Morgunblaðið - 21.10.2020, Page 23
HANDBOLTINN
Bjarni Fritzson
bjarnif@hi.is
Olísdeild karla fór af stað með látum
nú á haustmánuðum og fannst mér
gaman að sjá hversu mörg lið komu á
fljúgandi starti inn í fyrstu umferð-
irnar. Eftir fjórar umferðir varð því
miður að stöðva deildina „út af dotlu“
og má búast við því að hún hefjist
ekki aftur fyrr en um miðjan nóv-
ember.
Covid
Það verður svakalega spennandi
að fylgjast með því hvernig liðin
munu koma til leiks eftir „Covid-
pásuna“. Sérstaklega í ljósi þess að
liðin út á landi hafa fengið að æfa á
fullu, meðan liðin á höfuðborgar-
svæðinu hafa getað gert lítið annað
en heimaæfingar og útihlaup, mega
reyndar fara í spinning núna en það
er önnur saga. Að mínu mati eru
landsbyggðarliðin því í algjöru
dauðafæri að koma sterk inn í mótið
þegar það byrjar aftur og eitthvað
sem þau gera sér augljóslega grein
fyrir og munu ætla nýta sér.
Þjálfarar í erfiðri stöðu
Ég öfunda ekki þjálfara liðanna í
deildinni að sinna sínu starfi sem er
oft á tíðum alveg nógu krefjandi þó
svo þeir séu ekki með heimsfaraldur í
ofanálag. Ég tel að þeirra stærsta
verkefni á næstu mánuðum verði
ekki endilega hvaða taktík þeir ætla
að spila. Frekar hvernig þeir ætli að
halda leikmönnunum sínum á tánum
í gegnum þetta skrýtna tímabil.
Handboltamenn eru nefnilega eins
og aðrir landsmenn langþreyttir á
þessu ástandi og því þurfa þjálfarar
að sýna mikla leiðtogahæfni til þess
að passa að leikmennirnir þeirra
haldi einbeitingu á það sem skiptir
máli.
Besta innkoman og besti
leikmaðurinn hingað til
Við unnendur Olísdeildarinnar
fengum nokkrar góðar gjafir fyrir
þetta tímabil þegar kom í ljós að
margir frábærir leikmenn eins og
Ólafur Gústafs, Árni Bragi, Geir
Guðmunds og Björgvin Páll væru að
koma til baka úr atvinnumennskunni
fyrir þetta tímabil. Flestir þessara
leikmanna hafa komið sterkir inn en
þó er einn leikmaður sem hefur al-
gjörlega skarað fram úr og það er
hann Guðmundur Hólmar úr Selfossi
sem hefur verið hálfóstöðvandi á báð-
um endum vallarins. Þrátt fyrir að
Gummi hafi byrjað frábærlega ásamt
mönnum eins og Ása í FH og Bjögga
í Haukum, þá er besti leikmaður
deildarinnar hingað til samt sem áð-
ur Magnús Óli úr Val. Þessi drengur
er algjört ólíkindatól, ef mótið hefði
ekki verið sett í frost hefði verið erfitt
að útiloka hann úr landsliðshópnum.
Stigataflan
Þrátt fyrir að það sé nú ekki mikið
að marka stigatöfluna svona snemma
í mótinu, þá skulum við samt kíkja á
hvernig liðin hafa farið af stað.
Liðin sem raða sér í efstu sætin
koma ekki mikið á óvart. Aftureld-
ingarmenn sitja þar efstir ósigraðir
en hafa átt töluvert léttara leikjaplan
en Haukar og Valur sem koma þar á
eftir. Þessi þrjú lið eru afar líkleg til
afreka í vetur en eftir að Birkir Bene-
dikts meiddist illa á seinustu æfingu
fyrir fyrsta leik þá verður erfitt fyrir
Aftureldingu að halda í við Hauka og
Val, þau eru bara svo svakalega vel
mönnuð.
Lið eins og Selfoss, ÍBV og FH
hafa á köflum verið að spila flottan
handbolta og eru öll líkleg til þess að
gera harða atlögu til að komast í topp
fjóra. FH hefur kannski byrjað
fullrólega en það gerðu þeir líka í
fyrra og voru komnir í fimmta gír í
lokaleikjum mótsins, spurning hvort
það verði ekki sama upp á ten-
ingnum.
Ég hef haft mjög gaman af að
fylgjast með KA og Stjörnunni og
þrátt fyrir að þau væru bæði til í að
vera með aðeins fleiri stig, þá er flott-
ur bragur á þeim. Bæði þessi lið
fengu marga nýja leikmenn og því tel
ég að þessi tvö lið eigi eftir að bæta
sig einna mest þegar líður á tímabilið.
Framararnir hafa einnig átt sína
spretti og verður áhugavert að sjá
hvort þeir ná að gera alvöru atlögu að
úrslitakeppnissæti.
Ég verð að viðurkenna að mér
finnst frammistaða minni spámanna
hafa komið mér mjög á óvart og sér-
staklega frammistaða Þórs og Gróttu
sem gætu með smá heppni verið
komin með aðeins fleiri stig. ÍR-
ingarnir eru eina stigalausa liðið í
deildinni enda erfitt að fá stig þegar
þú ert að tapa boltanum hátt í 15
sinnum í hverjum einasta leik.
Landsbyggðarliðin eru
í algjöru dauðafæri
Magnús Óli er besti leikmaður Olísdeildarinnar um þessar mundir Guð-
mundur Hólmar hefur verið bestur þeirra sem sneru heim úr atvinnumennsku
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Gegnumbrot Erfitt reynist að halda aftur af Magnúsi Óla. Adam Haukur og Geir Guðmunds gera hér tilraun.
Morgunblaðið/Eggert
Sterkur Akureyringurinn Guðmundur Hólmar finnur sig vel á Selfossi.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Heimsmeistarinn í 400 metra
hlaupi kvenna, Salwa Eid Naser,
sleppur við bann fyrir að skrópa í
lyfjaprófi þar sem starfsmaður lyfja-
eftirlitsins bankaði á vitlausa hurð
þegar hann ætlaði að prófa hlaupa-
konuna á hóteli sem hún dvaldi á.
Ruglaðist starfsmaðurinn í leit sinni
að Eid Naser og samkvæmt frétt The
Guardian bankaði hann á hurð á her-
bergi sem innihélt gaskúta í meira en
klukkutíma, þrátt fyrir að merkingar á
hurðinni bæru þess merki að lítið
annað en gaskúta væri þar að finna.
Naser vann gullið á heimsmeist-
aramótinu í Doha á síðasta ári er hún
hljóp á 48,14 sekúndum, sem er þriðji
besti tími sögunnar og sá besti síðan
1985. Naser er 22 ára gömul og fædd-
ist í Nígeríu en hóf að keppa fyrir
hönd Bareins árið 2014. Átti hún yfir
höfði sér tveggja ára bann hefði hún
verið fundin sek.
Svisslendingurinn Roger Federer
segist vera hóflega bjartsýnn á að
geta verið með á Opna ástralska
meistaramótinu í janúar, fyrsta risa-
mótinu á næsta ári. Federer hefur
unnið einliðaleikinn á risamótum í
tennis tuttugu sinnum á ferlinum en
Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði
þann árangur á dögunum. Federer er
orðinn 39 ára gamall og fór í hnéað-
gerð í sumar. Var það önnur hnéað-
gerðin á árinu og meiðslin halda hon-
um frá keppni út þetta ár. Federer
segist í samtali við blaðið Schweizer
Illustrierte vera á réttri leið í end-
urhæfingunni. Hann finni ekki fyrir
sársauka þegar hann sinnir styrkt-
araæfingum en að svo stöddu æfi
hann ekki með tennisspaðann í meira
en tvær klukkustundir. Hann muni
ekki keppa á ný fyrr en hann sé 100%
tilbúinn en er hóflega bjartsýnn á að
vera með í janúar.
Kristófer Ingi Kristinsson, U21 árs
landsliðsmaður í knattspyrnu, skor-
aði í gær fyrir Jong PSV í b-deildinni í
Hollandi. Liðið mætti NEC Nijmegen á
heimavelli og gerði 1:1-jafntefli. Krist-
ófer var lánaður til PSV síðsumars en
hann er félagsbundinn Grenoble í
Frakklandi. PSV á forkaupsrétt að
Kristófer næsta sumar ef áhugi verð-
ur fyrir hendi hjá Hollendingunum.
Netmiðillinn Karfani.is telur að
Bjarki Ármann Oddsson verði næsti
þjálfari karlaliðs Þórs á Akureyri í
körfuknattleik. Liðið leikur í úrvals-
deildinni en þurfti að láta þjálfarann,
Andrew Johnston, fara á dögunum af
fjárhagslegum ástæðum.
Fjölmörg kórónuveirusmit hafa
greinst hjá hollenska knattspyrnu-
félaginu AZ Alkmaar en Albert Guð-
mundsson leikur með liðinu. Tancredi
Palmeri blaðamaður hjá BeIN sports
greindi frá þessu í gær. Félagið til-
kynnti níu smit í síðustu viku og nú
virðist veiran hafa breitt enn frekar úr
sér innan veggja þess. Liðið á að
mæta Napólí á útivelli í Evrópudeild-
inni á morgun en nú er óljóst hvort sá
leikur fer fram samkvæmt áætlun.
Ekki hefur verið gef-
ið út hvort leik-
menn séu á meðal
þeirra sem hafa
smitast eða ein-
ungis aðrir
starfs-
menn.
Eitt
ogannað
Óttar Magnús Karlsson skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Venezia þegar
liðið fékk Pescara í heimsókn í
ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í
gærkvöldi. Leiknum lauk með 4:0-
sigri Venezia en Óttar Magnús
skoraði fjórða mark liðsins.
Framherjinn kom inn á sem vara-
maður á 67. mínútu og það gerði
Bjarki Steinn Bjarkason einnig tíu
mínútum síðar en þeir eru nýlega
gengnir í raðir liðsins.
Venezia er með sjö stig í fjórða
sæti ítölsku B-deildarinnar eftir
fyrstu fjórar umferðirnar.
Fyrsta mark
Óttars á Ítalíu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ítalía Óttar er búinn að opna
markareikninginn á Ítalíu.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar
Ingi Magnússon voru áberandi hjá
Magdeburg þegar þýska liðið heim-
sótti Besiktas í Evrópudeildinni í
handknattleik í Tyrklandi í gær og
vann 41:23. Gísli Þorgeir virðist
vera að braggast eftir erfið meiðsli
og skoraði fjögur mörk. Ómar Ingi
skoraði þrjú. Kadetten undir stjórn
Aðalsteins Eyjólfssonar vann góðan
sigur 29:28 á GOG í Sviss en Viktor
Gísli Hallgrímsson varði tíu skot.
Þá skoraði Aron Dagur Pálsson
þrjú mörk fyrir Ålingsas sem tap-
aði fyrir Nese 23:27.
Gísli Þorgeir að
ná sér á strik
AFP
Magdeburg Gísli Þorgeir Krist-
jánsson lét að sér kveða í gær.