Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 49

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 49
Það er mörgum tilhlökkunarefni þegar jólasúkkul- aðið kemur í verslanir. Omnom bregst ekki fremur en fyrri ár og hafa fagurkerar keppst við að dásama hversu fallegt það er enda fengu færri en vildu í fyrra. Vetrarlína Omnom er komin út og líkt og fyrri ár sækir hún inn- blástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum lið- inna jóla. Omnom sækir innblástur í mat- arhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin. Vetrarlínan inniheldur þrjú súkkuaðistykki og kemur einnig í fallegri gjafaöskju en umbúðirnar voru hannaðar í samstarfi við lista- konuna Söru Riel. Vetrarlínan seld- ist upp í fyrra og eru landsmenn hvattir til að næla sér í vetrarsúkku- laði Omnim sem fyrst. Dark Nibs + Raspberries Margslungnir, fíngerðir tónar og fislétt rauð- berjabragðið gerir Madagaskar 66% súkkulaðið að einu stóru ástarævintýri fyrir bragðlaukana. Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakón- ibbum, fullkomna pakkann. Nú er hátíð í bæ! úr framleiðslunni hjá Omnom, tröllahöfrum og ríkulegu magni af engifer og kanil. Spiced White + Caramel Appelsínur og malt. Malt og appelsín. Krydd- að, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Súkkulaði sem er sannkallaður óður okkar til jólanna. Jólin eru komin hjá Omnom Milk + Cookies Það er ómögulegt að hugsa til jóla án þess að upp komi í hugann minning um piparkökur og glas af ískaldri mjólk. Súkkulaðimeistarar Om- nom vildu fanga þessa minningu og leituðu því til Brauðs & Co til að aðstoða við að búa til hina fullkomnu krydduðu smáköku. Grunnurinn var unninn úr afgangsmöndlum Eftirsótt Vetrarlína Omnom seldist upp í fyrra en umbúð- irnar eru hannaðar af Söru Riel. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Pantanir í s. 558 0000 og info@matarkjallarinn.is Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is MATARPAKKI 2MATARPAKKI 1 Koníaksbætt humar- og kóngakrabbasúpa m/steiktum humar og kryddjurtarjóma Grilluð nautalund m/piparsósu, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu 5.990 á mann fyrir 3 rétti 5.990 á mann fyrir 3 rétti Nauta carpaccio m/trufflu majónesi og reyktummöndlum Hægeldað andarlæri m/heimagerðu rauðkáli, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu Matarpakkar Matarkjallarans 25% AFSLÁTTUR af TAKE AWAY matseðli Lágmark 7.500 kr. fyrir fría heimsendingu *Panta þarf matarpakka með dags fyrirvara **Lágmarkspöntun er fyrir 2 manns Matgæðingar geta formlega hætt að hafa áhyggjur af jólunum því meistari Þráinn Freyr Vigfússon, sem allajafna er kenndur við Sumac og ÓX, er að senda frá sér bók fyr- ir jólin. Ætla má að það sé eldhústeymið allt á Sumac sem stendur að verkinu og verður spennandi að sjá bókina sem mun bjóða upp á ævintýraveislu fyrir bragðlaukana ef allt er eins og það á að vera. Bókin ku væntanleg í verslanir í lok nóvember. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þráinn á Sumac bar + grill með bók fyrir jólin Meistarakokkur Þráinn Freyr Vig- fússon er mað- urinn á bak við Sumac og ÓX. Markaðurinn var opnaður síðastlið- inn fimmtudag og stóðu á annað hundrað manns í röð þegar dyrnar voru opnaðar. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, áttu menn þar á bæ ekki von á þessum viðbrögðum. „Viðtök- urnar voru ansi magnaðar og bjuggumst við ekki við þessari mætingu. Við sjáum það eftir fyrstu vikuna að aukningin er yfir 300% á milli ára sem verður að teljast stór- góð aukning. Það er engu líkara en að fólk kunni vel við að sækja í gamlar íslenskar matarhefðir á þessum skrítnu tímum sem við öll erum að upplifa,“ segir Sigurður og bendir á að fátt sé betra en að setj- ast niður með sínum nánustu og taka slátur að gömlum sið. „Vinsælasta varan okkar er þrjú ófrosin slátur og að sama skapi selst mikið af vömbum, þindum og lifur. Við munum gera okkar allra besta til að tryggja nægt magn svo að allir sem vilja nái að taka slátur í ár. Næg er eftirspurnin og mun starfsfólk okkar í Kringlunni taka vel á móti slátursvöngum viðskipta- vinum,“ segir Sigurður en Slátur- markaðurinn í Hagkaup Kringlunni er opinn þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 14 til 18 og stendur yfir til og með 23. október næstkom- andi.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 300% aukning milli ára Sláturmarkaður Hagkaups í Kringlunni byrjaði með látum þetta árið. Fyrsta daginn kláraðist allt magn- ið sem búið var að áætla yfir daginn á 40 mínútum og hafa menn ekki séð viðlíka viðtökur. Sækir í hefðirnar „Það er engu líkara en að fólk kunni vel við að sækja í gamlar íslenskar mat- arhefðir á þessum skrítnu tímum,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.