Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
✝ Vilhjálmur JónGuðbjartsson
fæddist í Reykjavík
9. júní 1948. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ 24. september
2020. Foreldrar
hans voru Guð-
bjartur Haralds-
son, f. 5.9. 1930, d.
23.3. 2015, og
Hanna Jónsdóttir,
f. 6.6. 1931, d. 3.9. 1995. Vil-
hjálmur ólst að mestu upp hjá
móðurforeldrum sínum, Vil-
helmínu Kristjánsdóttur, f. 22.6.
1900, d. 15.11. 1995, og Jóni
Jónssyni, f. 24.8. 1896, d. 3.1.
1969. Systkini Vilhjálms eru:
Haraldur, f. 1949, Jóhann Grét-
ar, f. 1951, Jóhannes Þór, f.
1953, Hafsteinn, f. 1956, Þor-
finnur Þráinn, f. 1959, Hanna
Björt, f. 1961.
f. 2009 og Eva Sóley, f. 2014. 3)
Símon Elvar, f. 1983. Unnusta
hans er Bryndís Einarsdóttir, f.
17.11. 1987.
Vilhjálmur ólst upp í Vestur-
bænum hjá móðurforeldrum sín-
um en dvaldi á sumrin á Flateyri
hjá foreldrum sínum og systk-
inum. Árið 1972 tók Vilhjálmur
sveinspróf í húsasmíði. Hann
starfaði lengi vel við almennar
smíðar fyrir ýmsa verktaka.
Jafnframt starfaði hann um
skeið við innréttingasmíði á
verkstæði Axels Eyjólfssonar
(Axis). Árið 1988 hóf Vilhjálmur
störf í Byko Breiddinni og starf-
aði þar í 25 ár. Lengst af var
hann deildarstjóri í festinga-
deild.
Útför Vilhjálms verður gerð
frá Seljakirkju í dag, 8. október
2020, og hefst athöfnin kl. 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
geta ekki nema nánustu að-
standendur verið við athöfnina.
Hægt er fylgjast með athöfninni
í streymi:
https://www.seljakirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Þann 30. október
1971 kvæntist Vil-
hjálmur Jóhönnu
Sigríði Guðjóns-
dóttur leikskóla-
kennara, f. 26.5.
1953, dóttir Sím-
oníu K. Helgadótt-
ur, f. 1.10. 1927, og
Guðjóns S. Svein-
björnssonar, f. 7.12.
1928, d. 7.5. 2018.
Börn Vilhjálms
og Jóhönnu eru: 1) Dröfn, f.
15.4. 1972, gift Elfari Úlfars-
syni, f. 18.6. 1965. Börn þeirra
eru: a) Alexander, f. 1987,
kvæntur Auði Sif Kristjáns-
dóttur, f. 1992, sonur þeirra er
Elfar Ingvi, f. 2018. b) Ósk, f.
1994. c) Vilhjálmur Jón, f. 2000.
d) Jóhanna Inga, f. 2004. 2) Guð-
jón, f. 30.1. 1976, kvæntur Re-
bekku Sif Kaaber, f. 27.2. 1977.
Dætur þeirra eru Bára Margrét,
Tengdafaðir minn Venni var
einstakt ljúfmenni. Hann var nær-
gætinn og hjartahlýr. Hann var
traustur, hreinn og beinn. Það var
alltaf stutt í hláturinn og gleðina
hjá Venna og barnabörnin hans
nutu þessa óendanlega. Afi Venni
gat alltaf leikið með þeim í barns-
legri einlægni og hló hæst að
skondnum uppátækjum þeirra.
Venni kunni að gleðjast með öðr-
um og fátt gladdi hann meira en
nærvera barnabarnanna. Eitt af
áhugamálum Venna var veiði-
mennska og hápunktur sumarsins
hjá börnunum og mér var að fara
með honum að veiða. Hann kenndi
okkur öll trikkin í bókinni, átti allt-
af réttu græjurnar og það var allt-
af sólskin í þeim ferðum, þó svo að
hellirigndi.
Venni var hrifnæmur og bar
djúpt skyn á umhverfi sitt og allt
sem orð fá ei lýst. Þetta endur-
speglaðist í fegurðarskyni hans og
nærgætni hans gagnvart öllu lífi,
hvort sem það var vinur í vanda,
fiskur á bryggjusporði eða gróður
náttúrunnar. Á toppnum trónaði
brosið hans en síðan komu hend-
urnar hans. Hvort sem það var
spýta eða rósarunni, allt lék í
höndum hans og vandvirkni var
hans aðalsmerki. Hann lærði
húsasmíði og nýtti sér hæfileika
sína fljótt í mikilvæg verkefni.
Eitt það fyrsta, og líklega það af-
drifaríkasta, var þegar hann fyrir
um 50 árum frelsaði verðandi eig-
inkonu sína út úr herberginu sínu
þegar hurðin hviklæstist. Fjöl-
skyldumeðlimum tókst ekki að
opna og ákváðu að lokum að sækja
Venna út í bíl þar sem hann beið
eftir því að eiga stefnumót með
nýju kærustunni og hafði enn ekki
hitt tilvonandi tengdafjölskyldu
sína. Það má því segja að hand-
lagnin hafi opnað honum margar
dyr. Dyrnar hjá Venna voru alltaf
opnar og vilji hans til að hjálpa
öðrum sem þurftu á að halda var
sjálfsprottinn.
Í þau fimmtán ár sem við fjöl-
skyldan bjuggum erlendis vorum
við alltaf velkomin og gista á heim-
ili hans og tengdamömmu í öllum
okkar fríum. Hann var gjafmildur
og hikaði ekki við að lána okkur öll
þau tæki og tól sem hann átti og
þau voru ófá. Bíllinn hans stóð
okkur líka alltaf til boða og með í
pakkanum var að passa börnin
okkar.
Venni kenndi mér smíðar og
verklag. Hann var vandvirkur
með eindæmum og mikið snyrti-
menni. Fyrir mig var hann ótæm-
andi fjársjóður af verkviti og verk-
lausnum. Um leið og við hjónin
festum kaup á húsnæði sem við
vildum gera upp var Venni kom-
inn í öllum sínum frístundum svo
mánuðum skipti til að að græja
húsið frá grunni upp í ris. Hann
smíðaði og skapaði stóru myndina
í smáatriðum og aldrei var ryk-
arða skilin eftir í lok langs vinnu-
dags.
Venni var mér sá faðir sem ég
átti aldrei. Ég hefði ekki getað
fengið betri fyrirmynd. Nú er
hann fallinn frá eftir erfið veikindi
og kominn í aðra heima. Við þessa
kveðjustund er söknuður og þakk-
læti mér efst í huga.
Þar sem áður var líf og gleði, er ei meir
á sólríkum degi vinur deyr.
Þú kvaddir í hljóði, í löngum draumi
þá hugur þinn löngu farinn frá lífsins
glaumi.
Nú ertu kominn í aðra heima,
heima sem kærleik og gleði geyma.
Á daginn þú smíðar og rósirnar snyrtir
á nóttunni brosir þar til í hjörtunum birtir.
Elfar Úlfarsson
Elsku afi Venni var stór hluti af
lífi okkar. Ekki síst vegna þessa að
við fjölskyldan bjuggum hjá hon-
um og ömmu í Látraselinu í öllum
okkar sumar- og jólafríum í þau 15
ár sem við bjuggum í Svíþjóð. Afi
var alltaf svo glaður og ánægður
með að hafa okkur hjá sér. Jafnvel
þegar við í fjölskyldunni vorum
orðin sex og tókum orðið ansi mik-
ið pláss.
Minningarnar eru margar. Afi
að skellihlæja með okkur yfir
teiknimyndum sem urðu alltaf
fyndnari fyrir vikið. Afi aflakló að
veiða með okkur og kunni að
hnýta fullkomna veiðihnúta. Afi
reddari að laga allt sem bilaði og
flautaði alltaf lágt á meðan. Afi
snyrtipinni að stússast í bílskúrn-
um sínum þar sem allt var ávallt í
röð og reglu. Afi með grænu fing-
urna sína að gera garðinn fínan.
Afi í hægindastólnum sínum að
horfa á sjónvarpsfréttirnar. Afi
bílstjóri að skutla okkur hvert sem
við þurftum að fara. Afi handlagni
í framkvæmdum að smíða og laga.
Afi forvitni með okkur á ferðalög-
um að skoða alla framandi hluti í
þaula, hann vildi alltaf kanna
hvernig allt virkaði. Afi matmaður
að njóta þess að hittast og borða
góðan mat með stórfjölskyldunni,
þá naut hann sín allra best.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku besti afi, og munum aldrei
gleyma þér.
Þín
Alexander, Ósk, Vilhjálmur
Jón og Jóhanna Inga.
Vilhjálmur eða Venni bróðir
eins og hann var alltaf kallaður í
fjölskyldunni var elstur okkar sjö
systkina. Venni fékk ungur löm-
unarveiki og var þess vegna mikið
hjá ömmu, Vilhelmínu Kristjáns-
dóttur, og afa, Jóni Jónssyni, á
þessum tíma. Þegar fjölskyldan
okkar flutti til Flateyrar 1958 varð
Venni eftir í Reykjavík hjá ömmu
og afa þar sem betri aðstoð var að
fá vegna veikindanna. Það varð til
þess að hann ólst upp hjá þeim við
allt aðrar aðstæður en við hin.
Venni kom oftast vestur á sumrin
og hafði hann orð á því við mig
hvað það var erfitt að fara suður
aftur eftir að hafa verið með okk-
ur, allri fjölskyldunni, sumarlangt.
Venni lærði til smiðs og fetaði
þannig í fótspor afa okkar Jóns
Jónssonar. Hann starfaði við smíð-
ar alla sína starfsævi þó ekki væri
það alltaf hans aðalstarf. Hann
þótti einstaklega vandvirkur og ná-
kvæmur við öll þau verk sem hann
tók sér fyrir hendur. Jafnvel þótti
einhverjum nákvæmnin meiri en
góðu hófi gegndi.
Venni hóf störf hjá BYKO 1988
og vann þar lengst af sem deilda-
stjóri festingadeildar verslunar-
innar í Breiddinni. Venni var
ánægður í sínu starfi og sinnti því
af fagmennsku. Það var sama við
hvern maður talaði, það vissu allir
hver Villi í BYKO væri, en það var
hann kallaður þar. Venni var
þekktur fyrir mikla þekkingu og
afbragðsgóða þjónustulund.
Venni var ellefu árum eldri en
ég. Það má segja að ég hafi ekki
kynnst Venna fyrir en 1985, árið
sem ég flutti heim frá Svíþjóð. Það
var gott að leita til Venna. Hann
var traustur, vildi allt fyrir mann
gera og það var gott að ræða við
hann. Þó ég væri hvatvís og oft
fljótur á mér en Venni rólegur og
yfirvegaður, fannst mér gott hvað
við náðum vel saman. Það var alltaf
stutt í brosið hjá Venna en hann
ljómaði ef ég gat stungið að honum
einum eða tveimur bröndurum.
Venni var mikill Kiwanismaður og
bauð okkur bræðrunum gjarnan
með þar í veislur hvort sem um var
að ræða skötu, villibráðarhlaðborð
eða annað. Var þá gjarnan boð áð-
ur heima hjá Venna og Jóhönnu
þar sem boðið var upp á góðar veit-
ingar. Áttum við saman margar
ógleymanlegar stundir.
Venni var giftur Jóhönnu Guð-
jónsdóttur og áttu þau saman þrjú
börn. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og hugsaði vel um sína nán-
ustu. Þau Jóhanna byggðu sér fal-
legt heimili, síðast í Látraseli.
Stórfjölskyldan var Venna einnig
mikilvæg og kær.
Venni greindist með alzheim-
ers-sjúkdóminn 63 ára og var sú
barátta erfið og grimm. Jóhanna
og fjölskyldan öll stóð honum þétt
við hlið í gegnum erfiða tíma.
Elsku Jóhanna, Dröfn, Guðjón
og Símon, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar og fjölskyldunn-
ar allrar. Guð styrki ykkur í sorg-
inni.
Þ. Þráinn Guðbjartsson.
Áttundi áratugurinn er í al-
gleymingi og við Dröfn tilheyrum
öflugri sveit pokadýra í Hagkaup í
Skeifunni. Eftir á að hyggja þá er
þetta eina starfsstéttin sem við
vinkonur höfum tilheyrt sem lagt
hefur upp laupana.
Fram undan hjá okkur vinkon-
um eru langir vinnudagar í poka-
bransanum, með herðapúðana á
sínum stað, sem brotnir eru upp
með heimsóknum í Pizzahúsið og
ef við erum heppnar, sem við er-
um ansi oft, koma Jóhanna og Vil-
hjálmur að sækja okkur. Þegar ég
horfi til baka og hugsa til Vil-
hjálms hljómar lagið „Solid as a
rock“ sem er dálítið merkilegt því
ég held að við vinkonurnar höfum
mest hlustað á Whitney Houston á
Seljabrautarárunum, að minnsta
kosti þegar Dröfn fékk að ráða, en
þetta lag er mjög viðeigandi þegar
Vilhjálms er minnst.
Fjölskylda Drafnar vinkonu
minnar er einfaldlega þannig að
þegar maður tengist einum í fjöl-
skyldunni þá tengist maður allri
fjölskyldunni, foreldrunum sem
voru dálítið eins og jörð og eldur,
bræðrunum, Ingu fræknu og
ömmu og afa sem lést árið 2018.
Nú kveðjum við Vilhjálm og, svona
eftir á að hyggja, finnst mér að
hann hafi alltaf verið að gera mér
smá greiða en ég hafi aldri getað
endurgoldið honum greiðana.
Reyndar held ég að ég hafi hjálpað
í einhverju afmæli hjá honum en ég
tel það varla með því hann var allt-
af boðinn og búinn til að koma og
segja sitt góða og fagmannlega álit
á öllum framkvæmdum á mínu
heimili. Vilhjálmur var ekki marg-
máll en það sem hann sagði var
gulls ígildi og hann kunni vel að
meta þegar vandað var til verka.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar ég fékk Vilhjálm til að segja
sitt álit á baðherbergisframkvæmd
heima hjá mér, þau hjónin komu
saman, Jóhanna spjallaði en Vil-
hjálmur skoðaði sig um, spurði
spurninga og kvaddi með því að
segja að honum þætti þetta fínt. Í
næsta símtali við Dröfn mína kom í
ljós að pabbi hennar hafði verið yfir
sig hrifinn, já hann Vilhjálmur var
ekki að dreifa efsta stigs lýsingar-
orðum að óþörfu en lét verkin tala.
Sóttvarnaráðstafanir munu
hamla því að ég fylgi Vilhjálmi
seinasta spölinn en hann mun
vera umkringdur sínum nánustu
og það er jú fólkið sem skipti
hann ávallt mestu máli. Elsku
Dröfn mín, elsku Jóhanna, Guð-
jón, Símon og fjölskyldur, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anna Sif Jónsdóttir.
Kær frændi er fallinn frá, eftir
erfið veikindi.
Ég sit hér á Skriðu og horfi
upp í loftið á bústaðnum og minn-
ist góðs og hjálpsams frænda,
hingað kom hann að hjálpa
frænda sínum eftir að hann veikt-
ist og mátti finna að veikindin
höfðu haft áhrif. En viljinn og
hjálpsemin voru sannarlega á sín-
um stað.
Venni, eins og við kölluðum
hann í fjölskyldunni, og ég vorum
systkinabörn en Venni var í raun
meira, nær því að vera föðurbróð-
ir því hann var mikið hjá Jóni afa
og Villu ömmu og að hluta alinn
upp af þeim. Ein af fyrstu
bernskuminningum mínum er
um Venna í rúminu hjá afa og
ömmu með sáraumbúðir á fæti
eftir að hafa fatast miðið í hnífap-
arís. Önnur er að Venni átti
„mekkanó“ og ég man hvað
spennandi var að fylgjast með
honum byggja allrahanda hluti úr
því, og hvað þá að fá að byggja
sjálfur.
Venni hafði ákveðnum skyld-
um að gegna hjá afa og ömmu,
þar á meðal að sjá um G 1087 sem
var bíll afa en afi var blindur síð-
ustu æviárin svo Venni var um-
sjónarmaður og bílstjóri þeirrar
bifreiðar. Ótrúlega var gaman
fyrir ungan dreng að fá að fara
með frænda sínum í bíltúr. Annað
sem hann sá um var jólaserían
sem var með sérstökum perum
með innbyggðum loftbólum. Al-
veg fram á síðustu ár var Venni
að leita að perum í hana og fann
að lokum og mikið var gaman að
sjá hana í gangi um síðustu jól.
Ég á ótal aðrar skemmtilegar
minningar úr æsku enda bjó stór-
fjölskyldan í miklu návígi í Vest-
urbænum. Heimilið á Vesturgöt-
unni er sérkafli í lífi okkar í
fjölskyldunni. Þar bjuggu afi og
amma síðustu árin, svo og Venni.
Amma hélt heimili til æviloka,
komin hátt á tíræðisaldur, og á
engan er hallað þótt ég fullyrði að
hún hefði ekki getað það nema
fyrir ómælda aðstoð þeirra
Venna og Jóhönnu sem sinntu
henni af einstakri nærgætni og
trúmennsku. Á sunnudags-
morgnum var ævinlega kaffi á
könnunni og pönnukökur og þar
hittist stórfjölskyldan og oftast
mætti Venni.
Venni lærði trésmiði og vann
við þá iðn alveg þangað til hann
hóf störf í Byko. Hann var fær í
sínu fagi og afar farsæll smiður.
Fagþekking hans nýttist vel hjá
Byko þar sem hann sá um fest-
ingadeildina í Breiddinni. Hann
var einstaklega vinsæll og vel lið-
inn og byggði deildina upp af
mikilli þekkingu og gerði hana
þannig að eftir var tekið. Hann
var virtur og velmetinn af meist-
urum og verktökum og menn
söknuðu hans sárlega þegar hann
hætti þar.
Eins og áður sagði var hann
einstaklega hjálpsamur, jafnan
boðinn og búinn að aðstoða, hafði
alltaf tíma og var bóngóður með
afbrigðum. Þau Jóhanna voru líka
einstaklega samhent og dugleg að
rækta tengslin við vini og ætt-
ingja. Við Sigga höfum notið góðs
af því. Ég á eingöngu ljúfar og
hlýjar minningar um Venna og
ánægjuleg samskipti okkar alla
tíð. Þau einkenndust af rólyndi
hans og góðri nærveru. Hans
verður ævinlega minnst með hlýju
í hjarta.
Elsku Jóhanna og fjölskylda,
megi allar góðar vættir fylgja ykk-
ur og styðja um ókomna framtíð.
Jón Ingi Guðmundsson.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um hjá ástkærum vini okkar Vil-
hjálmi Jóni Guðbjartssyni, Venna,
langar okkur að minnast hans og
þakka fyrir að hafa fengið að
ganga með honum í gegnum lífið.
Samfylgd sem spannar yfir 50 ár
og aldrei hefur fallið skuggi á þá
vináttu. Við kynntumst þegar við
vorum öll undir tvítugu. Hópurinn
hittist reglulega á Bárugötunni í
húsnæði ungtemplara á þriðju-
dagskvöldum og á gömlu dönsun-
um í Templarahöllinni á laugar-
dagskvöldum. Þar bundumst við
sterkum vináttuböndum. Við
höfðum öll unun af ferðalögum og
ferðuðumst saman hvenær sem
tími gafst.
Hanna og Venni voru fyrsta
parið í okkar hópi en á þeim tíma
fór hópurinn að tvístrast, sumir
fóru út á land og aðrir til útlanda.
Við vorum hrædd um að missa
hvert af öðru og stofnuðum því
saumaklúbb til að halda utan um
hópinn. Saumaklúbburinn varð
fljótt að traustum vinahópi sem
naut þess að koma saman af ýms-
um tilefnum. Farið var í árvissar
fjölskyldutjaldferðir, sumar-
bústaðaferðir, utanlandsferðir,
árshátíðir haldnar og matarklúbb-
ur stofnaður, að ógleymdum
gönguferðum. Við vorum eins og
stórfjölskylda þar sem eiginmenn
urðu vinir og börnin vissu ekki
betur en að allir væru bundnir
fjölskylduböndum og þannig vildi
Venni ekki síst hafa það.
Sumarferðalög hópsins voru
ávallt tilhlökkunarefni og þar var
Venni í essinu sínu. Hrókur alls
fagnaðar við grillið enda matgæð-
ingur, hafði bæði skoðun og vit á
eldun og framreiðslu góðs matar.
Skipulagshæfileikar hans nutu sín
vel í byggingu á „sameigninni“ en
hópurinn fjárfesti snemma í forláta
tjaldi þar sem allir gátu borðað
saman og haldið kvöldvökur í hvaða
veðri sem var. Til að tjalda því
þurfti gott skipulag og stýrði Venni
ávallt því verki af mikilli röggsemi.
Það var gott að vera í návist
Venna, hans fallega bros og
glettnin í augunum lýstu stundina.
Það fylgdi honum alltaf yfirvegun
og rósemd. Allir hlutir voru á sín-
um stað. Nákvæmni hans og natni
birtust í öllum hans verkum jafnt í
smíðinni sem var hans iðn, sem og
umgengni við alla hluti. Bílarnir
hans voru til að mynda alltaf eins
og nýkomnir úr kassanum, alltaf
hreinir og vel við haldið. Allt sem
hann gerði var vel gert.
Venni var hjálpsamur og ætíð
tilbúinn að leggja góðum málum
lið. Kiwanisklúbburinn Elliði, sem
hann var félagi í yfir 40 ár, naut
góðs af dugnaði hans og nennu.
Þegar Venni er kvaddur er
þakklæti efst í huga. Þakklæti fyr-
ir ljúfmennskuna og hans góðu
nærveru. Kæri Venni, hafðu þökk
fyrir ógleymanlegar og yndislegar
stundir í gegnum árin.
Elsku Hanna okkar, Dröfn,
Guðjón, Símon og fjölskyldur,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi góður guð styrkja ykkur
á þessum sorgartímum og minn-
ingin um dásamlegan eiginmann,
föður, tengdaföður og afa lifa.
Anna, Þröstur, Ása, Eiríkur, Ás-
laug, Guðrún, Kristín, Rebekka,
Sigþór, Þóra María og fjölskyldur.
Vilhjálmur Jón
Guðbjartsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KARENAR VILHJÁLMSDÓTTUR
kennara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fríðuhúss og
starfsfólks Hrafnistu í Skógarbæ.
Þorvaldur Óskarsson
Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Sigurður Ásgrímsson
Marta Steina Þorvaldsdóttir, Gautur Þorsteinsson
Vilhjálmur Smári Þorvaldsson, Rósa Halldórsdóttir
Óskar Torfi Þorvaldsson, Susanne A. Elgum
barnabörn og barnabarnabörn