Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkj- anna (FDA) gaf í gær út leiðbein- ingar sínar vegna bráðabirgðaleyfis fyrir ný bóluefni gegn kórónuveir- unni. Tók stofnunin af allan vafa og sagðist ekki skoða vottun lyfja fyrr en eftir aðra lotu prófana, tveimur mánuðum eftir að sjálfboðaliðar í lyfjaprófuninni hefðu fengið sinn annan lyfjaskammt. Því er heldur ólíklegt að komið verði bóluefni á markað fyrir for- setakosningarnar 3. nóvember næstkomandi eins og stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur stefnt að og tíðum sagt munu nást fram að ganga. Stofnunin segir að bóluefnið þurfi að ganga í gegnum hefðbundið próf- unarferli og að minnsta kosti tveggja mánaða eftirfylgni svo hægt verði að á grundvelli gagna meta hvort bóluefnið standist áhættukröf- ur. Tvö fyrirtæki sem lengst eru komin í bóluefnisþróun sinni, Mod- erna og Pfizer, hófu lokaferli próf- ana í júlí sem fólst í tveimur bólu- setningum með fjögurra vikna millibili. Það mundi þýða að þeir fyrstu sem gáfu sig fram sem sjálfboðalið- ar í lyfjaprófinu lykju tveggja mán- aða eftirfylgninni ekki fyrr en í lok október. Því yrði tæpast nóg af gögnum til að undirbyggja heimild til notkunar bóluefnisins í neyðartil- fellum. Bóluefnið þarf að sprauta helming allra Covid-19-sjúklinga með og til viðbótar þarf minnst fimm tilfelli al- varlegra veikinda ef lyfleysuhópur- inn á að sanna gagnsemi bóluefn- isins. „FDA er bundið af því að ferli bóluefnisprófana vegna kórónuveir- unnar og vísindalegt matsferli á gagnsemi þess sé eins opið og gagn- sætt og frekast er unnt,“ sagði Stephan Hahn, yfirmaður Lyfja- og matvælaeftirlits Bandaríkjanna, í tísti á samfélagsvef. Ákvörðun FDA að birta leiðbein- ingar stofnunarinnar mun vera angi af reiptogi hennar og ráðamanna í Hvíta húsinu. Að sögn bandarískra fjölmiðla álítur Hvíta húsið tveggja mánaða eftirfylgnistímann í lyfjaþróuninni óþarfan og hefur lagt að FDA að notast ekki við hann. Trump lét misþóknun sína í ljós á Twitter-síðu sinni í fyrrakvöld, en þar sagði hann: „Nýjar FDA-reglur gera mönnum miklu erfiðara fyrir að hraða bóluefnisþróuninni á þann veg að hægt verði að samþykkja bóluefni fyrir kjördag. Bara enn ein pólitísk árásin.“ Sérfræðingar á sviði heilbrigðis- mála fögnuðu afstöðu FDA og sögðu hana sýna að stofnunin gengi fram af ábyrgð er hún lægi undir pólitísk- um þrýstingi. Trump hefur næstu daga loka- sprett baráttu sinnar fyrir endur- kjöri 3. nóvember nk. Er á brattann að sækja því ný skoðanakönnun fyr- ir CNN-stöðina sýnir Joe Biden með 57% fylgi gegn 41% fylgi forsetans. Áfram þungt fyrir dyrum Lítið lát er á útbreiðslu og styrk kórónuveirunnar. Í gær klukkan 15 að íslenskum tíma náði fjöldi stað- festra sýkinga sex milljónum í Evr- ópu en veirunnar varð fyrst vart í álfunni í janúar sl. Reyndust sýkingarnar 6.000.940 og andlát af þeirra völdum 237.716. Verst hefur Rússland orðið úti með 1.248.619 sýkingar og 21.865 andlát. Á Spáni eru sýkingarnar orðnar 825.410 og dauðsföllin 32.486. Frakkland er í þriðja sæti með 669.235 sýkingar og 32.365 dauðs- föll. Í Bretlandi eru sýkingar orðnar 530.113 og dánartilvikin 42.445. Það er til marks um nýrrar sókn- ar kórónuveirunnar að síðustu sjö dagana eina og sér bættust 543.137 nýjar sýkingar við í Evrópu. Var það 26% meiri hraði en vikuna þar á undan er 431.951 sýking kom í ljós. Dauðsföllum hefur einnig fjölgað á þessum tíma úr 4.765 í 5.562. Að stóru leyti er hin mikla fjölgun sýkinga rakin til miklu víðfeðmari skimunar gegn kórónuveirunni í mörgum löndum Evrópu, svo sem í Frakklandi þar sem ein milljón manna er skimuð í hverri viku. Þrátt fyrir það er talið að mun vægari og ekki eins hættuleg tilvik hafi ekki komið fram við leitina og muni áfram fara huldu höfði. Fátæklingum fjölgar Allt að 115 milljónir manna gætu orðið fátæktardraugnum alvarleg bráð vegna samdráttar í hagkerfum heimsins af völdum kórónuveirufar- aldursins. Við þessu varaði David Malpass, forstjóri Alþjóðabankans í Washington, í gær. Er þetta mun meiri fjöldi en í fyrri spám bankans sem í ágúst síð- astliðnum sagði um 100 milljónir manna falla í flokk alvarlegustu fá- tæktarinnar. Áætlar bankinn að árið 2021 geti um 150 milljónir enn búið við bláfátækt og verið undir þeim framfærslumörkum sem kveða á um sára fátækt. Trump fær ekki bólu- efni fyrir kosningar  Joe Biden nýtur 57% fylgis en Trump 41% í könnun CNN AFP Gettysburg Joe Biden, frambjóðandi demókrata flutti ávarp við Gettys- burg-vígvöllinn í fyrrakvöld. Kosningabaráttan harðnar nú dag frá degi. Hafsbotn jarðarinnar er útbíaður af áætluðum 14 milljónum tonna af ör- plasti sem kvarnast hefur úr og brotnað niður úr ógrynni úrgangs- efna sem rata út í sjó ár hvert, að sögn CSIRO, vísindastofnunar Ástralíu. Magn hinnar örsmáu mengunar er 25 sinnum meira en í fyrri rann- sóknum á útbreiðslu plastmassa í höfunum. Úr nýju rannsókninni varð til fyrsta hnattræna matið á ör- plasti sem fallið hefur til botns á höf- unum. Við rannsóknirnar brúkuðu vís- indamenn CSIRO fjarstýrðan dvergkafbát er tók botnsýni á allt frá grunnsævi og niður á 3.000 metra dýpi allt að 300 kílómetrum undan ströndum Suður-Ástralíu. Út frá magni hinna örsmáu plastagna áætluðu þeir síðan um dreifingu þessarar mengunar. Örplastið eru litlar agnir, fimm millimetrar eða minni á breidd, og getur verið skaðlegt öllum sjávar- lífverum. Vegna smæðarinnar geta verið margir milljarðar plastagna í 14 milljóna tonna heildarmassanum. „Við rannsóknir okkar kom í ljós að djúpsjávarbotninn er niðurfall fyrir örplastið,“ segir rannsókn- arstjórinn Denise Hardesty við fréttastofu AFP. „Það kom okkur í opna skjöldu að sjá svo mikla örplastsþéttni á svo fjarrænum hafsbotni,“ bætti hún við. Vísindamennirnir birtu uppgötv- anir sínar í hinu ritrýnda tímariti Frontiers in Marine Science. Þeir segja að á svæðum þar sem mikið var af fljótandi plasti hafi verið al- gengt að finna aukið og meira magn örplasts á botni þar undir. „Plastmengunin sem ratar út í höfin gengur úr sér og brotnar niður og verður að örplasti,“ segir leiðang- ursstjórinn Justine Barrett. „Nið- urstaða okkar er að örplast er tví- mælalaust að sökkva niður á botn hafanna,“ bætir hún við. Hardesty sagði að bráðnauðsyn- legt væri að grípa til ráðstafana og finna lausn á plastmengun í höf- unum því hún hefði áhrif á öll vist- kerfi heimsins, villt dýralíf og heilsu manna. Í öðrum rannsóknum hefur verið áætlað að allt að 200 milljónir tonna af plasti flytu í Atlantshafi. Er það nálega 10 sinnum meira en áður hafði verið haldið. „Plastmagnið sem flýtur í höfunum hefur verið stórlega vanmetið,“ segja vísindamennirnir er þátt tóku í rannsókninni. Beind- ust athuganir þeirra að þrenns kon- ar plasti, fjöletýleni, fjölprópýleni og glæru polystyrene-einangr- unarplasti. Eru það algengustu plastefnin við framleiðslu á flöskum og plastpokum og öðru sem til fellur sem úrgangsplast. agas@mbl.is AFP Mengun Plast á Costa del Este-strönd Panamaborgar á leið á haf út. 14 milljónir tonna örplasts á hafsbotni  25 sinnum meira magn en talið var N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.