Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Fæst í öllum apótekum Kvefuð augu? Dauðhreinsaðar og góðar augnþurrkur til meðferðar við sýkingu í augum Blephaclean klútarnir eru dauðhreinsaðir klútar sem eru auðveldir og þægilegir í notkun við hreinsun á viðkvæmri húð í kringum augnsvæðið ef um sýkingar er að ræða. Blautklútarnir hjálpa til við að fjarlægja sýkingu og skánmyndanir án þess að erta augun og henta því vel börnum frá 3ja ára aldri. Blephaclean er hægt að nota óháð því hvort um bakteríu- eða veirusýkingu er að ræða og henta því einnig með lyfjameðferð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veröld Litbrigði jarðar eru lygileg og nú er svipur haustsins á gróðri, eins og sést austur á Þingvöllum þar sem þessi mynd var tekin um um sl. helgi. Lífið heldur áfram Tímarnir eru viðsjárverðir og heimurinn er í hand- bremsu. Eigi að síður heldur lífið áfram; unnið er að margvíslegri uppbyggingu víða um land, barátta fyrir betri veröld heldur áfram og skólastarf er í fullum gangi enda þótt samfélagið allt litist af veirunni vondu. „Ég tel mitt fólk eiga stærstan þátt í því hve vel heil- brigðiskerfinu hefur tekist að standast álagið af völd- um Covid-19,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Hjúkrunarfræðingar voru í lykilhlutverki þegar gjör- bylta þurfti starfsumhverfi og vinnuskipulagi en þá hurfu margar af þeim daglegu hindrunum sem þekkj- ast, bæði milli stofnana og innan þeirra. Nú erum við komin í þriðju bylgju faraldursins og hef ég miklar áhyggjur. Nú eru mun færri hjúkrunarfræðingar að bjóða sig til starfa í bakvarðasveitina en í vor.“ Starfi í heilbrigðisþjónustunni hefur verið gjörbreytt á tímum kórónuveirunnar og tæpast verður snúið til baka, þótt grunngildin í hjúkrun hafi ekkert breyst. „Lausnamiðaðri hugsun og aukin samvinna með færri hindrunum á vonandi eftir að einkenna nýja tíma. Fjar- heilbrigðisþjónusta mun aukast. Mikill lærdómur og þekking hefur skapast. Því verður spennandi að sjá niðurstöður rannsóknanna sem hjúkrunarfræðingar hafa þegar komið af stað í kjölfar faraldursins á áhrif- um hans. Þær eiga eftir að leiða til nýrra gagnreyndra starfshátta, sjúklingum og starfsfólki til bóta,“ segir Guðbjörg og að síðustu: „Ég er stolt af hjúkrunarfræðingum fyrir að standa vaktina og hafa endurtekið þurft að forgangsraða þjónustunni fram yfir eigin þarfir. Það gengur ekki til lengdar og við verðum að finna betra jafnvægi, með því að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heilbrigðismál „Ég er stolt af hjúkrunarfræðingum fyrir að standa vaktina, segir Guðbjörg Pálsdóttir. Mikill lærdómur og þekking skapast „Stuðningur ríkisins við þetta mikilvæga málefni er langþráður og tímabær,“ segir Kjartan Björnsson, bæj- arfulltrúi í Árborg og fulltrúi í íþrótta- og menningar- nefnd sveitarfélagsins. Í frumvarpi til fjárlaga er á næstu tveimur árum gert ráð fyrir liðlega 280 milljóna króna stuðningi ríkisins við frágang á menningarsal, sem er hluti af stórhýsinu sem er Hótel Selfoss. Með tilsvar- andi mótframlagi Árborgar ætti fyrir 560 milljónir króna að vera hægt að fullgera salinn svo þar megi halda tón- leika, leiksýningar, fundi og fleira. Alls verða í salnum um 300 sæti, andspænis stóru sviði. „Menningarsalur allra Sunnlendinga, hvorki meira né minna,“ segir Kjartan Björnsson. „Í flestum lands- hlutum eru nú komin menningarhús og hefur ríkið stutt við byggingu þeirra. Við Sunnlendingar höfum þurft að bíða, en nú virðist málið komið á beina braut. Fullkomin samstaða og þrautseigja hafa skilað sér. Ráðherrum í mörgum ríkisstjórnum hafa verið sýnd þessi salarkynni, atbeina þeirra óskað og allir hafa sýnt málinu skilning. Eftir tvö ár ætti salurinn að verða tilbúinn, sem verður lyftistöng fyrir fjölbreytt menningarlíf í héraði. Eins getum við svo vænst þess að hér verði haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sýningar Þjóðleik- hússins; menningarstofnana sem ber að sinna lands- byggðinni sem þó hafa sleppt Suðurlandinu af því að- stöðu hefur vantað. Áhugi kallar á aðstöðu og aftur öfugt. Ég er í stjórnmálum meðal annars til að vinna góðum málum í mínu samfélagi brautargengi.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menning Ég er í stjórnmálum m.a. til að vinna góðum málum brautargengi, segir Kjartan Björnsson. Salur fyrir alla Sunnlendinga „Þrátt fyrir kórónuveiruna gengur skólastarfið sinn vanagang,“ segir Kristín Helgadóttir námsráðgjafi við Borgarhólsskóla á Húsavík. Alls eru um 300 nemendur við skólann, í 1.-10. bekk. „Allir eru samtaka um að láta dæmið ganga upp, þótt til þurfi auknar sóttvarnir og fjarlægðarmörk. Ég hef starfað í skólasamfélaginu frá 1986 en aldrei kynnst jafn mikilli röskun og í ár.“ Kórónuveirusmitin eru í mestum vexti á höfuðborg- arsvæðinu og áhrifa veirunnar gætir ekki í sama mæli norðanlands. Þó gildir þar eins og annars staðar að all- ur er varinn góður og ábyrgðin er allra. „Auðvitað finnum við fyrir því þegar menningarstarf á svæðinu leggst niður. Mikilvægt íþrótta- og félags- starf meðal barna og unglinga hefur gengið að mestu, svo ég viti til. Þrautseigju, æðruleysi og samtakamátt er mikilvægt að tileinka sér nú. Sjálfri finnst mér gott að fara í gönguferðir því ég slaka vel á úti í náttúrunni. Að lesa góðar bækur gefur mér mikið, prjónaskapur og að spjalla við ættingja og vini á Facebook. Þar næ ég góðu sambandi við þá sem standa mér nærri. Þá grip ég oft í bækur og er nú að lesa Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur. Þetta er áhrifarík saga unglings á flótta undan stríðsátökum í leit að skjóli í nýju landi.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Menntun Þrautseigju, æðruleysi og samtakamátt er mikilvægt að tileinka sér nú, segir Kristín Helgadóttir. Samtaka um að láta dæmið ganga upp „Verkefnin eru fjölbreytt og margt nýtt að læra,“ segir Jón Björn Hákonarson, nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Í morgun vorum við fjármálastjóri sveitarfélagsins að bera saman bækur og næst á dagskrá eru fundir um skipulags- mál og í hafnarstjórn. Svo þarf að sinna ýmsum erindum sem berast mér, því starfið er í eðli sínu þjónusta við fólk. Við höfum haldið dampi þrátt fyrir að slegið hafi í bak- seglin vegna kórónuveiru og að loðna hefur brugðist okk- ur tvö ár í röð. Nú eru til dæmis að hefjast framkvæmdir við byggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins eru raunar í gangi í flestum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar, en hér búa um 5.080 manns. Við getum í flestu tilliti verið sátt við stöðuna hér, þótt ytri aðstæður gætu vissulega verið hagfelldari. Að hér vanti iðnaðarmenn til starfa segir mikla sögu og góð- ur gangur er í sjávarútvegi.“ Jón Björn sækir vinnu á bæjarskrifstofuna á Reyðar- firði frá Norðfirði, þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. „Frá því Fjarðabyggð hin fyrsta varð til hefur maður litið á það sem innanbæjarakstur að fara á milli hverfa og með Norðfjarðargöngum varð bylting í samgöngum. Daginn er gott að byrja með gönguferð með hundinn. Fer þá um snjóflóðavarnagarðana ofan við bæinn, sem eru í senn úti- vistarsvæði og vörn byggðarinnar.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarmál Höldum dampi þrátt fyrir að slegið hafi í bakseglin, segir Jón Björn Hákonarson í Fjarðabyggð. Bæjarstjórastarfið er þjónusta við fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.