Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 27
YFIRTÖKUTILBOÐ TIL HLUTHAFA EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF. Samherji Holding ehf. gerir hluthöfum Eimskipafélags Íslands hf. tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 175 kr. fyrir hlut. Þann 21. október sl. keypti Samherji Holding ehf. („Samherji Holding“) 550.000 hluti í Eimskipafélagi Íslands hf. („Eimskip“) eða sem nemur 0,29% af útgefnum hlutum í félaginu. Hlutirnir voru keyptir á genginu kr. 175 á hlut. Í kjölfar tilgreindra kaupa fer Samherji Holding með atkvæðisrétt 56.630.000 hluta í Eimskip eða sem nemur 30,28% atkvæða í félaginu. Kaupin gera það að verkum að Samherja Holding er skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð, þ.e. að bjóðast til að kaupa hlut þeirra í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti („vvl“). Samherji Holding mun leggja fram yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla vvl., með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram koma í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett verður og birt þann 10. nóvember nk. („til- boðsyfirlitið“). Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Eimskip sem ekki eru í eigu Samherja Holding eða Eimskips sjálfs við lok viðskipta- dags þann 9. nóvember nk. Hluthöfum sem skráðir eru í hlutaskrá Eimskips í lok viðskiptadags þann 9. nóvem- ber nk. verður sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarsendingarumslag. Tilboðið nær ekki til þeirra hluthafa í Eimskip sem verða skráðir í hlutaskrá Eimskips eftir lok viðskiptadags 9. nóvember nk. Framangreind skjöl verða einnig aðgengileg hjá umsjónaraðilum (eins og þeir eru skilgreindir að neðan). Einnig verður tilboðsyfirlitið aðgengilegt á vef Eimskips (www.eimskip.is), í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á vef Landsbankans (www.landsbankinn.is). Umsjónaraðilar Beljandi ehf. og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. („umsjónaraðilar“) hafa verið ráðnir sem umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Samherja Holding. Frekari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið eimskip@landsbankinn.is og í síma 410-4040. Tilboðsverð og greiðsla Tilboðsverð er 175 krónur fyrir hvern hlut í Eimskip veðbanda- og kvaðalausan. Tilboðsverðið er jafnhátt og hæsta verð sem Samherji Holding hefur greitt fyrir hluti í Eimskip á síðustu sex mánuðum áður en að tilboðs- skylda myndaðist og er jafnframt hærra en dagslokagengi hluta í Eimskip á síðasta viðskiptadegi áður en að tilboðsskylda myndaðist. Er tilboðsverðið enn fremur hærra en það tilboðsverð sem ráðgert var að bjóða hlut- höfum er tilboðsskylda Samherja Holding myndaðist þann 10. mars 2020, sbr. flöggun Samherja Holding þann sama dag. Greiðsla fyrir hluti þeirra sem tilboðið samþykkja verður innt af hendi í íslenskum krónum inn á banka- reikning sem hluthafi tilgreinir. Greiðslan verður innt af hendi eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að gildistíma yfirtökutilboðsins lýkur. Tilboðstímabil Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 þann 10. nóvember 2020 til kl. 17:00 þann 8. desember 2020. Samþykki yfirtökutilboðsins verður að hafa borist umsjónaraðilum og/eða á tölvupóstfangið eimskip@landsbankinn.is eigi síðar en kl. 17:00 þann dag. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á því að samþykkis- eyðublaðið berist tímanlega. Samherji Holding áskilur sér einhliða rétt til að ákveða hvort samþykkiseyðublöð, sem kunna að berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út, verði tekin gild. Framlengja má yfirtökutilboðið að því marki sem ákvæði vvl. leyfa. Framtíðaráætlanir Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips. Tilboðsyfirlitið felur ekki í sér ráðgjöf af hálfu Samherja Holding eða umsjónaraðila og er tilboðshöfum bent á að leita sér viðeigandi ráðgjafar sérfræðinga. Reykjavík, 5. nóvember 2020 Samherji Holding ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.