Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 01.10.2020, Síða 58
58 ÚTVARP | SJÓNVARP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2020 Ég drekk í mig þætti Veru Illugadóttur, Í ljósi sögunnar, sem eru á dagskrá Rásar eitt á föstudagmorgnum. Vera fjallaði í tveimur þáttum í síðasta mánuði um hina hugrökku sænsku hrútasystur mína, Ester Blendu Nordström, sem fæddist undir lok nítjándu ald- ar. Stúlkan sú átti ævintýralega ævi og strax í bernsku kom fram hversu orkumikil og uppá- tækjasöm hún var (eins og hrútar gjarnan eru). Ester sagði sjálf að hún hefði verið agalegt barn, og minnt- ist svimandi gleði yfir óteljandi prakkarastrikum, en líka sorgar og sársauka refsinga. Hún lét engan segja sér hvað hún mætti eða mætti ekki gera. Hún fór sannarlega ótroðnar slóðir og gegn þeim straumi sem vildi halda konum niðri. Hún hóf ævintýralegan blaðamannsferil sinn aðeins rétt rúmlega tvítug. Hún villti á sér heimildir þegar hún réð sig sem vinnu- stúlka á bóndabæ í Svíþjóð til að komast að hinu sanna um hlutskipti ungra vinnukvenna. Það mál gerði hana að frægasta og umdeildasta blaðamanni Svíþjóðar, á þeim tíma þegar það var afar óvanalegt að konur skrifuðu yfir höfuð í blöð. Hún var braut- ryðjandi sem lifði lífinu á skjön við það sem tíðkaðist meðal kvenna þá, flakkaði um allan heim og fór á bjarnarveiðar á hjara veraldar, svo ekki sé nú minnst á ástamálin. Forvitnir ættu að fletta upp á dagskrá Rásar1 hinn 18. og 25. september á ruv.is. Ljósvakinn Kristín Heiða Kristinsdóttir Óþekka skemmti- lega blaðakonan Ester Blendu Nordström Ný íslensk gamanþáttaröð sem gerist í Húsdýragarðinum og fjallar um starfs- mennina og glæstar framtíðarhugmyndir eigandans um að ná garðinum upp í sömu stærðargráðu og Disney World. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA. Arnór Pálmi Arn- arson leikstýrir. Stöð 2 kl. 23.35 Eurogarðurinn 1:8 Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en rigning um austanvert landið. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norð- austurlandi. RÚV 09.00 Heimaleikfimi 09.10 Kastljós 09.25 Menningin 09.35 Spaugstofan 2005 – 2006 10.00 Sirkussjómennirnir 10.30 Treystið lækninum 11.25 Línudans 12.30 Sætt og gott 13.00 Heimaleikfimi 13.15 Í blíðu og stríðu 13.45 Landakort 13.55 Setning Alþingis 14.35 Gamalt verður nýtt 14.45 Út og suður 15.15 Gettu betur 2014 16.35 Manstu gamla daga? 17.15 Okkar á milli 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Netgullið 18.25 Allt í einum graut 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.25 Veður 19.30 Stefnuræða forsætis- ráðherra 22.00 Tíufréttir 22.15 Veður 22.20 Lögregluvaktin 23.05 Babýlon Berlín Sjónvarp Símans 12.30 Dr. Phil 13.15 The Late Late Show with James Corden 14.00 Broke 14.25 The Block 15.25 90210 16.30 Family Guy 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Raymond 17.35 Dr. Phil 18.20 The Late Late Show with James Corden 19.05 American Housewife 19.30 The Unicorn 20.00 Hver ertu? 20.45 Almost Family 21.35 Tommy 22.25 How to Get Away with Murder 23.10 Love Island 00.05 The Late Late Show with James Corden 00.50 Blue Bloods Stöð 2 Hringbraut Omega N4 Rás 1 92,4  93,5 08.00 Heimsókn 08.15 The Good Doctor 09.05 Bold and the Beautiful 09.25 Gilmore Girls 10.05 The Mindy Project 10.30 Gossip Girl 11.15 Sendiráð Íslands 11.35 Fresh off the Boat 11.55 Maður er manns gam- an 12.35 Nágrannar 12.55 Sporðaköst 7 13.25 Golfarinn 13.55 Leitin að upprunanum 14.30 Grand-Daddy Day Care 16.00 Poms 17.35 Bold and the Beautiful 18.00 Nágrannar 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Ísland í dag 19.10 Shipwrecked 20.00 Masterchef UK 21.00 LA’s Finest 21.45 NCIS: New Orleans 22.30 Real Time With Bill Maher 23.35 Eurogarðurinn 24.00 Eurogarðurinn 00.30 The Salisbury Poison- ings 01.20 Mr. Mercedes 20.00 Mannamál – sígildur þáttur 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 21 – Fréttaþáttur á fimmtudegi 21.30 Sir Arnar Gauti Endurt. allan sólarhr. 11.00 United Reykjavík 12.00 Í ljósinu 13.00 Joyce Meyer 13.30 Tónlist 14.30 Bill Dunn 15.00 Tónlist 15.30 Global Answers 16.00 Gömlu göturnar 16.30 Gegnumbrot 17.30 Tónlist 18.30 Joel Osteen 19.00 Joseph Prince-New Creation Church 19.30 Joyce Meyer 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.00 Blönduð dagskrá 23.00 Let My People Think 23.30 Let My People Think 24.00 Joyce Meyer 20.00 Að austan 20.30 Landsbyggðir – Guð- mundur Baldvin Guð- mundsson Endurt. allan sólarhr. 06.45 Bæn og orð dagsins. 06.50 Morgunvaktin. 07.00 Fréttir. 07.30 Fréttayfirlit. 08.00 Morgunfréttir. 08.30 Fréttayfirlit. 09.00 Fréttir. 09.05 Segðu mér. 09.45 Morgunleikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.13 Á reki með KK. 11.00 Fréttir. 11.03 Mannlegi þátturinn. 12.00 Fréttir. 12.02 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 12.50 Dánarfregnir. 12.55 Samfélagið. 13.30 Setning Alþingis. 15.00 Fréttir. 15.03 Flakk. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Víðsjá. 17.00 Fréttir. 17.03 Lestin. 18.00 Spegillinn. 18.30 Hljómboxið. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óperukvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Samfélagið. 23.05 Lestin. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:39 18:57 ÍSAFJÖRÐUR 7:46 18:59 SIGLUFJÖRÐUR 7:29 18:42 DJÚPIVOGUR 7:09 18:26 Veðrið kl. 12 í dag Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða bjart, en suðaustan 5-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. 6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Þór. 14 til 16 Siggi Gunnars Tónlist, létt spjall og skemmtilegir leikir og hin eina sanna „stóra spurning“ klukkan 15.30. 16 til 18 Síðdegisþátturinn Taktu skemmtilegri leiðina heim með Loga Bergmann og Sigga Gunnars. 18 til 22 Heiðar Austmann Betri blandan af tónlist öll virk kvöld á K100. 7 til 18 Fréttir Auðun Georg Ólafsson og Jón Axel Ólafsson flytja fréttir frá ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is á heila tímanum, alla virka daga. Ragnheiður Elín, fyrrverandi ráð- herra og þingmaður, ákvað að skella sér út í vikufrí til Ítalíu á dögunum. Í samtali við Loga Berg- mann og Sigga Gunnars í Síðdeg- isþættinum sagði Ragnheiður ferð- ina hafa heppnast rosalega vel en auðvitað hefðu þau haft smá áhyggjur. „Okkur leið eins og við værum að gera eitthvað sem við máttum ekki,“ sagði hún. Viðtalið við Ragnheiði er hægt að hlusta á í heild sinni á K100.is. Fór í frí til Ítalíu Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 4 skýjað Lúxemborg 16 skýjað Algarve 23 skýjað Stykkishólmur 5 skýjað Brussel 18 léttskýjað Madríd 26 skýjað Akureyri 6 rigning Dublin 11 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 7 súld Glasgow 13 skýjað Mallorca 23 skýjað Keflavíkurflugv. 4 skýjað London 15 rigning Róm 21 léttskýjað Nuuk 0 léttskýjað París 18 alskýjað Aþena 23 heiðskírt Þórshöfn 10 rigning Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 9 alskýjað Ósló 12 alskýjað Hamborg 19 léttskýjað Montreal 13 alskýjað Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Berlín 18 léttskýjað New York 18 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Vín 15 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Helsinki 13 léttskýjað Moskva 15 skýjað Orlando 23 skýjað 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.