Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
Ekkert spendýr er jafn ósjálf-bjarga og nýfætt barn.Lengi vel var mikilvægi for-
eldra aðallega talið felast í að veita
barni fæðu og vernd fyrir ut-
anaðkomandi hættum. Nú orðið
beinist athyglin að tilfinninga-
tengslum þeirra á milli og nauðsyn
þess að foreldrar og aðrir fullorðnir
sem annast barnið haldi streitu og
vanlíðan þess innan marka, hvort
sem hún stafar af hungri, þreytu,
ótta eða öðru. Þá er ómetanlegt fyrir
þroska og sjálfsmynd barna að for-
eldrarnir geti glaðst yfir tilveru
þeirra.
Reynslan mótar barnsheilann
Þegar barn fæðist er heili þess
mjög óþroskaður. Mótun heilans
veltur mjög á reynslu barnsins og er
m.a. undir áhrifum hormóna en mik-
ill munur er á áhrifum vellíðunar- og
streituhormóna á vöxt hans og
þroska. Að sama skapi skiptir sköp-
um fyrir öryggistilfinningu barns og
sjálfsmynd hvort því er svarað á við-
eigandi hátt jafnt og þétt. Einnig
hvort komið er hranalega fram við
barnið eða það látið afskipt. Ung
börn geta ekki stjórnað líðan sinni
eða dregið úr streitu heldur verða
foreldrar eða aðrir fullorðnir að
grípa inn í. Með tímanum lærir
barnið að annast sjálft sig á sama
hátt og hinir fullorðnu gera.
Tengslamyndun
Í þessu umönnunarferli fyrstu ár-
anna þróast tengslamyndun foreldra
og barns. Í öruggum tengslum upp-
lifir barnið foreldri sem örugga höfn
sem það getur treyst á og leitað
skjóls og huggunar hjá þegar því líð-
ur illa. Vitandi af öruggu höfninni
finnur barnið fyrir nægilegu öryggi
til að fara frá foreldrinu og kanna
nýjar slóðir. Það getur gleymt sér í
leik og síðar í námi í fullvissu um að
öryggi sé innan seilingar. Í óörugg-
um tengslum dylja börn fremur van-
líðan sína og leita síður til foreldr-
anna (og síðar kennara) eða eru
mjög krefjandi, eins og þau telji
nauðsynlegt að halda stöðugt í at-
hygli foreldranna. Hvort tveggja
veldur barni mikilli streitu sem get-
ur haft áhrif á félagsleg tengsl og
heilsu þess fram á fullorðinsár.
Þrátt fyrir góðan vilja og ást til
barnsins getur ýmislegt truflað getu
foreldra til að vera örugg höfn og
njóta samvista við barnið, svo sem
óöryggi, kvíði, veikindi þeirra eða
barnsins, áhyggjur og álag. Fyrir þá
sem eiga erfiða reynslu úr eigin upp-
eldi eða hafa orðið fyrir áföllum get-
ur umönnun barns virkað sem
kveikja á gamlan sársauka. Við slík-
ar aðstæður getur reynst þrautin
þyngri að lifa sig inn í líðan barns og
setja þarfir þess í forgang. Þá getur
verið nauðsynlegt að leita hjálpar.
Frá árinu 2008 hefur Miðstöð for-
eldra og barna og FMB-teymi Land-
spítalams veitt meðferð fyrir for-
eldra og ungbörn sem glíma við
vanlíðan á meðgöngu og eftir fæð-
ingu barns.
Geðheilsuteymi
fjölskylduvernd
Nú hafa teymin verið sameinuð og
flutt til Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins og heita Geðheilsuteymi –
fjölskylduvernd. Markhópur þess er
verðandi foreldrar og foreldrar með
ung börn sem þurfa meiri og sér-
hæfðari þjónustu en er veitt á heilsu-
gæslustöðvum. Markmið meðferðar
er að draga úr vanlíðan foreldra og
stuðla að öruggri tengslamyndun
barna. Teymið er þverfaglegt og
nær til allra heilbrigðisumdæma.
Við hvetjum alla til að vera vakandi
fyrir líðan foreldra og ungra barna
og leita hjálpar ef þörf krefur. Á
heilsuvera.is er fræðsluefni um
þroskaferlið sem getur verið
skemmtilegt og gagnlegt að kynna
sér. https://www.heilsuvera.is/
markhopar/born-og-uppeldi/
Mikilvægi öruggrar
tengslamyndunar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ungbarn Í öruggum tengslum upplifir barnið foreldri sem örugga höfn sem
það getur treyst á og leitað skjóls og huggunar hjá þegar því líður illa.
Heilsuráð
Sæunn Kjartansdóttir
sálgreinir hjá geðheilsuteymi
fjölskylduverndar Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðis.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðis.
Sex rótgróin íslensk framleiðslu-
fyrirtæki hafa tekið höndum saman
um að hvetja neytendur til að velja ís-
lenskar vörur, ekki síst ef þær standa
jafnfætis eða eru betri en þær er-
lendu. Fyrirtækin
eru Mjólkur-
samsalan, Ölgerð-
in, Nó-Síríus,
Kjörís, Sælgæt-
isgerðin Freyja og
Gæðabakstur.
Í tilkynningu
segir að fyrir-
tækin sex vilji
með átakinu „Ís-
lenskt skiptir
máli“ vekja neyt-
endur til vitundar um að íslensk
framleiðsla sé allt annað en sjálf-
sögð. Markaðssvæðið sé lítið, og það
að velja íslenskt tryggi ekki aðeins
bara þúsundir starfa heldur hafi líka
bein áhrif á íslenskum heimilum. „Ís-
lenskar vörur þurfa háa hlutdeild á
markaði til að standa undir sér og því
skiptir máli að neytendur séu meðvit-
aðir um að íslensk vara, sem þeim
finnst sjálfsagt að fáist í verslunum,
gæti horfið af markaði ef erlendur
valkostur er valinn.“
Íslenskar vörur skapa fjölmörg
störf og í núverandi ástand,i þar sem
innviðir eru brothættir vegna Co-
vid-19, skiptir máli að vernda störf.
Samtök iðnaðarins hafa til að mynda
bent á að iðnaðurinn muni draga
vagninn þegar Covid sloti og þá sé
nauðsynlegt að Íslendingar standi
saman og kaupi íslenskt.
Íslensk framleiðsla skapaði ríflega
7% af landsframleiðslu á síðasta ári,
jafnvirði 219 milljarða króna. Sé fisk-
vinnsla tekin út stendur eftir að
17.500 manns störfuðu í framleiðslu-
iðnaði á síðasta ári, sem er um 8%
starfa á íslenskum vinnumarkaði.
Átakið stendur til 16. nóvember.
„Til þess dags verða í loftinu ýmsar
auglýsingar til að minna fólk á mik-
ilvægi íslenskrar framleiðslu sem
ekki er sjálfgefið að sé á boðstólum,“
segir Guðný Steinsdóttir, markaðs-
stjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali
við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Hvetja neytendur til að velja íslenskar vörur
Skapa störf sem skipta máli
Morgunblaðið/Eggert
Ostur Íslenskur veislukostur.
Guðný
Steinsdóttir
Öllum sem selja
matvæli, það er
matvörubúðum,
veitingahúsum og
mötuneytum, á að
gera skylt að
merkja uppruna
matvæla sem í
boði eru, svo ekk-
ert fari á milli
mála. Réttur til
upplýsinga eru ein grunnréttinda
neytenda samkvæmt Neytendasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Bættar
upprunamerkingarnar stuðla að því
að neytendur geti tekið upplýsta
ákvörðun við innkaup, segja Neyt-
endasamtökin. „Fyrir hendi eru
þokkalega góðar reglur um upp-
runamerkingar matvæla í mat-
vörubúðum. Mikilvægt er að eftir
þeim sé farið, ekki síst í faraldurs-
ástandi eins og núna,“ segir í ályktun
aðalfundar samtakanna.
Á fundinum var Breki Karlsson einn
í kjöri til formanns og er því sjálfkjör-
inn formaður til næstu tveggja ára.
Einnig var sjálfkjörið í stjórn samtak-
anna sem nú skipa þau Auður Alfa
Ólafsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson,
Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Al-
exander Ólafsson, Helga Margrét
Marzellíusardóttir, Liselotte Widing,
Páll Rafnar Þorsteinsson, Pálmey
Helga Gísladóttir, Sigurlína G. Sigurð-
ardóttir, Snæbjörn Brynjarsson, Stef-
án Hrafn Jónsson og Þórey S. Þóris-
dóttir.
Í öðrum ályktunum eru endur-
vinnslumál meðal annars gerð að um-
fjöllunarefni. Þar eru ríki og sveit-
arfélög hvött til að gera betur. Málið
varði umhverfi og alþjóðlegan orðstír
Íslendinga, og ekki síst er í húfi trún-
aðartraust neytenda sem vilja að end-
urvinnsla skili raunverulegum árangri.
Þetta eigi sérstaklega við um endur-
vinnslu á gleri.
„Neytendur hafa undanfarin ár og
áratugi lagt meiri og meiri áherslu á
sjálfbærni og endurvinnslu. Baráttan
fyrir hreinna og fjölbreyttara um-
hverfi nær til allra þátta hagkerfisins
og þegar á skortir getur vistkerfið
orðið fyrir óafturkræfum skaða sem
gerir umhverfi okkar snauðara. Því er
alvarlegt þegar ríki og sum sveit-
arfélög bregðast skyldum sínum og
jafnvel alþjóðlegum skuldbindingum.“
Þörf á samráði
Neytendasamtökin gjalda í ályktun
sinni varhug við óútfærðum áformum
um tilfærslu verkefna neytendarétt-
arsviðs Neytendastofu út frá sparn-
aðarsjónarmiðum fyrir ríkissjóð.
Ákvarðanir um breytingar á verk-
efnum Neytendastofu eða að hún
verði lögð niður verði að taka með hag
neytenda í huga og með samráði við
almenning og almannasamtök sem
gæta hags neytenda. Nú sé rétti tím-
inn til að renna styrkari stoðum undir
rétt neytenda, bæði af opinberri hálfu
og með starfi frjálsra félagasamtaka.
sbs@mbl.is
Neytendsamtökin vilja skýrar merkingar og sjálfbærni
Morgunblaðið/Hari
Innkaup Hagsmunamál neytenda eru mörg og breytast í takt við ný viðhorf.
Breki Karlsson
Efla verður réttindi neytenda