Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 8. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.97 Sterlingspund 178.66 Kanadadalur 104.1 Dönsk króna 21.879 Norsk króna 14.995 Sænsk króna 15.495 Svissn. franki 150.99 Japanskt jen 1.3061 SDR 194.9 Evra 162.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.2653 Hrávöruverð Gull 1912.5 ($/únsa) Ál 1741.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.41 ($/fatið) Brent ● Peninga- stefnunefnd Seðla- banka Íslands ákvað á fundi sín- um á þriðjudag að halda meg- invöxtum bankans óbreyttum í 1%. Þetta kom fram í gærmorgun þegar ákvörðun nefnd- arinnar var gerð opinber. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að efnahags- horfur hafi versnað frá síðustu ákvörð- un í ágústmánuði. Hins vegar hafi hagvöxtur reynst þróttmeiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir á sama tíma. Verðbólga hafi aukist á milli fjórðunga og mældist 3,2% á þriðja fjórðungi ársins þar sem geng- islækkunar krónunnar á verði inn- fluttra vara gæti enn. Bendir Seðla- bankinn á að áhrif af lækkandi stýrivöxtum síðustu mánuði, ásamt öðrum aðgerðum bankans, eigi enn eftir að koma að fullu fram og að þær muni styðja áfram við þjóðarbúskap- inn og stuðla að því að efnahagsbat- inn verði hraðari en ella. Í máli Ásgeirs Jónssonar seðla- bankastjóra í gær kom fram að veik- ara gengi og lægri vextir myndu skapa efnahagsbatann á komandi mánuðum. Stýrivöxtum Seðlabank- ans haldið óbreyttum Ásgeir Jónsson STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Reykjanesbær freistar þess nú að taka 8,4 milljarða lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) í því skyni að kaupa fasteignir bæjarfélagsins út úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EF). Verði áætlanir þessar að veru- leika verður lánsfénu varið til upp- greiðslu skuldabréfs sem Lífeyris- stjóður starfsmanna ríkisins á og stendur til greiðslu vegna fast- eignanna sem nú eru vistaðar í EF. Með hinu nýja fjármagni mun bæj- arsjóður því eignast fasteignirnar að nýju. Kjartan Már Kjartansson seg- ir að þetta skref sé ekki aðeins já- kvætt fyrir bæjarsjóð heldur nauð- synlegt enda tryggi það bænum full yfirráð yfir eignunum og lækki af- borganabyrði af þeim. Fasteignaævintýri á enda „Með þessu mun tæplega tveggja áratuga „ævintýri“ ljúka sem hófst með stofnun Fasteignar árið 2002,“ segir Kjartan. Bendir hann á að eft- ir fall bankanna árið 2008 hafi skuld- ir félagsins endað í höndum Glitnis Holdco. sem hafi á sínum tíma ekki talið rétt að bærinn hefði stjórnun- arlega ábyrgð á félaginu. „Það þýddi að stjórn félagsins var skipuð fólki sem annaðhvort var lauslega eða alls ekki tengt bæjar- félaginu og þeim verkefnum sem því er ætlað að sinna.“ Þegar uppgjör slitabúa föllnu bankanna fór fram afhenti Glitnir Holdco. skuldabréfið á EF sem hluta af stöðugleikaframlagi sínu í ríkissjóð. Þaðan fór bréfið inn í Seðlabanka Íslands og Lindarhvol en heimildir Morgunblaðsins herma að sú afhending hafi verið á lægra gengi en því sem núverandi krafa hljóðar upp á, þ.e. 8,4 milljarða króna. í uppgjöri milli ríkissjóðs og LSR var að lokum ákveðið að skuldabréf- ið rynni inn í eignasafn lífeyrissjóðs- ins og þangað hafa afborganir og vaxtagreiðslur runnið síðustu miss- erin en skuldabréfið er á lokagjald- daga eftir aldarfjórðung og ber 4,2% verðtryggða vexti. „Eins og staðan er á markaði í dag teljum við tækifæri til þess að fjármagna þessar skuldbindingar með hagstæðari hætti,“ segir Kjart- an og vísar þar til samkomulagsins við LS. „Við höfum væntingar um að geta fengið kjör sem standi í kring- um 1% og því er vaxtamunurinn gríðarlegur. Jafnvel þótt upp- greiðslugjald upp á 0,5% falli ekki niður á skuldabréfinu hjá LSR fyrr en í lok febrúar þá getur það borgað sig að byrja að borga inn á skulda- bréfið um leið og útgáfa LS hefst. Þetta metum við allt þegar það skýrist betur hver kjörin verða. Stórt fjármögnunarverkefni Óttar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri LS segir ánægjulegt að geta komið að þessu endurfjármögnunar- verkefni Reykjanesbæjar. Hann við- urkennir að verkefnið sé stórt í snið- um en til samanburðar má geta þess að LS hefur veitt lán fyrir um 19 milljarða króna það sem af er ári en að til samanburðar hafi heildarút- gáfan hjá sjóðnum numið um 30 milljörðum í fyrra. „Við teljum að þetta sé vel gerlegt án þess að það trufli aðra og hefð- bundnari útgáfu hjá okkur. Mark- aðurinn brást ekki sérlega vel við tíðindunum í morgun og ávöxtunar- krafan hækkaði nokkuð en við för- um í útboð í þarnæstu viku og þá fáum við betri tilfinningu fyrir því hvernig landið liggur. Ég hef trú á því að þetta muni ganga vel,“ segir Óttar. Vaxtabyrðin lækkar verulega Kjartan Már bendir á að með þessu skrefi geti bæjarsjóður lækk- að vaxtabyrði sína um 250 til 300 milljónir á ársgrundvelli og að það muni um minna þegar mjög svo gefi á bátinn hjá Reykjanesbæ eins og öðrum sveitarfélögum um landið en bærinn hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum eftir að kórónuveiran lamaði nær allar flugsamgöngur til og frá landinu. Verði lánafyrirgreiðsla LS að veruleika verður Reykjanesbær annar stærsti skuldunautur sjóðsins með u.þ.b. 13,8 milljarða króna lán hjá honum. Aðeins Hafnarfjarðar- kaupstaður er með stærri skuld- bindingar tengdar sjóðnum eða um 14,5 milljarða króna. Reykjanesbær tekur fasteignirnar yfir að nýju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breyting Fasteignir Reykjanesbæjar hafa að stórum hluta verið í eigu Eign- arhaldsfélagsins Fasteignar síðustu áratugi en nú verður breyting þar á.  Hyggst greiða upp 8,4 ma. lán frá LSR  LS ræðst í skuldabréfaútgáfu Kjartan Már Kjartansson Óttar Guðjónsson Næstu tvær vikurnar þurfa bíóhús landsins eins og mörg önnur fyrir- tæki, að beygja sig undir harðari samkomutakmarkanir vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Sum kvikmyndahús hafa ákveðið að loka á þessu tímabili en önnur ætla að hafa opið. Þannig tilkynnti Sena fyrr í vik- unni um lokun Smárabíós í tvær vik- ur. Þá eru engar sýningar auglýstar á vef Háskólabíós, sem Sena rekur, en opið er í Borgarbíói á Akureyri, samkvæmt upplýsingum á vef Senu. Á vef Bíó Paradísar má sjá að sýn- ingar verða þar áfram í boði. Hjá Árna Samúelssyni, eiganda SAM-bíóanna, fengust þær upplýs- ingar að Sambíóin í Álfabakka yrðu áfram opin, en verið væri að skoða með að hafa önnur bíó samstæðunn- ar eitthvað opin um helgar. Árni segir að vinsælustu myndirn- ar í Sambíóunum í veirufaraldrinum hafi verið barnamyndir, en stórum og dýrum Hollywood-myndum hafi ítrekað verið frestað vegna ástands- ins, að Tenet undanskilinni. Henni hafi gengið vel. Geir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Myndforms, sem rekur Laug- arásbíó, segir í samtali við Morgun- blaðið, að Laugarásbíó verði áfram opið, með þeim takmörkunum sem í gildi eru, en aðeins mega 20 manns vera í bíósal í einu, allir gestir þurfa að bera grímu og sitja í merktum sætum. Geir segir að Myndform hafi kannski komist betur í gegnum ástandið út af vinsældum íslensku kvikmyndanna Síðustu veiðiferðar- innar og Ömmu Hófíar, sem Mynd- form framleiddi. tobj@mbl.is Aðsókn Síðasta veiðiferðin sló í gegn á árinu, og dró marga í bíó. Áfram verður hægt að fara í bíó  Íslenskar myndir og barna- myndir vinsælar Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 159.000,- Leður púði verð 15.900,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.