Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór hefst í verslunum ÁTVR í dag, viku fyrr en oftast áður vegna aðstæðna í samfélaginu. Ekki hefur verið hægt að taka forskot á sæluna á börum sökum samkomu- takmarkana svo búast má við því að margir hugsi sér gott til glóðarinnar þetta árið. Úrvalið er heldur ekki af verri endanum og hefur raunar aldr- ei verið jafn mikið. Alls eru 88 mismunandi tegundir af jólabjór í boði í Vínbúðunum í ár, tíu fleiri en í fyrra. Þá eru ótaldar ýmsar gjafaöskjur og mismunandi umbúðir sem sumar tegundir fást í. Mikil aukning virðist í framboði af íslenskum bjórtegundum þetta árið. Litlu handverksbrugghúsin eru mörg hver stórhuga enda hefur þeim reynst erfitt að koma vörum sínum á framfæri á tímum kórónu- veiru. Alls eru 60 íslenskar tegundir jólabjórs kynntar til leiks. Það er ótrúlegur fjöldi sem sést best á því að árið 2016 var hægt að velja úr 21 íslenskum jólabjór – og þótti mörg- um nóg um. Stóru brugghúsin bjóða fram sína sígildu jólabjóra og krydda úrvalið með nokkrum öðrum. Þannig er Tuborg julebryg vitanlega flaggskip Ölgerðarinnar enda hefur hann verið langvinsælasti jólabjór- inn hér undanfarin ár og Jóla-Gull nýtur sömuleiðis vinsælda. Borg brugghús er tilraunaarmur Ölgerð- arinnar og þaðan koma sex jólabjór- ar þetta árið sem allir bera nöfn sem vísa til fornra íslenskra jólasveina- heita. Sá nýjasti er Gluggagægir sem ku vera tvöfaldur IPA með ang- an af sítrónuköku. Víking brugghús býður sömuleiðis upp á blöndu af sígildum bjórum á borð við Víking og Thule jólabjór og tilraunakenndari bjórum. Þar á meðal eru Hvít jól sem er mandarínu White Ale og Tveir vinir og annar í jólum sem er svokallaður appels- ínulager. Þá á Jólabóndi eflaust eftir að njóta hylli en þar er á ferðinni traustur IPA-bjór. Þar fyrir utan má ganga að hinum vinsæla Einstök Icelandic DoppelBock á sínum stað. Bæði stóru brugghúsin bjóða upp á jóla lite-bjóra þetta árið og er sá frá Víking bragðbættur með eplum og kanil. Bleikar þyrnirósir í bragðinu Örbrugghúsin eru misstórtæk á jólabjórmarkaði. Þannig sendir Ölv- isholt frá sér hvorki fleiri né færri en fimm bjóra og Segull 67 á Siglufirði er með þrjá jólabjóra. Sama gildir um Malbygg en Kaldi á Árskógs- sandi lætur sér tvo duga eins og síð- ustu ár. Jóla-Kaldi hefur verið með vinsælustu bjórum síðustu jól. Smiðjan á Vík í Mýrdal hefur komið sterk inn síðustu misseri og sent frá sér fjölda áhugaverðra bjóra. Að þessu sinni getur bjóráhugafólk bragðað á Santa’s Blue Balls og tveimur öðrum jólabjórum þaðan. Frá RVK Brewing berast fjórir jóla- bjórar að þessu sinni; þar á meðal Frostrósir sem mun vera tilbrigði við klassískan wit-bjór, með appels- ínuberki, kóríander og bleikum þyrnirósum. Skrítin nöfn á skrítnum bjórum Þar með er ekki nándar nærri allt talið en nokkrir bjórar vekja sér- staka athygli, þó ekki væri nema nafnsins vegna. Þar á meðal er Grýluhor frá Gæðingi sem mun vera eikaður dökkur lagerbjór og Heilög eilífð frá Ægi brugghúsi sem er 10% sætabrauðs-stout sem fengið hefur að þroskast á bourbon-tunnum í tvö ár. Allt til að koma bjóraáhugafólki í alvörujólaskap. Ægir brugghús kynnir einnig til leiks Jóla-Bæjó og Ekkert sérstaklega jólaleg jól. Steðji úr Borgarfirði færir lands- mönnum Halelúja sem er svokall- aður jólasvartbjór, Böl Brewing býður upp á Þriðja í jólum sem er belgískur tripel-bjór og frá brugg- húsinu Austra kemur einn grjót- harður, Romm í jól. Grýluhor og Glugga- gægir koma með jólin  Sextíu tegundir af íslenskum jólabjór fara í sölu í dag '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 2015 2016 2017 2018 2019 2020 34 43 53 60 78 88 Vinsældir jólabjórs á Íslandi Sala á jólabjór 1989-2019 Þúsundir lítra Fjöldi tegunda 2015-2020 785 343 10 49% seldra jóla-bjóra í fyrra voru Tuborg julebryg 8x Árið 2007 voru 11 tegundir jólabjórs í Vínbúðunum og í ár eru þær 88 32 ár eru síðan jólabjór kom fyrst í sölu á Íslandi 13% Sterkasti jólabjórinn í ár er Ylur frá Öldum, heil 13% að styrkleika Ekki er hlaupið að því að ætla sér að komast yfir alla jólabjórana sem verða á boðstólum í Vínbúðunum. Takmörk eru á því hversu mörgum er hleypt inn í Vínbúðir í einu og þá er framboð misjafnt eftir versl- unum. Sumar vörur koma ekki á fyrsta söludegi. Mesta bjórúrvalið er í Heiðrúnu og Vínbúðinni í Skútu- vogi en þeir allra séðustu leggja inn pöntun á heimasíðu Vínbúðanna og sækja svo í rólegheitum tilbúinn kassa þegar þeim hentar. Sú þjón- usta kostar ekkert. Morgunblaðið/Hari Jólabjór Sala hefst í Vínbúðunum í dag. Einfalt að panta á netinu og sækjat í næsta óteki Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun. Úðann má nota með farða og augnlinsum. Fæs Ap Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Skoðaðu Take Away seðilinn > fjallkona.is Pantaðu í síma 555 0950 KREISÍ TAKE AWAY TILBOÐ Tilboð 1– Date night fyrir tvo FIMM RÉTTA SEÐILL Confit andalæri (Peking style) Gúrka, vorlaukur, Egils appelsín sweet chilisósa, teriyaki-maltsósa, íslenskar pönnukökur Kjúklingastrimlar „buffalo“ Pankó & chilihjúpaðar kjúklinglundir í Buffalo BBQ sósu, pikklað sellerí, salthnetur, gráða- ostasósa Bleikja & lummur Léttgrafin bleikja, kjúklingabaunalummur, piparrótar- sósa, hrogn, stökkar linsubaunir, yuzu-ylliblómadressing Nautalund Gulrætur, aspas, smælki, bjór-hollandaise Grillað blómkál Granatepli, perlubygg, spínat & basilmauk, skyr-tahini, pistasíur ›7.990 kr. 3.995 kr. á mann Tilboð 4 – Peking veisla Kjúklingastrimlar Pankó & chilihjúpaðar kjúklinglundir í Buffalo BBQ sósu, pikklað sellerí, salthnetur, gráðaostasósa Confit andalæri (Peking style) Gúrka, vorlaukur, Egils appelsín sweet chilisósa, teriyaki-maltsósa, íslenskar pönnukökur Þrista-súkkulaðiterta Súkkulaði, Þristur ›3.990 kr. á mann KL. 17–21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.