Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Veiðar íslensku skipanna á norsk-
íslenskri síld eru langt komnar.
Skip Brims hf., Venus NS og Vík-
ingur AK, luku vertíðinni um
helgina og liggja nú í Sundahöfn.
Ingimundur Ingimundarson, út-
gerðarstjóri uppsjávarskipa hjá
Brimi, segir að vertíðin hafi gengið
einstaklega vel. Í gær var búið að
landa um 73 þúsund tonnum af
norsk-íslenskri síld, en heildarkvóti
íslenskra skipa í ár er rúmlega 91
þúsund tonn.
„Það var eiginlega ekki hægt að
hugsa sér betri gang í þessu,“ segir
Ingimundur. „Við lönduðum fyrstu
síldinni 11. september að lokinni
makrílvertíð og þremur vikum síð-
ar var búið að landa ellefu þúsund
tonnum, sem var kvóti skipanna.
Þegar best lét voru þau um þrjá
tíma af miðunum fyrir austan land
að bryggju á Vopnafirði og hráefn-
ið var mjög gott, sérstaklega fram-
an af vertíðinni. Skipin voru yfir-
leitt með 1.000-1.100 tonn og það
tók þau nánast alltaf innan við sól-
arhring á miðunum að ná skammt-
inum.“
Aðspurður segir Ingimundur að
verð fyrir síldina hafi verið þokka-
legt miðað við aðstæður og heldur
betra en í fyrra, þegar það var lágt.
Langmest af síldinni er fryst fyrir
markaði í austanveðri Evrópu,
nema hvað nokkuð er saltað hjá
Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
Íslensk síld og kolmunni
Skip Brims fara væntanlega til
veiða á íslenskri sumargotssíld upp
úr næstu mánaðamótum. Þar er
ætlunin að veiða um 1.500 tonn, en
kvótinn er ekki mikill, auk þess sem
gætt verður að því að eiga eitthvað
eftir af íslenskri síld til að eiga
vegna meðafla á makrílveiðum
næsta sumar.
Að þessu verkefni loknu verður
stefnan tekin á kolmunnaveiðar í
færeyskri lögsögu. Eitt íslenskt
skip, Bjarni Ólafsson AK, hefur
undanfarið verið á kolmunna fyrir
austan land. Kolmunnakvóti ársins
er 247 þúsund tonn og samkvæmt
yfirliti á vef Fiskistofu er búið að
landa um 187 þúsund tonnum.
Morgunblaðið/Eggert
Víkingur AK Síldarvertíð gekk vel og tók aðeins um þrjár vikur.
Þrjá tíma af mið-
unum að bryggju
Góðri síldarvertíð skipa Brims lokið
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjósókn frá Bolungarvík hefur
gengið vel í haust, en aflabrögð
hefðu mátt vera betri í september.
Vel hefur hins vegar veiðst það
sem af er október, að sögn Sam-
úels Samúelssonar, framkvæmda-
stjóra Fiskmarkaðs Vestfjarða.
Uppboð eru flesta virka daga, en
fiskurinn fer síðan til vinnslu víðs
vegar um land.
Samúel segir að þrátt fyrir kór-
ónuveirufaraldur um allan heim
hafi gengið merkilega vel að selja
fisk og hefur meðalverð verið gott.
Þannig hafa fengist 354 krónur
fyrir kíló af öllum þorski að meðal-
tali það sem af er ári. Hjá mark-
aðnum eru 14-15 stöðugildi á árs-
grunni, en nokkrar sveiflur eftir
árstímum.
Endurgreiddu hlutabætur
„Þetta leit ekki vel út í upphafi
faraldursins í marsmánuði,“ segir
Samúel. „Við gripum til þess að
setja hluta af fólkinu okkar á
hlutabótaleiðina, en fljótlega kom í
ljós að ótrúlega vel rættist úr sölu-
málum. Við endurgreiddum því
mánuði síðar það sem við höfðum
fengið vegna hlutabóta. Verð fyrir
fiskinn lækkaði á þessum tíma, en
það voru kaupendur að aflanum
áfram og bátarnir gátu haldið
áfram að róa. Það mátti hins vegar
ekki mikið út af bera og ef magnið
var of mikið kom það strax fram í
verði og um tíma voru ekki full af-
köst.“
Frá áramótum er búið að selja
um tíu þúsund tonn á Fiskmarkaði
Vestfjarða, en síðasti vetur var
erfiður vegna ótíðar. Auk starf-
seminnar í Bolungarvík er fyrir-
tækið með útibú á Suðureyri og
Flateyri. Samúel reiknar með að
um markaðinn fari hátt í 13 þús-
und tonn í ár. Það er talsvert
meira en í fyrra þegar þar voru
seld 11.600 tonn, en nokkru minna
en metárið 2018 þegar um 14 þús-
und voru seld á markaðnum.
Fimm línubátar frá Bolungarvík
landa hjá FiskVest; Otur ÍS, Einar
Hálfdáns ÍS, Jónína Brynja ÍS,
Fríða Dagmar ÍS og Guðmundur
Einarsson ÍS. Einnig landa þar
dragnótabátarnir Þorlákur ÍS, Ás-
dís ÍS og Finnbjörn ÍS og togarinn
Sirrý ÍS að hluta. Jakob Valgeir
ehf. gerir út þrjá línubátanna og
togarann og er stærsti hluthafinn í
fiskmarkaðnum, sem sér einnig
um slægingu fyrir útgerðina og
fleira.
Samúel segir að lítið hafi verið
um aðkomubáta í viðskiptum við
markaðinn undanfarið. Bátar af
Snæfellsnesi og víðar hafi oft kom-
ið vestur síðustu mánuði ársins, en
þeir séu ekki enn komnir.
Fiskmarkaður Vestfjarða tók til
starfa í Bolungarvík árið 2007.
Hefur gengið merki-
lega vel á markaðnum
Hátt í 13 þúsund tonn seld á Fiskmarkaði Vestfjarða í ár
Ljósmynd/Samúel Samúelsson
Stór vinnustaður Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Vestfjarða í Bolungarvík, en þar eru 14-15 stöðugildi á ársgrunni.
Í grein í vísindaritinu Scientific
Reports er fjallað um áhrif hlýn-
andi sjávar á útbreiðslu fiskteg-
unda og voru 82 tegundir skoðaðar.
Greinin byggist á gögnum úr 5.390
togstöðvum í stofnmælingum í
haustralli Hafrannsóknastofnunar
1996-2018. Á tímabilinu breyttist
ástand sjávar á Íslandsmiðum mik-
ið og markmið rannsóknarinnar
var að meta áhrif þeirra breytinga
á útbreiðslu mismunandi fiskteg-
unda.
Alls reyndist útbreiðsla helmings
tegundanna hafa breyst og lang-
flestar sýndu tilfærslu til vesturs,
norðvesturs eða norðurs. Breyt-
ingar á útbreiðslu voru mest áber-
andi hjá tegundum grunnslóð-
arinnar og þá sérstaklega
hlýsjávartegundum og þeim sem
lifa við þröngt hitastigsbil á Ís-
landsmiðum. Tilfærsla tegunda
samfara 1°C hækkun sjávarhita
var metin vera á bilinu 1-326 kíló-
metrar, að meðaltali 38 km. Rann-
sóknin sýndi að hækkun um 2-3°C
væri líkleg til að valda stórfelldum
breytingum á útbreiðslu fiska og
fiskveiðum við Ísland.
Höfundar eru Steven E. Camp-
ana og Ragnhildur B. Stefánsdóttir
frá Háskóla Íslands og Klara Jak-
obsdóttir og Jón Sólmundsson frá
Hafrannsóknastofnun. aij@mbl.is
Hærra hita-
stig sjávar
hefur áhrifEltak sérhæfir sig í söluog þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
2012
2019