Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Miðbærinn Hjólabrettakappar sýndu listir sínar á Ingólfstorgi í gær, vegfarendum til yndisauka. Þeir létu jarðskjálftahrinu ekki slá sig út af laginu.
Eggert
Eins og líklegast
flestum Íslendingum
finnst mér ís góður.
Þess vegna geri ég
mér gjarnan ferð út í
ísbúð. Og aldrei hefur
úrvalið verið meira.
Það er eiginlega allt
til. Bragðtegundirnar
eru næstum óteljandi.
Fyrir þann sem alinn
var upp við vanilluís
(rjóma) er erfitt að ná utan um fjöl-
breytnina eða skilja þá miklu hug-
myndaauðgi sem framtaksfólk sýn-
ir í framleiðslu.
En lifandi samkeppni þar sem
neytendur hafa fengið að njóta fjöl-
breytileikans hefur vakið athygli
opinberra eftirlitsaðila. Þess vegna
var talið nauðsynlegt að rannsaka
starfsemi ísbúða – það hlyti að vera
pottur brotinn í starfsemi þeirra og
því aðkallandi að grípa til ráðstaf-
ana og sekta til að verja saklausa
neytendur.
Í júní síðastliðnum lét Neyt-
endastofa til skarar skríða. Gerð
var könnun á sölustöðum og vefsíð-
um ísverslana. Opinberir eftirlits-
menn mættu á staðinn til að rann-
saka hvort „verðskrá yfir
þjónustuliði væri sýnileg á sölustað,
sbr. ákvæði laga nr. 57/2005, um
eftirlit með viðskiptaháttum og
markaðssetningu, og hvort veittar
væru upplýsingar um þjónustuveit-
anda, sbr. ákvæði laga nr. 30/2002,
um rafræn viðskipti og aðra raf-
ræna þjónustu, á vefsíðu“.
20 þúsund
króna dagsekt
Samkvæmt vefsíðu
Neytendastofu var
niðurstaðan:
Verðmerkingar og
einingaverð við sölu á
vörum var í öllum til-
fellum í samræmi við
lög og reglur. Skoðun
á vefsíðum – fésbók-
arsíðum – „sýndi að á
vefsíðunni vantaði
upplýsingar um kenni-
tölu, virðisaukaskattsnúmer, op-
inbera skrá og leyfi þjónustuveit-
anda“. Þar sem engin ísbúðanna
hafði sýnt viðbrögð ákvað Neyt-
endastofa að leggja 20 þúsund
króna dagsektir á hvern og einn ef
hlutunum verður ekki kippt í liðinn
innan tveggja vikna.
Óformleg „rannsókn“ þess sem
hér heldur um penna, leiddi í ljós að
ísbúðirnar hefðu orðið við tilmælum
Neytenda, enda upplýsingar op-
inberar og aðgengilegar öllum t.d. á
upplýsingasíðum ja.is. Fæstar búð-
anna stunda rafræn viðskipti a.m.k.
ekki í gegnum fésbókarsíður sem
eru fyrst og síðast til að koma á
framfæri upplýsingum um verð,
girnilega matseðla og afgreiðslu-
tíma. Rafræn viðskipti með ís eru
eðli máls samkvæmt ýmsum ann-
mörkum háð.
En Neytendastofa er á vaktinni
eins og góðri barnfóstru sæmir. Það
er aukaatriði hvort ísbúðir bjóða
góða vöru og þjónustu í virkri sam-
keppni sem neytendur njóta. Mestu
skipti að þegar vafrað er um fés-
bókarsíður ísbúðanna komi skýrt
fram virðisaukaskattsnúmer og
kennitala.
Endurskoðun á tilvist
Auðvitað eiga fyrirtæki að fara
eftir settum lögum, jafnvel þeim
sem gera lítið annað en íþyngja
rekstrinum og verja ekki hag neyt-
enda með neinum hætti. En eft-
irlitsaðili verður ekki aðeins að búa
yfir góðri dómgreind og ganga fram
af hófsemd, heldur vera þess full-
viss að þegar þvingunum er beitt á
grundvelli laga þá falli viðkomandi
fyrirtæki án vafa undir þau lög.
Rannsókn Neytendastofu á ís-
búðum er vísbending um að stofn-
unin hafi ágætt svigrúm til að sinna
litlum og stórum verkefnum – sé
ekki ofhlaðin verkefnum. Þegar svo
er komið er skynsamlegt að endur-
skoða tilvist ríkisstofnunar. Mörg
verkefna Neytendastofu eru betur
komin hjá öðrum, s.s. Neytenda-
samtökunum, önnur hjá Samkeppn-
iseftirlitinu og jafnvel Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun. Þannig er
hægt að fækka barnfóstrunum um
eina.
Við erum samfélag sem byggir á
lögum – setjum ákveðnar leik-
reglur. Eftirlit með að leikregl-
unum sé fylgt er nauðsynlegt (það
er hins vegar ekki náttúrulögmál að
allt eftirlit eigi að vera á vegum op-
inberrar stofnunar – ekki frekar en
bifreiðaskoðun). Það hefur hins
vegar reynst erfitt fyrir góðhjart-
aða stjórnmála- og embættismenn
að feta hinn gullna meðalveg – setja
einfaldar og skilvirkar leikreglur og
þvælast ekki fyrir eðlilegum við-
skiptum. Tilgangurinn er göfugur;
að verja almenning gagnvart sjálf-
um sér og öðrum. Og til verður land
barnfóstrunnar sem er alltumlykj-
andi í formi eftirlitsstofnana svo
tryggt sé að einstaklingar og fyrir-
tæki fari að fyrirmælum og fari sér
ekki að voða.
Ógöngur eftirlitskerfisins
Ríkisbarnsfóstran hefur því
áhyggjur af öllu – ekki aðeins hvort
virðisaukaskattsnúmer ísbúðar
liggi kýrskýrt fyrir. Á stundum er
engu líkara en fóstran sé sannfærð
um að almenningur þjáist af al-
mennri heimsku, einstaklingar geti
ekki borið ábyrgð á eigin lífi og
fyrirtækjum sé ekki treystandi til
að bjóða góða vöru og þjónustu á
hagstæðu verði.
Hugmyndafræði barnfóstrunnar
og alþjóðleg samvinna barnfóstra
hefur krafist þess að framleiðendur
smur- og hreinsiefna taki sérstak-
lega fram að leita þurfi til læknis, ef
„efnið er drukkið“. Skordýraeitur
verður að merkja sérstaklega; taka
fram að ekki megi geyma það hjá
matvælum og ekki nota eitrið á fleti
þar sem matvæli eru unnin, mat-
búin eða þeirra neytt. Svo verður
sérstaklega að taka fram að alls
ekki megi „nota efnið á fólk og hús-
dýr“. Í bæklingi með rafmagnssög
er með skýringamynd varað við því
að setja hendurnar fyrir sagar-
blaðið. Í leikfangabúðinni er Súp-
erman-búningurinn merktur sér-
staklega og tekið fram að þótt menn
klæðist búningnum geti þeir ekki
flogið. En á sama tíma eru merk-
ingar margra matvæla annaðhvort
illskiljanlegar og/eða ólæsilegar
a.m.k. fyrir miðaldra karl án gler-
augna og þó eru merkingarnar í
samræmi við fyrirmæli. Ekkert af
þessu er án kostnaðar.
Ég hef lengi verið sannfærður
um að opinbert eftirlitskerfi hafi
ratað í ógöngur, þótt margt sé þar
gert sem er til fyrirmyndar. Það
verður að stokka kerfið allt upp og
ekki síst innleiða nýja hugsun. Við
þurfum sterkar og öflugar eftirlits-
stofnanir sem framfylgja settum
reglum af heilbrigði skynsemi og
sinna leiðbeinandi hlutverki til að
tryggja heilbrigði viðskiptalífsins
og hagsmuni neytenda. Uppstokk-
unin kallar á sameiningu stofnana
og útvistun verkefna þar sem við á.
En um leið þarf löggjafinn að taka
til hendinni og einfalda regluverkið.
Við þá vinnu er nauðsynlegt að hafa
í huga að leikreglurnar eru til að
verja neytendur og fyrirtæki, en
ekki til að byggja undir eftirlitsiðn-
aðinn og þær fjölmörgu ríkisfóstrur
sem vilja allt faðma. Sá faðmur er
ekki alltaf hlýr.
Eftir Óla Björn
Kárason »Erfitt er fyrir stjórn-
mála- og embætt-
ismenn að feta hinn
gullna meðalveg – setja
skilvirkar leikreglur og
þvælast ekki fyrir eðli-
legum viðskiptum.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Eftirlitið finnur sér ís-verkefni