Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 68

Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Er ekki augljóst hvers vegna ég gaf sýningunni þetta heiti, Fæðing guð- anna?“ spyr Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður þar sem við stönd- um í Ásmundarsal við Freyjugötu, með verkin á sýningu hans allt í kringum okkur. Á fimm skjám sem sitja eða hanga fyrir ofan okkur á stálvírum sem strengdir eru milli lofts, veggja og gólfs, eru einskonar kyrrir og ægifagrir skýjabólstrar, blákaldir en þó baðaðir gullinni birtu. Með hægum og seiðandi hætti snúast bólstrarnir sem eru þó ekki loftkenndir heldur úr ís. „Titillinn fæddist einhvern tímann í ferlinu,“ bætir Hrafnkell við. „Ég var að reyna að lýsa því sem við sæj- um og komast að því að það væri eins og fæðing guðanna. Mér fannst það í rauninni vera að gerast, vera nánast bókstaflegt. Svo fannst mér titillinn hljóma skemtilega stór og verkefnið líka eiga skilið svo grand titil!“ Þessi nýjasta sýning Hrafnkels hefur hlotið verðskuldað lof síðan hún var opnuð fyrir rúmum mánuði en henni lýkur 18. október. Gestir upplifa afrakstur langs ferils þar sem listamaðurinn smíðaði eins- konar skúlptúra sem hann kom fyrir á Skálafelli, þar sem þeir söfnuðu á sig ís og snjó sem hann síðan tók bæði vídeó og ljósmyndir af og sýnir – stórt ljósmyndaverk prentað á plexíglerplötu er sýnt í Gryfjunni. Byrjar með ekki neitt Þegar ég spyr Hrafnkel hvort hann hafi gengið lengi með hug- myndina að þessu verki, svarar hann því neitandi og segist í raun oft byrja að vinna að verkum áður en hug- myndin sé fullmótuð. „Ég byrja oft að vinna með ekki neitt,“ segir hann. „Ég tengi kannski við einhverja ögn, nógu mikið til að ég verði forvitinn og sjái að það sé hægt að hlaða ein- hverju utan á það snjókorn.“ Og hér í orðsins fyllstu merkingu; Hrafnkell mótaði málmform sem snjórinn hlóðst utan á og vann þann- ig með náttúrunni. „Jú, ég bjó til grindur undir ísinn og það var heilmikið ferli að finna út hvernig grind þyrfti að vera í laginu til að grípa og taka á móti þessu sem náttúran gat skaffað. Ég þurfti að fara mjög margar ferðir upp á Skálafell, sífellt að endurhanna og teikna upp á nýtt. Ég fór út í að gera þrívíddarforrit með aðstoð arkitekt- anna á Kurt & pí til að teikna upp mynstur sem skagaði mátulega mik- ið út í allar áttir, ekki of mikið, ekki of lítið; ég þurfti að finna út úr því með mjög mörgum ferðum á nokk- urra ára tímabili. Það tók langan tíma að finna út úr þessu – en þá hlóðst líka utan á formin.“ Svo fór Hrafnkell að mynda form- in á grindunum. Uphaflega hugsaði hann þetta bara sem ljósmyndaverk. „En ég hannaði skúlptúrana, grindurnar sem ísinn safnast á, þannig að ég gæti snúið þeim því með því vildi ég geta stýrt birtunni. Þá var komin hringhreyfing sem bauð upp á myndbandstöku og þá fannst mér ég vera búinn að taka ljósmyndunina lengra, ég var búinn að bæta við skrefi.“ Þá bættist tímaþátturinn líka með áhrifaríkum hætti inn í verkin auk þess, eins og Hrafnkell bendir á, að áhorfandinn sjái ísmyndunina sem skúltpúr frá öllum hliðum. Eftir að hafa fundið út hvernig ís- inn hlæðist best á grindurnar tók Hrafnkell myndirnar sem hann vinnur með seint í vetur sem leið. Finna fyrir formunum „Þá var ég kominn með réttu formin og búinn að finna út réttu birtuna. Það var ekkert sjálfgefið að grindin hlæði ís og snjó á sig allan hringinn. Stundum var hellingur af ís öðrum megin en bert á hinni hlið- inni. Ég byrjaði að vinna að þessu haustið 2016 og giska á að ég hafi farið svona 140 ferðir á Skálafell á þessum árum.“ Og svo tók við ferlið við mótun verksins á sýningunni. Hrafnkell segist hafa viljað láta áhorfendur finna á óræðan hátt fyrir formi grindarinnar sem er undir ísnum með því að teygja verkin út í rýmið, láta þau ekki bara vera á veggjum. „Og svo mynda verkin saman hring auk þess sem hvert þeirra sýnir hringferð á skjánum. Upphaflega ætlaði ég að hafa skjáina saman í einskonar skúlptúr en það tók miklum breytingum og hugmyndin kviknaði að strengja stálþræðina hér um rýmið – þeir teygjast um og virkja salinn.“ Ætlar að tæma fjársjóðinn Þetta er enn eitt verkið sem Hrafnkell skapar þar sem tekist er á við manngerða hluti í náttúruunni eða náttúruna í heimi manna. Þekkt ljósmyndaröð hans sýnir tjöld á jöklum, önnur mót sem bílahjól- barðar skilja eftir sig í snjó, þá gerði hann þekkta myndröð af bráðnandi snjóhaugum í þéttbýli og aðra sem sýnir plast í vatni. Hver er ástæðan fyrir því að hann snýr aft- ur og aftur að þessu samspili? Er það ádeila? „Þetta er inngreypt í mig og þau verk sem ég geri og satt best að segja þá veit ég ekki hvers vegna,“ svarar hann. „Það hefur komið mér á óvart að sjá þetta birtast hér enn og aftur, en þó á nýjan hátt.“ Hann þagnar og hugsar sig um. Heldur svo áfram: „Þetta er eitthvert ele- ment í mér sem ég er ekki alveg bú- inn að átta mig á. Og gaman að það skuli koma mér sjálfum á óvart.“ Þeim hluta sýningarinnar sem er í Gryfjunni lýkur nú um helgina en Hrafnkell segir að upplag af verk- inu sem var þar verði gefið út á næstunni. Og hann mun vinna fleiri ljósmyndaverk út frá þessu verk- efni. „Ég ætla að halda áfram að tæma þennan fjársjóð og nýta mér þá þekkingu sem ég hef öðlast í ferlinu.“ – Eru grindurnar á meðan enn á Skálafelli? „Já. Ég skammast mín svolítið fyrir járnadraslið sem ég geymi þar en vona að fólk fyrirgefi mér, ég mun fjarlægja það þegar ég verð búinn,“ segir hann brosandi. Morgunblaðið/Einar Falur Náttúrusýn Hrafnkell í Ásmundarsal, í miðjum hringnum sem skjáirnir sem strengdir eru upp með vírum mynda. „Ég ætla að halda áfram að tæma þennan fjársjóð og nýta mér þá þekkingu sem ég hef öðlast í ferlinu,“ segir hann. „Þá hlóðst líka utan á formin“  Hrafnkell Sigurðsson sýnir Fæðingu guðanna í Ásmundarsal  Skýjabólstrar eru í raun ísmynd- anir á grind sem listamaðurinn smíðaði  Sex ára ferli að baki sýningunni og 140 ferðir á Skálafell Margir velta nú fyrir sér framtíð kvikmyndahúsa víða um heim sem hefur ýmist verið lokað eða fjölda- takmarkanir settar vegna Co- vid-19-farsóttarinnar. Guy Lodge, blaðamaður The Guardian, er einn þeirra sem velt hafa þeim málum fyrir sér og segir í nýlegri grein hans á vef dagblaðsins að kvikmynd Christophers Nolans, Tenet, hafi mistekist að bjarga bíóhúsunum og að kvikmynda- verin séu nú hikandi við að frum- sýna kvikmyndir sínar sem standi eða falli með bíóaðsókn. Lodge bendir á að Tenet sé sú kvikmynd Nolans sem minnstum tekjum hafi skilað frá því The Prestige var frumsýnd fyrir 14 ár- um. Tenet kom loks í bíó eftir að hafa verið frestað í tvígang og sex vikum eftir frumsýningu voru miðasölutekjur 235 milljónir punda sem kann að hljóma vel í eyrum margra en er þó langt und- ir því sem síðasta kvikmynd hans, Dunkirk, skilaði á sínum tíma, 405 milljónum. Var sú tala þó lág í samanburði við miðasölutekjur af The Dark Knight Rises sem voru 830 milljónir. Framleiðslukostn- aður Tenet var 154 milljónir punda og myndin því komin vel yfir núllið. Þó þykja tekjurnar mun lægri en búist var við en Lodge bendir á að framleiðendur geti verið kátir að hafa þó náð þeirri upphæð í kófinu. Miklar vonir voru bundnar við að Tenet myndi bjarga bíóhúsunum en Lodge telur myndina vera fórnarlamb hinna óvenju- legu aðstæðna. Við hafi svo bæst misjafnar viðtökur gagn- rýnenda og um- sagnir bíógesta virðist ekki hafa leitt til þess að fólk flykktist í bíó. Lodge segir að mögulega hafi Warner Bros, framleiðandi mynd- arinnar, veðjað á ranga mynd til að bjarga bíóunum og veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef nýja Bond- myndin, No Time to Die, hefði verið frumsýnd í hennar stað en henni hefur verið frestað fram á næsta vor. Lodge segir aðsóknina að Tenet hafa hrætt kvikmyndaverin sem bindi nú vonir við vorið 2021. Bond kemur í apríl, Black Widow um svipað leyti sem og West Side Story eftir Spielberg. Lokanir Cineworld, annarrar umfangs- mestu bíókeðju heims, á kvik- myndahúsum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum benda líka til þess að ástandið sé verulega slæmt í bíóheimum og hafa þær aukið áhyggjur manna af því að mögu- lega verði ekki mörg bíó eftir til að sýna myndirnar þegar loksins kemur að frumsýningum. Segir Tenet fórnarlamb Christopher Nolan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.