bara að sjá hvort leik- menn Lakers geti gert betur. Annars er það leikur naglans Jimmy Butler, sem loksins er búinn að finna rétt lið með rétta liðsand- ann fyrir hann, og Bam Adebayo sem núna er orðinn stórstjarna eftir leik sinn í kúlunni, sem mun skipta mestu fyrir liðið. Besta tækifæri Miami er að Adebayo haldi Anthony Davis niðri í sókninni hjá Lakers. Lakers á hinn bóginn er eitt af verstu liðunum í deildinni í þriggja stiga skotum, en á móti kemur að liðið hefur þá LeBron James og Ant- hony Davis innanborðs. Þeir munu verða lykillinn í sóknarleik Lakers og spurningin er hvort varnarleikur Miami geti stöðvað þá inni í teign- um. Það hefur engu liði tekist gegn Lakers það sem af er úrslitakeppn- inni. Nái Miami ekki að stöðva þessa tvo kappa Lakers, eða ef einhver þriðji leikmaður Lakers fer einnig í gang (þar lít ég til Kentavious Cald- well-Pope, Rajon Rondo og Kyle Kuzma), verður erfitt að sjá Miami vinna þessa rimmu. Slíkir eru kraft- ar James og Davis. Þetta verður því einvígi stór- stjarna gegn liðsheildinni og næsta víst er að það verður jafnara en margan grunar. Lakers tekur þetta í sjö leikjum. Miami er besta liðið sem Lakers hef- ur mætt í úrslitakeppninni. LeBron James gegn Miami  Mjög áhugavert einvígi framundan um NBA-meistaratitilinn  Hversu lengi getur 35 ára gamall leikmaður borið heilt lið á sínum herðum? AFP Lykilmaður LeBron James skorar fyrir Lakers gegn Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nú þarf hann að slást við öflugt lið Miami Heat. ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp síð- asta mark Everton þegar liðið vann West Ham United og komst áfram í deildabikarkeppninni í gær. Everton vann öruggan 4:1-sigur og skoraði Dominic Calvert-Lewin þrennu. Everton tefldi fram sterku liði og voru margir fastamenn í byrjunarliðinu. Manchesterliðin City og United eru einnig komin áfram sem og Newcastle. Scott McTominay, Juan Mata og Paul Pogba skoruðu mörkin fyrir Man- chester United í 3:0 útisigri gegn Brighton. Gylfi lagði upp síðasta markið AFP England Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn gegn West Ham í gær. Gömlu stórveldin KR og Njarðvík mætast í fyrstu umferð úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik, Dominos- deildarinnar, en fyrstu fjórir leikir tímabilsins fara fram í kvöld. Liðin mætast í Vesturbænum klukkan 20.15. Bæði lið koma mikið breytt til leiks og eru m.a. þrír nýir út- lendingar á mála hjá hvoru þeirra. Deildin hefst á Egilsstöðum þar sem nýliðar Hattar taka á móti Grindavík kl. 18.30 en einnig er leikið á Sauðárkróki (Tindastóll og ÍR) og í Þorlákshöfn (Þór og Hauk- ar) í kvöld. Stórveldaslagur í Vesturbænum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmótið KR-ingar fá Njarð- víkinga í heimsókn í kvöld. Íslenska knattspyrnusumarið hefur verið ansi sérkennilegt, þökk sé kórónuveirufaraldrinum sem skaut upp kollinum í Evr- ópu stuttu eftir áramót. Tíma- bilið klárast vonandi í nóvember, sem betur fer, enda handboltinn nú þegar byrjaður og körfubolt- inn hefst í dag. Það er því ágæt- is álag að vera íþrótta- fréttamaður þessa dagana. Að vera íþróttafréttamaður er vandmeðfarið starf. Sjálfur er ég nokkuð opinn og á auðvelt með að tala við fólk, án þess þó að vera gjörsamlega óþolandi, vona ég. Frá því að ég hóf störf á 433.is árið 2014 að mig minn- ir hef ég tekið ógrynni af við- tölum við fólk úr öllum íþrótt- um. Þótt íþróttirnar séu margar og fólkið misjafnt er íþrótta- heimurinn á Íslandi ekki svo stór ef við miðum við hinn stóra heim. Þú ert mikið að tala við sama fólkið, aftur og aftur, og það eru góðar líkur á því að þið hittist reglulega á förnum vegi. Ef ekki þá hittist þið allavega eftir næsta leik en sjálfur hef ég reynt að halda ákveðinni fjar- lægð við „viðfangsefni“ mín í gegnum tíðina. Ég átta mig t.d. ekki alveg á því hvernig maður á að geta horft gagnrýnum augum á einhvern fótboltaleik ef félagi manns er að þjálfa annað liðið. Að eiga æskuvin í íslenska landsliðinu getur líka verið erfitt og þá sérstaklega að draga lín- una á milli vinskapar og blaða- mennskunnar. Ég get til dæmis ímyndað mér að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega sáttur með mig þegar ég tók skjáskot af nýjustu meiðslavandræðum hans fyrir nokkrum árum. Hann eyddi mér af Snapchat í stutta stund en mér til varnar þá lærði ég af mistökunum og hef ekki tekið skjáskot á samfélagsmiðl- inum síðan. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Enska knatt- spyrnufélagið Aston Villa náði sér í liðsauka í gær þegar það fékk miðjumann- inn Ross Barkley lánaðan frá Chelsea. Barkley er 26 ára gamall og hefur leikið 33 landsleiki fyr- ir Englands hönd. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Chelsea en ætti að styrkja lið Villa sem hefur farið vel af stað og unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Barkley með Villa í vetur Ross Barkley KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik – KA............ 18 Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR......... 19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – FH ......... 20.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fífan: Augnablik – Völsungur.................. 18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MVA-höllin: Höttur – Grindavík......... 18.30 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Haukar .................. 19.15 DHL-höllin: KR – Njarðvík ................ 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höll: Grótta – Afturelding......... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.