Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Skógurinn, bæði í eiginlegrimerkingu og sem tákn fyr-ir nánast hvað sem er, ermeginstefið í bók Jónasar
Reynis, Dauði skógar. Hún segir
frá Magnúsi, miðaldra karlmanni í
litlu þorpi, sem finnst hann vera ör-
lítið á skjön við samfélagið sem
hann býr í. Lesandinn fær að fylgj-
ast með Magnúsi gera upp fortíðina
eftir dauða föður
síns í tætings-
legri nútíð.
Þrjár kynslóðir
utangátta karl-
manna birtast í
bókinni, Magnús
sjálfur, faðir
hans og sonur.
Tilfinningin sem
bærist innra með
þeim öllum
kemst áleiðis til lesandans, óþægi-
leg tilfinning þess sem finnst hann
ekki tilheyra samfélaginu og langar
jafnvel ekki að vera í tengslum við
það.
Skógurinn er áþreifanlegur í bók-
inni, skógurinn sem var og skóg-
urinn sem verður, skógurinn sem
dó og skógurinn sem brennur, og
fléttast inn í nánast hvert einasta
orð bókarinnar. Hann er tákn fyrir
minningar, lífið og dauðann, og vek-
ur það því djúpa sorg hjá lesand-
anum þegar tré fellur eða deyr, rétt
eins og um manneskju væri að
ræða.
Jónasi Reyni, höfundi bók-
arinnar, tekst reglulega vel að
tengja alla anga bókarinnar saman
með skóginum og mynda þannig
eina gróðursæla heild og skilja les-
andann eftir saddan. Texti Jónasar
hefur rætur sem liggja allar á einn
eða annan hátt saman og tengist
hvert textabrot í bókinni þannig
öðru textabroti. Flæðið í bókinni er
í stuttu máli hrein unun.
„Rauð lína skipti skóginum í
tvennt, í dauðan skóg og lifandi, og
landamærin færðust hratt til.“
Þrátt fyrir að þræðir sögunnar
fléttist svo vel saman er söguþráð-
urinn í heild sinni á tíðum stefnu-
laus og er erfitt að sjá hvaða mark-
mið söguhetjan hefur. Sagan virðist
vera eins konar innlit í líf Magnúsar
og þeirra sem hann umkringja án
þess að um eiginlega ferð frá A til
B sé að ræða.
Persónusköpunin er almennt til
fyrirmyndar, flestar persónur bók-
arinnar eru áhugaverðar og sam-
kvæmar sjálfum sér. Hildi, eigin-
konu Magnúsar, sem leikur stórt
hlutverk í bókinni, er þó einungis
lýst nokkuð yfirborðslega og verður
hún þannig þreytandi karakter, án
þess að það sé nauðsynlegt sögunni
sjálfri. Lesandinn spyr sig hvort
það hefði veitt sögunni aukna dýpt
ef Hildur hefði fengið að vera sjálf-
stæðari persóna sem hefði eitthvað
annað að gera en að skammast og
taka til.
Bókina er erfitt að leggja frá sér
og Jónasi Reyni tekst að hrífa les-
andann og vekja spennu um það
sem gerist næst í þessari þriðju
skáldsögu hans. Þótt fyrri verk
Jónasar hafi heillað undirritaða
meira er Dauði skógar bók sem
óhætt er að mæla með.
Að lesa í skóginn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hrífandi „Bókina er erfitt að leggja frá sér og Jónasi Reyni tekst að hrífa
lesandann og vekja spennu um það sem gerist næst,“ skrifar rýnir.
Skáldsaga
Dauði skógar
bbbbn
Eftir Jónas Reyni Gunnarsson.
JPV útgáfa, 2020. Innb., 180 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, lauk 4. október og
var að þessu sinni hægt að leigja
valdar myndir hátíðarinnar á undir-
vef RIFF sem nefndist RIFFheima,
auk þess að sækja sýningar í Nor-
ræna húsinu og Bíó Paradís. Áfram
verður hægt að leigja valdar myndir
á RIFF heima nú í október.
Myndirnar á leigu verða í þremur
flokkum. Sá fyrsti nefnist Ísland og
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í
gegnum tíðina og myndirnar í hon-
um verður hægt að leigja og horfa á
dagana 5.-11. október. Innsýn í huga
listamanns nefnist annar flokkur og
hægt að leigja úr honum frá 12.
október og horfa á dagana 15.-18.
október. Þriðji flokkurinn er Mið-
næturhryllingur sem hægt verður
að leigja úr frá 19. október og horfa
á dagana 22.-25. október.
„Með RIFF heima og Bíóbíl RIFF
færðum við kvik-
myndaunnendum
um land allt
myndirnar okkar
og erum stolt af
því. Bíóbíll RIFF
sló í gegn en hann
fór hringinn í
kringum landið,
heimsótti skóla
og hélt bílabíó á
kvöldin,“ segir
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
RIFF, í tilkynningu. „Á sýningar-
stöðum seldum við færri miða en ella
á hverja sýningu og takmörkuðum
gestafjölda. Heilt yfir var aðsóknin á
hátíðina góð og uppselt á sýningar á
stærstu myndir hátíðarinnar eins og
Nomadland og Druk. Sama er að
segja um sérviðburði og Bransadag-
ar á netinu og á staðnum gengu von-
um framar.“
RIFF verður áfram heima í október
Hrönn
Marinósdóttir
hafa ritað söguna á farsíma á milli
þess sem hún sinnti nýfæddu barni
sínu. Í eftirmálanum kemur fram að
höfundurinn hafi um níu ára skeið bú-
ið á eyju við Kyrrahafsströnd Kól-
umbíu, eyju sem byggð er bláfátæku
fólki af afrískum uppruna „sem lifir
eiginlega utan við nútímann“. Lífríkið
er afar fjölbreytilegt en þarna er líka
mjög votviðrasamt og lífið stöðug
barátta við erfiða náttúruna.
Sagan Tíkin gerist í þorpi á þessari
eyju og segir af Damaris, fátækri
konu um fertugt sem hefur ekki getað
eignast barn með manni sínum Rog-
elio, þrátt fyrir að hafa þráð það heitt
og reynt ýmislegt, eins og töfradrykki
og meðferð töfralæknis til að verða
barnshafandi. Þau hjón búa í kofa
uppi á háum stapa við reisulegt frí-
stundahús hvítra hjóna, hús sem
Damaris og Rogelio annast um og
þrífa, þrátt fyrir að eigendurnir hafi
ekki sést þar árum saman eða síðan
Dauði, grimmdin sem lúrirundir niðri, drasl og niður-brot söguheimsins ein-kenna Tíkina, þessa stuttu
en býsna áhrifaríku skáldsögu kól-
umbíska rithöfundarins Pilar Quint-
ana (f. 1972). Þetta er þrettánda bók-
in í hinni vel lukkuðu (og fallega
hönnuðu) áskriftarröð forlagsins
Angústúru en
langflestar koma
úr öðrum
menningar-
heimum en þeim
enskumælandi og
veita innsýn í for-
vitnilega og fram-
andi heima.
Tíkin er fjórða
skáldsaga Quint-
ana og tryggði
henni virt kólumbísk bókmenntaverð-
laun, Biblioteca de Narrativa. Þýðing
Jóns Halls Stefánssonar er lipur og
rennur vel en hann hefur jafnramt
ritað upplýsandi eftirmála um höf-
undinn og verkið – en Quintana mun
sonur þeirra fórst af slysförum þar
sem hann lék sér við Damaris. Lát
hans er grimmur forboði um það sem
síðar verður.
Eins og Jón Hallur fjallar um í
eftirmálanum þá er móðurhlutverkið
miðlægt í sögunni og „þrúgandi frjó-
semi landslagsins og náttúrunnar“
kreppir að Damaris sem nær ekki að
eignast barn en tekur hins vegar að
sér nokkurra daga gamlan blindan
tíkarhvolp eftir að móðirin er einn
margra hunda á svæðinu sem drepast
eftir að hafa, að því er virðist, verið
gefið eitur. Tíkin er alin upp við þá ást
og umhygju sem börn Damaris hefðu
notið en hér birtist enn sú gamla
sögn, að sjaldan launar kálfurinn
ofeldið. Þegar tíkin eldist og eðli
hennar tekur yfir, svo ekki er alltaf
Damaris að skapi, þá eru viðbrögðin
óvænt og afar stutt í grimmdina sem
liggur alls staðar í leyni í þessum
söguheimi.
Margt er afar vel gert í þessari
sögu Pilar Quintana. Heimurinn er
dreginn raunsæislegum dráttum,
þrúgandi frjór og ágengur. Fátækt-
inni fylgir ómælt rusl, ryð og rotnun,
og þessar aðstæður fóstra öfgafullar
tilfinningar og viðbrögð. Bygging
sögunnar er nokkuð brokkgeng fram-
an af en marglaga mannlýsingar og
frásagnir af samskiptum og átökum
fólks, í fagmannlega mótuðum sögu-
heimi, eru vel lukkaðar. Og stutt og
hnitmiðuð frásögnin er eftir því
áhrifarík lýsing á mótsagnakenndu
mannlegu eðli þar sem fyrir miðju eru
þrá, ást og grimmd.
Höfundurinn Pilar Quintana bjó í
allmörg ár á eyjunni við strönd Kól-
umbíu þar sem sagan gerist.
Þegar vonbrigði yfir
lífinu vekja grimmdina
Skáldsaga
Tíkin bbbbn
Eftir Pilar Quintana.
Jón Hallur Stefánsson þýddi og ritar
eftirmála.
Angústúra, 2020. Kilja, 127 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Hollensk-bandaríski gítarleikarinn
Eddie Van Halen er látinn, 65 ára
að aldri, af völdum krabbameins í
hálsi. Van Halen stofnaði rokksveit-
ina Van Halen með bróður sínum,
trommaranum Alex, árið 1972 en
aðrir meðlimir sveitarinnar voru
bassaleikarinn Michael Anthony og
söngvarinn David Lee Roth. Sonur
Eddies, Wolfgang, gekk til liðs við
sveitina þegar hún kom saman á ný
árið 2007. Eddie Van Halen varð
víðfrægur fyrir mögnuð gítarsóló
sín og lipurð á rafmagnsgítarinn og
var hljómsveitin Van Halen ein vin-
sælasta rokksveit níunda áratug-
arins. Hefur fjöldi heimskunnra
tónlistarmanna minnst Eddies síð-
ustu tvo daga, m.a. Gene Simmons,
söngvari Kiss, og David Lee Roth,
félagi hans úr Van Halen.
Látinn Eddie Van Halen var einn áhrifa-
mesti gítarleikari rokksögunnar.
Eddie Van Halen
látinn, 65 ára
AFP
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára-
langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum
tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu
NETKAST 7.- 12. okt.
-20%
AF ÖLLU
M SKEC
HERS S
KÓM
D’Lites Gleeful
Verð: 14.995.-/ 11.995.-
FRÍ HEIMSENDING