Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 skipuleggja svæðið, hanna heimili og byggja. Búast má við að það taki fimm til sjö ár. Svo þarf að fá ein- hvern til að reka heimilin. Ekki eru biðraðir eftir að komast í þennan rekstur, eins og daggjöldin eru í dag. Hvorki ríkið né sveitarfélögin vilja bjóða þjónustuna út því þau vilja ekki vera ábyrg fyrir fjármálunum ef illa fer og rekstrinum verður skilað til baka. Reiptogi Seltjarnarnesbæjar og ríkisins um rekstur nýja heimilis- ins á Seltjarnarnesi lauk með því að ríkið fól félagi í sinni eigu að reka heimilið. Vantar millistig Mikið er rætt um aukna heima- þjónustu sveitarfélaga og heima- hjúkrun á vegum heilsugæslunnar en minna hefur orðið úr því en efni standa til. Með því að auka þjónustu við fólkið er hægt að draga úr þörf- inni fyrir hjúkrunarheimili. „Það er dýrt fyrir okkur sem þjóð að reka hjúkrunarheimili. Okkur vantar þarna millistig, forvarnir fyrir fólkið sem er að eldast til að það geti haldið heilsu og dvalið lengur heima. Örfá endurhæfingarrými eru til fyrir þennan hóp. Þá þarf að efla mjög heimahjúkrun,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu- heimilanna. Eigi að síður þurfi að byggja upp hjúkrunarheimili til að taka við fólki þegar kostnaður við að- hlynningu heima er orðinn meiri en við dvöl á hjúkrunarheimili. Unnið er að því að setja á fót nýtt þverfaglegt öldrunarteymi í Reykja- vík. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að höfuðmarkmið þess sé að gera fólki kleift að búa lengur í eigin húsnæði. Í því verði læknar og hjúkr- unarfræðingar. Teymið hefur aðset- ur hjá Læknavaktinni og mun vinna í nánu samstarfi við heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Gerður hefur verið samningur við Sjúkratrygg- ingar um rekstur teymisins. Stjórnar- formaður Öld- ungs hf., rekstr- arfélags hjúkrunarheim- ilisins Sóltúns, telur vert að líta til Danmerkur um skipulag við uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimila. Þar sé þjónustan skipulögð þannig að al- mennt myndist ekki biðlistar, öf- ugt við það sem hér er. Telur Þórir Kjartansson að miðað við ganginn í uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukna þörf fyrir hjúkrunarrými stefni í mikla biðlista á næstu ár- um og áratugum. Þórir segir að málaflokkurinn í Danmörku sé á ábyrgð sveitarfé- laganna en þó þannig að ríkið tryggi þeim næga fjármuni til að standa undir uppbyggingu og rekstri. „Það er á ábyrgð dönsku sveitarfélaganna að byggja upp þá þjónustu sem dugir fyrir alla íbúa sem þurfa á þjónustunni að halda. Þau eru sektuð ef þau eiga ekki nægilegt rými og sektirnar eru það háar að það borgar sig fyrir stjórnendur sveitarfélaganna að fylgjast með þörfinni og byggja jafnóðum upp. Sveitarfélögin byggja ýmist upp sjálf eða fela einkaaðilum að gera það. Stefna ríkisins er að vera með fyrirfram- skilgreindan hlut hjúkrunarheim- ila einkarekinn en meirihlutinn er samt rekinn af sveitarfélögum. Það skapar meiri sveigjanleika og valmöguleika fyrir fólkið í land- inu,“ segir Þórir. Hann bendir á að mikill þjóð- hagslegur ávinningur skapist við að útrýma biðlistum, eins og gert er í Danmörku, og það sé auk þess réttlætismál og spari fjármuni. Danir standa betur að málum STJÓRNARFORMAÐUR SÓLTÚNS Þórir Kjartansson  Á morgun: Umfang og rekstrarform hjúkrunarheimila og rekstrarerfiðleikar þeirra. Rekstur hjúkrunarheimila - þjónusta við aldraða „Staðan er ómöguleg. Sveit- arfélagið hefur verið að greiða 10 til 12 milljónir á ári með rekstr- inum og við höf- um sætt okkur við það til að hafa stjórn á starfseminni. Nú stefnir í 37,5 milljóna króna halla. Ef þetta heldur svona áfram hefur Snæfellsbær ekki efni á því að greiða 400 milljónir með rekstr- inum næstu tíu árin og er því nauðugur einn kostur að skila heimilinu til ríkisins. Það er slæmt því við veitum frábæra þjónustu,“ segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri Snæfellsbæjar, um rekstur lítils hjúkrunar- og dvalarheimilis, Jaðars í Ólafsvík. Hann segir að ef bærinn neyðist til að hætta rekstrinum sé hætt við að hann verði skorinn niður. Segir Kristinn að búið sé að fá ein- stakling til að taka út reksturinn til að athuga hvort bærinn standi að honum með réttum hætti. Spurður um skýringar á halla- rekstri segir Kristinn að það gleymist oft að fólk komi seinna inn á hjúkrunarheimili en áður og veikara. Það þurfi meiri umönnun, lyfjagjafir og þvíumlíkt. Þá hafi launakostnaður rokið upp. Dag- gjaldið sem heimilið fái sé langt frá því að mæta kostnaði. Hann nefnir einnig að heimilisfólk fái líknandi meðferð þegar að því kemur. Þá þurfi að bæta við fólki. Þetta sé mikill kostur í nærsam- félaginu. Makinn og aðrir úr fjöl- skyldunni geti verið hjá ástvini sín- um á þessum stundum og skipst á, í stað þess að þurfa að aka í tvo til þrjá tíma á aðrar stofnanir. Bærinn hefur ekki efni á þessu BÆJARSTJÓRI SNÆFELLSBÆJAR Kristinn Jónasson Morgunblaðið/RAX Sungið á Hrafnistu Dægurflugur sveimuðu um sali á Hrafnistu við Laugarás þegar söngvararnir Kristján Jóhannsson og Geir Ólafsson komu í heimsókn og sungu við undirleik Þóris Baldurssonar. Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað Vinnsluhæð: 240 mm Vinnslubreidd: 250 mm Færanlegt vinnsluborð 47 Mótor: 550 w Hæð: 1.470 mm Þyngd: 58 kg Verð aðeins87 VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE DYNAMIX Frábær k með hakk ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 0x6 .9 YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN jö a s 00 mm 00 kr. tsög fs.i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.