Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um laust sæti í lokakeppni EM í kvöld en upphaflega átti leikurinn að fara fram í nóvember á síðasta ári. Biðin eftir landsleiknum er því orðin ansi löng og strembin en í gegnum tíðina hefur íslenska karlalandsliðið verið hálfgert sameiningartákn þjóðarinnar. Gullaldarkynslóðin í ís- lenska liðinu er komin eða er að komast á fertugsaldurinn og því spyrja margir sig hversu mörg góð ár þeir eiga eftir með lands- liðinu. Það er alla vega alveg ljóst að liðið á enn þá góða möguleika á því að fara á þriðja stórmótið í röð sem yrði stór- kostlegur árangur hjá þjóð sem telur ekki yfir 365.000 manns. Það er öllum ljóst að leikurinn gegn Rúmeníu verður afar strembinn og fari svo að liðinu takist að vinna bíður liðsins ann- að strembið verkefni gegn ann- aðhvort Búlgaríu eða Ungverja- landi í úrslitaleik um laust sæti á EM. Eftir að hafa setið blaða- mannafund með Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska liðsins, í gær þá er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn. Maðurinn er ekki bara fædd- ur sigurvegari heldur er hann líka stútfullur af sjálfstrausti, alltaf. Hann gæti eflaust sann- fært Kim Jong-un um að segja af sér sem forseti Norður-Kóreu þegar þannig liggur á honum. Hann sannfærði mig alla vega á blaðamannafundi gærdagsins og ég hef enga trú á öðru en að Ís- land fari á sitt þriðja stórmót í röð. Íslenska þjóðin er að ganga í gegnum erfiða tíma en lands- liðið hefur oftar en ekki sam- einað landann þegar mest á reynir og mikið er undir. Áfram Ísland! BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Guðni það ganga ágætlega. „Að mörgu er að huga í þessum aðstæðum og það má alveg segja að þetta sé ótrúlega flókin fram- kvæmd. Taka þarf tillit til alls kyns sóttvarnareglna bæði frá yfirvöld- um en einnig frá UEFA. Þótt ekki verði nema fáir áhorfendur á leikn- um þá er þetta engu að síður flókið í framkvæmd. En þetta hefur geng- ið vel og samhliða landsleikjum þurfum við að huga að mótahaldi og öllu öðru starfi hjá knattspyrnu- sambandinu. Þetta hefur tekið á en gengið vel. Við kvörtum ekki og ég held að framkvæmdin á morgun [í dag] eigi eftir að ganga vel.“ Skiptir máli að hafa Tólfuna Fyrir ekki löngu síðan voru vænt- ingar um að hægt yrði að leyfa fólki að fara á völlinn og ljóst að ekki vantar eftirspurnina þegar svo mik- ið er í húfi. Talsverð óvissa hefur verið í þeim efnum og fyrir nokkr- um dögum var útlit fyrir að um þús- und áhorfendur gætu verið í Laug- ardalnum en segja má að þær vonir hafi að engu orðið á upplýs- ingafundi almannavarna fyrir tveimur dögum. „Ég var í sambandi við UEFA fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þá gerði maður sér vonir um að geta verið með fjögur tvö þúsund manna hólf á þessum leik eða nánast fullan völl. En við höfum þurft að takast á við þetta sem dunið hefur yfir und- anfarnar vikur og mánuði. Þetta hefur breyst viku frá viku og jafn- vel dag frá degi. Við verðum þó með okkar dyggustu stuðningsmenn í Tólfunni sem munu hvetja strákana áfram. Ég held að það muni skipta máli og gefa landsliðsmönnunum kraft. En eftir allt sem á undan er gengið er ánægjulegt að þessi leik- ur fari loksins fram og við ætlum okkur sigur. Hjá mér persónulega held ég að það verði ákveðinn léttir þegar maður getur sest í sætið og horft á leikinn eftir að hann verður loksins flautaður á. Ég geri ráð fyr- ir því að stór hluti þjóðarinnar verði heima í stofu að fylgjast með.“ Laugardalsvöllurinn hefur af og til verið vettvangur mikilvægra leikja í október og völlurinn er í góðu ásigkomulagi að sögn for- mannsins. „Það er auðvitað farið að kólna og því þarf að hafa fyrir því að halda vellinum við. Hann er í góðu standi miðað við árstíma. Eins góðu og hægt er að búast við myndi ég halda,“ sagði Guðni Bergsson. Tekur á en gengur vel  „Ótrúlega flókin framkvæmd“ vegna glímunnar við kórónuveiruna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lykilmenn Jóhann Berg og Gylfi Þór æfðu á Laugardalsvellinum í gær. EM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is „Nei, mesta furða. Ég hef góða til- finningu fyrir leiknum en ég er nú líka bjartsýnn maður almennt séð. Ég hef góða tilfinningu fyrir þess- um leik sem og flestum öðrum hjá landsliðunum,“ sagði Guðni Bergs- son, formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, þegar Morg- unblaðið innti hann eftir því hvort hann væri orðinn stressaður fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu í kvöld. „Við erum með mjög sterkan leikmannahóp. Í þetta skiptið eru nánast engin meiðsli en nokkuð hef- ur verið um það í undanförnum leikjum. Menn eru instilltir og ætla sér sigur. Liðið ætlar sér auðvitað að komast á EM.“ Þótt þær reglur sem Knatt- spyrnusamband Evrópu hafi sett um framkvæmd leiksins hafi legið fyrir þá hafa breytingar orðið á sóttvarnareglum hér innanlands á síðustu dögum og vikum. Spurður um hvernig starfsfólki KSÍ hafi gengið að undirbúa leikinn sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er gengin til liðs við sænska úrvals- deildarfélagið Lugi frá Lundi. Haf- dís hefur ekkert leikið með Fröm- urum á tímabilinu vegna höfuðmeiðsla en hún er 23 ára göm- ul. Hún þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa leikið með Boden tímabilið 2018-19. Þá hefur Hafdís einnig leikið með SønderjyskE í Dan- mörku en hún er uppalin hjá Fram í Safamýrinni. Lugi er í neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Hafdís samdi við Lugi í Svíþjóð Morgunblaðið/Árni Sæberg Svíþjóð Hafdís Renötudóttir er á leið á kunnuglegar slóðir. Margir íslenskir handknattleiks- menn voru á ferð með liðum sínum í gærkvöld, eins og sjá má neðst á þessari síðu. Þar fóru fremstir í flokki Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif í Svíþjóð, og Viggó Kristjánsson, skytta hjá Stuttgart í Þýskalandi. Daníel fór á kostum í markinu hjá Guif þegar lið hans tapaði naumlega fyrir Ystad IF. Hann varði hvorki fleiri né færri en 22 skot og var með 45 pró- sent markvörslu. Viggó var í aðal- hlutverki hjá Stuttgart og skoraði 8 mörk í sigri á Essen. Var með 45 pró- sent markvörslu Morgunblaðið/Eggert Góður Daníel Freyr Andrésson varði 22 skot í leiknum í gær. Öllum leikjum á Íslandsmótunum í handknattleik og körfuknattleik hefur verið frestað næstu tólf dag- ana, eða til mánudagsins 19. októ- ber, vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarna um að gert yrði hlé á íþróttastarfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Knattspyrnusamband Íslands til- kynnti enn fremur í gærkvöld að öllu mótahaldi á Íslandsmótinu yrði frestað um eina viku, eða til 14. október. HSÍ og KKÍ stóðu frammi fyrir því að mælst var til þess að engir íþróttaviðburðir færu fram innan- húss en hins vegar hefði KSÍ getað haldið áfram keppni utanhúss með mjög ströngum reglum um sótt- varnir og án áhorfenda. Tvær umferðir í hvorri grein Í handboltanum þýðir þetta að tveimur umferðum í úrvalsdeildum karla og kvenna hefur verið frest- að. Konurnar áttu að leika 4. um- ferð deildarinnar frá kvöldinu í kvöld til laugardags og 5. umferð- ina laugardaginn 17. október. Karlarnir áttu að leika fimmtu umferð sína frá laugardegi til þriðjudags og sjöttu umferð 17. og 18. október. Sama er að segja um efstu deild- irnar í körfuboltanum. Konurnar áttu að leika sína fjórðu umferð í gærkvöld og fimmtu umferðina næsta miðvikudag. Karlarnir áttu að leika aðra umferð á föstudag og laugardag og þriðju umferðina viku síðar. Engin frestun hjá körlunum Í knattspyrnunni hefur viku frestun ekki áhrif á keppni í úrvals- deild karla en þar er ekki umferð á dagskrá fyrr en fimmtudaginn 15. október vegna landsleikjanna næstu daga. Fjórar síðustu umferð- ir deildarinnar eiga að fara fram á tímabilinu 15. til 31. október. Hins vegar átti að leika sautjándu og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar kvenna á laugardag- inn kemur, ásamt því að tveir áður frestaðir leikir KR-inga áttu að fara fram á þessu tímabili. Við- ureign Fylkis og KR sem átti að fara fram í gærkvöld var blásin af. Tveimur umferðum er ólokið í úrvalsdeild kvenna og einni til tveimur umferðum í neðri deildum karla og kvenna. KSÍ getur hvenær sem er blásið Íslandsmótið end- anlega af og þá mun staða liða, samkvæmt hlutfalli stiga og leikja, verða endanlega lokastaða í við- komandi deildum. vs@mbl.is Öllum leikjum frest- að í sjö til tólf daga Meistaratitillinn blasir við Los Ang- eles Lakers eftir sigur gegn Miami Heat í fjórðu viðureign liðanna í úr- slitum NBA-deildarinnar í körfu- knattleik, 102:96. Þótt lið Miami sé laskað hefur Lakers þurft að hafa fyrir hlutunum og forskot liðsins var aldrei mikið í leiknum. LeBron James voru mislagðar hendur í fyrri hálfleik en hann var framúrskarandi í síðari hálfleik. Skoraði þegar upp var staðið 28 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoð- sendingar. Anthony Davis var mun betri en í þriðja leiknum og skoraði 22 stig. Kentavious Caldwell Pope kom á óvart og skoraði 15 stig fyrir Lakers. Miami var án Gorans Dragic og Bams Adebayos í tveimur leikjum. Dragic er enn frá en Adebayo gat verið með og skoraði 15 stig. Jimmy Butler skoraði 22 stig, tók 10 fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum þrívegis. Hann geislar af sjálfstrausti í úrslita- rimmunni. Hinn tvítugi Tyler Herro skoraði 21 stig. kris@mbl.is AFP 3:1 Jimmy Butler og LeBron James eigast við í fjórða leiknum. Meiri fyrirstaða en margir töldu Þýskaland Bergischer – Erlangen ....................... 29:25  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Bergischer er með 4 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Stuttgart – Essen................................. 31:23  Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert. Stuttgart er með 2 stig. Danmörk Skanderborg – Ribe-Esbjerg............. 29:27  Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson ekkert. SønderjyskE – Mors ............................ 25:37  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SønderjyskE. Noregur Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Drammen – Viking.............................. 35:21  Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Drammen. Svíþjóð Kristianstad – Helsingborg................ 28:27  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson eitt. Guif – Ystad IF..................................... 28:30  Daníel Freyr Ágústsson varði 22 skot í marki Guif, þar af 2 vítaköst. Sviss Suhr Aarau – Kadetten....................... 27:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet- ten Schaffhausen.  KNATTSPYRNA Umspil EM karla, undanúrslit: Laugardalsv.: Ísland – Rúmenía......... 18.45 Í KVÖLD!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.