Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
urinn er kurlaður. Reynt er að koma
öllu í verð, líka saginu frá viðarsög-
inni.
Almenningur nýti afurðir
„Ég vil sjá okkur verða að
þróunarfélagi fyrir skógarbændur
og skógareigendur á Suðurlandi.
Einstaka skógarbændur hafa ekki
tök á að fara út í viðarvinnslu. Við
erum á undan með okkar skóg en
bændur þurfa að fara að grisja sína
skóga, ég á von á að mikið efni komi
út úr því eftir tíu til fimmtán ár. Það
telst svo sem ekki langur tími í skóg-
rækt og því stutt í að þessi vinna
hefjist fyrir alvöru. Við getum von-
andi plægt akurinn fyrir bændur og
þá sem á eftir okkur koma. Snæfoks-
staðir gætu orðið miðstöðin í nýrri
atvinnugrein viðarvinnslu,“ segir
Kjartan.
Hann hefur einnig áhuga á því að
lista- og handverksfólk geti nýtt við-
inn til framleiðslu muna. Nefnir í því
sambandi að Landbúnaðarháskóli
Íslands hafi verið með námskeið í
tálgun og framleiðslu úr skógar-
afurðum á Snæfoksstöðum og nem-
endur í Listaháskóla Íslands hafi
einnig nýtt aðstöðuna. „Það væri
ánægjulegt ef við gætum stutt þá
þróun að almenningur tengist þessu
starfi betur og nýti afurðirnar til
sköpunar.
Aukin ferðaþjónusta
Snæfoksstaðir eru talsvert nýttir
til útivistar, bæði af íbúum héraðsins
og sumarbústaðafólki úr nágrenn-
inu. Segir Kjartan að vinnuvegir séu
um skógana en gera mætti meira í
að leggja göngustíga til að gera
skóginn aðgengilegri.
Reksturinn á Snæfoksstöðum
skapar góðan fjárhagslegan grund-
völl fyrir félagið. Það er salan á jóla-
trjánum og viðnum en einnig útleiga
á landi undir 60 sumarbústaði og
önnur hlunnindi.
Jörðin er við eina fjölmennustu
ferðamannaleið landsins og í því fel-
ast ýmis tækifæri, að mati Kjartans
og félagsins. Fyrir utan almennt úti-
vistargildi má nefna gamlar námur
þar sem rauðamöl var tekin en þar
má sjá jarðsögu svæðisins. Það kost-
ar nokkra fjármuni að útbúa
fræðsluskilti um það. Þá á jörðin
land upp á barm Kersins. Hefur fé-
lagið undirbúið aðstöðu til að geta
boðið ferðafólki þjónustu,“ segir
Kjartan Ólafsson.
Vinna efni úr skóginum fyrir markað
Áherslur í starfi Skógræktarfélags Árnesinga breytast Unnið að grisjun og viðarvinnslu í stað
plöntunar Snæfoksstaðir geta orðið miðstöð þróunarstarfs í viðarvinnslu að mati formannsins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skógarhlíðin 2020 Ekkert landslag sést lengur vegna hárra barrtrjáa og sums staðar eru furutré einnig farin að
skyggja á. Barrtjánum var plantað eftir miðjan sjötta áratuginn og eru því komin á sjötugsaldurinn.
Grisjun Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri félagsins, við grisjun í
skóginum á Snæfoksstöðum. Þar eru mikil verkefni allan ársins hring.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skógarhlíðin 1983 Til samanburðar er birt mynd sem tekin var vorið 1983, af sömu hlíð. Þá voru trén um það bil 25
ára gömul og útlínur landsins sáust enn. Nú hefur verið plantað í mestallt land jarðarinnar Snæfoksstaða.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áherslur í starfi Skógræktarfélags
Árnesinga hafa breyst á und-
anförnum árum. Í stað þess að
rækta nýja skóga snýst starfið
meira um að grisja og nýta efnivið-
inn í vörur fyrir markaðinn, svo sem
jólatré, borðvið til smíða, eldvið og
kurl. „Skógurinn hefur margfaldast
og trén vaxa stöðugt. Við höfum nóg
efni hér á Snæfoksstöðum til að
vinna úr næstu ár og áratugi,“ segir
Kjartan Ólafsson, formaður félags-
ins.
Skógræktarfélagið keypti jörðina
Snæfoksstaði í Grímsnesi fyrir 66
árum og þar hafa félagsmenn rækt-
að mikla skóga, mest í sjálfboðinni
vinnu. „Jörðin er 700 hektarar að
stærð og við erum búin að planta
trjám í meginhluta hennar,“ segir
Kjartan.
Tekur tíma að fá uppskeru
Hluti jarðarinnar er tekinn frá til
að rækta jólatré. Svæðið er hreinsað
og plantað trjám í allan reitinn. Upp-
skeran kemur eftir tólf til fimmtán
ár og þá eru trén höggvin og seld og
í lokin eru þau tré sem sitja eftir og
ekki henta sem jólatré hreinsuð burt
og plantað trjám fyrir nýja upp-
skeru. „Þetta er alveg eins og í kart-
öfluræktinni nema hvað það tekur
talsvert lengri tíma að fá uppskeru,“
segir Kjartan.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Bergur Þór Björnsson, er búinn að
merkja þau tré sem höggvin verða í
næsta mánuði til sölu fyrir jólin. Á
aðventunni koma félagsmenn og
hjálpa til við söluna og til að skapa
jólastemningu í húsakynnum félags-
ins á Snæfoksstöðum.
Framkvæmdastjórinn vinnur að
grisjun skógarins allt árið og á
sumrin fær hann aðstoð sum-
arstarfsfólks við plöntun trjáa, grisj-
un og hreinsun.
Mikið efni fellur því til auk þess
sem tekið er við grisjunarvið úr
görðum á Selfossi og víðar.
Félagið hefur komið sér upp að-
stöðu og góðum tækjakosti á Snæ-
foksstöðum til að vinna úr þessu
efni. Nýjasta tækið er góð vél til að
kljúfa eldivið. Sverir bolir eru sag-
aðir í borðvið en þeir minni eru sag-
aðir og klofnir í eldivið og afgang-
Eitt af fyrstu verkefnum Skógræktarfélags Árnesinga
var að koma upp trjágarði í miðbæ Selfoss. Var hann
gerður til að minnast Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra sem stóð fyrir byggingu Ölfusárbrúarinnar
gömlu en tilefnið var ekki síst 50 ára afmæli brúar-
innar. Í Tryggvagarði gafst íbúum sýslunnar í fyrsta
skipti gott tækifæri til að kaupa trjáplöntur fyrir
garða sína. Tryggvagarður var síðar afhentur Selfoss-
hreppi til eignar og umráða.
Skógræktarfélagið var stofnað 2. nóvember 1940,
einmitt í Tryggvaskála við Ölfusárbrú. Það fagnar því
áttatíu ára starfsafmæli um þessar mundir.
Kjartan Ólafsson, formaður félagsins, líkir aðstöð-
unni fyrir áttatíu árum við akuryrkju. Þegar fræ séu
sett í raka og varma jörð hljóti þau að spíra. Það hafi
sannarlega gerst og margar greinar vaxið út frá
starfi Skógræktarfélags Árnesinga. Telur Kjartan að
Árnessýsla sé framarlega í skógrækt í landinu.
Félagið er þannig byggt upp að deildir eru um alla
sýslu og hafa margar þeirra eigin skógræktarreiti, til
viðbótar landinu á Snæfoksstöðum sem Skógræktar-
félag Árnesinga keypti á árinu 1954. Skógræktar-
félagið er síðan aðili að Skógræktarfélagi Íslands.
Öfluðu sér þekkingar
Kjartan segir að lítil þekking hafi verið á trjárækt
þegar félagið tók til starfa en smám saman hafi verið
bætt úr því. Nefnir hann merkileg sambönd við Norð-
menn sem komust á 1949 með ferðum norsks skóg-
ræktarfólks hingað til starfa, gjarnan í hálfan mánuð,
og ferðum íslensks skógræktarfólks til Noregs á
móti. Héldust þessi samskipti í áratugi. Kjartan fór
sjálfur í slíka ferð sem unglingur og segir að þær hafi
vakið áhuga á skógrækt og fært þekkingu inn í land-
ið.
Tryggvagarður var fyrsta verkefni félagsins
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÁRNESINGA Á SÉR 80 ÁRA SÖGU
Formaður Kjartan Ólafsson við söguskilti á Snæfoksstöðum
sem Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formaður, gaf skóg-
ræktarfélaginu til minningar um látna eiginkonu sína.