Morgunblaðið - 27.10.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.10.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 England Burnley – Tottenham.............................. 0:1  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 84 mínúturnar með Burnley. Brighton – WBA....................................... 1:1 Staðan: Everton 6 4 1 1 14:9 13 Liverpool 6 4 1 1 15:14 13 Aston Villa 5 4 0 1 12:5 12 Leicester 6 4 0 2 13:8 12 Tottenham 6 3 2 1 16:8 11 Leeds 6 3 1 2 12:9 10 Southampton 6 3 1 2 10:9 10 Crystal Palace 6 3 1 2 8:9 10 Wolves 6 3 1 2 6:8 10 Chelsea 6 2 3 1 13:9 9 Arsenal 6 3 0 3 8:7 9 West Ham 6 2 2 2 12:8 8 Manch.City 5 2 2 1 8:8 8 Newcastle 6 2 2 2 8:10 8 Manch.Utd 5 2 1 2 9:12 7 Brighton 6 1 2 3 10:12 5 WBA 6 0 3 3 6:14 3 Burnley 5 0 1 4 3:9 1 Sheffield Utd 6 0 1 5 3:9 1 Fulham 6 0 1 5 5:14 1 Þýskaland Leverkusen – Augsburg ......................... 3:1  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Staðan: RB Leipzig 5 4 1 0 12:3 13 Bayern München 5 4 0 1 22:8 12 Dortmund 5 4 0 1 11:2 12 Leverkusen 5 2 3 0 6:3 9 Stuttgart 5 2 2 1 10:6 8 Mönchengladbach 5 2 2 1 8:8 8 Werder Bremen 5 2 2 1 7:7 8 E. Frankfurt 5 2 2 1 7:9 8 Hoffenheim 5 2 1 2 9:7 7 Wolfsburg 5 1 4 0 4:3 7 Augsburg 5 2 1 2 6:6 7 Union Berlin 5 1 3 1 8:6 6 Freiburg 5 1 3 1 6:9 6 Arminia Bielefeld 5 1 1 3 4:8 4 Hertha Berlín 5 1 0 4 9:12 3 Köln 5 0 2 3 5:9 2 Schalke 5 0 1 4 2:19 1 Mainz 5 0 0 5 4:15 0 Ítalía AC Milan – Roma ..................................... 3:3 Staða efstu liða: AC Milan 5 4 1 0 12:4 13 Napoli 5 4 0 1 14:5 12 Sassuolo 5 3 2 0 16:9 11 Inter Mílanó 5 3 1 1 13:8 10 Juventus 5 2 3 0 10:4 9 Rússland CSKA Moskva – Arsenal Tula................ 5:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA. Arnór Sigurðsson kom inn á eftir 79 mínútur og skoraði fjórða markið.  Efstu lið: Spartak Moskva 27, CSKA Moskva 25, Zenit Pétursborg 24, Lokomo- tiv Moskva 21, Dinamo Moskva 20, Rostov 20. Holland Bikarkeppnin, 3. umferð: Excelsior – Helmond Sport .................... 4:0  Elías Már Ómarsson skoraði annað og þriðja mark Excelsior . Kasakstan Okzhetpes – Astana................................. 1:5  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Astana vegna meiðsla. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Bursaspor ....................... 2:1  Theódór Elmar Bjarnason var í byrjun- arliði Akhisarspor. Svíþjóð Norrköping – AIK ................................... 2:2  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping.  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK sem varamaður á 61. mínútu. Staðan: Malmö 25 14 8 3 51:25 50 Norrköping 25 11 7 7 51:37 40 Häcken 24 10 10 4 38:24 40 Elfsborg 25 9 13 3 39:32 40 Djurgården 24 11 6 7 39:27 39 Hammarby 25 10 9 6 41:36 39 Sirius 24 9 8 7 40:41 35 Östersund 25 8 9 8 26:29 33 Örebro 25 9 6 10 32:36 33 Mjällby 25 8 8 9 37:41 32 AIK 24 8 7 9 26:28 31 Varberg 25 7 7 11 33:38 28 Gautaborg 25 4 12 9 27:39 24 Helsingborg 25 4 10 11 28:41 22 Falkenberg 25 4 8 13 26:42 20 Kalmar 25 4 8 13 26:44 20 B-deild: Brage – Jönköping .................................. 1:4  Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahópi Brage.  Danmörk Ringsted – Kolding.............................. 25:27  Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í marki Kolding sem er í 8. sæti af fjórtán lið- um í deildinni.   Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son gerði gæfumuninn fyrir Tott- enham Hotspur í gærkvöld og ekki í fyrsta skipti. Tottenham heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og skoraði Son eina mark leiksins á 76. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrj- unarliði Burnley og lék í 76 mín- útur. Tottenham er í 5. sæti með 11 stig en Burnley er í 18. sæti með að- eins 1 stig. Liðin fyrir ofan Burnley í 16. og 17. sæti, Brighton og WBA, gerðu 1:1 jafntefli og eru með 5 og 3 stig eftir sex umferðir. Tottenham fór upp í 5. sæti AFP Mikilvægur Heung-Min Son fagnar markinu gegn Burnley í gær. Frásagnir af áhuga stórliða í knatt- spyrnunni á Skagamanninum Ísak Bergmann Jóhannessyni eru ekki úr lausu lofti gripnar. Yfirnjósnari sænska liðsins Norrköping sem Ísak leikur með staðfesti í gær við Aftonbladet að ítölsku meistararnir í Juventus og ensku félögin Man- chester United og Liverpool séu öll að fylgjast með Ísak. Hafa þau öll haft samband við Norrköping vegna áhuga á Skagamanninum sem er aðeins 17 ára gamall en er orðinn einn umtalaðasti leikmað- urinn í Svíþjóð. Ísak er orðinn eftirsóttur Eftirsóttur Ísak Bergmann Jóhann- esson vekur geysilega athygli. EM KVENNA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Svíþjóð á Ullevi- vellinum í Gautaborg í undankeppni EM í dag. Íslenski hópurinn hélt til Svíþjóð- ar á þriðjudaginn í síðustu viku og hefur því haft góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir verkefnið. Þá er liðið fullt sjálfstrausts þessa dagana eftir frábæra spilamennsku gegn Lettlandi og Svíþjóð í undan- keppni EM í september en stelp- urnar unnu þá 9:0-stórsigur gegn Lettum hinn 17. september og gerðu svo 1:1-jafntefli gegn Svíþjóð 22. september. Báðir leikirnir fóru fram hér á landi á Laugardalsvelli. Það voru yngstu leikmenn Íslands sem stálu fyrirsögnunum eftir leik- ina tvo en þær eru allar fæddar á ár- unum 2000 til 2001 og hafa fengið viðurnefnin aldamótabörnin í fjöl- miðlum eftir frammistöðu sína í september. Stjarna Sveindísar Jane Jóns- dóttur skein einna skærast en hún lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Lettum, skoraði tvívegis, og þá lagði hún upp mark Elínar Mettu Jensen gegn Svíþjóð. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sína fyrstu mótsleiki með liðinu en hún var á skotskónum gegn Lettum, ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína. Þá lék Alexandra Jóhannsdóttir landsleiki númer sex og sjö gegn Lettum og Svíum en þrátt fyrir það spilaði hún eins og hún væri á meðal reyndustu leikmanna liðsins, svo örugg var hún á boltanum. Allar þrjár leika með Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max- deildinni, en það má fastlega gera ráð fyrir því að þær verði allar í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð í dag. Trúin til staðar Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um leikmennina í aðdraganda leiksins og verið duglegir að orða þær við stærstu lið Svíþjóðar. „Það mikilvægasta sem við tökum með okkur er trúin á að geta unnið leikinn,“ sagði Alexandra Jóhanns- dóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var smá skrekkur í okkur í fyrri hálfleik gegn þeim heima og við vorum aðeins passívar. Svo í seinni hálfleik vorum við síst lakari aðilinn í leiknum og sýndum að við getum alveg sótt á þær og spilað framarlega á vellinum. Við vorum búnar að fara virkilega vel yfir þær fyrir leikinn og þær litu mjög vel út á öllum myndbands- klippum. Ósjálfrátt þá kannski fer maður aðeins inn í skelina en þegar í leikinn var komið gleymdi maður því alveg að þetta var bronsliðið frá HM 2019. Við í Breiðabliki fengum frábæra reynslu gegn þessum stærri liðum þegar við mættum PSG í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síð- ustu leiktíð og sú reynsla hjálpaði okkur klárlega fyrir leikinn gegn Svíunum,“ bætti Alexandra við. Tölfræðin hliðholl Svíum Íslenska liðið hefur ekki riðið feit- um hesti frá viðureignum sínum gegn sænska liðinu. Alls hafa liðin mæst sextán sinn- um frá árinu 1982 og hefur Svíþjóð tólf sinnum fagnað sigri, tvívegis hafa liðin gert jafntefli og tvívegis hefur íslenska liðið farið með sigur af hólmi. Ísland vann Svíþjóð 12. mars 2014 á Algarve-mótinu þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þor- steinsdóttir skoruðu mörk Íslands í 2:1-sigri. Það var síðasti leikur lið- anna þar til í september þannig að Svíar hafa ekki náð sigri í tveimur síðustu leikjum þjóðanna. Þá vann Ísland einnig 2:1-sigur gegn Svíþjóð 2. mars 2011 á Alg- arve-mótinu þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jóns- dóttir skoruðu mörk Íslands. Í þeim leikjum þar sem úrslitin hafa hins vegar skipt mestu máli hafa Svíar iðulega fagnað sigri, nema á Laugardalsvelli í september, þar sem íslenska liðið var óheppið að fara ekki með sigur af hólmi. Þá skoraði Sara Björk Gunnars- dóttir mark undir lok fyrri hálfleiks sem var ranglega dæmt af. Svíar eru með nánast sama leik- mannahóp og á Laugardalsvelli en það má gera ráð fyrir að framherj- inn Stina Blackstenius og hægri bakvörðurinn Hanna Glas komi inn í byrjunarliðið. Af þeim 25 leikmönnum sem Pet- er Gerhardsson valdi í leikmanna- hóp sinn leika sautján í Svíþjóð, tveir á Englandi, tveir í Þýskalandi, tveir á Ítalíu og tveir á Spáni. Kastað langt og spilað fast Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er afar sáttur með undir- búninginn í Svíþjóð og viðurkennir að Svíarnir hafi nálgast leikinn í dag með ákveðnum hroka. „Umfjöllunin hérna úti fyrir þenn- an leik hefur snúist mikið um það að íslenska liðið geti lítið annað en að kasta langt. Að íslenska liðið sé fast fyrir og markið sem við skoruðum á Laugardalsvelli hafi verið tóm heppni. Eins að við höfum ekki náð að særa þær af neinu viti. Það er smá hroki í Svíunum eins og við þekkjum og þannig hefur það stundum verið í gegnum tíðina. Það er bara bensín fyrir okkur og auðvit- að blóð á tennurnar líka. Að öðru leyti erum við ekki mikið að velta okkur upp úr þeirra umfjöllun. Við vitum og finnum það að það er sjálfs- traust í liðinu og við erum ekki mætt hingað til þess að fylgjast með,“ bætti Jón Þór við. Trúin á sigur það mikil- vægasta fyrir leikinn  Lykilleikur í Gautaborg  Svíar segja Ísland geta lítið annað en að kasta langt Morgunblaðið/Eggert Mark Elín Metta Jensen horfir á eftir boltanum í netið eftir að hafa jafnað í fyrri leiknum gegn Svíum, 1:1. Leikur Svíþjóðar og Íslands sem hefst á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg klukkan 17.30 er sannkallað úrslitaeinvígi tveggja bestu liðanna í F-riðli undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki að undanskildu jafnteflinu þeirra á milli á Laugardalsvellinum, 1:1, fyrir fimm vikum. Svíar eru með 16 stig og eiga eftir útileik gegn Slóvakíu, auk leiksins í dag. Íslendingar eru með 13 stig og eiga eftir útileiki gegn Sló- vakíu og Ungverjalandi, en þessir leikir fara allir fram dagana 26. nóv- ember til 1. desember. Slóvakía er með 7 stig, á þrjá leiki eftir og mætir Lettlandi í dag, og á því enn möguleika á öðru sæti riðilsins. Sigurlið riðilsins fer beint á EM sem haldið verður á Englandi sumarið 2022. Níu lið fara þannig beint í lokakeppnina. Þrjú lið sem enda í öðru sæti fara auk þess beint á EM þannig að innbyrðis leikir toppliðanna skipta gríðarlega miklu máli. Hin sex liðin sem verða í öðru sæti riðlanna fara síð- an í umspil um þrjú síðustu sætin í lokakeppninni. Alls fara 17 leikir í undankeppninni fram í dag og að þeim loknum verð- ur því komin skýrari staða í öllum níu undanriðlunum og hvað verður í húfi í lokaleikjunum í lok nóvember. Einvígi langefstu liðanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.