Morgunblaðið - 21.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Orsök strands farþegaskútunnar
Ópals ÞH austur af Lundey í Kolla-
firði í fyrravetur var að mikilvæg ár-
vekni við stjórn skipsins á siglingunni
var ekki viðhöfð, segir í lokaskýrslu
Rannsóknanefndar samgönguslysa,
siglingasviðs. Um borð í skútunni
voru 16 farþegar og tveir í áhöfn, en
ekki urðu slys á fólki, né skemmdir á
skipinu.
Við strandið sendi skipstjóri út
neyðarkall og var mögulegur leki
kannaður, en hann reyndist ekki vera.
Björgunaraðilar voru kallaðir út en
skipverjar gátu losað skipið eftir
nokkrar mínútur á strandstað og siglt
því til hafnar í Reykjavík í fylgd drátt-
arbátsins Jötuns.
Ópal var í skoðunarferð með far-
þega um sundin út af borginni að
kvöldi 6. febrúar þegar óhappið varð.
Siglt hafði verið undir segli og vél-
arafli. Í lokaskýrslunni segir að við
rannsókn málsins hafi komið fram,
samkvæmt upplýsingum skipstjóra,
að um mistök hafi verið að ræða.
Sjálfstýring, sem tengd var segul-
kompás skipsins, hefði ekki haldið
stefnu og vegna ljósa á þilfari hefði
skipstjórinn ekki séð eyjuna.
Háseti að sækja veitingar
Háseti hefði farið niður að sækja
veitingar fyrir farþega og skömmu síð-
ar hefði skipstjóri vikið frá stýrinu til
þess að kveikja þilfarsljós og aðgæta
með fokkuseglið. Það hafi tekið lengri
tíma en hann áætlaði og um leið og
hann kom aftur að stjórnpallinum til að
aðgæta staðsetninguna hafi skipið tek-
ið niðri.
Fram kemur í skýrslunni að sam-
kvæmt gildandi mönnunarreglum fyrir
skipið mátti ekki nota segl á sigling-
unni miðað við mönnun þess. Jafn-
framt að ekki var rétt lögskráð á skipið.
Málsatvik eru rakin nánar í skýrsl-
unni. Þar kemur fram að skipstjórinn
var mjög vanur skipinu. aij@mbl.is
Skortur var á árvekni
Mistök þegar Ópal strandaði við Lundey í febrúar
Morgunblaðið Hafþór Hreiðarsson
Skonnorta Ópal ÞH á siglingu.
Héraðsdómur Austur-Finnmerkur
féllst á kröfu Torsteins Lindquister
héraðssaksóknara í gærmorgun þeg-
ar Gunnar Jóhann Gunnarsson hlaut
13 ára einróma
refsingu þrískip-
aðs dóms í Me-
hamn-málinu.
Segir í rök-
stuðningi dóms-
ins, sem Morg-
unblaðið hefur
undir höndum, að
ekki væri, að
teknu tilliti til
rannsókna á skot-
vopninu, hægt að
útiloka, að skot hefði hlaupið úr byss-
unni án þess að Gunnar hefði tekið í
gikkinn þegar til átaka kom milli hálf-
bræðranna.
Átti sér enga flóttaleið
Hættueiginleikar þeirrar háttsemi
Gunnars, að fara undir miklum áhrif-
um á heimili Gísla Þórs með hlaðna
haglabyssu, hafi hins vegar vegið
mun þyngra auk þess sem Gunnari
var metið það til refsiþyngingar að
leggja á ráðin um hættulega atlögu
þar sem ljóst hafi verið að Gísli Þór
átti sér engrar undankomu auðið.
Bjørn Andre Gulstad, verjandi
Gunnars, sagði í samtali við mbl.is í
gær að áfrýjun væri örugg.
„Réttinum tókst ekki að sýna fram
á það, sem þó telst eðlilegt í saka-
málaréttarfari, að umbjóðandi minn
hefði tekið þá ákvörðun að fremja
verknaðinn hefði hann grunað eða
vitað að háttsemi hans hefði andlát í
för með sér,“ sagði verjandinn.
Þrettán ár
og áfrýjun
öruggt mál
Dómur fallinn í
Mehamn-málinu
Gunnar Jóhann
Gunnarsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hafrannsóknastofnun fer fram á það
við fjárlaganefnd Alþingis að fá 120
milljóna króna viðbótarfjárframlag á
fjárlögum næsta árs til að geta
stundað loðnuleit og mælingar á
stofnstærð loðnu á næsta ári. Þetta
kemur fram í umsögn stofnunarinn-
ar við fjárlagafrumvarp næsta árs.
Bendir Hafrannsóknastofnun á að
við mælingar á hrygningargöngu og
veiðistofni loðnunnar sem gengur að
landinu norðanverðu í janúar og
febrúar hafi útgerðir uppsjávarskipa
áður hlaupið undir bagga með Haf-
rannsóknastofnun og gert þetta á
sinn kostnað fram á þetta ár. Vertíð-
irnar 2019 og 2020 var stofnstærð
loðnu hins vegar það lítil að veiði var
ekki leyfð. Útgerðirnar séu því ekki
tilbúnar að leggja í þennan kostnað
lengur og bendi á að þær greiði þeg-
ar skatta og veiðigjöld til viðbótar.
Samningar tókust fyrr á þessu ári
milli Hafró og Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi um að útgerðirnar
tækju þátt í mælingunum með stofn-
uninni, sem greiddi þeim 30 milljónir
fyrir það. „Þeir fjármunir voru tekn-
ir af rekstrarfé stofnunarinnar.
Heildarkostnaður vegna þessa var
samt talsvert hærri eða um 120 millj-
ónir,“ segir í umsögninni.
Gerð hefur verið áætlun um loðnu-
leit og mælingar á næsta ári og er
tilbúið útboð á skipum í mælingarn-
ar. „Viðbótarkostnaður vegna þess
sem stofnunin þarf að greiða er áætl-
aður 120 milljónir. Stofnunin getur
illa ráðið við þann viðbótarkostnað
án þess að það bitni á öðrum rann-
sóknum eða mælingum á nytjastofn-
um. Því er farið fram á viðbótarfjár-
framlag um þá upphæð sem er
komin til með að vera á komandi ár-
um,“ segir í umsögninni.
Óska eftir 45 milljóna fjárveit-
ingu vegna rannsókna í fiskeldi
Þá segist stofnunin þurfa að auka
rannsóknir vegna vaxandi fiskeldis
og hefur hug á að ráða sérfræðing í
fiskeldi á Ísafirði og annan á Norð-
firði þar sem stofnunin hyggst setja
á laggirnar starfsstöð. Einnig þurfi á
sérfræðingum að halda í Grindavík
eða Hafnarfirði og er farið fram á 45
milljóna fjárveitingu vegna þessa.
Þarf 120 milljónir í viðbót
Hafró biður um meira fé vegna loðnuleitar Útgerðir ekki tilbúnar að greiða
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS kom til
hafnar í gær en meirihluti 25 manna áhafnar
hafði smitast af kórónuveirunni. Starfsfólk frá
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fór um borð til
að framkvæma mótefnamælingu á skipverjum,
en þeir höfðu farið í skimun sl. sunnudag.
Niðurstöður komu daginn eftir, sem sýndu
flesta skipverja smitaða, en skipið var þá farið
aftur á veiðar. Var því snúið við þegar nið-
urstöður lágu fyrir. Sýni eftir mótefnamælingu
voru send suður í gær og er niðurstaðna að
vænta í dag, að sögn forstjóra Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða. Þangað til fá skipverjar ekki
að fara frá borði og löndun á aflanum getur þá
fyrst hafist.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Mótefnamæling á skipverjum Júlíusar
Um 21 þúsund manns höfðu síðdeg-
is í gær staðfest þátttöku sína í und-
irskriftasöfnuninni 39.is. Þar er
skorað á stjórnvöld að setja geð-
heilbrigðismál í forgang aðgerða. Í
því sambandi vísar talan 39 til
fjölda þeirra sem á Íslandi búa og
féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári.
Geðhjálp stendur fyrir undir-
skriftasöfun þessari og segir Grím-
ur Atlason, framkvæmdastjóri sam-
takanna, að nöfn þeirra sem taka
þátt verði afhent ráðamönnum eftir
um tvær vikur. Með því verður þess
krafist að úrbætur í geðheilbrigðis-
málum verði gerðar.
Um 21 þúsund hafa
skrifað undir á 39.is