Morgunblaðið - 27.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is
Skoðið fleiri
innréttingar á
innlifun.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Útivistar- og skógræktarsvæði
eru meðal mikilvægra innviða í
hverju samfélagi. Þetta hefur vel
komið fram í dæmalausu ástandi
að undanförnu. Aldrei fleiri en nú
leggja leið sína í Heiðmörk,“ segir
Auður Elva Kjartansdóttir, nýr
framkvæmdastjóri Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur.
Skógarnir ofan við Reykjavík
eru fjölsóttir um þessar mundir.
Jafnvel þó á virkum degi sé, eru
þar margir á ferð ýmist gangandi,
hlaupandi eða á hjóli og stundum
fara reiðmenn á klárum sínum um
svæðið. Tugir ef ekki hundruð þús-
undir fólks fara um svæðið á ári
hverju og síðustu ár hefur mikil
vinna verið lögð í stígagerð og
merkingar þar.
Loftslagsskógur í Úlfarsfelli
„Starfið er fjölbreytt og verk-
efnin sem sinna þarf eru af ýmsum
toga,“ segir Auður Elva sem tók við
starfi framkvæmdastjóra 1. sept-
ember síðastliðinn. Hún er með BS-
gráðu í landfræði, cand.mag-gráðu í
landfræðilegum upplýsingakerfum
og meistaragráðu í forystu og
stjórnun.
Frá 2005 fram á líðandi ár starf-
aði Auður við ofanflóðasvið Veð-
urstofu Íslands, jafnhliða far-
arstjórn meðal annars hjá
Ferðafélagi Íslands. Hún segir
þessa reynslu munu nýtast sér vel
hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur
sem hefur umsjón með útivist-
arsvæðunum bæði í Heiðmörk og
Esjuhlíðum. Þá er verið að færa út
kvíarnar og talsvert var gróðursett
í sumar í nýjum skógi sem verið er
að rækta í Úlfarsfelli í samstarfi við
Reykjavíkurborg. Skógur þessi er
fyrst og fremst hugsaður sem verk-
færi til bindingar kolefnis.
Skógræktarsvæðið í Heiðmörk,
sem er í upplöndum Reykjavík-
urborgar og Garðabæjar er um
3.200 hektarar að flatarmáli, sem er
svipað og öll byggð svæði í Reykja-
vík. Flestir fara í Heiðmörkina frá
Rauðhólum, þar sem beygt er af
Suðurlandsvegi skammt ofan við
Reykjavík og ekið til suðurs.
Þar er fyrst farið um hlykkjóttan
veg að Elliðavatni. Frá vatninu
liggur leiðin suðaustur svonefndan
Heiðaveg. Þar eru nokkrir þeirra
níu útivistarlunda sem eru í Heið-
merkurskógum. Má þar meðal ann-
ars nefna Vígsluflöt, svæðið þar
sem fyrstu trén voru sett í jörð fyr-
ir sjötíu árum eins og minnst var í
sumar. Frá Rauðhólum suður í hinn
enda Heiðmerkur, það er nærri Víf-
ilsstaðavatni, eru alls 13 km.
Gróðurinn gerir fólki gott
„Hér í Heiðmörk eru gróð-
ursettar þúsundir plantna á hverju
ári, enda þótt mikil vinna fari líka í
umhirðu skóganna, grisjun og
fleira. Þá erum við nú farin að
undirbúa jólavertíðina. Fyrir hvert
jólatré sem er fellt hér í Heiðmörk
gróðursetjum við önnur fimmtíu í
staðinn. Að undanförnu hefur svo
mikil vinna verið sett í að halda
umhverfinu hér í horfinu, sem er
nauðsynlegt sakir þess hve margir
hafa verið hér á þessum undarlegu
tímum kórónuveirunnar,“ segir
Auður Elva og að lokum:
„Í lýðheilsufræðum hafa verið
gerðar margar rannsóknir um
mikilvægi skóga fyrir sálarheill.
Gróður og tenging við náttúruna
gera fólki got og er mikilvæg. Það
hve margir leggja leið sína á hing-
að í Heiðmörk núna staðfestir
þetta; bæði útivistarfólk og svo
fjölskyldur sem njóta samveru og
gleði í þessum fallega skógi við
borgarmörkin.“
Tenging við náttúruna er mikilvæg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúra Gróður gerir fólki gott, segir Auður Elva Kjartansdóttir sem í síð-
asta mánuði tók við sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Hlaup Tekið á rás í skemmtiskokki sem var í Heiðmörk á dögunum. Trimm-
arar eru gjarnan á svæðinu, þar sem eru margar skemmtilegar leiðir.
Útivist í Heiðmörk aldrei vinsælli Margir eru á ferðinni, gengið, hjólað og hestamenn á klárum
sínum Göngustígar og gróðursetning Skógur í baklandi borgarinnar á 3.200 hektara svæði
Dýrð Litbrigði jarðar í Heiðmörk eru
sterk, hver árstíð hefur sinn heillandi svip
og á haustin gjörbreytist allt í skóginum.
Innflytjendur standa í mörgu tilliti
verr að vígi í námi og eru braut-
skráðir síðar en aðrir nemendur
framhaldsskóla, skv. nýjum tölum
Hagstofu Íslands. Hlutfall allra sem
hófu nám haustið 2015 var 60,0%
fjórum árum eftir upphaf náms. Á
meðal innflytjenda, sem fluttust til
landsins fyrir sjö ára aldur, var
hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal
annarrar kynslóðar innflytjenda.
Þeir sem fluttust til landsins sjö ára
eða eldri standa mun verr að vígi,
en 32,0% þeirra höfðu braut-
skráðst.
Ef litið er á nýnema í starfsnámi
haustið 2015 höfðu 40,3% þeirra
brautskráðst innan fjögurra ára.
Hlutfallið meðal innflytjenda var
43-44%.
Tæplega 36% þeirra 320 innflytj-
enda, sem hófu nám í dagskóla á
framhaldsskólastigi haustið 2015,
höfðu útskrifast fjórum árum
seinna. Það er hæsta brautskrán-
ingarhlutfall þessa hóps á þessari
öld en mun lægra en á meðal ný-
nema með íslenskan bakgrunn.
Innflytjendur eru
brautskráðir seint