Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 FUNI Dúnúlpa kr. 33.990.- Puffy Dúnúlpurnarkomnar SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Pólitísk viðhorf og skarpir flokka- drættir voru afgerandi þættir í starfi samvinnufélaganna Suðurlandi og þar með þróun byggðar í héraðinu. Ágreiningur í starfi Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk leiddi til þess að í Rangárvallasýslu var árið 1934 stofnað Kaupfélagið Þór á Hellu, undir for- ystu Ingólfs Jóns- sonar, seinna þingmanns og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Kaupfélag Rang- æinga og Kaup- félag Hallgeirs- eyjar í Landeyjum, félög þeirra sem fylgdu Framsóknarflokknum að málum voru sameinuð árið 1948 og höf- uðstöðvum þess valinn staður á Hvolsvelli. Þessar staðreyndir réðu miklu um að í Rangárvallasýslu mynduðust tveir um margt svipaðir þéttbýlisstaðir sem aðeins 13 kíló- metrar eru á milli. Vildu skapa eigin framtíð Þetta kemur fram ritinu Samvinna á Suðurlandi sem nýlega kom út og er eftir Guðjón Friðriksson sagn- fræðing. Þar er í fjórum bindum rak- in saga samvinnufélaga í héraðinu. Í hinu fyrsta segir frá aðdraganda róta samvinnustarfsins í héraðinu, sauða- sölunni til Bretlands, fyrstu kaup- félögum sem starfandi voru í kring- um 1900 og svo rjómabúunum sem voru fyrstu afurðavinnslustöðvarnar og skiptu miklu máli í atvinnu- og samgöngusögu héraðsins. Samvinnu- starfið á þessum tíma segir Guðjón að hafi verið í raun nátengt sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar og því að fá- tækir menn vildi taka málin í eigin hendur og skapa sína framtíð sjálfir. – Kaupfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Grímnsnesi, svo og fjölmörg kaup- félög í Vestmannaeyjum eru til um- fjöllunar í 2. bindi – svo og áveiturnar sem voru undanfari Mjólkurbús Flóamanna (MBF) sem segir einnig frá. Í 3. bindi segir frá Kaupfélagi Ár- nesinga, sem stofnað var árið 1930. Starfsemi þess og MBF var sam- tvinnuð fyrstu áratugina, með útgerð mjólkurbíla sem jafnframt fluttu vörur kaupfélagsins til bænda í hér- aðinu sem kom KÁ nánast í einok- unaraðstöðu. Á vegum KÁ voru á Selfossi rekin verkstæði, smiðjur og margvísleg þjónustustarfsemi auk verslunarútibúa víða um sýsluna. Að undirlagi Egils Thorarensen kaup- félagsstjóra keypti kaupfélagið einn- ig Þorlákshöfn þar sem hafist var handa um uppbyggingu og útgerð. Þegar komið var fram að aldamótum var KÁ orðið leiðandi í ferðaþjónustu í héraðinu, eins og Guðjón rekur. Í 4. bindi segir svo frá rekstri og samvinnustarfinu í Rangárvallasýslu og Höfn á Selfossi – en á endanum hafði KÁ tekið alla þá starfsemi yfir auk Kaupfélags Skaftfellinga og Kaupfélags Vestmannaeyja. „Saga samvinnufélaganna á Suð- urlandi er öðrum þræði saga mann- lífs og atvinnuhátta í héraði, svo um- svifamikil var starfsemin og stóð fólkinu nærri. Einnig er þetta saga samgöngumála, því á Suðurlandi eins og víða úti á landi eru vega-, brúa- og hafnargerð endalaust baráttumál,“ segir Guðjón. „Svo stóðu félögin vel með fólki í ýmsum framfaramálum. Á Hvolsvelli og Rauðalæk voru til dæmis á árunum um og eftir 1970 byggð alls um 40 einbýlishús, það er eftir teikningum sem Kaupfélag Rangæinga lagði til – og lánaði hús- byggjendum fyrir byggingaefninu.“ Þraut örendið Miklar breytingar voru gerðar í starfsemi Kaupfélags Árnesinga rétt fyrir aldamót. Deildir og rekstrarein- ingar voru seldar eða lagðar niður en aðrar efldar, svo sem dagvöruversl- anir. Rekstur þeirra var seinna seld- ur og þeir fjármunir meðal annars nýttir til fjárfestinga í ferðaþjónustu. Bygging hótels á Selfossi varð þó til þess að Kaupfélag Árnesinga þraut örendið – og árið 2003 var komið að endalokum í starfsemi félagsins, sem var gert upp. Eftir varð þó dálítill sjóður sem ákveðið var að verja með- al annars til að halda merkri sögu til haga. Guðjón Friðriksson var því fenginn til að skrifa ritverkið sem nú er komið út og er 1.446 blaðsíður. Flokkadrættir og framfaramál  Ritverkið Samvinna á Suðurlandi er komið út  Fjórar bækur  Saga mannlífs og atvinnuhátta í héraði  Hápólitískar línur  Starfsemin var víðtæk  Fjárfestingar í ferðaþjónustu felldu KÁ Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Stórhýsi Bygging Kaupfélags Árnesinga við Austuveg var reist árið 1946 og var eitt af stærstu verslunarhúsum landsins. Verslun félagsins var þarna til ársins 1981, en í dag eru þetta ráðhús Árborgar, skrifstofur og bókasafn. Guðjón Friðriksson Ljósmynd/Ottó Eyfjörð Athafnalíf Uppskipun á timbri úr skipi í Þorlákshöfn, en Kaupfélag Árnes- inga kom mjög að uppbyggingu þar, svo úr varð öflugur útgerðarstaður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga lagði til teikningar að íbúðarhúsum og lánaði fyrir byggingaefni. Þetta var á uppvaxtarskeiði í kringum 1970. „Kaupfélögin voru í aðalhlutverki á Suðurlandi og veittu félagsmönn- um sínum og öðrum altæka þjón- ustu. Starfsemin var í raun allt- umlykjandi,“ segir Guðjón Friðriksson. Jafnframt því sem Samvinna á Suðurlandi greinir frá verslunarháttum og atvinnulífi eru bækurnar líka saga litríkra manna. Þar ber kannski hæst nöfn þeirra Egils Thorarensen á Sigtúnum og Ingólfs Jónssonar á Hellu. Spurður sérstaklega um Egil, segir Guðjón að hann hafi greini- lega verið réttur maður á stað og tíma og náð að gera KÁ að sann- kölluðu stórveldi. „Í fundargerðarbókum fyrri tíma sé ég hvergi andstöðu við skoðanir og ákvarðanir hans. Egill einfald- lega réð ferðinni, segir Guðjón sem auk fjölskrúðugra frumgagna byggði skrif sín mikið á ýmsum samtímaheimildum, svo sem hér- aðsblöðum sem gefin voru út á Suðurlandi og Vestmannaeyjum. Af rituðum gögnum má ráða að þegar Sambandið var horfið af sjónarsviðinu upp úr 1990 hafi kaupfélögin ekki lengur eins og áður haft bakhjarl þegar í harð- bakkann sló – auk þess sem rekstrarumhverfið og tíðarandinn var þeim ekki hliðhollt. Sársaukafull endalok „Samgöngur voru á endanum orðnar svo góðar að Sunnlend- ingar freistuðust til að fara til Reykjavíkur og versla þar í lág- vöruverðsverslunum fremur en kaupfélögunum sem gátu ekki vel keppt við þær um verð. Eldur sam- vinnuhugsjónarinnar var ekki leng- ur til staðar í sama mæli og áður en greina má þó sársauka margra yfir því hver endalokin urðu,“ segir Guðjón. EGILL THORARENSEN Í SIGTÚNUM RÉÐ FERÐINNI Egill Thorarensen Ingólfur Jónsson Kaupfélögin alltumlykjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.