Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg Rithöfundur Sigurbjörg hefur lesið upp á nokkrum rafrænum alþjóðlegum bókmenntahátíðum nú í covid-tíð. Skáldkona orti úr sér brisið Sögurnar fara um víðan völl og eiga sér stað hér og þar í veröldinni, þar bregður til dæmis fyrir mönnum sem sækja um tilfærslu í tíma, því þeir vilja vera flóttamenn í öðrum tíma. Í annarri sögu segir af hálf- bræðrum, veðurfræðingi og skauta- dómara, sem geta ekki með nokkru móti skilið fræði hvor annars. Einnig koma við sögu sagnfræðingar sem finnst ekkert sorglegt, skáldkona sem orti úr sér brisið og svo mætti lengi telja. Ein sagan stingur í stúf, hún er aðeins tvær línur, hvers vegna? „Maðurinn í þessari sögu hefur verið með mér lengi og hann fékk að fljóta með. Mér finnst þetta vera saga, því þó orðin séu fá þá vísar það í meira.“ Á bókarkápu segir að sagnasafn Sigurbjargar sé um tilraun mann- eskjunnar til að svífa, og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf. Eigum við mannfuglarnir aldrei möguleika á að ná flugi? „Jú, það er einmitt það sem við gerum alla daga og náum jafnvel þyngdarleysi um stund, eins og til dæmis geimfarar sem hoppa og skoppa á tunglinu. En við þurfum að lenda til að spyrna okkur aftur upp. Kannski er best að gleyma því að þyngdaraflið sigri að lokum, við ætt- um frekar að leyfa okkur að vera á okkar flugi, hver og einn með sínum hætti.“ Talsvert breytt líf í covid-tíð Sigurbjörg segir að líf sitt sem rithöfundar sé talsvert ólíkt því sem var fyrir veiru. „Ég hitti sjaldnar fólk í mínum bransa og fer ekki á alþjóðlegar bókmenntahátíðir í öðrum löndum, eins og ég var vön. Samt hafa flestar hátíðir farið fram á þessu ári, þrátt fyrir covid. Ég hef tekið þátt í og les- ið upp á stafrænum miðlum á nokkr- um alþjóðlegum bókmennta- hátíðum, til dæmis í Kólumbíu og Englandi. Þetta venst vel og mér finnst gaman þegar hlustendur úr ólíkum menningarheimum tjá sig í rauntíma um upplesturinn og inni- hald ljóðanna á þessum rafrænu ljóðahátíðum. Eins er kostur að fólk getur jafnvel notið hátíðanna eftir á, á netinu.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Tilurð okkar og margvíslegörlög er það sem ég er aðskoða í þessari bók, bæði ílitlum hversdagshlutum og í stóra samhenginu. Allt frá því að vera með eitt leikfang eða vera úti í geimnum. Ég er líka að hugsa um mæður, því það er staðreynd að allir eiga mæður, þó svo að það eigi ekki allir börn. Einhvers staðar komum við frá og einhvers staðar byrjum við,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir um nýju bókina sína, Mæður geim- fara, sem geymir fjölda stuttra sagna. „Ég bjó til þetta form, alla veg- ana fyrir mig, þó það sé ekkert nýtt í heimssögunni, þegar ég skrifaði bók- ina Óttaslegni trompetleikarinn. Nýja bókin er því að forminu til mjög skyld þeirri bók, en þá var ég líka að vinna með ólíkar raddir sögu- manna. Ég varpa ljósi á sögumann- inn með sögunni, í stað þess að lýsa honum. Hann lýsir sér sjálfur með því hvernig hann segir frá. Eftir þá bók gat ég greinilega ekki hætt að skrifa svona sögur og hélt því óvart áfram. Þær hlóðust upp, en ég gerði í millitíðinni ljóðabók sem heitir Hryggdýr, sem er strangheiðarleg ljóðabók. Þessar stuttu sögur laum- uðust fram á milli svo ég ákvað að gera aðra slíka bók.“ Sjálfsmorðstilraun ítalskrar húsmóður og Marilyn Monroe Fyrsta sagan í bókinni ber sama titil og bókin, Mæður geimfara, en þar segir af konunni Marion með eft- irnafnið Moon, eða tungl, en sonur hennar varð annar af fyrstu tungl- göngumönnum veraldarsögunnar. Eitt dæmi af mörgum í bókinni um hversu ólíkindalega lífið getur látið. „Þetta fólk var til, þessi mæðg- in, og þeirra saga er sannleikur. Nokkrar aðrar sögur í bókinni segja frá raunverulegu fólki eða atburð- um, en þó ég segi í upphafi sögu frá einhverju sem raunverulega gerðist eða manneskju sem var til, þá fer ég með það í mínum pælingum þangað sem mér finnst það eiga heima. Ég spinn með það í mína átt. Stundum vinn ég með tvær sannar sögur og leik mér með að tengja þær saman, til dæmis í sögunni af Marilyn Monroe og ítölsku húsmóðurinni sem henti sér út um glugga. Kjólar þeirra beggja flugu upp um fótleggi þeirra með ólíkum hætti þó og af ólíku tilefni, en ég set þær í óvænt og annað samhengi. Í lífinu sjálfu eru lygilegustu sögurnar sannar,“ segir Sigurbjörg og bætir við að sögurnar í bókinni hennar séu kátar og skemmtilegar en þar séu líka háska- legir hlutir og jafnvel undirliggjandi óhugnaður. „Allt fer það eftir viðtakanda, hvað lesandinn vill sjá eða hvað hann sér í sögunum, það er ekki endilega það sama hjá öllum. Mér finnst svo gaman að lesendur staldra við ólík atriði.“ Nýfætt barn jafn þungt lifur Nokkur stef má finna í bókinni, til dæmis kemur líffærið lifur oftar fyrir en einu sinni. Í einni sögunni kemur fram að lifur þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar hafi verið 2.875 grömm, rétt eins og barnið Jónas í sömu sögu vó við fæðingu. Er það satt að lifur Jónasar hafi verið vigtuð við dauða hans? „Já, þessi staðreynd um þyngd hans lifrar er til í sjúkraskýrslu. Ég greip þetta á lofti í fyrirlestri sem ég fór á um örlög Jónasar fyrir nokkr- um árum, mig minnir að Óttar Guð- mundsson læknir hafi farið svona nákvæmlega yfir þetta. Ég lagði þyngd lifrarinnar á minnið og mér finnst magnað að hún sé á við þyngd nýfædds barns, en Jónas eignaðist ekkert afkvæmi,“ segir Sigurbjörg um hvernig sögurnar kviknuðu af ólíkustu ástæðum, og að lifur Jón- asar sé dæmi um eitthvað sem er satt en hún setji í nýtt samhengi. Lagði þyngd lifrar Jónasar á minnið Hún setur hlutina í óvænt samhengi og skoðar örlög mannfólks víða að úr veröld- inni í nýrri bók. „Í lífinu sjálfu eru lygilegustu sögurnar sannar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur sem spinnur með ýmislegt úr raunheimum í sína átt. Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR TRYLLTIR TAKE AWAY TILBOÐSPAKKAR TILBOÐSPAKKI – FYRIR TVO Önd & Vaffla –Hægeldað andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, graslauks-mayo, ediksnjór Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Lax – Kolagrillaður lax, beykisveppir, reykt soð Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa 7.900 kr. 3.950 kr. á mann Bættu við ljúffengum eftirrétti á 890 kr. AFMÆLISPAKKI Panta þarf afmælispakka fyrir kl. 16 samdægurs og hann er eingöngu í boði fyrir tvo eða fleiri Bleikja á vöfflu –Grafin bleikja með reyktum rjómaosti Önd á vöfflu – Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, maltsósa Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, dillolía, ediksnjór Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa Súkkulaði afmæliskaka í eftirrétt ( 6-8 manna) Kakan er með súkkulaðimús og hindberjum og hjúpuð súkkulaðiganache 5.500 kr. á mann Tekið er við pöntunum í síma 551 0011 og með góðum fyrirvara á apotek@apotekrestaurant.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.