Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 32
Á sama tíma og ljósið er tendrað á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ár hvert á fæðing- ardegi Johns Lennons 9. október er verk Ono, Óskatré, sett upp á nokkrum stöðum í Reykjavík. Um er að ræða þátttökuverk þar sem Ono býður þeim sem áhuga hafa að skrifa persónulegar óskir um frið á hvíta miða og hengja á trjágreinar birkitrjáa sem komið hefur verið fyrir í Listasafni Reykjavíkur. Nú á meðan safnhúsin eru lokuð vegna Covid-19 bjóða starfs- menn safnsins fólki að senda óskir gegnum hlekk á heima- síðu safnsins og sér starfs- fólkið svo um að skrifa óskirnar og hengja á tréð sem má sjá úti við glugga á Kjarvalsstöðum. Hægt að senda óskir um frið og þær verða hengdar á Óskatré Ono ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Við förum í tvær sýnatökur áður en við förum út og verðum í hálfgerðri sóttkví þarna úti. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig þetta verður en við verðum alla vega í sérherbergjum og þurfum auðvitað að passa upp á tveggja metra regluna og þess háttar. Guðbjörg Norð- fjörð [varaformaður KKÍ] sér um þessa hlið og mun pottþétt passa vel upp á þetta allt saman,“ segir Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir, landsliðskona í körfuknattleik, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en landsliðið mun leika þrjá landsleiki á Krít. »27 Kvennalandsliðið leikur þrjá leiki við óvenjulegar aðstæður ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þórður Gunnarsson er um margt óvenjulegur hlaupari. Hann keppti í fyrsta sinn 2018, þegar hann hljóp 10 km, fór hálft maraþon í fyrra og maraþon sl. laugardag. „Ég hef aldrei verið í íþróttum fyrir utan badminton vikulega á veturna og aldrei verið hlaupari en þegar ég ákveð eitthvað stend ég við það. Ég ákvað að hlaupa ekki bút að þessu loknu, reyni að standa alltaf við það sem ég segi og nú tekur eitthvað annað við,“ segir fyrrverandi hlauparinn. Sunna Svanhvít Söebeck Arnar- dóttir, eiginkona Þórðar, hefur nokkrum sinnum hlaupið 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og þegar hann keyrði hana í hlaupið 2017 spurði hún hann hvort hann vildi ekki bara hlaupa líka. „Ég svaraði því til að ég ætlaði að hlaupa 10 kílómetra á næsta ári, hálft maraþon 2019 og maraþon í tilefni af 60 ára afmælinu mínu 2020.“ Hann segist nánast ekk- ert hafa æft fyrir fyrstu tvö hlaupin, en hafi hlaupið 10 km á rúmlega 58 mínútum og hálft maraþon á um einni klukkustund og 55 mínútum eftir að hafa hlaupið lengst 12 km í undirbún- ingnum. „Þetta eru engin afrek held- ur var ég bara að standa með sjálfum mér og eigin samvisku,“ segir hann. Lengst 18,3 km í sumar Þórður byrjaði að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið 31. mars, hljóp vikulega í sumar og lengst 18,3 km. Þegar því var aflýst vissi hann ekki hvað hann ætti að gera fyrr en hann heyrði af fyrirhuguðu haust- maraþoni áhugahlaupara 24. október. „Þegar það var líka blásið af hugsaði ég með mér að ég nennti ekki að bíða lengur og ákvað að halda mínu striki, veðurgluggi opnaðist á laugardaginn og ég stóð við mitt.“ Í hlaupunum 2018 og 2019 safnaði Þórður áheitum fyrir Parkinson- samtökin. Fyrir skömmu missti hann vin og frænda barna sinna og ákvað að safna áheitum til styrktar ekkj- unni. „Ég hljóp í nafni hans og safn- aði á facebooksíðunni minni.“ Þórður leggur áherslu á að ekki hafi verið um hetjudáð að ræða. Hann hafi aðeins hugsað um að ljúka hlaup- inu, sungið með sjálfum sér og fylgst vel með gangi mála. Hann hafi þekkt leiðina vel frá Fossvogi og út Ægisíðu en hafi byrjað og endað við rafstöðina í Elliðaárdal eftir að hafa farið tvo hringi með nokkrum slaufum við Nauthólsvík. Fjölskylda og vinir hafi séð um drykkjarstöðvar og hann hafi útbúið nokkurs konar salerni í vinnu- bílnum ef á þyrfti að halda og hann hafi ávallt verið í grennd. „Þetta gekk áfallalaust,“ segir Þórður, sem segist samt hafa verið með strengi á sunnudag en þeir hafi verið horfnir í gær. „Heilsan er fyrir öllu og ég ætla að njóta hennar.“ Hann bætir við að í raun sé hálf- maraþonið eftirminnilegra. Þá hafi hann tekið þátt í brauðtertukeppni eftir hlaupið, útbúið kökuna á föstu- dagskvöldi, hlaupið morguninn eftir, farið í sund og heita pottinn, síðan heim til að ná í brauðtertuna og kom- ið á síðustu stundu með hana í Lista- safn Reykjavíkur. „Allar götur voru lokaðar og því þurfti ég að hlaupa með tertuna frá Melatorgi og niður í bæ. Ég held að enginn annar hafi lok- ið hálfmaraþoni með hlaupi með brauðtertu í keppni í lokin.“ Markmiðinu náð Sunna Svanhvít Söebeck Arnardóttir, eiginkona Þórðar, gaf honum blóm eftir maraþonið, sennilega síðasta hlaupið, á laugardag. Úr hálfu maraþoni í hlaup með brauðtertu  Þórður hljóp 10 km, hálfmaraþon og maraþon og hætti svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.