Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 22

Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 22
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samkeppni á matvörumarkaði er hörð, neytendur eru meðvitaðir um verð og gæði og aðstæður breytast hratt. Nú er flökt á gengi krónunnar og við finnum að hjá fjölda fjöl- skyldna er efnahagurinn þrengri. Til þess þarf að horfa við álagningu og vöruval eins og kostur er, ekki síst nú þegar jólavertíðin er að hefj- ast,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, nýr framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún tók við starfinu í byrjun októ- bermánaðar og hefur að undanförnu verið að setja sig inn í fjölþætta starfsemi þessa stórfyrirtækis sem er tuttugu ára um þessar mundir. Ásta Sigríður er vélaverkfræð- ingur að mennt og starfaði í árarað- ir erlendis, meðal annars fyrir ráð- gjafarfyrirtækið McKinsey, IBM og Össur. Áður en hún tók við núver- andi starfi var hún framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands. Að stýra starfsemi Viðskiptaráðs og nú Krónunnar segir hún vera gjörólíkt, þó í grunninn snúist stjórnun alltaf um samskipti við fólk og að ná skýr- um markmiðum sem sett eru. Aukin sókn í ódýrari vörur Margt er í deiglunni í starfsemi Krónunnar um þessar mundir. Ný- lega voru tvær nýjar verslanir opn- aðar, önnur við Hallveigarstíg í Reykjavík og hin við Hraunhellu í Hafnarfirði. Þá er snjallverslun Krónunnar í mikilli sókn. Þar er hægt er að panta vörur í gegnum app og sækja á valda staði eða fá sent heim. Ör þróun er í öllum tæknilausnum fyrir verslanir. Hefð- bundnar búðir verða að sjálfsögðu starfræktar áfram, en snjalllausn- irnar eru nýr kostur segir Ásta. „Sjálfri finnst mér áhugaverðast að fara í búðirnar okkar, tala við við- skiptavinina, verslunarstjórana og starfsfólkið sem fylgist vel með og er í raun með fingurinn á púlsi þjóð- arinnar,“ segir Ásta. „Alls vinna hjá okkur um 1.000 manns, fjölbreyttur hópur, eins og þarf að vera í versl- unum því þangað kemur fjöldinn. Öllu okkar starfsfólki ber saman um að vegna efnahagsástandsins sé nú aukin sókn í ódýrari vörur sem við nýverið fórum að merkja sér- staklega og gera meira áberandi í verslunum okkar. Heilt yfir er salan að aukast. Ef við berum saman síð- ustu mánuði við þá sömu í fyrra þá er aukningin 20-30% milli ára og þá frekar nær hærri tölunni.“ Höfum áhrif á val viðskiptavina Aukin viðskipti í verslunum að undanförnu segir Ásta ekki þurfa að koma á óvart. Margir vinni heima um þessar mundir, mötuneyti í skól- um og á vinnustöðum eru lokuð og veitingastaðir að mestu sömuleiðis. Auk þess er lítið um ferðalög til út- landa. „Fólk borðar heima og veltan í sumum verslunum okkar slær öll fyrri met. Í sölunni sjáum við að fjölskyldur reyna að gera vel við sig, kaupa ostabakka og lúxusmáltíðir. Svo er sala á vörum í jólabaksturinn komin á fullt. Hjá Krónunni er lögð áhersla á að beina viðskiptavinum í holla valkosti, svo sem ávexti og grænmeti og salan þar er alltaf að aukast. Við stjórnum ekki inn- kaupum okkar viðskiptavina en get- um haft áhrif,“ segir Ásta og áfram: „Reyndar er áskorunin nú, þegar flutningar til landsins eru úr föstum skorðum, að ná ávöxtum og græn- meti til landsins þannig að ferskleiki sé tryggður. Vandamál vegna veir- unnar koma víða fram.“ Ásta minnist þess frá unglings- árum, þegar hún vann við afgreiðslu í matvöruverslun, að henni fannst það bæði skemmtilegt og lærdóms- ríkt. „Hraðinn í samfélaginu er mikill nú og kröfur viðskipavina aðrar og á mörgum sviðum meiri en var. Við bregðumst við hraðanum með því að hjálpa viðskiptavinum okkar að ein- falda verslunarferðina, til dæmis með ýmsum óvæntum tilboðum og forvitnilegum vörum, ýmsu smálegu fyrir börnin og fleiru. Tími fólks í dag er oft takmarkaður og því mæt- ir Krónan með dæmis auknu úrvali tilbúinna rétta sem bragðast vel og fljótlegt er að matbúa. Ný lína af réttum sem heita Korter í fjögur kemur í verslanir á næstu dögum, en þar getur fólk getur púslað sam- an auðveldri máltíð fyrir tvo með því að velja prótín, meðlæti og sósu.“ Nýjar verslanir og stefnt er út á land Síðar í þessum mánuði verður opnuð ný verslun Krónunnar í Aust- urveri við Háaleitisbraut í Reykja- vík. „Við finnum fyrir eftirvænt- ingu, ekki síst meðal íbúa í Fossvogi og Bústaðahverfi fyrir nýrri búð í Austurveri,“ segir Ásta. Krónubúð- in nýja verður þar sem Nóatún var áður, sem áfram verður vörumerki sælkeravöru og ljúfmetis, ekki síst nú fyrir jólin. Að síðustu segir Ásta: „Við fylgjumst vel með mark- aðinum frá mörgum sjónarhornum og erum með ýmislegt í þróun. Áherslan núna er á snjallverslun Krónunnar og þannig viljum við til dæmis auka þjónustu úti á landi, í gegnum dreifingarleiðir sem við höfum þar. Þá stefnum við á að hefja uppbyggingu nýrrar versl- unar á Akureyri á næsta ári, en hún verður í nýbyggingu á horni Gler- árgötu og Tryggvabrautar. Fleiri staðir fyrir nýjar verslanir eru í skoðun, meðal annars hér á höfuð- borgarsvæðinu.“ Verslunarhættir breytast hratt  Krónan í sókn  Viðskipti hafa aukist um 20-30% að undanförnu  Nýjar búðir og fleiri eru vænt- anlegar  Mikil samkeppni  Samdráttareinkennin eru komin fram í matarinnkaupum landans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verslun Hjá okkur vinna um 1.000 manns, fjölbreyttur hópur eins og þarf að vera í verslunum því þangað kemur fjöldinn, segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hér er hún við nýja búð í miðborginni. Hallveigarstígur Gott úrval og bjartur svipur í nýrri verslun. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Stóra breytingin á matvörumark- aði á síðustu árum miðað við fyrri tíð er að lágvöruverðsverslanir eru orðnar ráðandi og samkeppni þar mjög virk. „Síðan bætast tækni- framfarir við sem gjörbreyta leikn- um,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted. Þúsundir viðskiptavina hafa þegar hlaðið appi snjallverslunar Krón- unnar niður í símann sinn en í gegnum það er hægt að panta vörur. Næsta stig í tækniþróun Krón- unnar er væntanlegt á næsta ári, en hún felst í því að viðskiptavinir skanna sjálfir vörur sínar í versl- unum Krónunnar beint í símann og ganga sjálfir frá greiðslu, áður en gengið er út. Bið við afgreiðslu- kassa heyrir þá sögunni til. Sömu- leiðis geta viðskiptavinir matað snjalltækin á upplýsingum um hvaða vörur henti þeim með tilliti til næringarefna og hollustu. Svo varar síminn fólk við ef til dæmis ofnæmisvaldandi innihald er að finna í vörunni. „Við viljum fyrst og fremst að snjallverslun Krónunnar einfaldi fólki lífið óháð því hvort það vilji nýta sér heimsendingu eða ekki. Þarna er hægt að skoða vöruúrval, bera saman verð við aðrar versl- anir og kanna innihald, hvort varan sé vegan, lífræn og svo fram- vegis,“ segir Ásta. Snjallverslun með upplýsing- um léttir viðskiptavinum lífið LÁGVÖRUVERÐSVERSLANIR RÁÐANDI Á MARKAÐI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækniöldin Hver gengur að sínu og bráðum færist afgreiðslan í síma fólks. FJARLÆGÐARMÆLIR - fyrir Frisbígolf og Golf - Jólagjöfin í ár! Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is Tæknilegar upplýsingar Orkugjafi: Lithium batterí, USB hleðsla Svið: 5-600 metrar Mælieiningar: Metrar/ Yards Aðdráttur: 7x Rakaþol: Class II Aflestur: LCD Bygjulengd: 905 nm Þyngd: 190 gr Mælir einnig upp/niður áhrif (slope), er með hraðamæli og „finna fána“ 24.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.