Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  237. tölublað  108. árgangur  ÓDÝRT OG LJÚFFENGT Í NETTÓ! Hringskorinn grísabógur 399KR/KG ÁÐUR: 927 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 8. — 11. október -57% -44%Hamborgarhryggur 999KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG KLIKKAÐ VERÐ! Ananas Gold Del Monte 220KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG VERÐ- SPRENGJA! -50% SKARPIR FLOKKA- DRÆTTIR Á SUÐURLANDI SÆKIR Í KRAFT ÍSLANDS VAR OFSÓTT AF LEYNIDEILD ALRÍKIS- LÖGREGLUNNAR DAGLEGT LÍF 14 KVIKMYNDIN SEBERG 64NÝ BÓK GUÐJÓNS 34  Byrjað verður að steypa upp nýtt þjóðarsjúkrahús á lóð Landspít- alans í næsta mánuði. Bygging- arfélagið Eykt sér um verkið, en áætlað er að það muni kosta tæpa 8,7 milljarða króna og vera þrjú ár í byggingu. Að verki loknu verður byggingin ein stærsta bygging Íslands, eða um 70.000 fermetrar og verður sjúkrahúsið tekið í notkun árið 2025-2026. „Meðferðarkjarninn verður stór bygging með fjölþætta starfsemi,“ segir á heimasíðu Nýs spítala um verkefnið, en áætlað er að þar verði rými fyrir alls 480 sjúklinga. »28 Landspítali Byggingin verður ein sú stærsta á Íslandi þegar hún rís. Nýr meðferðarkjarni steyptur í nóvember  Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) vilja að fast- eignagjöld á öllu húsnæði undir ferðaþjónustu fyrir árið 2020 og/ eða 2021 verði felld niður eða þeim að minnsta kosti frestað. Hagsmunasamtökin sendu Sam- tökum sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu (SSH) erindi þessa efnis í gær. Í beiðninni var minnt á að með- al aðgerða stjórnvalda vegna kór- ónuveirufaraldursins hefði verið heimild til þess að gjaldendur fast- eignaskatts í tímabundnum rekstr- arörðugleikum vegna tekjufalls, frestuðu allt að þremur greiðslum fasteignaskatts á gjalddaga 1. apr- íl 2020 – 1. janúar 2021. Nú væri ljóst að sá vandi væri mun lang- vinnari og mörg fyrirtæki í ferða- þjónustu berðust fyrir lífi sínu. Nefndir eru fleiri kostir en nið- urfelling, þyki sveitarfélögum hún of kostnaðarsöm. Til dæmis frest- un greiðslu fasteignagjalda, sem stofnað er til á árunum 2020 til 2022, til allt að tíu ára, eða með lengingu í lögveði fasteignaskatta vegna ákveðinna ára. Ferðaþjónustan vill fá niðurfellingu fasteignagjalda Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars hefur öllum sund- og baðstofum verið lokað, sem og líkamsræktarstöðvum. Gildir lok- unin til 19. október hið minnsta. Þörf fólks fyrir holla hreyfingu hverfur hins vegar ekki þó að lokað sé í ræktinni og er því gott að grípa til sinna ráða, líkt og þessi kona, sem fór út að skokka á Seltjarnarnesinu í gær. »2 Morgunblaðið/Eggert Holl hreyfing þrátt fyrir hertar aðgerðir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við viljum halda strúktúrnum í launaumhverfinu þannig að ekki verði samanþjöppun á töxtunum. Ef sama krónutala flæðir yfir þá þjapp- ast kjör ólíkra hópa saman. Við vilj- um halda því launabili sem hefur verið á milli hópa,“ segir Reinhold Richter, trúnaðarmaður starfs- manna sem starfa fyrir ISAL í ál- verinu í Straumvík. Samþykktu starfsmenn verkfalls- boðun sem að óbreyttu verður að veruleika 1. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá ISAL kemur fram að það séu vonbrigði að starfsfólk hafi samþykkt verkfall. Samkvæmt upplýsingum frá Reynhold felldu fé- lagsmenn í VR verkfallsboðun í at- kvæðagreiðslu. 70% þátttaka í kosningunni Hins vegar tilheyra starfsmenn ál- versins einnig fjórum öðrum stétt- arfélögum, Rafiðnaðarsambandinu, VM, Fit og Hlíf. Samþykktu þeir verkfallið með miklum meirihluta. Að sögn Reinholds var yfir 70% þátt- taka í atkvæðagreiðslunni og 81,2% samþykktu verkfallsboðun. 306 voru á kjörskrá og 224 kusu. Fram kom í tilkynningu frá ISAL í gær að starfsmönnum hefðu verið boðin kjör sem séu í samræmi við lífskjarasamninginn. „Fyrirtækið hefur þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á reglu- leg laun í samræmi við lífskjara- samninginn sem þau hafa hafnað,“ segir í tilkynningunni. Boða verkfall í Straumsvík  Starfsmenn vilja ekki að taxtar þjappist saman  ISAL hefur boðið 24.000 kr. ISAL » Starfsfólk samþykkti verk- fallsboðun í atkvæðagreiðslu. » Félagsmenn VR höfnuðu því að fara í verkfall. » 81,2% samþykktu verkfalls- boðun í atkvæðagreiðslu. » ISAL segir verkfallsboð- unina vera mikil vonbrigði. MVilja halda launabili 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.