Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á nýrri vefsíðu Samtaka atvinnulífs- ins, holdumafram.is, sem verður opnuð í dag, leggja samtökin fram ýmsar tillögur til úrbóta þannig að skilyrði skapist á ný til vaxtar í sam- félaginu. Á vefsíð- unni eru einnig birtar sögur úr atvinnulífinu, frá stjórnendum og starfsfólki fyrir- tækja. Þá geta allir reiknað út framlag síns fyrirtækis til samfélagsins í sérstakri reikni- vél á vefnum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir að verkefninu Höldum áfram sé ætlað að horfa fram á veginn. „Við munum á einhverjum tímapunkti sjá fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum. Það er mikilvægt að huga að því hvernig við ætlum að vaxa saman og sem allra fyrst út úr kreppunni,“ segir Ásdís. Allir að glíma við áhrifin Hún segir að landsmenn allir séu að glíma við áhrif kreppunnar og ljóst sé að efnahagslegur kostnaður sé mikill. „Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst miðað að því að milda höggið gagnvart þeim sem hafa lent í mesta tekjufallinu og margt verið vel gert í þeim efnum. Við viljum hins vegar með okkar framtaki horfa fram á við og varða leiðina áfram,“ segir Ásdís. Hún segir að eina raunhæfa leiðin út úr kreppunni sé að skapa skilyrði til vaxtar þannig að unnt sé að verja störf og skapa ný. „Við byggjum vel- ferð okkar á að hér gangi vel. Ef fyr- irtækjum í landinu gengur vel geng- ur starfsfólkinu vel og öfugt. Það þarf að tryggja umhverfi sem styður við fjárfestingu og nýsköpun og skil- yrði til hóflegrar skattlagningar sem þó stendur undir samneyslunni. Leiðin út úr kreppunni er ekki að setja auknar byrðar á starfsfólk og fyrirtæki, sem við sem samfélag treystum á að komi til með að standa undir viðspyrnunni.“ Ásdís segir mikilvægt að líta á at- vinnulífið og samfélagið sem eina heild. „Saman stöndum við sterkari og saman skiptum við sköpum. For- senda þess að við getum endurheimt þau lífskjör sem við höfum búið við síðustu ár er að auka verðmætasköp- un í landinu.“ Tillögur í sex liðum Á vefsíðunni koma SA með tillög- ur í sex liðum að mögulegum umbót- um á ýmsum sviðum sem varða leið- ina áfram. „Ein af okkar tillögum snýr til dæmis að skattastefnu stjórnvalda og miðar hún fyrst og fremst að því að örva eftirspurn og skapa störf. Við áttum okkur á því að staða ríkissjóðs er grafalvarleg, skatttekjur í dag standa ekki undir samneyslunni,“ segir Ásdís. „Þannig er ljóst að takmörk eru fyrir veru- legum skattalækkunum nema til komi tiltekt í opinberum rekstri eða að efnahagsumsvif taki við sér. Við viljum impra á þeirri staðreynd að allt helst þetta í hendur. Við teljum mikilvægt nú í ljósi stöðunnar að ráðast í fáar en góðar skattkerfis- breytingar.“ Ásta segir að tímabært sé að huga að heildarendurskoðun á trygginga- gjaldinu. Ítrekað hafi það gerst að tryggingagjaldið hafi hækkað á sam- dráttarskeiðum eða í kjölfar þeirra. „Nú þegar afleiðingar kreppunnar endurspeglast einna helst í stigvax- andi atvinnuleysi má sú leið ekki verða farin. Við teljum brýnt að end- urskoða tryggingagjaldið þannig að girt sé fyrir sveiflumagnandi áhrif þess. Við teljum best að um sé að ræða eitt gjald sem gildir yfir alla hagsveifluna en tryggir um leið fulla fjármögnun sjóðsins.“ Önnur tillaga snýr að fasteigna- sköttum. „Við teljum að sveitarfélög- in geti ekki gert ekki neitt þegar ein versta efnahagskreppa gengur yfir. Þau þurfi að sýna ábyrgð.“ SA vilja horfa fram á veginn  Ýmsar tillögur á nýrri vefsíðu Samtaka atvinnulífsins Allir geta reiknað út framlag síns fyrirtækis til samfélagsins í sérstakri reiknivél Tímabært að huga að heildarendurskoðun á tryggingagjaldinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíð Ásdís segir að leiðin út úr kreppunni sé að skapa skilyrði til vaxtar. Fasteignaskattar á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrá Íslands. *Aukning í álagningu C-flokks fasteignaskatts að meðaltali á hverja atvinnueign í sveitarfélagi m.v. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, hækkun fasteignamats atvinnueigna 2020-2021 og álagningar C-flokks fasteignaskatts 2020. Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Meðal-fasteignamat atvinnu- eigna árið 2021 (m.kr.) Álagður fast- eignaskattur 2020 Aukning í skatttekjum 2018-2021 á hverja atvinnueign á föstu verðlagi* (kr.) 168 133 102 73 56 55 394.286 386.859 252.770 106.074 124.506 246.655 1,650% 1,490% 1,188% 1,590% 1,400% 1,585% Ásdís Kristjánsdóttir Nýleg rannsókn Margrétar Einars- dóttur og Ástu Snorradóttur sýnir kynjamun í tengslunum milli um- fangs vinnu með skóla og geðrænnar líðan. Stúlkur sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stund- um eða oft fyrir geðrænni vanlíðan en stúlkur sem vinna ekki með skóla. Sömu tengsl mældust ekki hjá drengjum. Fræðigrein um rannsóknina sem ber heitið Geðræn líðan íslenskra ungmenna: Tengsl við vinnu með skóla? birtist í Læknablaðinu sem kom út á þriðjudaginn. Fram kemur að geðheilsa ung- menna hefur versnað á undanförnum árum, það á við hvort sem litið er til sjálfsmats á líðan ungmenna eða samskipti við heilsugæslustöðvar og sjúkrahúslegur. Þetta á einnig við annars staðar í hinum vestræna heimi, m.a. í hinum norrænu lönd- unum. Þá kemur fram að almenn geðræn líðan mælist verri hjá stelp- um en strákum og eru þær líklegri til þess að finna fyrir depurð, telja sig þunglyndar og greinast þunglyndar. Í greininni kemur fram að „geð- raskanir eru ein helsta orsök örorku hérlendis og því ljóst að ómeðhöndl- uð geðræn vanlíðan á unglingsárum getur orðið dýrkeypt til framtíðar, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að ungmenni sem vinna með skóla sofi minna en önnur ungmenni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að slæmar vinnuaðstæður ungmenna geta leitt til þunglyndis. Þá segir í grein Margrétar og Ástu að stefnumótendur hafi löngum haft áhyggjur af áhrifum af vinnu ungmenna, þá sér í lagi vinnu ung- menna með skóla, á andlegan og lík- amlegan þroska en ekki hafði áður verið sýnt fram á tengsl þar á milli. Rannsókn þeirra staðfestir að ein- hverju leyti að áhyggjurnar eigi rétt á sér. Einkenni geðrænnar líðanar sem skoðuð voru eru þreyta eftir fullan svefn, svefnleysi, þunglyndi, kvíði eða spenna og áhyggjur eða dap- urleiki. Tvíbreytugreiningu var beitt til þess að skoða tengsl einkenna við umfang vinnu með skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að tengsl geðrænnar vanlíðanar og umfangs vinnu með skóla séu háð fjárhagsstöðu fjöl- skyldu. Því sýna niðurstöður þessarar rannsóknar að umfang vinnu með skóla getur ýtt undir margvísleg ein- kenni geðrænnar vanlíðunar. Höfundar telja mikilvægt að vinna ungmenna með skóla sé hófleg og ungmenni fái vinnuverndarfræðslu. Vinna ungmenna hefur áhrif á geð Morgunblaðið/Árni Sæberg Unglingavinnan Flest ungmenni byrja að vinna í unglingavinnu að sumri.  Geðheilsa íslenskra ungmenna hefur versnað á undanförnum árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.